Lögrétta - 07.07.1915, Blaðsíða 1
Nr. 31
Reykjavík, 7. júlí 1915.
X. árg.
Þessi mynd er frá Venezíu, er flugmenn frá Austurríki gerSu árás á
borgina rjett eftir aS ítalía hafði sagt Austurríki stríð á hendur. Þeir
kveiktu í borginni á nokkrum stöSum, en eldurinn varð slöktur áður
en hann gerSi mjög mikiS tjón.
Dvergur,
trjesifDiuerksiiilja og tiibiruersin
{Flyoenrinp o Co.),
Hafnarfirði. Símnefni: Dvergur. Talsimi 5 og 10.
Hefur fyrirliggjandi: Hurðir — Glugga — Lista og yfir höfuS alls konar
timburvörur til húsabygginga og annara smíSa. — Húsgögn, ýmis konar, svo
sem: Rúmstæði — Fataskápa — Þvottaborð og önnur borS af ýmsum
stærSum.
Pantanir afgreiddar á alls konar húsgögnum. — Rennismíðar af öllum
tegundum.
Miklar hirpðir al sænsku tiibri, seienti oi pappa.
Timburverslunin tekur að sjer byggingu á húsum úr timbri og steinsteypu,
og þar sem vjer höfum fengið betri kaup á timbri í þetta skifti en alment
gerist, væntum vjer að geta boðið viðskiftamönnum vorum hin allra bestu
viðskifti, sem völ er á.
Bækur,
innlendar og erlendar, pappír og alls-
konar ritföng,. kaupa allir í
Bókauerslun Slolúsar Eymundssonar.
Lárus Fjeldsted,
Y f irr jettarmálaf ærslumaður.
LÆKJARGATA 2.
Venjulega heima kl. 4—7 síðd.
Menn hugsa fremur gott til þings-
ins, sem hefst í dag — sjálfsagt mjög
mikill meirihluti þjóöarinnar.
Menn vona, að þeir menn þings-
ins, sem í raun og veru vilja vinna
að heill og framförum landsins, fær-
ist nú nær hver öSrum en áður.
Menn vona, aS þeim mönnum, sem
á engu vilja ala ööru en sundrung-
unni, veröi haldiS svo í skefjum, a'S
þeir geri ekki tilfinnanlegt tjón.
AuSvitaS láta sundrungarpostul-
arnir ófriðlega og tala digurbarka-
lega. En „röksemdir“ þeirra eru
orSnar að svo mikilli vitleysu, að
væntanlega villa þær ekki framar
nokkurn skynsaman mann.
I þeim „röksemdum“ er hlaupið
yfir þaS, sem algerlega einskisvert
atriði; er ekkert komi málinu viS, aS
Alþingi hefur aS fullu afgreitt nýja
stjórnarskrá — sennilega meS því
augnamiSi aS fá hana staSfesta, og
af sannfæringu um þaS, aS þjóSinni
væri eitthvert gagn aS henni.
SömuleiSis er hlaupiS yfir þaS,
hver álitshnekkir og ósigur þaS væri
oss íslendingum, og oss einum, ef
önnur eins stórmál vor stranda, eftir
aS Alþingi hefur afgreitt þau, eins
og sjálf stjórnarskráin.
Enn fremur er í þessum „röksemd-
um“ brent fyrir allar tilraunir til þess
aS gera nokkrum manni skiljanlegt,
aS staSfesting stjórnarskrárinnar sje
oss aS nokkru leyti óhagkvæm, eSa
aS rjettur vor sje að minsta leyti fyr-
ir borS borinn.
HvaS er þá fundiS aS ? Um hvaS
er veriS aS rífast?
Um tvent.
AnnaS er þaS, aS Danir hafi skift
sjer nokkuS af stjórnarskrármálinu
-— a S íslandsráSherra skuli hafa átt
nokkurn orðastaS við forsætisráS-
lierrann um máliS, a S forsætisráS-
herrann hefur skýrt formönnum
danskra flokka frá samkomulags-
atriSunum, og a S Dönum verði skýrt
frá því í blöSum, sem gerSist á þeim
ríkisráSsfundi, er rjeS málinu til
lykta.
Um þetta er jagast. En hins er eng-
úi grein gerS, hvernig hjá því heföi
átt aS komast, að Danir ljetu málið
til sín taka. Þegar Alþingi gerir
stjórnarskrárbreytingu, sem snertir
ágreiningsmál milli Dana og íslend-
iuga, þá veit þingiS þaS, ef þaS er
nieS öllum mjalla, aS Danir láta ekki
shka breytingu afskiftalausa. Banni
þaS ráSherra sínum að eiga orSa-
staS viS Dani um slíkt mál, þá er
þaS alveg sama sem aS segja, aS þaS
ætlist ekki til þess aS slíkri stjórnar-
skrárbreyting verSi framgengt —
meS öSrum orSum, aS stjórnarskrár-
breytingar þess sjeu ekki annaS en
ryk, sem þaS sje aS þyrla í augun á
fáfróSum og lítilsigldum kjósendum.
Ekki er heldur nokkur tilraun til
þess gerS aS sýna fram á, aS vjer
bíSum nokkurn hnekki viS þessi
dönsku afskifti; aS stjórnarskráin
nýja verði oss ekki jafn-notasæl eins
fyrir þau, nje aS rjettur vor and-
spænis Dönum hafi ag nokkuru leyti
oröið minni en hann áSur var.
Svona veigamikið, eSa hitt þó held-
ur, er þá þetta jögunarefniS.
Samt er hin aSfinslan enn aumari
og óboSlegri.
Hún er sú, aS Danir skuli nú ekk-
ert vera reiSir.
Fyrst er fest upp á götunum hjer
t Reykjavík til æsinga símskeyti um
þaS, hvaS hægrimannablaöiS „Vort
I.,and“ — blað, sem ávalt hefur vilj-
aS vinna oss sem mest tjón í sjálf-
stæöisbaráttu vorri —• segi um staS-
festingar-skilmálana, aS þaS fullyröi,
aS íslendingar hafi beSið lægri hlut.
Siðan hefur veriö á þaö bent í Isa-
fold, aS blaðiS gat ekkert um það
vitaS, hverir staöfestingar-skilmál-
arnir voru. En þó aS blaöiS hefSi
um þá vitaS, og sagt þaS, sem eftir
þvi er haft — og vel má vera, aS
þaS hafi alls ekki sagt þaS — þá er
það spónný aðferS í stjórnmála-um-
ræöum vorum aö meta atburðina eft-
ir þeirri merkingu, sem andstæSingar
vorir i Danmörk leggja i þá. Skamt
heföi Jón SigurSsson komist, ef hann
hefSi fariS eftir þeirri reglu!
Eftir að þetta símskeyti um „Vort
Land“ átti aS hafa haft sín áhrif,
fræðir „Ingólfur“ menn um þaS, aS
önnur dönsk blöS, „Nationaltidende“
og „Kjöbenhavn“, láti vel yfir úr-
slitunum. Ekki geta þau samt annað
ef þeim sagt, en aS flokksforingj-
arnir hafi fallist á þau, og þá sjeu
þau sjálfsagt góö Dönum.
Svo langt eru þá stjórhmálaum-
ræöur sumra íslendinga komnar niS-
ur á viS, og stjórnmálavitiö líka, aS
þetta er boSiö mönnum til æsinga.
Sjeu Danir ekki reiðir út af úrslit-
um, sem þeir vita ekki hver eru, þá
eigum vjer aö veröa reiðir út af því,
aS þ e i r skuli ekki vera reiSir!
Enginn skynsamur maSur gengur
þess lengur dulinn, hvernig komiö er.
Þeir, sem eru aö vonskast út af staS-
festing stjórnarskrárinnar, hafa ekk-
ert fram aS færa annað en vitleysu.
Og ekki er þaS annað en eSlilegt
áframhald af öSru eins flónsæSi eins
og birting þeirra á leyniskjölunum
var.
Fyrir því vonast menn til góSs af
þinginu, aS það láti ekki þessa pilta
ónáða sig alt of mikiS, og aS þaö
liSi þeim ekki aS spilla dýrmætum
þingtímanum meS þessu óendanlega
þrasi út af einskisverSum efnum,
sem er eitt af átumeinunum i þjóSlífi
voru.
liangfa-vitleysa
Magnúsar
Arnbj arnar s onar.
Eftir aS grein sú var rituS, sem
hjer er næst á undan í blaSinu,
um þaS, hvernig menn hugsuöu
til þingsins, var festur upp fregnmiSi
mikill frá Ingólfi um þaö, aS von
væri í því blaði á ómótmælanlegum
sönnunum þess, aS rjettur íslands
hefSi veriö fyrir borö borinn meS
st jórnarskrárstaS f estingunni.
Sumir bjuggust viS einhverju mik-
ilvægu, því enn er fátítt hjer að boSa
almennar blaSagreinir svo hátíSlega.
En eftir aö hafa lesiS Ingólf mun
flestum hafa komiS til hugar eitt-
hvaS svipaS eins og stendur í lat-
neska erindinu um fjöllin, sem tóku
ljettasótt, og fóstriS, sem var hlægi-
leg mús.
ÞaS var Magnús Arnbjarnarson
cand. juris., sem hafði tekið aS sjer
aö sanna þetta i Ingólfi. Og ekki
vantar þaS ,aS nógu 1 a n g t skrif-
ar maðurinn — nærri því allan síS-
asta Ingólf. En sá galli er á þeirri
ritsmíS, aS naumast er nokkur heil
brú í henni.
ÞaS stafar af því, aS grundvöllur-
inn, sem alt er reist á, er ekkert ann-
aS en misskilningur. Fyrir því verö-
ur alt hjá manninum aS einni „löngu-
vitleysu“.
Grundvöllurinn er sá, aö meö því,
sem gerSist í Hkisráðinu 19. júní
síSastl., hafi „þaS öSlast samnings-
gildi, sem fram var haldiS af for-
sætisráðherra Dana og konungi“.
Vjer látum ósagt, hvernig nokkr-
um skynsömum manni fer aS koma
til hugar, aS hjer sje um nokkurn
samning eSa nokkurt samningsgildi
aS tefla. Meinlokan er oss blátt á-
fram óskiljanleg.
Athugum i stuttu máli, hvaS gerð-
ist i ríkisráðinu.
RáSherra íslands tekur fyrirvara
Alþingis upp í staðfestingar-meö-
mæli sín, og hann árjettar fyrirvar-
ann í meSmælunum meSal annars
meS því, aS ríkisráösákvæðiS sje aS
lögum, samkvæmt skoSun íslend-
inga, „einvöröungu háS löggjafar-
valdinu íslenska“.
Forsætisráöherrann svarar, aS
danska skoSunin á þessu máli fari i
þá átt, aS fyrirkomulaginu, flutningi
íslandsmála í rikisráSinu, verði ekki
breytt nema ný skipun verSi á gerS,
sem feli í sjer líka tryggingu sem
þá, er nú er, og aS eftir skipun þeirri,
sem nú er á rjettarsambandi Islands
og Danmerkur verði að vera til á-
kveSinn staðúr, þar sem ræða megi
og fjarlægja vafamál, er koma kynnu
upp um takmörk hins sjerstaka og
sameiginlega löggjafarvalds.
Þá svarar IslandsráSherra, og tek-
ur það meðal annars fram, aS hann
haldi fast viS íslensku skoSunina á
ríkisráSsmálinu, þ. e. að það sje ein-
vörSungu háð íslensku löggjafar-
valdi.
Loks tekur konungur til máls
og segir ekkert annaS en það
um málið, aS h a n n vilji, að
málin verSi flutt i ríkisráöinu,
og aS Alþingi megi ekki vænta
þess, aö hann fallist á nokkura breyt-
ingu á þessu í sinni stjórnartíö, nema
önnur skipun, jafntrygg þeirri, sem
nú er, verSi á ger. Konungur segir
ekki nokkurt orS í þá átt, aS y r S i
konungsúrskurSinum um flutning ís-
landsmála í ríkisráöinu breytt, þá
þyrfti til þess samþykki Dana. Hann
segir ekkert um máliö annaS en það,
sem hjer á undan stendur.
En væri nú nokkuS í þessum kon-
ungsummælum gagnstætt skoöun ís-
lendinga, þá væri það ekki á ábyrgð
íslandsráðherra. Hann hefur hvorki
undirskrifað þau, nje heldur ætlast
nokkur maður til þess.
Hvernig er svo konungsúrskurS-
urinn sjálfur?
I honum stendur ekkert annaS en
þaS:
aS íslensk lög og miklvægar stjórn-
arráðstafanir skuli framvegis eins og
hingaS til borin upp fyrir konungi í
ríkisráSi.
Undir þennan úrskurS skrifa kon-
ungur og íslandsráöherra einir, alveg
eins og hverja aSra alislenska stjórn-
arráSstöfun.
Vjer leggjum þaS ókvíSnir undir
dóm allra lesenda þessa blaSs, sem
ekki hafa einhverja óviSráðanlega
tilhneiging til þess að fara með rangt
mál, hvort það hefur „öðlast samn-
ingsgildi, sem fram var haldiS af for-
sætisráöherra Dana og konungi“.
íslandsráðherra minnist ekkert á
skoðun forsætisráöherra (dönsku
skoSunina) annað en mótmæla henni.
Hvernig hefSu þessi m ó t m æ 1 i
átt að geta orðiö aS samningi?
En jafnframt því sem vjer bend-
um á, hve fráleitt þetta er, leyfum
vjer oss að spyrja, mönnum til at-
hugunar, hvort engin takmörk sjeu
þeirrar endileysu, sem sæmilegt þyk-
ir að bjóða þessari þjóð, þegar um
stjórnmál vor er að tefla.
Þau gera í einstökum greinum
miklar breytingar á því ástandi, sem
veriö hefur frá 1866, en þá var hin-
um upphaflegu grundvallarlögum frá
1849 mikiö breytt. Nýju grundvallar-
lögin fara nær hinum upphaflegu
grundvallarlögum, en þetta eru helstu
breytingarnar, sem þau gera á grund-
vallarlögunum frá 1866:
Öll forrjettindi i kosningum eru af-
numin. Kosningarrjetturinn verSur
jafn og almennur bæSi til Fólksþings
og Landsþings. Konur fá kosningar-
rjett til jafns viS karlmenn og vinnu-
fólk í vistum, sem til þessa hefur
ekki haft kosningarrjett, fær hann
aS jöfnu viS aöra borgara þjóöfje-
lagsins.
AldurstakmarkiS, sem kosningar-
rjetturinn er bundinn viS, færist úr
30 árum ofan í 25 ár, en til bráða-
birgða er ákveðiS, aS þessi breyting
skuli ekki verða öll í einu, heldur
koma smátt og smátt þannig, aS
aldurstakmarkiö færist niSur um eitt
ár á hverju kjörtimabili, þangaS til
breytingin er komin í kring. ViS
fyrstu reglulegu kosningarnar eftir
að grundvallarlögin ganga í gildi
kjqsa allir, sem hafa náS 29 ára aldri,
viS næstu kosningarnar allir, sem eru
28 ára, o. s. frv. Breytingin er því
ekki komin á til fulls fyr en eftir 16
ár.
Þetta á viS kosningarnar til Fólks-
þingsins. En kosningarnar til Lands-
þingsins eru bundnar viS 35 ára ald-
ur. Þó missir enginn núverandi
Landsþingskjósandi rjettinn. Til
Landsþingsins skal kosiS með hlut-
fallskosningum, eins og áður, en
kjörmennirnir til Landsþingskosn-
inganna skulu nú einnig kosnir meS
hlutfallskosningum í Fólksþingskjör-
dæmunum. Þannig skal kjósa 54 full-
trúa til Landsþingsins. En 18 kýs
þaS Landsþing, sem frá er að fara
hvert 8. ár, einnig meS hlutfallskosn-
ingum, svo aS i Landsþinginu eiga
sæti 72 þingmenn í staS 66 áSur. Til
bráSabirgSa er ákveöiS, að núverandi
lvonungký. Landsþingsmenn haldi
sætum sínum næstu 8 árin. Kjörtíma-
biliS til Landsþingsins er, eins og
áöur, 8 ár. LandsþingiS má þá fyrst
rjúfa, er þaö eftir reglulegar Fólks-
þingskosningar hefur í annaS sinn
felt lög, sem Fólksþingiö hefur sam-
þykt, eöa þá, ef breytingar hafa ver-
ið samþyktar á grundvallarlögunum.
Þingmannatölu Fólksþingins má
hækka úr 114, sem hún nú er, og alt
upp í 140, og samkvæmt nýsam-
þyktum kosningarlögum á sú fjölg-
un aö komast á undir eins. I kosn-
mgarlögunum skal nánar ákveðiS um
fyrirkomulag Fólksþingskosning-
anna, og má án grundvallarlagabreyt-
inga lögleiða hlutfalskosningar til
þeirra. KjörtímabiliS er 4 ár, í staS
3 áSur.
Um grundv.lagabreytingar skal
fara fram almenn atkvæðagreiðsla,
eftir aS breytingarnar hafa veriS
samþyktar af báSum þingum tvisvar
sinnum meS kosningum á milli, og
þarf þá meiri hluti þeirra, sem at-
kvæSi greiSa, aö fallast á breyting-
arnar og að minsta kosti 45 pct. af
öllum kjósendum.
Grundvallarlögin nýju eiga aS
koma i gildi ári eftir staðfestinguna,
cða 5. júní 1916. Þó má breyta þessu
meS sjerstökum lögum, láta þau
koma í gildi fyr en þetta, eöa fresta
því lengur.
Um samvinnu milli Fólksþings og
Landsþings er mælt svo fyrir i grund-
vallarlögunum:
„Þegar lagafrumvarp hefur verið
samþykt i öSruhvoru þinginu, skal
þaS leggjast fyrir hitt þingiS; ef þvi
e~ breytt þar, þá endursendist þaS
því þinginu, sem fyrst samþykti þaS.
VerSi þvi breytt þar aftur, þá fer
þaS í annaS sinn til hins þingsins.
Vilji þaS enn ekki samþykkja það
óbreytt, þá skal, ef annaShvort þing-
ið æskir þess, kjósa menn, jafnmarga
úr hvoru þingi, sem ganga í sam-
eiginlega nefnd og gera tillögu um
máliS til þinganna. Legst svo máliö
aö nýju fyrir hvort þingiS um sig
til úrslita."
En náist enn eigi samkomulag
milli þinganna, þá biður málið fram
yfir næstu reglulegu Fólksþingskosn-
ingar. Ef hiS nýkosna Fólksþing
samþykkir enn sama frumvarpiS ó-
breytt og sendir þaS Landsþinginu
eigi síSar en 3 mánuSum fyrir þing-
slit, en þaS vill enn eigi fallast á
frumvarpiS, þá getur konungur rof-
ið LandsþingiS, eins og áSur segir.
Um hin nýju grundvallarlög hef-
ur veriS alment samkomulag í Dan-
mörku og menn eru því þar fegnir
aö sjá fyrir endann á þvi stríöi, sem
staSiS hefur um ýms atriði þess máls.
ZahleráðaneytiS hefur getiS sjer góS-
an orSstír fyrir það, hvernig það hef-
ur leitt máliS til lykta. I „Politiken“
frá 5. júní hafa ráSherrarnir, sem
mest hafa aS þessu unniS, ritaö hver
sína greinina um málið og skýra það
þar frá ýmsum hliðum.