Tímarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrá inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lögrétta

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoğa í nıjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ağlaga hæğ


Vafrinn şinn styğur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til ağ skoğa blağsíğuna sem JPG
Lögrétta

						

p

LÖGRJETTA

LÖGRJETTA hemur út á hverjum mið-

vikudegi, og auk þess aukablöð við og viO,

minst 60 blöð alls á ári. VerS kr. 7-50 árg. á

Islandi, erlendis kr. 10.00. Gjalddagi 1. júlí.

Ófriöurinn, sem nú stendur yfir,

þarfnast meira af fallbyssum, hand-

vopnum, skotfærum, flugvjelum og

virkjum en sögur áður fara af. Stór-

iðnaður alls heimsins veíttist nú að

þvi af alefli að búa til þessi vígtæki.

Það er því í raun rjettri ófriSur milli

verksmiSja Þýskalands og Austurr.-

Ungverjal. öðrumegin og verksmiðja

Bretlands, Frakklands, ítalíu, Rúss-

lands, Bandaríkjanna* og Japans hinu

megin. Það er því vel viðeigandi, aS

vjer rennum atigum yfir þær fram-

farir, sem þýskur stóriðnaður hefur

tekið.

Kol og járn eru undirstöðurnar

undir iðnaSi nú á dögum, og ræSur

Þýskaland yfir gnægðum þessara

efna. Kolaframleiðsla þess var árið

1913 279 miljónir smálesta, eða að

eins 5% minna en Bretlands. Með

stórum skrefum hefur járnframleiðsla

Þýskalands aukist. 1908 voru unnar

12 miljónir smálesta af járn, en fimm

árum síðar, 1913, voru unnar 19 mil-

jónir smálesta. Sama ár var járnfram-

leiðsla Bretlands 11 miljónir smálesta.

Til þess að hagnýta alt þetta járn

reis upp fjöldi af stórverksmiðjum

á Þýskalandi, og fóru þær að smíða

ýmis konar vjelar, járnbrautartæki og

alls konar aðrar járnvörur. Þessar

verksmiður voru margar af allra nýj-

ustu gerð, og varð þeim meS heldur

lítilli fyrirhöfn breytt í hergagna-

smiðjur. Jafnvel fyrir ófriðinn höfðu

tíu þúsund af þeim áttatíu þúsundum,

sem vinna í verksmiðjum fullbyssu-

konungsins Krupp, eingöngu fengist

við hergagnasmíðar.

Tvær iSnaSargreinar eru þaö, sem

hafa komist á sjerstaklega hátt stig

hjá Þjóðverjum, nefnilega rafmagns-

og efnafræðis-iðnaður. Einar tvær

rafmagnsverksmiðjur, A.E.G. og Sie-

mens-Schuckert-Werke veita 50—

60000 mönnum atvinnu hvor um

sig.**

EfnafræðisverksmiSjur Þýskalands

veita 300.000 mönnum vinnu og f ram-

leiddu fyrir ófriðinn fyrir 1500 mil-

jónir króna. Meðal ýmsra annara

lyfja, framleiddu þær Aspirin, Sal-

varsan, Phenacitin, og fast að því

fjóra fimtu hluta allra litarefna, sem

notuð eru í heiminum.

BáSar þessar iðnaðargreinir eiga

framfarir sínar að þakka ágætri sam-

vinnu milli reynslu og þekkingar. Og

þaS er einmitt þessi samvinna, sem

er aSaleinkenni þýsks þjóSarbúskap-

ar, og henni má aS mestu þakka þaS,

hve Þjóðverjar hafa verið fengsælir

á það, að finna upp ein og önnur efni,

sem gæti komið í stað þeirra, sem

þeim nú af völdum ófriðarins er mein-

að að ná til.

En auk alls þessa stóð svo vel á

fyrir Þýskalandi, að það gat sjálft

búið til hjer um bil alt það, sem þarf-

irnar heimtuðu, til dæmis fataefni,

skófatnað, húsgögn, eldhús-áhöld,

bifreiðar og hjólhesta, úr, sjónauka,

blýania, leikföng o. s. frv. En auk

þess, að landiS gat fullnægt sínum

eigin kröfum í þessa átt, gat það líka

flutt út sVo mikið af alls konar til-

búnum varningi, að það vafalaust er

fremsta land í heimi í þeirri grein.

Til dæmis flutti það árið 1913 fyrir

5900 miljónir króna af slíkum varn-

ingi til annara landa.

(Framh.)

Aflstöð við Lagarfoss.

Samv.fél.danskra bænda hefurfarís

fram á að fá að rannsaka Lagarfoss i

því skyni, að þar verði reist aflstöð til

áburðarvinslu úr loftinu, en áður en

það gerir rannsóknina, vill það fá for-

gangsrjett til leigu á fossinum, ef

hann skyldi reynast hentugur fyrir

aflstöðvarrekstur. Umboðsmaður fje-

lagsins hjer er hr. Karl Sigvaldason

í Syðrivík í VopnafirSi, er áður hefui

* Árið 1916 fluttu Bandaríkin til

landa bandamanna: Sprengiefni fyrir

hjer um bil 2200 miljónir kr. og bif-

reiöar fyrif hjer um bil 450 milj. kr,

** Hverja- feikha þýðingu þessar

verksmiður hafa fyrir heriðnaðinn,

má sjá á því, að A. E. G. veitti árið

1917 80.000 mönnum atvinnu,

á ferðum sinum kynt sjer nokkuð afl-

stöðvarnar • við fossana í Noregi og

Svíþjóð.

Prestsetrið Kirkjubær i Hróars-

tungu, sem er landsjóðseign, á land

að fossinum vestan megin, en Stóra-

Steinvað, sem er eign Tunguhrepps,

á land að honum austan megin. Karl

hefur gert samninga viS Tunguhrepp

um leigu á þess hluta af fossinum, og

er nú kominn hingað til Reykjavíkur

til þess að tala við landstjórnina um

hennar hluta. En málið mun vera ó-

útkljáS enn þeirra i milli, enda er

fossamálið alt nú i höndum nefndar,

eins og kunnugt er.

Danskir bændur þurfa mikið aír

nota til jarða sinna þau áburðarefni,

sem framleidd eru við fossa-aflstöðv-

arnar, en hernaSarástandið hefur nú

gert þeim erfitt að afla þeirra, og því

hefur þeim komiS til hugar, að eign-

ast sjálfir umráð yfir aflstöð og reka

hana á eigin kostnað. Gert er ráð

fyrir, að hjerlendir menn verSi hlut-

hafar í fyrirtækinu, ef til þess kemur,

og málið hefur vakið mikinn áhuga

á Austurlandi.

Nýlega er sú frjett sögS frá Dan-

mörku, aS Danir hafi selt NorSmönn-

um 200 þús. sekki af kornmat, eh í

stað þess selji Norðmenn afturDön-

um 200 þús. sekki af áburðarefnum.

Sjera Jón Steingrímsson.

1728. — 1791.

Ort eftir að hafa lesiS æfisögu hans.

Sjálfur muntu sögu þína

samið hafa, kæri Jón,

ef oss mætti inra hlýna,

eða skerpast trúar sjón.

Dýpstu rök í dul þar sýna

drottins vin og trúan þjón.

Sjest þar glögt frá æskuárum

yfir gjörvalt lífs þíns skeið,

hvaðan gafst þjer gleSi' í tárum

gegnum hvers kyns böl og neyð,

lækning best viS svöðusárum,

svölun holl á þungri leið.

Mannvonsku og illgirninni

oftast tæpt er við að sjá,

en sú bölvun brynju þinni

bitiS gat þó hvergi á;

guðlegt þrek í sál og sinni

sigurkraft þjer veitti þá.

Fyrst svo göfugt mikilmenni

margs kyns ofsókn háður var,

þá er von á vondu kenni

varnarlausir smælingjar,

og af hólmi undan rennr

örvum, sem þá særa þar.

Hvort mundi' enginn hempuklæddur

hika nú viS sporin þín?

Margur þó viS minna hræddur

misti' úr höndum vopnin sín,

þar sem andans eldur glæddur

yfir þjer sem hetju skín.

Oft á þínum æfivegi

ógreitt var, en þrek ei brast,

þar sem fært var öðrum eigi

örlaganna straumakast

fram að efsta æfidegi

eins og bjargið stóSstu fast.

Guð þig studdi, góði maður,

guðs þjer blessun fjell í skaut.

Þú vaítet líka' í guði glaður,

glaSur bæSi' í sæld og þraut,

hans meS vopnum hertygjaður

hjeltstu velli' á sigurbraut.

Frægðar þírtnar fagur ijómi

fram til ystu stranda nær,

öfund skæð með ilsku grómi

á hann minsta skugga' ei slær,

þinni stjett og þjóðar sómi

þín lífsaga hugum kær.

Þó að heimsins hugur kaldur

hæSi margt, sem fagurt sídn,

frægi guðdóms fræða baldur,

Frón skal heiðra verkin þín,

meðan lætur lífs alvaldur

ljósið gleSja börnin sín.

Jón Þórðarsofl.

Striðið.

Þjóðverjar og Rússar.

1 síðasta tbl. var sagt frá friði milli

Rússa og Þjóðverja. Símfregnirnar

sögðu þetta aðalefni friðarsamning-

anna:

1. Fullkominn friður sje með þjóð-

unum og vinsamleg viðskifti hefjist

af'tur þegar í stað. — 2. Hvor þjóðin

fyrir sig lofar því, að koma í veg

fyrir allar æsingar og allan undirróð-

ur, sem veiki friðsamleg viðskifti

þjóðanna. — 3. Öll hjeruð fyrir vest-

an þá landamæralínu, sem þjóðirnar

hafa þegar komið sjer saman um,

hverfa að fullu og öllu undan Rúss-

um. Miðríkin og þær þjóðir, sem þau

hjeruS byggja, eiga að ráða öllu um

framtíð þeirra. Skipa skal nefnd

þýskra og rússneskra fulltrúa, til þess

að fastákveða nánar hvernig landa-

mærin skuli vera. — 4. Rússar skuld-

binda sig til þess að yfirgefa þegar

í sfað austurhjeruS Anatolíu (Litlu-

Asíu), og afhenda þau Tyrkjum. Enn-

fremur skulu þeir láta af hendi Eri-

van, Kars og Batum (þ. e. norðaust-

urhjeruð Armeníu 0. fl., sem Rússar

áður hafa haft umráð yfir, austan

Svartahafs og sunnan Kákasusfjalla),

og afsala sjer öllum rjetti til þess að

ráSa nokkru um það, hvernig um þær

borgir og hjeruð fer. — 5. Rússar

skuldbinda sig til þess að afvopna

þegar í stað allan hinn rússneska her

og senda hermennina heim. Þar með

cr talinn hinn nýi stjórnbyltingarher

Maximalista. Rússnesku herskipin

skulu halda kyrru fyrir í rússneskum

höfnum þangað til alheimsfriður er

saminn, eða þá að þau skulu afvopn-

uð. Sömu ákvæði gilda og um þau

herskip, sem bandamenn eiga í Rúss-

landi. Hafnbannið í íshafinu heldur

áfram. Rússar skuldbinda sig tíl þess

að slæða upp 611 tundurdufl í Eystra-

salti og Svartahafi. — 6. Rússar við-

urkenna þann friS, er Ukraine hefur

þegar samiS. Þeir lofa að hverfa burt

úr Ukraine og hætta öllum undirróSri

þar. Ennfremur láta þeir Eistland og

Lífland af höndum. Eru landamæn

þar aS austan ákveðin um Navariuer,

Peipus, Pskov-vötnin til ' Livensof.

Lögreglulið Þjóðverja hefur eftirlit

í þessum löndum til bráðabirgða.

Rússar skulu algerlega hverfa á burt

ur Finnlandi og Álandseyjum og

skuldbinda sig til þess aS vinna eigi

gegn finsku stjórninni. VíggirSingar

Álandseyja skulu Iátnar ónotaðar, en

Þjóðferjar, Rússar, Finnar og Svíar

skulu siSar koma sjer saman um þaS,

hvernig meS eyjarnar skuli fariS. —

7. BáSir málsaSiljar viSurkenna full-

komið sjálfstæði Persíu og Afghan-

istan. — 8. Öllum þeim hermönnum,

sem teknir hafa veriS höndum í ó-

friSnum, skal gefið heimfararleyfi.

— 9. BáSir málsaSiljar falla algerlega

írá öllum kröfum um hernaðar-skaða-

bætur. —i 10. Stjórnmálasambandi

"með útsendum ræðismönnum skal

þegar komið á aftur. — ii. Sjerstak-

ir viðskifta- og verslunarsamningar

skulu gerðir meS Rússum og hverju

MiSríkjanna. —> 12. SömuleiSis skulu

rikin, hvort um sig, koma sjer saman

um viðurkenningu á lögum hvers

annars, bæSi þeim, er snerta ríkis-

heill og einstaklingsrjett. — 13. FriS-

arsamningarnir eru gerðir í 5 eintök-

um og mismunandi eftir því, hver

þjóðin á í hlut. — 14. Ef eitthvert

Miðríkjanna æskir þess, skuldbinda

Rússar sig til þess, aS gera sjerstak-

an verslunarsamning í Berlín innan

hálfs mánaSar. FriSarsamningarnir

ganga í gildi undir eins og þeir eru

undirskrifaðir.

Þessir samningar VorU undirskrif-

aðir í Brest Litovsk 3. þ. m», kl. 5.

Þegar frjettir af þeim komu til Ber-

línar, var borgin öll skreytt flöggrtm

og þýsku blöðin töldti þessa samninga

eirtn hinn merkasta viðburð mann-

kynssögunnar, sogðu frjettirnar, enda

var ekki um smámuni að fæSa, þar

sem talið var að 50 miljónir manna

genju Undan Rússaveldí og það skert-

ist um 1400 þús. ferkílómetra.

En, eins og áSur segir, skyldu ein-

stök atriði samninganna berast undir

verkmanna-, hermanha- og bænda-

ráðið rússneska, og fregnirar sögðu,

að það ætti að koma saman í Moskva

til að ræSa þetta 12. þ. m., og skyldu

svo samningarnir staSfestir fyrir

þann 17. Nú er þaS ekki vel ljóst, af

fregnum þeim, sem hingaS hafa kotti-

ið, hvað gerst hafí eftir þetta í Rúss-

landi. En svo er helst aö sjá, sem.

Nýjar bækur:

Schiller:  Maerin frá Orleans.  Rómantiskur sorgarleikur. Dr. phil.

Alexander Jóhannesson þýddi.  Verð óbundin kr. 4,00, í bandi

kr. 5,50.

Quðm. Finnbogason, dr. phi'l.: Vinnan.  Kostar óbundin kr. 3,00.

Murphy:  Börn, foreldrar og kennarar.  Þýtt hefur Jón Þórarins-

son fræðslumálastjóri.  Kostar óbundin kr. 3,00

Guðm. Guðmundsson:  Ljóð og kvæði.  Nýtt safn. Innb. kr. 7,00

og kr. u,oo.

Magnús Jónsson: Marteinn Lúther. Æfisaga. Innbundin kr 6,50,

óbundin kr. 5,00.

Jón Helgason, biskup; Krístnisaga, 3. bindi (lok miðaldanna og- sið-

bótartíminn). Óbundin kr. 8,oo-

Bækurnar fást hjá bóksölum, eða beint frá

Bókaverslun Sigf. Eymundssonar, Reykjavík.

Nauisskeid  verdur  ekkert  haldið

við Kemiaraskólauu i vor.

Skólastjórnin.

rússneska ráSið hafi ekki viljað fall-

ast á friðargerS stjórnarfulltrúanna

og aS fyrirmælum samninganna hafi

ekki verið fullnægt, t. d. um afvopn-

un stjórnbyltingahers Maximalista;

Fregn frá 9. þ. m. sagði, að þýska

stjórnin færði opinberlega rök fyrir

því, aS hún yrSi aS halda áfram hern-

aSinum í Rúslandi. Þá var sagt, að

Þjóðverjar byggjust til að senda her

til Odessu og ætti hann að fara yfir

Rúmeníu. Og meðfram Eystrasalti

hjeldu þeir áfram meS her austur eft-

ir, og sendu einnig her yfir til Finn-

lands. Stjórn Rússa flutti sig þá frá

Petrograd til Moskva. Fregn frá 8.

þ. m. sagSi, aS Kryolenko, yfirhers-

höfðingi Maximalista, hefði sagt af

sjer, og síðari fregn segir, að Trot-

zky, sem verið hefur utanríkismála-

ráöherra þeirra, hafi einnig sagt af

sje, en sá, sem viS hefur tekiS af hon-

um, heitir Tchelscherev. Um Lenin

segir fregn frá 10. þ. m., aS hann vilji

ganga aS öllum kröfum ÞjóSverja.

Þessum frjettum fylgir þaS, aS ný

borgarastyrjöld sje í aðsigi í Rúss-

Iandi. Alexieff hershöfðingi dragi lið

saman gegn Maximalistum. Og svo

er sagt, að Michael stórfursti, bróð-

ir Nikulásar keisara, sje sloppinn úr

fangelsi^ Haldi nú Þjóðverjar með

her inn í Rússland, verður það án efa

til að örva þá þar heima fyrir, sem

óvinveittir eru Maximalistastjórninni,

en ekki hafa þorað að rísa gegn henni

áður. Af þessu er friðurinn út á við

henni nauSsynlegur, og vegna þess

hafa fulltrúar hennar samiS í Brest

Litovsk. Og nú er, þegar hættan vof-

ir aftur yfir utan aS, þeim mönnum

rutt frá, sem erfiSastir hafa veriS í

f riSarsamningunum, Trotzky úr land-

stjórninni og Kryolenko frá her-

stjórninni, en Lenin býðst enn til að

ganga að öllum kröfum Þjóðverja.

Friðarsamningarnir milli miSveld-

anna og Ukraine hafa verið staðfest-

ir af stjórnum ríkjanna og virðist sá

friður tryggur og sameiginlegt tak-

mark Ukrainestjórnar og miðvelda-

hersins, að friSa landiS fyrir her

Maximalista og uppþotum frá þeirra

hálfu. Það er sagt, að Þjóðverjar hafi

látiS flytja stórar birgSir af korn-

vörum til Volhyniu, vestast i Ukraine

og ætli að geyma þær þar. Eftir frið-

arsamningagerðina voru viSskifta-

samningar frá 1904 endurnýjaðir milh

ÞjóSverja og Rússa, er miSa að því,

að Þjóðverjar geti rekið yerslun viS

Persíu og Afganistan um Rússland.

Það fylgir og með, að Rússar megi

ekki hækka innflutningstoll á vörum

frá Þýskalandi fyr en 1925»

Fregn frá 7. þ. m. sagði frið gerð-

an milli Rúmena og miSveldanna. Rú-

menar rjúfa suSurher sinn, er.staSiS

hefur i móti Mackensen. Þeir láta

Dobrudscha af höndum við Bulgara,

og landamærum skal eitthvað breytt

milli Rúmeníu og UhgVerjalands.

Konstanza í DobrUdscha á að verða

opin hafnarborg. Þetta eru sögð að-

alatriði friðarsamninganna, en fyrir

fult og alt á að vera frá þeim gengiS

fyrir 19. þ. m. Fröttsk herforingja-

sveit var í Rúmeníu, og er hún nú

send til Rússlands. óljósar fregnir

hafa komiS um, aS Rúmenar ættu að

fá eitthvaS af Bessarabíu, þvi rúm-

enski þjóSflokkurinn byggir mjög

það hjerað. En í friðarsamningunum

kvað ekkert vera um það mál. Stjórn-

ir bandamanna höfSu gefið samþykki

sitt til þess að Kúmenar semdu frið.

Finnar og ÞjóSverjar hafa einnig

samiS friS, því vegna þess aS Finn-

land var áSur einn hluti Rússlands,

var ófriðarástand milli þess og mið-

veldanna. ASalatriSin í þeim samn-

ingum eru þau, að Finnar mega ekki

láta lönd af höndum án samþykkis

Þjóðverja. Um Álandseyjar skal sjer-

staklega samið síðar. Svo hafa við-

skiftasamningar verið gerSir milli

ÞjóSverja og Finna. Á Álandseyjum

er nú bæSi þýskt herliS og sænsk,

og hefur það tekið höndum saman,

svo að alt er eftir þvi friðsamlegt

milli stjórna Þýskalands og SvíþjóS-

ar út af Álandseyjamálinu. En Finn-

ar hafa mótmælt því, að Svíar leggi

eyjarnar undir sig, og i Svíþjóð er

kur mikill út af þvl máli. AðalmáliS

hjá stjórn Finnlands er nú að fá yfir-

bugað Rauðu hersveitirnar í landinu

og hrundið frá sjer áhrifunum frá

Maximalistum i Rússlandi, og til

þess aS fá því framgengt heldur hún

sjer að Þjóðverjum. Þeir hafa nú

sent her frá Álandseyjum til Aabo á

Finnlandi, og fór hann á ísum yfir

sundið. Sú fregn gekk, að Oscai

Prússaprins ætti að verSa konnngur

í Finnlandi, en þýskar fregnir hafa

borið hatta til baka.

Aðrar frjettir.

í síSasta tbl. var minst á fyrirætl-

anir Japana um Síberíu. En nú hefur

stjórn Bandaríkjanna þverneitað að

gefa samþykki sitt til þess, að þeir

færu herferS þangað. I opinb. tilk.

ensku er talað um aS hætta vofi yfir

hagsmunum bandamanna af sókn

meðfram Síberíu-járnbrautinni, og

það hafi komið á staS uppástungu

um, að Japanar skærust þar i leik-

inn, enda sje þaS erfitt, eins og á

stendur, fyrir Japana að gera annað

en að verjast hinni vaxandi hættu,

sem þeim stafi af Þjóðverjum þar

eystra. Af þessu virðist svo sem gert

sje ráð fyrir bandalagi milli Rússa

og Þjóðverja, því án þess virðist ekki

geta verið um yfirvofandi hættu aö

ræða af áhrifum ÞjóSverja þar aust-

ur frá.

Á vesturvígstöSvunum eru til og

frá ákafar stórskotaorustur alt af

öðru hvoru, og þó búist viS aS bar>

dagarnir harðni mjög þar eSa á

ítölsku vígstöðvunum bráðlega. I op-

inb. tilk. ensku er sagt frá viðbún-

aSinum aS vestanverSu á þessa leið:

,„ÞjóSverjar hafa nú fullkomnaS

nauSsynlegan undirbúning hernaðar-

ins á árinu 1918. Hinar sundruðu

hersveitir þeirra hafa veriS fyltar,

svo aS nú eru þær jafnmargar og áð-

ur, og stórskotaliðið aukið. Þeir hafa

nú fleiri herdeildtun á aS skipa en

bandamenn, en þó hafa þeir eigi eins

margar skyttur. AS því leyti standa

bandamenn enn betur. að vígi. Og

bandamenn hafa um langt skeiS ver-

iö að draga aö sjer ógrynni stót**

					
Fela smámyndir
Blağsíğa 41
Blağsíğa 41
Blağsíğa 42
Blağsíğa 42
Blağsíğa 43
Blağsíğa 43
Blağsíğa 44
Blağsíğa 44