Tímarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrá inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lögrétta

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoğa í nıjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ağlaga hæğ


Vafrinn şinn styğur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til ağ skoğa blağsíğuna sem JPG
Lögrétta

						Ritstjóri:
ÞORST. GÍSLASON.
Þingholtsstræti 17-
Talsími 178.
LÖGRJETTA
Afgreiðslu- og innheimtum.:
ÞÓR. B. ÞORLÁKSSON.
Bankastræti 11.
Talsími 359.
Nr. 26.
Reykjavík, 12. júní 1918.
XIII. árg.
Bækur,
innlendar og erlendar, pappír og alls-
konar ritföng, kaupa allir í
Ulmnlm Sigfúsar EymuHdssanar.
Klæðaverslun
H. Andersen & Sön
Aðalstræti 16.
Stofnsett 1888.       Sími 32.
----0-H
Þar eru fötin saumuð flest.
Þar eru fataefnin best.
Laiiclsmái.
Ort eitt sinn, er mikið var talað um
stefnuskrár.
Við fá viljum fje inn í landið
Qg fara að bylta þar til
í búskapnum, leggja brautir
meS brúm yfir ár og gil,
og tengja hjerað við hjeraft,
sem heiðarnar skilja nú,
með tískunnar samgöngutækjum.
Það tekst, ef við starfið rækjum.
En til þess þarf dug og trú.
ViS viljum fá vatnsafliS tamið
til verka, og fossanna magn,
þá framtíSar fjársjóSi landsins,
sem fyrst til a'S vinna gagn.
Og breyta sveitanna búskap,
og byrja þar nýjan siS.
Úr rústum bæi reisa
og rækta mold, og leysa
úr álögum ættjarfjar svið.
Við erum svo langt á éftir
í allri verklegri ment.
Það' hjálpar ekkert, þótt öSrum
við um það getum kent.
Og glamrið gagnar ekki
um gullöld. En það er eitt,
sem gagnar, að ganga til verka
með geiglausa trú og sterka;
fá öllu þvi eldra breytt.
Sko, íslensku fleyjunum fjölgar
viS farmensku' og veiðar. En hvað
veldur? Menn fyrnskunni fleygöu
og fóru' eins og hinir að.
Og útgerðin þeirra fjekk ófJar
annan og stærri svip.
Þeir hættu við kænu-hokrifj
og hristu' af sjer samgöngu-okrið,
og breyttu bátnum í skip.
Við máttleysið enn þá munum,
er mafJur frá annari þjófJ,
sem alt mæltu' á annara tungu,
á yfinnanns-pallinum stó'S.
Nú standa á stjórnarpalli
og við stýrið íslenskir menn.
Þar athafna ávöxt við sjáum.
Á árum það breyttist fáum.
Og fleyjunum fjölgar enn.
En lítum svo út um landið,
1— og lofstírinn verður smár.
Þar talar kofinn og kotið
Um kyrstöðu' í þúsnnd ár.
Og völlur og engi vífJa
vanrækt og nifJslu í,
og garfJar og gerði og hagi
iiieð gömlu sleifaralagi.
En vegleysiö veldur því.
I'ví máttlaust meS hangandi hendi
horfir sveitanna barn
á grænbreiður grasflæma víðra
gulna og hverfa' undir hjarn.
En nýtísku verkfærin vantar,
og vegurinn hafnar til
er stígur um heiði háa
og hraunurö mosagráa.
Og óbrúuð á og gil.
Hjer þarf að hefjast handa
og hrista' af sjer vanans ok.
Og svo verða án efa síðar
á sennunni þeirri lok,
að brautir um bygðirnar verða
bændanna áhugamál,
og leiðir og bygðir lagast.
En látum það ekki dragast.
Öll töf við slíkt er tál.
Og ræktum svo bændanna býli
og beitum á móana plóg,
og aukum grasið á grundum
og græðum í hlíSum skóg!
— Við viljum að Island verði
eins veglegt og nágrannans lönd,
eins auöugt.einsmáttugt i menning.
Þá munu—það er okkar kenning—
sjálfkrafa bresta' af þvi bönd.
Kom, tíminn hinn nýi, með trúna,
sem tendrar í hugunum bál
og rekur vanans og vafans
vofur úr hverri sál!
Fyrir umheimsins orkumenning
skal aldanna venjum býtt.
Það eldra titan tafar
án eftirsjár skal til grafar,
sem neitar að verða nýtt.
Þ. G.
•f
Frú Ragnhildur Bjarnardóttir
5. þ. m. andaðist á Presthólum í
Núpasveit frú Ragnhildur Bjarnar-
dóttir ekkja Páls Ólafssonar skálds
og móöir Björns lögfræðings Páls-
sonar hjer í bænum. Hún dó úr slagi,
74 ára gömul. Hún var fædd 15. nóv.
1843 á Eyjólfsstöðum á Völlum, dótt-
k Bjarnar Skúlasonar stúdents og
umboðsmanns og konu hans Berg-
iiótar Sigurðardóttur stúdents og
bónda á EyjólfsstöSum, Guðmunds-
sonar sýslumanns í Krossavík.
Bjuggu foreldrar hennar lengi á
Eyjólfsstöðum og siðan bjó móðir
hennar þar með bróður sínum, Ein-
ari, og þar ólst frú Ragnhildur upp
og var þar þangað til nún giftist Páli
Ólafssyni seint á árinu 1880, en Páll
bjó þá á Hallfreðarstööum í Hróars-
tungu, og þar voru þau til 1892, en
íluttust þá að Nesi í Loðmundarfirði
og þaðan 1901 að Presthólum, til
sjera Halldórs Bjarnarsonar, bróður
Ragnhildar. Vorið 1905 fluttust þau
Páll og Ragnhildur hingað til Rvík-
ur og andaðist Páll hjer 23. des. það
ár. Dvaldi frú Ragnhildur eftir það
ýmist hjer í Reykjavík hjá Jóni heitn-
um.Ólafssyni, mági sínum, frú Guð-
rúnu systur sinni og Birni syni sín-
um, eða á ísafirði, hjá Helga Sveins-
syni bankastjóra, og voru þau
bræðrabörn. En síðustu ár ævinnar
var hún hjá sjera Halldóri bróður
sjnum á Presthólum. Hafði þó rá'S-
gert að koma hingað til Björns son-
ar síns nú i sumar, ef heilsan leyfSi,
en hún hafSi ekki verið góS siðustu
missirin.
Frú Ragnhildur var ágætiskona, og
hefur Páll ólafsson reist henni óbrot-
gjarnan minnisvarða í ljóSmælum
sínum. Fegurri ljóð hafa ekki verið
ort um nokkra konu þessa lands.
Hjónaband þeirra var svo gott, að
því hefur oft verið við brugSið. Á
Hallfreðarstöðum bjuggu þau viö
góð efni, höfðu stórt bú og miki'ð
með að fara. Var þar gestkvæmt
mjög, og gestrisni mikil, svo að það
er margra mál, sem þessu kyntust,
að aðra eins gestristni hafi þeir
hvergi þekt. Voru þau Páll og Ragn-
hildur mjög samhent í þessu sem
óðru. En þau urðu fyr'ir sorgum í
hjónabandinu af barnamissi. Þau
eignuðust 5 börn, og dóu 3 af þeim
ung, en 2 lifa, Björn lögfræðingur
lijer í bænum og frk. Bergljót, er
dvalið hefur nú mörg ár í Khöfn og
hefur numið þar hjúkrunarfræði.
Lik frú Ragnhildar verður flutt
hingað til Reykjavíkur og jarðað hjer
við hlið manns hennar.
DÖnsku kosningalögin.
Eins og kunnugt er, voru samþykt
ný grundvallarlög i Danmörku árið
1915 og með þeim einnig ný kosn-
ingalög, og var kosiö eftir þeim í
fyrsta skifti við kosningarnar, sem
nú eru nýlega um garð gengnar. En
þessi nýju kosningalög eru aö svo
mörgu leyti svo gagnólík hinum eldri
og hafa gerbreytt svo óllumkosninga-
aðferðum og fyrirkomulagi, að hjer
verður sagt, nokkuð f rá þeim.
Danska þingið er, eins og kunnugt
er, tvískift, ÞjóSþing og Landsþing,
— og er kosið sjerstaklega og með
mismunandi aðferðum til hvors um
sig-
Kosningarrjettur til  Þjóðþingsins
er nú, samkvæmt nýju grundvallar-
lögunum, í orði kveðnu, bundinn við
25 ára aldur, eins og hjer, en áður
var aldursmarkið 30 ár. Þó var þessi
breyting, aðailega fyrir mótspyrnu
íhaldsmanna, ekki látin skella á öll
í einu við fyrstu kosningarnar. I þess
stað var farin svipuð leið og hjer,
þegar konum var veittur kosningar-
rjettur, þannig að við fyrstu kosning-
arnar bætast að eins þeir við, sem
þá eru fullra 29 ára og síSan er
aldursmarkið ávalt lækkað um eitt
ár með 4 ára millibili,svo aS breyting-
ín verður ekki komin á að fullu fyr
en 1934. Samt sem áður eykst kjós-
endatalan svo, að gert er ráð fyrir
að fjórða hvert ár bætist við 50 þús.
nýir í hópinn. En við þessar fyrstu
kosningar urðu þeir auðvitað miklu
fleiri, því að þá kusu í fyrsta skifti
tveir stórhópar, sem áður voi'u úti-
lokaðir frá afskiftum af þingmálum..
sem sje konur og vinnuhjú, sem orð-
in voru 29 ára. Þessi kjósenda-
fjölgun er svo mikil, að áriS 1915
voru 508,787 menn kosningabærir, en
við síSustu kosningárnar alt að 1.3
miljónir. Eins og vænta mátti, hefur
þessi skyndilega kjósendaviðbót
heillar stjettar haft nokkur áhrif á
flokkaskipun þingsins. Þannig mun
sá liðsauki, sem jafnaðarmönnum
hefur skapast, að miklu leyti vera
þessu að þakka, þvi eflaust hefur all-
ur þorri vinnuhjúanna snúist á sveif
með þeim.
En það er ekki einungis kjósenda-
talan, sem hefur breytst, heldúr líka
þingmannatalan. Þeim var fjölgað.
Þjóðþingsmenn eru nú 140, en voru
áður 114. Þetta stafar bæði af nokkr-
um breytingum kjördæmaskipunar-
innar, þannig að 10 af 99 einmenn-
ingskjördæmum utan Kaumanna-
hafnar hafaverið lögS niður, en 4
ný mynduð í staðinn, svo að þau eru
nú 93, og einnig af því, að þing-
mannatal höfuðstaðarins hefur ver-
ið aukin. Hann átti áður 16 fulltrúa
í ÞjóðþÍnginu, en nú 24, en ætti þó
eftir fólksmagni sinu að hafa 28 full-
trúa. Kosningarnar eru beinar hlut-
fallskosningar.
En ekki er komið að úrslitunum
þó kjördæmakosningunum sje lokið.
Þar eru, eins og sjest af því, sem
áður var sagt, að eins kosnir 117
þingmenn af 140. Hinum 23 er skift
í H.f. „LÖGRJETT U" verður haldinn á skrifstofu Eggerts Claessens
yfirrjettarmálaflutningsmanns miðvikudaginn 26. júní þ. á., kl. 9 síðdegis,
til þess að taka fullnaðarákvörðun um tillögu til breytinga á lögum íje-
logsins, sem lá fyrir aukafundi fjelagsins 5. þ. m., en á þeim fundi mættu
eigi nógtt margir hluthafar til þess að útkljáð yrði um lagabreytinguna.  •
Stjómiii.
milli  flokkanna  á  eftir  og  geta
allir  flokkar komið  þar til greina,
sem átt hafa einn þjóðþingsfulltrúa
fyrir kosningarnar, eða geta komið
einum að viS kosningarnar eSa feng-
ið stuðning 10 þús. kjósenda hálfum
-mánuði fyrir kjördag. Skiftingin er
síðan gerð eins nákvæmt og auðið
er  eftir  atkvæðamagni  flokkanna,
þannig að Jótlandi er skift í 11 en
Eyjunum í 9 kjördeildir, en Khöfn
þó ekki tekin með og hefur hún eng-
in áhrif á þá skiftingu. Hinum þrem-
ur, sem þá eru eftir, er síðan jafnað
niður  i  einu  eftir  flokkastyrknum
um  land  alt.  Aðferðin  við  þessar
skiftingar er þannig, ef Jótland er
tekið sem dæmi, eins og gert er í
greinum þeim, sem hjer er farið eft-
ir i Polit.: Atkvæðamagn allra flokka
í öllum kjördæmunum, en þau eru 51,
er lagt saman og kemur þá út tala
allra greiddra atkvæða, nema þeirra,
sem  flokksleysingjar  hafa  hlotið.
Þeirri tölu er svo deilt með  kjör-
dæmafjöldanum — og þá eru flokks-
leysingjakjördæmin reiknuð með og
einnig  11  viðbótarkjördæmin,  sem.
jafnað er niöur á eftir. MeS þesstt
fæst kjörtalan, sem þarna verður 62,
og sýnir hún hve mörg atkvæði þarf
til gildrar kosningar. Henni er síðan
deilt inn i atkvæðamagn hvers flokks
um sig og sjest þá hve marga af
þessum 62 fulltrúum hver flokkur á
að  fá.  Þegar  þannig  hefur  veriö
reiknað út hve mörg sæti hver flokk-
ur á að fá, er næst fyrir að teikna
út hvaða frambjóðendur eigi að hljóta
þau.  Til  þess  er  fyrst  rannsakað
lnao  mörg svo neínd  „fulltrúalaus
atkvæði"  flokkarnir  eiga  í  hverju
amti.  En  fulltrúalaus  atkvæði  eru
þau, sem eftir verða, þegar frá allri
atkvæðatölu  flokksins  í  amtinu  er
dregin kjörtalan, sem áður var nefnd,
margfölduð með  fjölda þeirra full-
trúa, sem kosnir voru beinum kjör-
dæmakosningum innan amtsins. ViS-
bótarsætunum, sem flokkarnir hafa
þannig  hlotiS,  er  síSan  skift  milli
amtanna  eftir  fjölda  fulltrúalausu
atkvæöanna. En innan hvers amts fá
þeir frambjóSendur viSbótarsæti, sem
flest atkvæSi  hafa hlotiS  af þeim,
sem  ekki  náðu  kosningu  við  kjör-
dæmakosningarnar.  Nú getur  sami
maður boSiS sig fram í mörgum kjör-
dæmum í sama amti og hefur þess
vegna því meiri líkur til þess að ná
í viöbótarsætiS, sem hann er viðar í
kjöri. En líkur flokksins í heild til
þess að hreppa sætið eru aftur á móti
alveg jafnar,  hvort  sem  maðurinn
býður sig fram í einu eSa fleiri kjör-
dæmum.  —  Kaupmannahöfn  hefur
nokkra sjerstöSu í þessum kosning-
um. Hún er ekki talin sem amt og
hin  fulltrúalausu  atkvæSi  hennar
geta því að eins haft áhrif á það
hvaða flokkur hlýtur viSbótarsætin,
en engu ráSið um mennina.
,Þetta eru helstu reglurnar um
þjóSþingskosningarnar. En 1 a n d s-
þ í n g s kosningunum er öSru visi
fyrir komið. Þar eiga sæti 72 full-
trúar. Af þeim er fjórðungurinn, eða
18, kosinn hlutfalls,kosnmgum átt-
unda hvert ár, af þinginu sjálfu. Hin-
ir 54 eru kosnir i 7 stórum kjördæm-
um og fær Kaupmannahöfn þar 10
íulltrúa, Sjáland og Láland-Falstur,
Suðurjótland og Norðurjótland 12
hvert, Fjón 6 og Borgundarhólmur
og Færeyjar 1 hvort. Kosningarnar
eru bundnar. Fyrst eru kosnir kjör-
menn, i þjóðþingskjördæmunum, einn
Lárus Fjeldsted,
yfirrjettarmálafærslumaður
Lækjargata 2.
Vcnjulega heima kl. 4—7 síðd.
fyrir hverja þúsund íbúa og hafa allir
35 ára borgarar kosningarrjett. Til
þess að forðast það, að atkvæði dreif-
ist, geta flokkar, við allar kosning-
arhar, sem nefndar hafa veriS, tengt
saman lista sina og jafnaS Svo full-
trúunum milli sin á eftir, en þetta er
bannað við kjörmannakosningar til
Landsþingsins nema í Kaupmanna-
höfn. Kjörmennirnir kjósa svo hina
eiginlegu landsþingsmenn og þrjá
varamenn fyrir hvern þeirra
Striðið.
Á vesturvígstöðvunum.
IV.
Frá veru sinni í Douai segir höf. -
nokkru nánar en gert er i byrjun
greinarinnar. ,Sá bær hefur frá 1914
veriS i höndum Þjóðverja, en ekki
langt fyrir austan herlínuna. Frá
herstöðvum Englendinga náSu skotin
þangaS og gerðu við og viS nokkurn
skaða, og flugvjelar bandamanna
höfðu einnig gert þar tjón. En samt
kvað ekki svo mjög að því, og íbúar
bæjarins höföu fengið leyfi til að
sitja þar kyrrir.tHöf. segir, að þegar
almenningur fari aS venjast hættunni
af reikandi skotum, eins og þarna
var um aS ræSa, og af sprengikúlum
frá flugvjelum, skeyti hann henni
ekkert. ÞaS sje jafnvel erfitt fyrir
hermennina, aS reka fólkið niSur i
hina skottryggu kjallara, þegar hætta
sje á ferSum. I Douai var daglega
liíiS að miklu leyti eins og venja er
til. Vistaskortur var þar enginn og
var mikill munur á að vera þar að
því leyti og í Berlín, þvi þar er fæSi
af skornum skamti og hinn mesti
sparnaSur á öllum sviðum. í Douai
! fengu gestirnir á veitingahúsinu með
, morgunmatnum bæði smjör, egg?
hveitibrauð og rauðvín. Og i búðun-
um þar var engan skort að sjá. En
í sveitunum nokkru fyrir vestan
Douai, þar sem orusturnar hafa stað-
j ið, er alt í rústum, heil þorp gersam-
lega eyðilögð, svo að ekki stendur
þar steinn yfir steini.
Höf. lýsir svo komu sinni til Pe-
ronne, sem er miklu sunnar og inni á
miðju svæðinu, sem um hefur veriS
barist. Englendingar náðu bænum frá
Þjóðverjum í fyrra, og nú hafði enski
herinn þar eins konar miðstöð fyrir
þetta svæði. Höf. kom þar tæpri viku
eftir að Þjóðverjar^ höfðu tekið bæ-
inn. Þar segir hann aS heilar götur
hafi litið svo út, sem framhliðunum
væri sópað burtu af húsunum. Menn
sáu af götunni inn í húsin eins og
opna skápa. Loftin voru brotin, og
þyngstu húsgögnin höíðu hrapað
niður, en önnur hjengu í götunum.
Þessi hús voru yfirgefin af öllum,
nema kóttunum. Þeir voru klifrandi
til og frá um rústirnar, soltnir og
mjálmandi, og höfðu auðsjáanlega
engan skilning á því, hvað oröiS væri
af fólkinu. Þarna voru góð tækifæri
til rána. En hermennirnir skeyta ekki
um þau tækifæri, enda er ekki auS*

					
Fela smámyndir
Blağsíğa 97
Blağsíğa 97
Blağsíğa 98
Blağsíğa 98
Blağsíğa 99
Blağsíğa 99
Blağsíğa 100
Blağsíğa 100