Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Alžżšublašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Alžżšublašiš

						Benedikt Grðndaí skriíar um helgina;
OLfAN OG GRÓO-
EN
HVALFIRDI
EINN ÞATTUR í starfsemi
Atlantshafsbandalagsins hefur
vcri) a'ð treysta „innviðí" banda
lagsins, meðal annars með
bættum samgöngum, f jarskipt-
um og birgðastöðvum víða um
Vestur- og Suður-Evrópu. Eru
birgðastöðvar til dæmis víða á
hinni löngu strönd Noregs,
efcki aðeins olíugeymar eins og
hér heima, heldur einnig skot-
færa- og sprengjugeymslur (þó
ekki nein kjarnorkuvopn). I
Noregi hefur engum manni
dotíið í hug að kalla þetta her-
stöðvar, jafnvel ekki skotfæra-
geymslurnar, hvað þá olíuna.
Ég hygg, aff allir sanngjarnir
íslendingar muni við umhugs-
un komast að þeirri niðurstóðu,
að beln hernaðaraðstaða At-
lantshafsbandalagsins hafi í
engu breytzt, þótt nýir olíú-
geymar rísi í Hvalfirði í stað
20 ára gamalla geyma. Hins
vegar er ástæða til að óttast, að
inn í þetta mál blandist and-
styggilegasta hlið varnarmál-
anna, sem er hermang og gróða
fíkii.
Olíustöðin í Hvalfirði kom ís-
lendingum í góðar þarfir árin
eftir ófriðinn. Olíufélagið
kej pti stöðina og átti hún rík-
an þátt í hinum myndarlega
og hraða vexti félagsins. Þjóð-
viljinn kallaði hana dulbúna
herstöð fyrir Standard Oil, en
hún var lengi eina stöðin, sem
gat geymt og afgreitt olíu fyrir
nýsköpunartogarana,     þegar
þeir streymdu til landsins.
Þetta mun vera ein ástæða
þess, að. ýms einkafélög, til
dæmis Kveldúlfur, eru hlutháf-
ar í Olíufélaginu.
Ekki var þó ætlunin að nota
stöffina lengi, enda var það trú
manna 1947, að hún mundi ekki
duga til margra ára. Voru því
reistir olíugeymar fyrir at-
vinnuvegi okkar víðs vegar um
land. Þess vegna gat Olíufélag-
ið tekið að sér að geyma í Hval-
firði olíubirgðir fyrir varnar-
liðið, þegar það kom, og hefur
gert síðan.
Það er auðvelt að vera vitur
eftirá, en mér finnst, aff ríkiff
hefði átt að fá stöðina aftur,.
þegar varnarliðsviðskiptl komu
til sögunnar. Samvinnumenn
eiga ekki að gera tilkall til auð-
fengins gróða af slíku tagi, þótt
þeir eigi sama rétt til hans og
aðrir. Eðlilegast hefði verið, að
opinbert fyrirtæki, ef til vill
með þátttöku olíufélaganna,
hefði rekið stöðina. Gróðinn
hefði til dæmis getað runnið
til að gera viðunanlegan veg
umhverfis Hvalfjörð. Það er
ekki eðlilegt, aff eitt félag hljóti
svo mikinn gróða af slíkri stöð,
að fyrir hann hefði á 2—3 ár-
um mátt setja fyrsta flokks
bilaferju yfir Hvalfjörð.
Ef til vill er nú tækifærið til
að koma betri skipan á þessi
mál, þótt það sé óráðið á æðstu
stöðum aff því er bezt verður
séð. Stofna mætti ríkishlutafé-
lag, þar sem ölíufélögin ættu
til dæmis 10% hvert, af því aff .
þetta er á þeirra starfssviði, en
ríkið öruggan meirihluta. Yrði
að tryggja ríkinu meirihluta í
stjórn fyrirtækisins, og fyrir-
skipa, að ágóði rynni annað-
hvort beint í ríkissjóð eða til
framkvæmda í samgöngumál-
um Hvalf járðar, sem vissulega
snerta alla landsmenn.
í þessu sambandi er rétt að
minna á olíumál okkar íslend-
inga   sjálfra.   Atvinnuvegir
okkar og samgöngur, svo og
upphitun á þúsundum íbúða og
margt fleira, er háff olíu effa
benzíni. Samt eru aldrei til í
landinu nema fárra vikna birgð
ir af þessu eldsneyti. Ef flutn-
ingur á olíu og benzini til lands
ins stöffvaðist af cinhverjum
ástæffum í nokkrar vikur, eins
Og vel getur komið fyrir, mundi
skapast hér neyðarástand á ör-
skömmum tima.
Undanfarin ár hafa birgðír
Atlantshafsbandalagsins í Hval-
firði í rauninni einnig vei/J
varabirgðir fyrir íslenzku þjóff-
ina. Hefur nokkrum sinnum
komið fyrir, að við höfum ver-
ið í vandræffum með olíu, og
þá fengið að ganga í birgðirn-
ar í Hvalfirði. Þessi mál verff-
um viff að íhuga, því þjóðinui
er lífsnauðsyn aff eiga birgðir
eða aðgang að birgðum í Iand-
inu sjálfu.
Með þátttöku okkar í At-
lantshafsbandalaginu njótuin
við ekki aðeins þeirra varna,
sem eru hér á landi, heldnr
heildárstyrks bandalagsins. Sá
styrkur hefur komið fram í þri,
að ekki hefur verið skertur fer-
metri lands í bandalagsríkjun-
um síðan 1949, af því að árás á
eitt er sama og árás á öll. Olíu-
birgðir í Hvalfirði eru lítill
liður í þessari heildarmynd,
liður, sem hefur véitt bæði
varnarliðinu og íslenzkum at-
vinnuvegum öryggi á undan-
förnum árum.
Við skulum líta á þessi mál
af skynsemi og koma þeim fyr-
ir á þann hátt, sem er þjóðinni
hollast, en hugsa ekki eingöngu
um að bítast um auðfenginn
gróða.
eikan
eikur í Gamla Bíó
Prófess^r Wilhelm Sí^-oss
^iáíuleikari mun halda tónleika
# Gamla bíó á mánudagskvöld kl.
"7. Þá mun einnig Sigurður Björns-
son söngvari syngja með undir-
tteik Guðrúnar Kristinsdóttur. Á-
?Tódinn af tónleikunum rennur
íil Landakotsspítala.
Wilhelm Stross er mjög þekktur
4ónlistarmaður og kennari. Hann
<tk prófessor við tónlistarháskól-
^nn í Miinchen og hefur kennt
^*nörgum fiðluleikurum. Hann er
"556 ára að aldri. Stross hóf nám í
fiðluleik hjá prófessor Bram Eld-
«rling en meðal nemanda hans var
*n.a. Adolf Busch. Tvítugur hlaut
^ititoss  Felix-MendelsohnverSlaun
in og hófst þá frægðarferill hans
sem einleikara. 26 ára að aldri
var hann skipaður prófessor í tón-
list.
Auk kennslunnar og einleikslns
kom prófessor Stross brátt á fót
kammerhljómsvelt og strokkvart-
ett. Kammerhljómsveit hans lék
m.a. á Bach-hátíðinni í Leipzig
1956 og í sambandi við för dr.
Adenauers til Sovétríkjanna 1952
fór hljómsveitin til Moskvu og
hélt þar tónleika við gífurlega
hrifningu. Stross-kvartettinn er
talinn ganga næst hinum fræga
Busch-kvartett og hefur haldið
tónleika víða um heim.
Prófessor Stross er hér í sum
arleyfi ásamt konu sinni og dótt-
ur, sonur hans er nú búsettur hér
giftur íslenzkri konu, Ásdísi Þor-
steinsdóttur, sem nam fiðluleik
hjá Stross og spilar nú með Sin-
. fóníuhljómsveit íslands.
Prófessor Stross skipuleggur ár
lega tónlistarhátíðina í Salzburg,
hina  svonefndu  Priihlingfestival.
,Þar koma ýmsir þekktir tónlistar
menn og leika og syngja. Sigurð-
ur Björnsson söngvari hefur kom-
ið þar fram.
Eins og fyrr segir eru tónleikar
prófessor Stross hér eingöngu í
góðgerðaskyni og rennur ágóðinn
til Landakotsspítala. Prófessorinn
mun leika hér inn á segulband
fyrir Ríkisútvarpið og hugsaniegt
er, að hann komj síðar og haldi
hér tónleika á vegum Tónlistar-
félagsins.
HVER HLÝTUR PRINS-BILINN?
Dregið eftir 2 daga.
25 kr. ntiSinn. Skattfrjálst.
Skcöiö bílinn í Bankastræti
Sölubörn:
Komið og takið meða að Skólavörðustíg 22
..  (Húsgagnaverzl.  Erlings   Jónssonar)  eða
Suðurgötu 22, í skrifstofu Krabbameinsfélag
anna.
Há sölulaun. Auðveld sala.
Styrkið oss ttl starfa.
Krabbameinsfélag Reykjavíkur.
NYKOMIÐ
CREPE - SOKKAR
NÝKOMIÐ
Kr. 25.00 parið.
ÁSA
Skólavörðustíg 17 — sími 15188.
PROFESSOR STROSS hefur nemendur hvaðanæva aff úr
heiminum. Sumir þeirra fylgja honum eftir á ferðum hans.
Hérlendis eru nú nokkrir nemendur hans. Myndin sýnir próf.
Stross með japanskri stúlku, sem stundar nám hjá honum. Er
hún aðeins 15 ára að aldri en talin mjög efnileg.
Á tónl/2i(kunum á mánudags-
kvöld mun prófessor Stross leika
þrjár fiðlusónötur, Fiðlusónötu nr.
2 í A-dúr eftir Vivaldi, fiðlusónötu
í B-dúr eftir Mozart og fiðlusón-
ötu op. 24 í F-dúr (vorsónötuna)
eftir Beethoven. Sigurður Björns
son syngur Dichterliebe nr. 1-7
eftir Robert Schumann og nokkvr
íslenzk lög.
4  18. ágúst 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16