Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 13.03.1918, Blaðsíða 4

Lögrétta - 13.03.1918, Blaðsíða 4
LöGKJETTA Þeir, sem kynnu a5 geta gefiö einhverjar upplýsingar um mennina R. Guðjónsson, G. Bergmann, B. Stefánsson eöa G. Guömundsson, sem munu hafa farið áleiðis til útlanda-meö skipinu Hafliöa, sem ljet síö- ast úr höfn frá Akureyri 4. nóv. 1916, eru beönir aöi snúa sjer til undirritaðs bæjarfógeta í því efni sem fyrst. Bæjarfógetinn í Reykjavík, 7. mars 1918. Vigfús Einarsson, settur. Með báli og brandi. Eftir Henryk Sienkiewicz. og hún mun sýna að bæði húsa- gerð og fyrirkomulag á ýmsum mann- virkjum vorum verður að vera nokk- uð á annan veg en útlend verkfræði kennir.“ Söngnámsskeiðið á Eyrarbakka 1918. Hinn 20. jan. s. 1. byrjaði söng- námsskeið það, sem sjera Ólafur Magnússon, prestur í Arnarbæli hef- ur komið á fót hjer í sýslunni. Þátt- takendur voru 37 alls. Alt námsskeið- ið fór mjög vel og skipulega fram, samvinnan milli kennarans og nem- enda var hinn besta. Kenslunni var hagað þannig, að aðallega var æfður söngur, blandaður kór og karlakór. Á milli hjelt presturinn fróðlega fyr- irlestra um tónskáld 0g tónsmíði. Þegar tekið er tillit til þess, hvað tim- inn var stuttur (að eins 8 dagar), mun óhætt mega fullyrða, að árangur af námsskeiðinu hafi orðið góður, og námsskeiðið komið að tilætluuum notum. Aðaltilgangurinn og gagnið af svona námsskeiðum verður það, að gefa fólki hugmynd um, hvernig á að syngja, og að gera fólk hæfara til að syngja saman; en það segir sig sjálft, að eftir svona stupttan tíma þarf ekki að vonast eftir mikilli söng- þekkingu eða söngæfingu. Eins getur maður skilið það, að ekki þýði að fara þangað til að fá í sigfyrsta hljóð- ið eða ófalska tóna, fyrir þá sem ald- rei hafa getað sungið. Sá tími náms- skeiðsins, sem ætlaður var organist- um eingöngu, fjell að mestu niðui sökum kulda, sem var fyrstu dag- ana. Tvö síðustu kvöldin var haldinn samsöngur fyrir fullu húsi bæði kvöldin. Um það, hverijig samsöng- urinn hafi tekist, eftirlæt jeg öðrum að dæma um. — Fje það, sem kom inn á skemtununum, var lagt í spari- sjóð Árnesssýslu undir nafni söng- námsskeiðsins, síðan var bók þess, sem nú geymir kr. 300.00 — þrjú hundruð — afhent með gjafabrjefi dagsettu 29. jan. 1918, nefnd þeirri, sem hefur til meðferðar spítalabygg- ingarmál Eyrarbakka. í gjafabrjef- inu áskilur námsskeiðið sjer rjett til að bæta í bókina framvegis, ef náms- skeiðum með líku sniði yrði haldið áfram. Gjöfin fellur til baka, ef ekki verður búið að byggja spítala innan 20 ára. — Með þakklæti minnumst við þeirra, sem á einhvern hátt að- stoðuðu námsskeiðið, og það flestir án nokkurs endurgjalds. Að endingu vil jeg þakka sjera Ólafi Magnússyni fyrir þær fræðslu- og ánægjustundir, sem við áttum með honum á námsskeiðinu. Og jeg hygg að það sje samhuga ósk flestra eða allra, sem á söngnámsskeiðinu voru, að þeir mættu verða á öðru náms- skeiði til með sjera Ólafi. Eyrarbakka, 30. jan. 1918. Þátttakandi. Leiðrjetting. Jón Helgason biskup hefur gefið út, árið 1916, rit, er nefn- ist: „Þegar Reykjavík var fjórtán vetra. — Brot úr sögu Reykjavíkur." Mjer hefur fyrir stuttu borist rit þetta í hendur, og jeg orðið var við smávillur í því. Á bls. 44 stendur, að kammerjunker Sören Christjan Knudsen, sje bæði cand. jur. og polit. Þetta er ekki rjett; hann var að eins cand. polit., sbr. öll lögfræðinga* og stjórnfræðingatöl V. Richters — og „Tre Tusinde nulevende Danske", Mænd og Kvinders Levnetslöb indtil Aar 1910, Bls. 45, stend- ur, að Carl Óle Robb sje stú- dent frá Bessastöðum. Hann varð aldrei stúdent þaðan, en var að eins 1 eða 2 vetur í latínuskóla, hætti hann svo við nám. Að síðustu vil jeg láta þess getið, að mjer þykir of mik- ið gert úr brestum eins eða tveggja manna, sem framliðnir eru. — Ritið er yfirhöfuð ágætlega af hendi leyst — og sýnir hina miklu elju og starfs- þrek biskupsins, x+y. Útdráttur úr reikningi Sjúkrasam- lags Sauðárkróks árið 1917: Tekjur: 1) 1 sjóði 1. jan. 1917 kr. 3.30. Iðgjöld samlagsmanna kr. 571.70. 2) Viðtökugjöld og gjafir kr. 35.00. 3) Styrkur úr landsjóði (1916) kr. 114.00. 4) a. Tekjur af hlutaveltu kr. 191.15. b. Tekjur úr sparisjóði kr. ioo.oo. c. Vextir kr. 22.23. 5) Uppbót á læknisverkum og lyfjum o. fl.. kr. 102.54. Til jafnaðar kr. 62.66. Samtals kr. 1201.96. G j ö 1 d: 1) Dagpeningar kr. 153.50. 2) Til sængurkvenna kr. 40.00. 3) Sjúkrahúsvist kr. 189.00. 4) Læknis- verk og lyf kr. 612.95. 5) Reksturs- kostnaður kr. 34.30. 6) Lagt í spari- sjóð kr. 150.00. 7) Vextir kr. 22.23, Samtals kr. 1201.96. Eignir í árslok kr. 491.96. Sauðárkróki 18. febrúar 1918. Pjetur Sighvatsson (formaður). Eftirmæli. Hinn 13. nóvember 1917 andaðist Valdimar Þórarinsson bóndi að Kirkjubólsseli, rúmlega 27 ára, fædd- ur 19. mars 1890. Foreldrar hans eru hjónin Þórarinn Þórðarson og Am- leif Árnadóttir, er um langt skeið hafa búið að óðalseign sinni Kirkju- bólsseli. Þórarinn faðir Valdimars er sonur Þórðar Árnasonar og Kristín- ar Þórarinsdóttur, er lengi bjuggu rausnarbúi að Hvalnesi í Stöðvaf- firði og síðan á Kirkjubólsseli í sömu sveit. Faðir Arnleifar var Árni Bjarnason, er bjó allan sinn búskap á Randversstöðum í Breiðdal, dugn- aðarmaður mesti og góður búhöldur. I þá ætt er Valdimar kominn af hin- um ágætustu ættum,erhafaverið rakt- ar til Lofts ríka, Egils Skallagríms- sonar og fleiri stórmenna. — Valdi- mar var einkar vel gefinn og hafði sterka löngun til að afla sjer ment- unar, en fyrir það að hann frá barn- dómi var fremur óhraustur, þoldi hann eigi að stunda námsstÖrf eins kappsamlega 0g hann hafði löngun til. Á búnaðarskólann á Eiðum gekk Valdimar og síðar á bændaskólann á Hvannejri. Vorið 1908 lauk hann námi þar og veik þá heim til foreldra sinna aftur, vann hjá þeim á sumr- um, en stundaði barnakenslu á vetr- um og þótti mjög vel til þess starfa fallinn sökum lipurðar og siðprýði. Um þessar mundir tók hann að kenna til brjóstbilunar þeirrar, er nú hefur orðið banamein hans. Vorið 1911 tók Valdimar við bú- stjórn af föður sínum og hafði móðir hans hússtjórn alla hjá syni sínum til þess er hann giftist 7. nóvember 1915 ungfrú Guðnýju Þorsteinsdótt- ur, er nú hefur ofðið að sjá á bak honum eftir að eins 2 ára sambúð. 1 bústjórninni sýndi Valdimar hina mestu ráðdeild og fyrirhyggju, þótt ungur væri, bætti jörðina stórum og jók bústofninn talsvert, svo fyrirsjá- anlegt var að í honum ætti sveitar- fjelagið álitlega framtíðarstoð. Rúm- lega hálfu öðru ári fyrir andlát hans snerist lasleiki sá, er hann árum sam- an hafði kent til, upp i tæringu, leitaði hann þá til Vífilsstaðahælisins og dvaldi þar árlangt, en er sýnt þótti að hann mundi eigi fá bót meina sínna, yeik hann heim aftur, því hann fýsti að deyja þar. — Valdimar var hið mesta prúðmenni og naut virðing- ar og vináttU allra, er kyntust hon- um. — Af íramartsögðu fer það að vonum, að Valdímars er sárt saknað af sveitungum hans og virtum, og að þung sorg fyllir brjóst foreldranna örvasa og eiginkonunnar ungu, sem með honum hafa mist sina einkastoð og styttu. —1 Samferðamaður. XXVIII. KAFLI. Daginn eftir hjelt herinn kyrru fyr- ir. Furstinn ljet kalla Skrjetuski á sinn fund og bað hann að fara sendi- för eina. „Her minn er fámennur og lúinn, cn Krysovonos hefur fimtíu þúsundir hermanna. Hersirinn kýs helst frið og fylgir oss því með hangandi hendi. Jeg verð að fá liðsauka. Jeg hef sann- spurt, að pólksu herforingjarnir Ko- sitski og Osinskýsjeu nú í námunda við Konstantinov. Farið þjer á fund þeirra og biðjið þá að koma hingað með alt lið sitt hið bráðasta, svo að við sameinaðir getum ráðist á Kryso- vonos. Jeg treysti yður best til ferð- ar þessarar. Veljið yður hundrað manna til fararinnar.“ Sama kvöldið hjelt Skrjetuski af stað. Fór hann mjög hljóðlega til þess að flokkar uppreisnarmanna er voru á sveimi þar í nágrenninu, skyldu ekki verða hans varir, því hann vildi hraða för sinni sem mest hann mátti. I dögun næsta morguns hitti hann foringjana. Höfðu þeir einvalalið og vel búið. Margt af því var þýskt málalið og þaulæfðir bardagamenn frá þrjátíu ára stríðinu. Þegar her- mennirnir heyrðu, að þeir ættu að berjast með furstanum, lustu þeir upp gleðiópi. En foringjarnir lýst því yf- ir, að Dominik fursti, yfirmaður þeirra hefði bannað þeim að berjast með furstanum. Gætu þeir því miður ekki orðið við bón hans. Skrjetuski reyndi hvað hann gat, til þess að fá þá í lið með furstanum, en alt var á- rangurslaust. Hann sneri því heim aftur í þungu skapi og forðaðist að láta fjandmennina verða vara við för sína. Á leiðinni heyrðu þeir hávaða í nokkurri fjarlægð. Var hann lík'ast- ur söng, er blandast .saman við hróp og köll. „Hvaða hávaði er þetta?“ spurði Skrjetuski og stöðvaði hest sinn. Skógarvörður gamall, er var leið- sögumaður hans, kvað það mundu vera vitfirta menn þar í skóginum, því að margir væru nú orðnir brjál- aðir af sorgum þeim og skelfingum, sem yfir þá hefðu dunið. Daginn áð- ur hafði hann sjeð óða aðalskonu, sem ha,fði hrópað látlaust: „Börnin mín! börnin mín! Hvar eruð þið?“ Kósakkarnir hefðu sjálfsagt drepið börnin hennar. Hávaðinn hætti um stund, en bráð- um heyrðist hann aftur og var nú miklu nær en áður. „Það hlýtur að vera flokkur manna,“ sagði skógarvörðurinn. „Vilj- ið þjer bíða mín hjerna. Jeg ætla að fara á undan og vita hvað þar er um að vera.“ Hann hvarf inn í skóginn, en kom aftur að stundarkorni liðnu. „Það eru uppreisnarbændur, herra minn!“ sagði hann. „Hversu margir eru þeir?“ „Um tvö hundruð býst jeg við. Þeir sitja einmitt í dalverpinu, sem við verðum að fara eftir. Þeir hafa engan vörð, svo að við getum komið að þeim óvörum." „Það er ágætt 1“ sagði Skrjetuski og gaf tveim undirforingjum sínum fyrirskipanir. Það var lagt af stað 0g farið mjög hljóðlega; í dalmynninu skifti Skrje- tuski liði sínu í þrjá flokka. Einn flokkanna fór stóran sveig og komst í hinn dalmunnann. Aðrir fóru af baki og klifruðu fram með hlíðinni uppi yfir bændunum, er sátu við elda mikla niðri í dalnum og áttu sjer einksis ótta von. Þriðji flokkurinn beið kyr. BændUrnir bökuðust þar við eldinn og voru sumir að ræða saman, en aðr- ir hlustuðu á gamlan farandsöngvara er ljek á hörpu og söng uppreisnar- kvæði. í sama bilí og söngúrinn hætti, hrópaði Skrjetuski, er var uppi í hlíð- inni: „Skjótið!“ Skotin dundu og flokkur hans ruddist niður hlíðina að hinum óttatryltu bændum. Þá dundi hið ógurlega heróp frá dalmynninu: „Jeremías! Jeremías!“ Bændurnir komu engri vörn fyrir sig. Þeim var slátrað þar sem búfje. Söngvarinn varðist eins og hetja. Hann rotaði einn af mörtnum Skrje- tuskis með hörpunni og bar af sjer mjög fimlega högg og spjótalög. „Handtakið hann, en drepið ekki,“ bauð Skrjetuski. „Bíðið við!“ hrópaði söngvarinn. „Jeg er aðalsmaður. Snertið mig ekki, óþokkarnir. Kyrrir, nautshausar!“ „Zagloba!" hrópaði Skrjetuski. Hann bar þar að í þeim svifum og þreif í axlir söngvarans og hristi hann. Hann horfði hvast á hann og kallaði upp, eins og hamstola maður: „Hvar er Helena ? Hvar er Helena! Svaraðu maður! Hvar er hún?“ „Hún er lifandi .... er óhult .... líður vel!“ stundi Zagloba upp. „Sleppið þjer mjer nú. Þjer ætlið al- veg að hrista öndina úr búknum." Skrjetuski gat engu orði upp kom- ið, svo glaður varð hann við fregn þessa. Hann fjell á knje og hallaði höfðinu upp að hamrinum og gerði bæn sína. Á meðan brytjuðu menn hans bændurna niður. Þeir tóku fáa eina höndum, til þess að kúga þá til sagna, áður en þeir væru drepnir. Þá er Skrjetuski hafði lokið bæn sinnl stóð hann upp og spurði: „Hvar er hún?“ „í Bar. Þar er vígi gott. Hún er þar óhult, hjá hinni ágætu frú Sla- voshevskai." „Guði sje lof! Rjettu mjer hönd þínal Jeg þakka þjer af alhuga." Hann sneri sjer að liðsmönnum sín- um og spurði: „Hversu margir eru fangarnir?" „Seytján," var svarað. „Jæja. Mjer hefur hlotnast mikil hamingja. Látið fangana lausa." Hermennirnir ætluðu varla að trúa því, að þeim hefði heyrst rjett. Slík mildi var óvenjuleg meðal foringja furstans. Þeir hlýddu því ekki tafar- laust. Skrjetuski hleypti brúnum og ertd- urtók skipun sína: „Látið þá lausa!" Menn hans fóru þá tafarlaust, en komu aftur að vörmu spori. „Fangarnir halda að yður sje ekki alvara og þora hvergi að fara.“ „Hafið þið leyst þá úr fjötrunum?" ,Já.“ „Þá er best að þeir bíði þar sem þeir nú eru. Á bak!“ Að hálfum tíma liðnum reið allur flokkurinn gegnum hinn myrka skóg. Máninn skein glatt á trjákrónurnar og gæfðist á stöku stað niður á hina þröngu götu. Skrjetuski og Zagloba riðu í fararbroddi og töluðu saman. „Segðu mjer alla söguna. Þjer tókst þá að frelsa hana úr greipum Bo- huns?“ „Ójá; og dúðaði hann svo vel í klæðum, áður en jeg fór, að hann gat ekki æpt.“ „Það var sannarlega vel af sjer vikið. En hvernig í ósköpunum kom- ust þið alla leið til Bar?“ „Jeg skal segja þjer það seinna; það er langt mál. En nú er jeg bæði þreyttur og kverkarnar svo ákaflega þurrar af að syngja í sífellu fyrir þessa bændaræfla. Þið hafið víst ekk- ert til þess að væta þær með?“ „Hjerna er full flaska af brenni- / • í 1 vmi. „Zagloba tók hana báðum höndum og teigaði. Rjetti Skrjetuski hana aft- ur og var hún þá tóm. „Nú er víst alt í besta lagi?“ spurði Skrjetuski. Hann beið með óþolin- mæði á meðan hinn drakk. „Jú, jeg held nú það. Öll vökvun er góð fyrir þurskrældar kverkar." „Jeg átti við hvernig færi um Hel- enu,“ sagði Skjetuski með þykkju- rómi. „Hún er þarna í jarðneskri Paradís og borin á höndum yngismannanna, þeir elta hana á röndum, en hún lítui ekki við þeim. Hún elskar þig einan og stynur oft þungan, vegna þess að hún er hrædd um líf þitt. Guð minn góðuf, hvílík andvörp. Hún sá ekki glaðan dag vegna þess, að hún frjetti ekkert af þjer, en enginn vildi fara. Hún var þangað til að nauða á þessu, að jeg ljet ginnast til að fara og vita hvort þú værif lifandi, en það lá nærri að jeg fengi nú fyrir ferðina og yrði sálgað. Það var reyndar mjer mátulegt fyrir heimskuna, að aúlast í þessa för. Jeg hafði dttlarbúninginn og bændurnir ljetu ginnast eins og þursar, en jeg skal líka segja þjer, að það er bara hrein unun að heyra mig syngja." „Skrjetuski komst í sjöunda himin við fregnina um ást og öryggi kær- ustu hans, en hann varð að láta Zag- loba segja sjer það aftur. „Það er þá áreiðanlegt, að henni líður vel?“ „Já, ágætlega." „Og það var hún, er sendi þig á fund minn?“ „Það var hún.“ „Ertu ekki með brjef frá henni?" „Jeg er með brjef." „Blessaður! fáðu mjer það undir eins!“ „Það get jeg ekki. Það er saumað innan i fötin mín. Hjetv er líka kol- niðamyrkur. Bíddu rólegur til morg- uns,“ „Það get jeg ekki. Þú sjerð það sjálfur." „Jeg sje það.“ Zagloba varð ávalt stuttorðari í svörum sínum. Og nú var hann stein- sofnaður. Skrjetuski sá að ekki gagnaði að yrða frekar á hann og ljet sig dreyma sæla vökudrauma, en hrökk upp við það, að hann heyrði jódyn mikinn og riddaraflokkur kom hleypandi í flas- ið á þeim. Þar var kominn Poniatov- ski; hafði furstinn sent hann á móti þeim Skrjetuski, því að hann óttaðist að á þá kynni að verða ráðist. Aðalfundur Búnaðarsambands Kjalarnesþings verður haldinn í húsi Búnaðarfje- lags íslands, mánudaginn 15. apríl næstkomandi og hefst kl. 5 e. m. Blikastöðum 11. mars 1918. Þ. Magnús Þorláksson. J ar ðy rkjumenn einn eða fleiri tekur Búnaðarsamband Kjalarnesþings í vor. Tilboð sendist til undirritaðs eigi síðar en á aðal- fundi 15 apríl. Þ. Magnús Þorláksson. Þakkarávarp. Hjer með vottum við hjartans þakkir sveitungum okkar og öllum þeim, er sýndu okkur samúð og hjálpsemi í hinu langa og þungbæra sjúkdóms- og dauðastríði Valdimars sálaða, hins ástkæra sonar okkar og eiginmanns og biðjum algóðan guð að endurgjalda. Kirkjubólsseli 20. des. 1917. Þórarinn Þórðarson. Arnleif Árnadóttir. Guðný Þorsteinsdóttir. Þakkarávarp. Jeg undirritaður vil ekki láta hjá líða að votta þeim mönnum og kon- um mitt innilegasta þakklæti, sem stutt hafa mig með ráðum og dáð til þess að leita konunni minni lækn- inga— sem jeg vona að forsjónin gefi að takist —; og sömuleiðis og ekki síst, færi jeg þeim alúðarþakkir, sem að þessu hafa hlynt að konu minni, og vil jeg þar sjerstaklega tilnefna ágætismanninn Halldór Jóns- son kaupmann í Suður-Vík og dóttur hans, Guðlaugu, er lofuðu henni að vera á hemili sínu hálfan þennan vet- ur endurgjaldlaust og sýndu henni hina mestu alúð og umhyggjusemi. Gildir og sama um heimilisfólkið alt á þeim bæ og víðar, að það hefur liðsint okkur og hlúð að konu minni. Alt þetta bið jeg alfaðirinn að launa þeim, eins og önnur góðverk, þegar þeirti liggur á. P.t. Reykjavík, 7. mars 1918. Þorkell Bergsson, frá Snæbýli í V.-Skaftafellssýslu. Sighv. Blðndahl cand. jur. Viðtalstími 11—12 og 4—6. Lækjargötu 6B. Sími 720. Pósthólf 2. Fjelagsprentsmiðjan.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.