Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 22.06.1918, Blaðsíða 1

Lögrétta - 22.06.1918, Blaðsíða 1
Ritstjóri: ÞORST. GÍSLASON. Þingholtsstræti 17. Talsimi 178. LOGRJETTA AfgreiSslu- eg innheimtum.: ÞÓR. B. ÞORLÁKSSON. Bankastræti 11. Talsími 35Q. Nr. 28. Bælmr, innlendar og erlendar, pappír og alls- konar ritföng, kaupa allir í SðkavirÉn Siglánr [ynássonar. Klæðaverslun H. Andersen & Sön Aðalstræti 16. Stofnsett 18S8. Sími 32. Þar eru fötin saumuð flest. Þar eru fataefnin best. Lárup Fjeldsteð, yfirrjettarmálafærslumaður Lækjargata 2. Venjulega heima kl. 4—7 síöd. Sambandsmálið. Þá er nú svo komiö, aö fullráðiS er aS taka aS nýju til samninga um samband íslands og Danmerkur, og von á nefnd mikilsmetinna stjórn- málatnanna frá Danmörku hingað næstu daga i þeim erindagerSum. Það er öldungis óhætt aS fullyrSa, aö þetta kemur flatt upp á allan þorra landsmanna. Svo dult hefur aðdrag- andi málsins fariö, aS alntenningur ei ekki enn þá búinn að átta sig á því, að fánamáliS er nú horfið af dag- skránni aS sinni sem sjerstakt mál, er; sambandsmálið alt komið í þess stað. Af raeðu forsætisráöherra, sem prentuS var hjer i blaöinu, má sjá þaö, aö frumkvæöiö að upptöku sam- bandsmálsins er í rauninni hjá Al- bingi 1917. Þegar þaS þing tók fána- máliö upp, haföi þaö vitneskju um, aö afleiðingin yröi sú, aö sambands- máliS yröi aö takast upp af nýju, en þeirrar vitneskju var almenningur dulinn. Þess vegna kemur santbands- máliö almenningi að óvörum, en ekki þinginu. Þaö er nokkurt álitamál, hvort þaö muni veröa heppilegt fyrir úrslit sam- bandsmálsins að svona hefur verið íarið að. Fyrsta afleiðingin er sú, að ekki hefur verið kostur a'S ræöa mál- iS neitt opinberlega, og hlýtur mönn- um þó að virðast aö þörf sje á um- ræöum um máliS. Bæöi sýndi sam- bandslagadeilan 1908—'09 aö skoö-' anamunur rnikill var meðal lands- manna unt einstök atriði þessa máls, og þótt hann kunni aö hafa jafnast nokkuð síðan.þá hafa nú seinustu árin gerst þeir viðburðir í heiminum, sem hljóta aö breyta nokkuö mikið skoð- ununt manna á sambúö og sambönd- um ’',nda yfir höfuö, og þá væntan- iega einnig skoðunum manna um hag- i'elt samband milli íslands og ann- ara landa, svo sem Danmerkur. Nú er svo ákveðið í hinni nýju stjórnarskrá vorri, að til breytinga á santbandinu viö Danmörku þarf samþykki kjósenda viö almenna at- kvæðagreiöslu (þjóðaratkvæöi). Það verður þannig ekki hjá því komist, að leggja væntanlegt sambandslaga- frumvarp undir atkvæðagreiðslu al- mennings, og af því leiöir líka, aö opinberar umræöur um málið hljóta að fara fram áður en því er til lykta ráðið. Og óneitanlega er nokkuð seint að byrja umræður um málið þá fyrst, er undirbúningsnefndir, alþingi og ríkisþing hafa gengið frá frumvarp- inu að fullu, svo að engum breyting- um er unt að koma að, ekkert eftir annað en að gjalda því jákvæði eða neikvæði við þjóðaratkvæðagreiðsl- una. Hins vegar telur Lögrj. að ekki geti komið til mála að fara að ræða Heykjavík, 22. júní 1918. % Guðmundur Friðjónsson skáld. efni málsins nú á þessum tíma, meðan nefndirnar sitja að störfum. Þær urn- ræður gætu auðveldlega oröið til þess aö1 spilla fyrir góðri samvinnu innan nefndanna, en kæmu þó of seint til þess aö hafa í raun og veru áhrif á þaö frumvarp, sem vonast er eftir að nefndirnar geti komiö sjer saman um. Mun blaöiö þvi ekki gera satn- bandsmálið að umræðuefni meðan nefndirnar sitja að störfum, en getur hins vegar lofað lesendum sínum þvi, að það veröi tekið til ýtarlegrar meö- ferðar í blaöinu þegar árangurinn af nefndarstörfunum- verður birtur. Guðmundur Friðjónsson. 21. júiií 1918. Þar sem Norðri rómi römmum rímar níö mót hispursvömmum, þar er vaxinn sveinninn sá, sem í kvöld í sólmyrkvanum situr hjer og vatnsaganum bragasuddans suöur frá. Frosts og hríða hreystimáli hreinn og beinn sem glymdi’ í stáli ljóðasláttar langan dag, söngstu spentur sigurhörðum siðferðisins megingjörðum yfir lýðnum ægislag. Einn á ferð um undratinda árdegis við himinvinda saugstu málsins móðurbrjóst. Nesja og dala góður gestur, göfgidrjúgur, snillimestur brims og foss þú hlátra hlóst. Eins á breiöum hroðans hálkum hátt þú stökst í blaðadálkum yfir lötrið lítilsvert. Þín voru orð í öllum greinum út að fremstu sævar hleinum skáldsins snarpri snilli merkt. — Voöa skelfir vændiskvenna vertu enn pm tugi þrenna —» hrópaðu’ um landið hreinleiks boð. Sjónarhvass úr sálarhögum sigaðu á tildrið römmum brögum — brotni rá og rifni voö. Þakkir skulu þúsundfaldar þjer í dag af flokknum taldar -— minnihlut viö molluloft. Fáfnir vorrar feðratungu fær að sönnu öfund-stungu öðrum þræði, — en þakkir oft. Jakob Thorarensen. Hlýlegt handtak. Þegar jeg nú fyrir rúmri viku kom inn i hús mitt hjer í Reykjavik, á Laugavegi S4B, bjóst jeg við, aö finna þatö galtómt aö öllu leyti, en svo íeyndist mjer þó eigi, þvi þegar jeg kom hjer inn í mina tilvonandi skrif- stofu, var hjerna kominn ágætur legu- bekkur og ljómandi íalleg kaffiáhöld, og þessum gjöfum fylgdi skrautritað ávarp frá gefendunum, konum i Suð- urdalaþingum, meö þakklæti fyrir langt og vel rækt starf og innilegri ósk til mín, konu minnar og barna, um gæfuríka framtíð. Skömmu síöar voru mjer afhentir að gjöf, frá karl- mönnum í Suðurdalaþingum, þessir hlutir: 1. fyrirtaksgott skrifborð úr eik með silfurskildi á og þaú grafið á : Sjera Jóhannes L. L. J ó- hannsson. G j ö f f r á s ó k n a r- börnum hans 1918; 2. ágætur setstóll líka úr eik og 3. hugvitssam- lega gerð blekbytta eftir listamanninn unga, Ásmund Sveinsson frá Kols- stöðum i Miödölum, lærisvein Rík- arðs Jónssonar. Byttan er hreinasta listaverk með útskornu fangamarki minu, og sitt hvoru megin þess standa tvö fermingarbörn, er bæiði halda á sömu bókinni og er á spjöld hennar letrað með gullnum stöfum: Kveðja f r á s ó k n a r b ö r n u m. Með þess- um gripum fylgdi veglegt ávarp í ljóðum, skrautritað og nefnt: Kveðja til s r. J ó h. L. L. J ó- hannssonar 1918, frá sókn- 2. r m ö n n u m h a n s. Ljóðmælin hljóða þannig: „Vinur maeti’, af mund þótt látir mannaforráð, skaltu sanna hjortun muna hjástoð þína hjer á storð í verki’ og orði. Sól er heit í Suðurdölum, svalt um grund þó andar stundum. Þrjátíu’ ára þunga og hita þú hefur borið heiðurssporum. Trúi hirðir trúarorðsins, túlkaðir gleði’ er sorgir rjeðu, græddir blóm og flestum framar fræddir unga’ í lífsins tungu. Þótt þjer sjálfum byðist bratti bugast aldrei ljestu hugann. Sæmdur trausti fyrir oss framdir fjelagsstörfin mörgu og þörfu. Þjer er tjáð í litlu ljóði ljúfust þökk af huga klökkum; talið verður eigi með orðum, alt, sem vildum þakkað skyldi. Lif þú heill um langa æfi, launin þín, sem aldrei dvína, eru’ in bjarta í ótal hjörtum, ástarminning starfa þinna.” (L. H.) Eftir þetta liðu enn fáir dagar og jeg var fluttur í hús mitt; þá er send- ur hingað maður, er færir mjer að XIII. árg. Að móðir mín, Guðrán H. Jónsdóttir, andaðist á Landakotsspítala í gær, 78 ára, tilkynnist hjermeð vinum hinnar látnu fjær og nær. Reykjavík, 19. júní 1918. Magnús Einarsson. Hér með tilkynnist vinum og vandamönnum, að bróðir okkar elskulegur, Jón Hafliðason steinsmiður, andaðist að heim- ili sinu, Hverfisgötu 72, að kvöldi þess 18. þ. m. Jarðarför hans verður auglýst siðar. Reykjavík, 19, júní 1918. Ólöf Hafliðadóttir. Hafliði Hafliðason. gjöf, frá nianni, sem nú á heima hjer i bæ, mjög fagran bikar, úr silfri, gyltan innan og á hann letrað: Sjera Jóhannes L. L. Jó- hannsson, frá sóknarbarni h a n s 1918. Allar þessar dýrlegu gjafir finn jeg mjer nú skylt að þakka öllurq hinum heiiöruðu gefendum hjartanlega. Þær eru sannarlega hlý- legt kveðju-handtak; en hönd mín er of stutt til aö ná til þeirra allra og verð jeg því að biðja blöðin að flytja mínum ástkæru sóknarbörnum þakk- iæti mitt og konu minnar, Guðríðar Helgadóttur. Þaö segir sig sjálft, að við slík atvik sem þessi er hægra aö finna mikillega til en aö tala margt, og þaö er víst, að jafnframt því, sem þessar vinargjafir, sem aiö allmiklum hlut eru frá fermingarbörnum mín- um, miða þiggjanda til heiðurs, þá eru þær einnig gefendunum til sóma, en sæmd þeirra og gagn er mitt mesta fagnaðarefni. — Guð launi þessum vinum mínum og blessi öll mín sókn- arböm. — Vitanlega kostá þessir gripir eigi neitt litla fjárupphæö nú i dýrtíðinni, en þaö gefur aö skilja, aö eigi muni þaö krónurnar vera, i gripurn þessum, sem jeg elska, heldur hugþelið og sálarhlýjan, er á bak viö alt þetta stendur. Forgöngumanna og forgöngukvenna þessa fyrirtækis finst mjer þá skylt, aö jeg hugsi sjer í lagi til með hlýjum huga hjerna í fjarlægðinni. Guð láti þeim öllum, bæði forsprökkum og fylgjendum, störf mín í bygð þeirra að góðu gagni verða í brálð og lengd. Alt þetta góða fólk hefur með snild umborið galla mína og kann auðsælega að meta kostina. Skilnaðurinn var líka í sann- leika viðkvæmur vinaskilnalður, í orðsins fylstu merkingu. Blómgist Breiðafjarðardalir og blessist Dala- menn. Reykjavík, 10. júní 1918. Jóhannes frá Kvennabrekku. Frjettir. Guðmundur Friðjónsson skáld. Honum var haldið samsæti hjer í gærkvöld í Iðnaðarmannahúsinu af ýmsum bókmentamönnum bæjarins, yngri og eldri, og stjórnaði Jakob Smári ritstj. því. Einnig var Sigur- jóni skáldi og alþm. bróður hans boð- ið. Var þar glatt á hjalla, margar ræð-» ur fluttar og kvæði lesin og sungin. Dr. Guðm. Finnbogason prófessor mælti fyrir minni heiðursgestsins og á eftir fylgdi kvæði Jak. Thoraren- sens, sem prentað er hjer í blaðmu 1 svarræðu sinni vjek Guðm. Frið-< jónsson máli sínu til hinna yngri skálda og mintist þeirra tíma, er hann byrjaði sjálfur að yrkja og rita, og mótblásturs þess og meðhalds, sem fram við hanu hafði komið þá. Þorst. Gíslason ritstj. mælti fyrir minni ís- lands, dr. Ágúst Bjarnason háskóla- rektor mintist skáldskaparins yfir höfuö o§ Bjami Jónsson docent og alþm. frá Vogi mælti fyrir minni ísl. tungu. Guðm.Hagalín mælti f y rir minni Sigurj. Friðjónssonar, en í svarræðu sinni skýrði Sigurjón frá, hvernig kvæði sín hefðu til orðið og hvers ung skáld ættu að sinni ætlan fyrst og fremst að gæta. Jóhann Jónssor, talaði um heima þjóðsagnanna og ævintýranna. Þeir Guðm. Hagalín og Jóhann eru ung skáld í skóla. Guðm. Magnússon skáld mælti fyrir minni bóndans á Sandi, konu hans og barna. Guðm. Friðjónsson tók aftur til máls og talaði um starfið fyrir framtíðina. Ýmsir af þeim, sem hjer eru nefndir, töluöu oftar en einu sinni, kvæði voru flutt, og Ríkarður Jónsson mynd- höggvari skemti með söng og kveö- skap. Stóö samsætið fram á nótt, og að því loknu fylgdu samsætismenn þeim bræðrum, Guðmundi og Sigur- jóni, heim. 1 fyrrakvöld endurtók Guðm. Frið- jónsson hjer fyrirlestur þann, sem hann hafði áður flutt. og var áheyr- endasalurinn aftur troðfullur. Að lík- mdum flytur hann hjer annan fyrir- lestur, áður en hann leggur á stað heimleiðis, og þykir hann hjer, sem norðan lands, hinn áheyrilegasti, enda er hann mesti ræðugarpur, hug- myndaríkur og málsnjall. Annað kvöld flytur hann fyrirlestur í Hafn- arfirði. Dánarfregn. Hinn 18. júní andaðist hejr í Rvík frú Guðrún Helga Jóns- dóttir, móðir Magnúsar dýral. og þeirra systkina. Hún var fædd á Gilsá í Breiðdal, 6. maí 1840, dóttir hjóna þar, Jón^s bónda Einarssonar og Ragnheiðar Jónsdóttur, er síðar gift- ist sjera Magnúsi Bergssyni, föður Eiríks meistara Magnússonar. Þær voru að eins tvær systur, Guðrún og Guðríður, móðir Björgvins sýsltt- manns, og varð mjög stutt milli þeirra, frú Guðríður andaöist í vetur hjá syni sínum á Efrahvoli. Frú Guð- rún giftist ung Einari Gíslasyni bónda á Höskuldsstöðum, en misti hann 1887. Eignuðust þau 7 börn, og lifa þar af 4, þau sýslumannsfrú Ragn- heiður á Efrahvoli, Sigurður á Egils- stóðum, Magnús dýralæknir og Vig- fús bóndi á Keldhólum. Síðar giftist Guörún sál. Bergi prófasti Jónssyni I Vallanesi, föður Jóns bónda á Egils- stöðum og þeirra systkina, en mistf hann eftir stutta sambúö. Frú Guörún var sæmdarkona. Mestan hluta ævi sinnar ól hún á Austurlandi og naut þar álits og vint sælda, en síöari árin hefur hún veriö hjer í Reykjávík hjá Magnúsi syni sinum. Landakotsskólinn, Um síöastl.helgi var þar sýning á handavinnu skóla- nemenda, útsaum og toikningum, og var margt af þessu aödáanlega vel gert. Mikið var þar aí lista-útsaum eftir málverkum frá kvenfólki, sem lært hefur á skólanum, en er nú far- iö þaðan, og mundi auðvelt. aö selja mikið af þeim verkum á þessum sýn- ingum, ef eigendur óskuöu þess. En ekkert af þeim er sent þangaö í því skyni. Á sunnudaginn var fult

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.