Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 17.07.1918, Blaðsíða 3

Lögrétta - 17.07.1918, Blaðsíða 3
LÖGRJETTA 123 Guðjón B. Ásmundsson. Druknaði 1. okt. 1917 af v'jelbátnum „Trausti“. Kveðja frá vini. Kaldan bljea úr norSri og kólgan byltist reið — kvíðinn varð að skelfing — og tfminn leið og beið. Jeg þreyttist á að vona — nú veit jeg þú ert dáinn en vængjuð ennþá lifir og til þín flýgur þráin. Þíns handtaks er mjer varnað uns heim til þín jeg fer, en hugþekk er liver minning og kveðju frá þjer her. Jeg hugsa um þig og sakna — og harma, vinur góði, og hreifi þessu smáa vinarkveðju ljóði. Lífið hjet þjer yndi og arnfleyg var þín þrá og óðul hennar hrostu sólarlöndum frá, en dauðinn gat ei sjeð ’ana hefja sig til hæða og honum gafst þess færi að láta henni blæða------------- Dauðinn hvetur ljáinn, en líf er sigri nær við ljóssins haf, um eilífð, á þroskans ströndum grær og saknaðarins bikar, sem ástin oss má dæma, i unað þeirrar vissu er beiskjulaust að tæma. — 6 guð! Þú einn færð skilið vora þörf og þrá og því hefur þú kallað vininn hurt oss frá. — En huggaðu einkum mömmu ’ans, er drenginn góða grætur, og gefðu henni frið þinn sem æðstu sonarbætur. F. F. Stríðið. Síðustu frjettir. Símfregn frá 15. þ. m. segir að símað sje frá París kl. 9 a‘S kvöldi þess dags, að Þjóðverjar hafi eftir ákafa stórskotahríð gert áhlaup þá um morguninn milli Chateau Thierry og Main de Massignes. Bandamenn veiti sókninni viönám á 80 kílóm. svæöi. Orustunni sje enn haldiö á- fram. Er þá byrjuð framhóldssókn sú, sem yfir hefur voíaö. Jafnframt kom önnur fregn frá Berlín, er segir að Frakkar hafi gert útrás fyrir suð- vestan Ypes. í síðustu opinb. tilk. ensku segir, að tvær ástæður muni einkum vera þess valdandi, að sókn- in hafi dregist fyrir Þjóðverjum leng- ur en ætlað var. Hin fyrri sje ósigur Austurríkismanna í ítalíu, en hin síð- ari inflúensuveiki í þýska hernum. Einnig geti það verið, að ágreining- urinn milli þeirra Kúhlmanns og Lu- dendorffs hafi valdið nokkru um dráttinn. Kúhlmann muni hafa viljað taka upp friðarumleitanir, og hann hafi efast um sigur í hernaðinum, en Ludendorff hafi álitið, að Þjóðverjar næðu ekki þeim friðarskilmálum, sem þeir æsktu eftir nema þvi að eins, að herir bandamanna yrðu gersigrað- ir á vígvöllunum. Fráför Kúhlmanns bendi því til þess, að hann hafi borið lægri hlut i þessum málum. Það geti verið, að Ludendorff þurfi enn nokk- urn tíma til þess að koma skipulagi á varalið það, sem enn hafi verið geymt, en síðan muni hann gera eins öfluga hrið að bandamötínum og hann sje fær um. En hersveitir banda- manna vinni að því af öllu kappi, að styrkja sig á öllum þeim stöðvum, er búast megi við sókn á frá Þjóðverja hálfu. Svo segir i ensku frjettunum, og má eftir því búast við, að þessi hrið, sem nú er í byrjun, verði ef til vill harðari en nokkur þeirra, sem á undan eru gengnar. Fregn frá 16. þ. m. segir að síntað sje frá Berlin, að Þjóðverjar hafi kvöldið áður rofið herlínu Frakka fyrir suðvestan og austan Reims.- í þýskutn frjettum um fráför Kúhl- manns segir, að kansalarinn hafi lýst því yfir í þýska þtnginu, að persónu- legar ástæður hafi ráðið því, að hann vjek úr stjórninni, en ekki stjórnmála- ágreiningur. Eftirmaður hans, Hintze, fylgi sömu stefnu. Fregn frá 11. þ. m. sagði, að væringar væru í þýska þinginu gegn kanslaranum frá hálfu frjálslyndu flokkanna, og að jafnað • armannablaðið „Vorwaerts“ krefðist að hann færi frá. En næsta dag segir i fregnskeyti, að það virðist svo, sem meiri hluti þingsins vilji styðja stjórnina. Og í skeyti frá 13. þ. m. segir, að þingið hafi satnþykt nýja lántöku, 15 milj. marka, til hemað- arþarfa og hafi hinir óháðu jafnaðar- menn einir greitt atkvæði á móti, en þeir eru fámennir í þinginu. Meiri hluta flokkur jafnaðarmanna, Scheide- mannsflokkurinn, hefur þá enn fylgt hinutn þingflokkunum í auknttm fjár- veitingum til hernaðarins. í fregn frá 15. þ. m. segir, að alþýski flokkur- inn hafi lýst óánægju yfir ummæl- tun Hertlings kanslara í þingræðu tim endurreisn Belgíu og vilji „sam- v'nnu“ við hana í stjórnmálum og fjármálum, en kanslarinn hefur hall- &st þar í áttina til hinna þýsku friðar- radda, sem um var getið í símskeyti í siðasta tbl. t « Það virðist svo sem einhver frið- málaalda sje uppi meðal jafnaðar- manna nú báðu megin. f fregn frá 15. þ. m. segir, að Henderson, enski jafnaðarmannaforinginn, álíti, að nú sje fært að halda alþjóðafund jafn- aðarmanna, og að jafnaðarmenn mið- veldanna svari friðarávarpi jafnaðar- ntanna bandamann vingjarnlega. En frá því hefur ekki verið skýrt í fregn um hingað, hvernig þetta friðarávarp sje, en um hitt hefur veriö getið, að jafnaðarmenn bandamanna hafa verið á ráðstefnum í Lundúnum og París nú að undanförnu. Frá ítölsku vígstöðvvunum var það sagt í skeyti frá 9. þ. m., að áhlaup ftala mögnuðust hjá Asiago, en síð' ari fregnir segja engin tíðindi þaðan að sunnan. En austur í Albaníu hafa ítalskar hersveitir verið á flakki, lagt undir sig bæi og tekið um 1700 fanga, segir í fregn frá 12. þ. m. Friðarsamningar eru nú byrjaðir milli Rússa og Finna í Reval, og fregn frá 13. þ. m. segir, að þeir sendi nú í sameiningu her gegn þeim hersveitum bandamanna, sem land- settar hafa verið á Murmansströnd- inni og síðan hafa sótt þaðan suður á bóginn. Annars hafa litlar fregmir komið frá Rússlandi síðastl. viku, og frjettin í síðasta tbl., um sigur gagn- byltingamanna yfir Bolsjevíkastjórn- inrii í Moskvu virðist hafa verið orð- um aukin. Síðari fregnir benda á, að Bolsjevíkar hafi enn yfirhöndina, en hinir fari halloka. Það er sagt, aö Gutschkow, fyrv. forseti rússneska þingsins, sje nú foringi gagnbylting- armanna. Fyrsta verk finska þingsins hefur verið, að samþykkja, að Finnland skuli verða konungsríki. Lík Mirbachs sendiherra hefur verið flutt til Berlínar. Sambandsmálið. Það mun enn ekki vera fyllilega gengið frá samningunum um sani- bandsmálið, þegar þetta er skrifað. En svo mikið mun þó óhætt að segja, að samkomulag muni fengið innan nefndarinnar og að hún hafi ekki til ónýtis unnið, sem betur fer. Árangurinn af starfi nefndarinnar verður ekki opinberlega birtur fyr en dönsku nefndarmennirnir eru komnir heim til sín. Verða þá samningamir birtir samtímis í Khöfn og hjer. Fyrst verða þeir, nú fytir þingslitin, lagðir fyrir lokaðan fund i sameinuðu al- þingi, og það tekur þar afstöðu til þeirra, sem að sjálfsögðu er bindandi fyrir það. Síðan verða þeir lagðir fyrir danska ríkisþingið, og er sam- þykki þess er fengið, verða þeir lagð- ir fyrir alþingi til samþyktar, ef til vill aukaþing nú í haust. Að því búnu fer fram þjóðaratkvæðagreiðsla um málið hjer á landi, samkvæmt ákvæði stjórnarskrárinnar. í því, að íslensku nefndar- mennirnir hafa fallist á samningana, eftir að þeir hafa rætt þá hver um sig innan síns þingflokks, sjer Lögr. fulla tryggingu fyrir því, að með þeim sje það fengið, sem vakað hefur fyrir Jslendingum í baráttunni. Hún telur víst, að samningarnir strandi ekki hjer á landi úr þessu, hvorki í þinginu nje við þjóðaratkvæðagreiðst- una, þegar til hennar kemur. Og væntanlega stranda þeir ekki heldur í Danmörku. En mótstöðu nuinu dönsku nefndarmennirnir mega búast við heima fyrir frá bægri- mannaflokknum, sem skarst úr leik og vildi ekki eiga þátt í samningun- um. En einn út af fyrir sig getur sá flokkur ekki komið í veg fyrir þá Og nefndarmennirnir dönsku eru, eins og áður er fram tekið, svo mikils metnir rnenn og áhrifarikir, hver i sínurn stjórnmálaflokki, að þess nrá fyllilega vænta, að gerðir þeirra fái að standa óhaggaðar. Vonandi er því, að með því sam- komulagi, sem náðst hefur í nefnd- inni, sjeu endalok fenginú hinni löngu og þreytandi stjórnmálabaráttu, sem átt hefur sjer stað milli íslendinga cg Dana, og að báðir megi vel-við una. Frjettir. Tíðin hefur verið góð síðastl. viku, rniklu hlýrri en að undanförnu. Skipaferðir. „Lagarfoss“ er sagður kominn á stað heimleiðis frá New- York. — „Botnia“ er væntanleg frá Khöfn um næstu helgi. — „Borg“ kom að norðan i morgun, fer hjeðan til Austfjarða og síðan út. — Sagt er að „Fálkinn“ muni leggja á stað á morgun með dönsku samninga- nefndarmennina. Inflúenza breiðist út i Khöfn, eink- um meðal hermanna, segir i símskeyti frá í gær, og hafi gamla rikisþings- byggingin verið tekin til notkunar sem sjúkrahús. Hjer í Rvik hefur inflúenza einnig gert vart við sig, og kvað hafa borist hjngað frá Englandi. Kólera. Símfregn frá 14. þ. m. seg- ir, að í Stokkhólmi hafi 4 menn sýkst af Asíu-kóleru, er borist hafi þangað frá Petrograd, og hafi einn dáið. Sigf. Blöndal bókavörður fer hjeð- an heimleiðis til Khafnar með „Botníu“ næst, og er nú orðabók hans, sem hann hefur unnið hjer að, frá því hann kom hingað fyrir rúmu ári, því sem næst fullbúin undir prent- un. Er það mikið verk og þarft, sem þar hefur verið unnið, og nauðsyn á, að bókin komist sem fyrst út, enda líka von um, að úr því greiðist, að svo geti orðið. Annað kvöld verður hr. Sigf. Blön- óal haldið hjer kveðjusamsæti, og gengst Rvíkurdeild norræna stúdenta- sambandsins fyrir því, en utanfje- lagsmönnum er einnig gefinn kostut á að taka þátt í því. Hr. Borgbjerg, fulltrúi jafnaðar- mannaflokksins danska í sambands- laganefndinni, talar í kvöld á fundi Alþýðuflokksins hjer i bænum í Templarahúsinu, og er hann, svo sem kunnugt er,orðlagður ræðuskörungur. Silfurbrúðkaup áttu þau nýlega Ólafur Davíðsson verslunarstjóri á ísafirði og frú hans, og færðu ýnisir ísfirðingar þeim þann dag vandaðan silfurbikar með 1000 kr. af gulli í. Slysfarir. í síðastl. viku hvarf ntað’- vr af vjelbátnum „Elínu“ frá Patreks- firði, sem lá hjer á höfninni, og er talið víst að hann hafi druknað. Hann hjet Arnfinnur Jónsson frá Eyri í QnfudtþsSVeiti Ungur maður, —■ 1 Mentaskólinn. Stjórnarráðið hefur ákveðið, að Mentaskólinn starfi að vetri með liku fyrirkomulagi og síðastliðinn vetur; þó fellur kensla eigi niður í 5. bekk og byrjar í öllum skólanum á venjulegunt tirna (1. október). Tekið skal frarn, „að komið getur fyrir, að frekari takmörkun verði gerð á skólahaldinu, er á veturinn liður, ef nauðsyn kreíur“. Vágna dýrtíðar og annara erfiðleika er öllurn nemendum, er þess óska,„ heimilt að lesa utan skóla að vetri og fá þó leyfi til að ganga undir próf að vori, hver nteð sínum bekk. . Allir nemendur, bæði þeir, sem ætla aö lesa utan skóla að vetri og þeir, sem ætla sjer að sækja skólann, ern beönir að tilkynna mjer það fyrir 1. september. Mentaskólanum, 14. júlí 1918. G. T. Zoéga. Grindavík vildi það slys nýlega til, að kona fjell í gjá, sem hún var að þvo i, og druknaði. Heitir gjá sú Nautagjá. En konan var Valgerður Sæmundsdóttir, systir Bjarna Sæ- mundssonar Mentaskólakennara og fiskifræðings. íslensk uppfundning. ísl. skipstjóri hjeðan úr bænum, sem búsettur er í Englandi, Jón Hansson að nafni, hef- ur fengið einkaleyfi á nýrri gerð botnvörpungahlera, sem hann hefur sjálfur fundið upp,-og eru þeir taldir miklu hagkvæmari en hlerar af eldri gerð. Biskupinn fór á stað síðastl. laug- ardag í eftirlitsferð um Skaftafélls- sýslur og Múlasýslur, og með honum Hálfdán sonur hans. Gunnar Gunnarsson skáld kom bingað síðastl. föstudag landveg úr Vopnafirði sunnan lands, var 9 daga að Garðsauka, en kom þaðan með póstvagni, og lætur vel yfir ferðinni. Hafði ekki fyr sjeð Suðurlands-und- nlendið. Hjeðan fer hann til Khafnar með „Botníu“ næst. Frú hans og son- ur eru kornin i veg fyrir hann til Færeyja, fóru þangað frá Austur- landi með „Beskytteren“, Þingeyingarnir, sem hjer voru á ferð nýlega og um var getið í Lögr., kornu norður til Mývatns um Sprengi- sand síðastl. fimtudag, höfðu nú ver- ið 45 kl.tíma yfir Sandinn, milli bæja. Samninganefndin fór síðastl. laug- ardag skemtiferð austur yfir fjall. Voru 9 bilar í förinni. Var fyrst áð um stund á Kolviðarhóli. en síðan á Sigtúnum við Ölfusárbrú, og þar borðað. Eftir það var haldið austur að Sogi, en síðan farið á hesturn upp með Soginu og fossarnir skoðaðir. Eftir það hjeldu flestir um kvöldið niður á Eyrarbakka og gistu þar., Sumir gistu þó uppi í Grímsnesi. En allir konm saman næsta morgun í Sigtúni og borðuðu þar. 1 förinni voru, auk nefndarmannanna, að þorst. M. Jónssyni undanskiidum, sem legið hefur veikur, allir íslensku ráðherr- arnir, skrifarar nefndarinnar, Svenn Poulsen ritstjóri og Vilh. Finsen rit- stjóri. KI. 4 á sunnud. var komið heim hingað aftur, og voru þá allir þeir, sem þátt tóku í förinni, ásamt fleirum, í boði hjá forsætisráðherra. Þegar leið á kvöldið kom söngfje- lagið „17. júní“ upp í garðinn hjá húsi forsætisráðherra og söng þar nokkur lög. Formaður fjelagsins, Ól. Björnsson ritstjóri, mælti þar nokkur orð fyrir minni Danmerkur, en Hage ráðherra svaraði og rnælti fyrir rninni íslands. Síðan voru sungin dönsk og íslensk ættjarðarkvæði. Stúdentar 1918. t vor útskrifuðust úr Mentaskólanum 25 stúdentar og fengu þessar einkunnir; 1. Skóla- nemendur: Alfons Jónsson 54 stig, Árni Pjetursson 59, Bjarni Guð- mundsson 58, Brynjólfur Bjarnason 59, Brynleifur Tobíasson 67, Dýrleif Árnadóttir 52, Finnur M. Einarsson 63, Guðrún Tulinius 61, Hannes Arn- órsson 60, Hendrik Siemsen 59, Jó- hann J. Kristjánsson 75, Jón Thor- oddsen 61, Pálmi Hannesson 65, Stef- án J. Stefánsson 54, Stefán Stefáns- son 63, Þorvarður Sölvason 58. — 2. U t a n s k ó 1 a n e m e n d u r: Ein- ar Ól. Sveinsson 70 stig, Georg Búa- son 56, Gústaf Ad. Jónasson 54 Gústaf Ad, Sveinsson 71, Jón Gríms- sop 58, Kvistinn Ólafsson 63, Magnús Þakkarorð. Með hrærðu hjarta votta jeg hin- ummörgu vinum þökkfyrir þá óvana- lega miklu hlultekningu og hjúlp, sem þeir hafa sýnt mjer við fráfall míns ástkæra eiginmanns, síra Gísla sál. Jónssonar á Mosfelli. Þó vil jeg sjerstaklega þakka hinum ágætu sókn- arbörnum mannsins míns sálaða fyr- ir þeirra óviðjafnanlega ástúð og hjálp, sem þau hafa sýnt mjer í sorg minni. Jeg vona og bið að öilum vinum mínum veitist hjálp og huggun, þeg- ar þeir þurfa þess mest með. Mosfelli 27. júní 1918. Sigrún Kjartansdóttir■ Konráðsson 61, Sveinbjörn Högna- son 67, Þorsteinn Gíslason 64. — Skólanemendur stóðúst allir þ-rófið. en af utanskólamönnum fjellu tveir.— Gagnfræðapróf tóku 16 skólanem- endur og luku því 14, en 20 utan- skólanemendur og luku því 16.— Inn- tökuþróf tóku 25 og stóöst 21. Ferð um Skaftafellssýslu 1918. Eftir G. Hjaltason. 6. Hraunin. — Móðuharðinda- hraunin, sem nú eru 133 ára. eru mik- ið farin að gróa upp, bæði Skaftár- hraunið sjálft og eins Hverfisfljóts- hraunið. í þeim er mikill mosi, tals- vert af jafna, nokkuð af burknum, töluvert af viðikvistum og lyng- klóm, ýmisleg ldettablóm, og nokkuð af puntgresi, svo hagar eru komnir. einkum í . útjöðrunum. Eldri hraun liggja undir Skaftárhrauni og hjá því að sunnan og austan, og einnig meðfram Hverfisfljótshrauninu. Þau eru miklu grösugri, mörg og stór og íalleg tún á þeim, t. d. i Landbrotinu. En sandur er nú sumstaðar farinn að íjúka inn í hraunin og' skenimir mm- ið þar, eins og annarstaöar. — 14—15 kílómetra vagnvegur lig'gur gegnum - Skaftárhraun, er stórvirki og sýslu- sómi, þótt hann gæti nú verið enn betri sumstaðar. Hjá Djúpá í Fljótshverfi er ganialt haun, heldur tilkomulítið. Mörg vel gróin hraun hjer á landi mega heita snildarverk náttúrunnar. t. d. Gilsbakkaskógar- hraun i Hvítársiðu. 7. Jöklar. — Landabrjefin og landafræðin sýna hvar þeir eru og iivað þeir heita. Tignarlegastur og mestur er Öræfajökull Hann rís þetta 6soo—6600 fet yfir sandana beggja megin við hann og bygðina í Öræfun- um. Sjest um alla sýsluna nema bygð- ina í Lóni og Mýrdal. Margir (einir 3 eða g\ skriðjöklar gangh frá hon- um of;rti að láglendi. Og einn þeirra, Svínafellsjökull, er fáa faðma frá túnunum. Svona nærri bæjum hef jeg ekki sjeð skriðjökul hjer á landi. En likt var í Noregi, t. d. í Harð'angrL Skriðjöklar þessir eru oft mjög úfnir cg .ósljettir, margra faðma háar ís- borgir og jökulhryggir og klaka- hamrar, og svo gínandi gljúftir, hvít, b!á og dimm á milli. Nær ófært nema á járnum og stundum ckki það. Jökl- ernir eru sarnt skjólgarðar. Hvergi iijerlendis paradísarlegri gróður og blíðviðri en í Öræfunum.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.