Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 18.12.1918, Blaðsíða 1

Lögrétta - 18.12.1918, Blaðsíða 1
Ritstjóri: ÞORST. GÍSLASON. Þingholtsstræti 17. Talsími 178. AfgreiSslu- og innheimtum.: ÞÓR. B. ÞORLÁKSSON. Bankastræti 11. Talsími 359. Nr. 56. Heykjavík, 18. desember 1918. XIII. ár. Bækur, innlendar og erlendar, pappír og alls konar ritföng, kaupa allir í Bókaversl. Sigf. Eymundssonar. KlæCaverslun H. Andrsen & Sön Aðalstræti 16. Stofnsett 1888. Sími 32. Þar eru fötin saumuð flest. Þar eru fataefnin best. Lárus Fjeldsted, yfirrjettarmálafærslumaður Lækjargata 2. Venjulega heima kl. 4—7 síðd. 1 f Í" Björn Bjarnarson fyrv. sýslumaður. F. 23. des. 1853. — D. 12. des. 1918. Björn heitinn Bjarnarson sýsin ■ maöur frá Sauðafelli i Dölum fluttist hingaö til bæjarins ásamt fjölskyldu sinni síSastl. haust. Var hann þá mjög veikur, og hafði verið það nokkur undanfarin ár. Hann var skorinn hjer upp áriS 1914, en fjekk ekki viö það bót á meinsemd sinni, og hefur alt af síöan verið meira og minna sjúk- ur. Eftir hingaökomu sina lá hann um hríö á spitala, en var fluttur þaSan 3. október, án þess aS hafa fengið bata, til heimilis sins í BergstaSstr. 17, en þaS hús keyptu þau hjónin, er þau fluttust hingað, og Jpar andaöist hann 12. þ. m. Hann var hálfsjötugur aö aldri, fæddur 23. des. 1853, elsti sonur Ste- fáns sýslumanns Bjarnarsonar og konu hans, Karen Emelie f. Jorgen- sen; varS stúdent frá Rvíkurskóla 1877 og tók lögfræðispróf viö Khafn- arháskóla 31. maí 1883. Var síöan nokkur ár aöstoöarmaSur fógeta kon- ungs í Khöfn, en 1888—90 var hann fulltrúi hjá föSur sínum viS sýslu- mannsverk i Árnessýslu. Um tíma var hann settur sýslumaöur í Rangár- vallasýslu, og eitt sumar gegndi hann sýslumannsstörfum í Þingeyjarsýslu, meSan Ben. sál. Sveinsson sat á þingi. 9 jan. 1891 fjekk hann veitingu fyrir Dalasýslu og þjónaöi henni þar til hann fjekk lausn sökum heilsubilun- ar. — 26. júlí 1890 kvæntist hann Guönýju Jónsdóttur fræSimanns Eorgfiröings,systur þeirra Finns pró- fessors og Klemensar landritara.Hafa þau eignast 8 börn, og lifa 6 þeirra, 3 synir og 3 dætur, öll nú stálpuö, en dreng og stúlku mistu þau. Björn sýslumaöur var þrekmaður og athafnamaöur mikill um langt skeiS æfi sinnar. Meðan hann var i Khöfn' gerðist hann bókaútgefandi og ritstjóri um nokkur ár. Hann gaf þar út mánaöarritið „Heimdall", gott blað, sem flutti fræðandi og skemt- andi greinar og myndir merkra manna, en varð samt ekki langlíft. Danskt blað stofnaði hann einnig og gaf út um hríð. Það hjet „Vort Hjem“, og lifir það enn, en heitir nú „Hjemmet". Á þessum árum stofnaðl hann Málverkasafn íslands, sem geymt er í Alþingishúsinu, og Nátt- úrugripasafn íslands. Til málverka- safnsins fjekk hann gjafit hjá ýms- um listamönnum erlendis og stórhöfð- ingjum, svo sem Kristjáni konungi IX., Friðriki VIII., sem þá var krón- prins, og Rússakeisara. Náttúru- gripasafnið varð fyrst til í Khöfn fyrir forgöngu B. B. og Stefáns skólameistara Stefánssonar, en flutt- ist heim hingað og varð visir þess safns, sem nú er hjer til, er B$n. Gröndal skáld gekst hjer fyrir stofn- un Náttúrufræðafjelagsins, skömmu fyrir aldamótin. Þegar B. B. hafði tekið við em- bætti í Dalasýslu, reisti hann bú a Sauðafelli og varð þá þegar for- gangsmaöur hjeraðsbúa i margvís- legum búnaðarendurbótum. Hann keypti jörðina og gerði þar reisu- legri hús en þá var tíöska, og fjós og hlöðu gerði hann með nýju fyrir- komulagi, sem siðan varð öSrum til fyrirmyndar. Hann átti og fyrstur upptök að því, aS fariS var að bólu- setja sauðfje gegn bráðapest. HafSi hann lesið urn þetta í norsku blaði, brá þegar viS, aflaSi sjer upplýsinga um málið og tók að framkvæma hjer þessar fjárlækningar, sem síöar voru fyrirskipaðar með lögum. Einnig varS hann fyrstur manna hjer á lancn til þess, að fá sjer skilvindu. Voru þær ný uppfundning, er hin fyrsta kom að SauSafelli, og þá miklu ófull- komnari en nú. En hann innleiddi hjer notkunina á skilvindum, og ekki uröu þær hjer almennar fyr en löngu síðar. Mjög miklar jarSabætur gerði hann, bæði túnsljettur o. f 1., og vanri aö þeim sjálfur með piltum sínum. TúniS á SauSafelli stækkaöi hann mikið. Þegar hann kom þangaö feng- ust af því 250 hestar, en i búskapar- tíð sinni fjekk hann eitt sinn af því, í góðu grasári, 660 hesta. Hann ljet sjer og ant um vegagerSir og brúageröir í sýslunni, og hratt þeim málunr vel áíram. Hann var þingmaður Dala- manna 1901—1907 og var þá og jafn- an síðan eindreginn heimastjórnar- maður. Þótt hjer sje stuttlega yfir sögu farið, mætti þetta samt verða til þess aS minna rnenn á, aS hjer er á bak aS sjá dugnaðar-og framkvæmda manni, sem margt gott og þarflegt verk hef- ur unniö. Hann var áhlaupamaður og fljótur til, en úthaldiö ekki aS sama skapi, svo að aðrir tóku oft við þeim framkvæmdum, sem hann haföi byrj- að á og hrundiS á stað. Dalamenn kvöddu þau hjónin í haust, sem leið, með fjölmennu sam- sæti, og þá var stofnaöur þar sjóöur til eflingar búnaði í sýslunni, sem á aö bera nafn þeirra. Hjer fer á eftir aöalkaflinn úr ræðu þeirri, sem sjera Jón Guönason flutti í samsætinu. „ViS erum saman köinin hjer i kveld til þess aS kveðja sýslumanns- hjónin, sem nú eru á förum hjeSan, alfarin, eftir meira en aldarfjórðungs dvöl hjer í sýslu og hjer í sveit. Þau voru bæði ung, er þau komu hingað, og hjer hafa þau dvaliS mest alt sitt manndómsskeið. Hjer hafa því gerst þýðingarmestu atburSir lífs þeirra. hjer hafa þau unnið sitt þýSingar- mesta lifsstarf. Hjer hafa þau eignast vini og hjer hafa margir eignast þau að vinum. Hjer, í skauti Breiðar1- fjaröardala,. en þó væntanlega eink- um i þessari sveit, eiga áhrifin af starfi þeirra og allri framkomu að bera ávört á komandi tíð. Eða með öðrum oröum: ASalþættir lífsstarfs þeirra og lífssögu þeirra eru og verða tengdir í órjúfanlegum böndum viS þessa sýslu og þessa sveit. Og það er ti1 þess aS minnast þess og þakka þaö, sem viö erum samankomin hjer í kveld. Þegar við nú lítum yfir veru og starf sýslumannshjónanna hjer, þá vakna hjá okkur svo margar hugsan- ir aS erfitt er úr þeim aS velja. Sú hugsun, sem grípur mig fryst í þvi sambandi 0g mjer finst mikilvæg- ust, er þessi:, Tímabilið sem sýslu- mannshjónin hafa dvaliS hjer, aldar- fjórSungurinn síSasti, er í flestum ef ekki öllum greinum eitthvert mikil- vægasta tímabiliö, sem runniö hefur upp yfir okkar hjeraS og yfir land okkar og þjóS. Hugsum okkur, að emhver maöur, gæddur glöggu gests auga, heföi farið um hjeraðiS okkar fyrir svo sem 25—30 árurn og svo aftur nú og kynt sjer í bæði skiftin hugsunarhátt manna og búnaSar- háttu, öll framkvæmasviS og allar framkvæmdahugsanir. Jeg held, að hann heföi naumast getaö áttaS sig á breytingunni, sem orSið hefur í þessi ár, ef hann heföi ekki vitað hana jafnóSum og hún gerðist. Jeg held, að honum hefði fundist það vera ný þjóð, umsköpuö þjóS, sem hann hitti fyrir í seinna skiftið. Og svo hefði þaö líka veriö í raun og veru. ÞjóSin okkar og sveitin okkar hefur á undanförnum aldarfjórSungi veriö aö vakna af svefni eftir margra alda kúgun og margra alda deyfð og doSa. Og eftir því sem menn hafa betur nuggað stýrurnar úr svefnug- um augunum, þá hafa þeir betur komiö auga á þetta tvent: Fyrst þaS, aö okkar land á mikil framtíöar- og framfara skilyrSi, og því næst það,. aS til þess aS viS getum fært okkur gæSi landsins í nyt, þá þurfa ein- staklingarnir aS eignast sem mest af útsjón og dug og áræöi samfara forsjálni, og hver fjelagsheild aS eflast sem mest af samtökum og sam- vinnu, samkvæmt þeirri reglu, aS margar hendur vinna ljett verk. — Mönnum hefur oröið þaS ljóst, aS þ.aS eru þessir eiginleikar einstakling- anna og fjelagsheildanna, sem hafa aö geyma þaS töfraorð, það „Sesam“ sem opnar auSlindirnar og gerir þær aS aröberandi eign manna. Það væri of víStækt efni ag fara nánar út í þetta. Jeg hef aö eins ekki getað látið vera að minnast á þetta, sökum þess, að þaS hefur hjer svo mikla þýðingu. Við hljótum öll að undrast þessa miklu umbreytingu, sem, eftir margra alda svefn og kyr- stöðu hefur orSið á svona stuttum tíma, — þvi að einn aldarfjórðungur er að eins örstutt skeiö í lífssö|fu þjóðanna. — Viö spyrjum, hverju jiessi mikla umlireyting sje að þakka. Og við svörum: ÞaS er mest að þakka menningarstraumum sem borist hafa inn í land okkar á undanförnum ára- tugum. ÞaS eru þeir, sem hafa vakið framkvæmdaöflin, rýmkvaS sjón- deildarhringinn og lifgað og glætt trúna á framtíSina. Jeg mun síst láta of mælt, þó aS jeg segi, að sýslumannshjónin hafi veriö einhverjir hinir fyrstu og bestu boöberar og brautryöjendur hinnar nýju menningar hjer í Dölum. Til að styðja þau orð mín má jeg fyrst minna á það, að líf íslensku náms- mannanna, þeirra mánna, sem eiga að sækja eldinn — eld mennngarinnar — hefur sjaldan verið meS meiri glæsibrag, sjaldan fjörugra og þrótt- meira, en þau árin sem Bjöm Bjarn- arson dvaldi viö nám í Kaupmanna- höfn.Ungu námsmennirnir gleyptu þá í sig áhrifin frá menningarleiStogum stærri þjóSanna. Og að Björn Bjam- arson hafi ekki þeirra síst verið snort- inn af þeim áhrifum, um þaS höfum við ljósan vott, því aö hann rjeðst þá i þaS fyrirtæki, sem einsdæmi mun vera að námsmenn ráðist í, en það var aS gefa út á eigin kostnaö tímarit (Heimdall), sem átti aS flytja hingaö út yfir íslands haf gullkorn úr sjóSi hinnar nýju menningar. — Þetta fyrirtæki, sem var hið fyrsta í sinni röS rneðal okkar þjóðar, gat því miður ekki staöiS lengi, af því að þjóSin hafSi ekki þroska til aS stySja þaö. En menningar- og fram- farahugur Björns Bjarnarsonar rjen- ai eigi viS þaö. ITann fluttist hingaS sem æösti valdsmaður þessarar sýslu. En hann gat ekki sætt sig við aS ein- skoröa starf sitt viö embættiö eitt, heldur kaus hann einnig að ganga til liös viS sitt land og á þann háttaðger- ast bóndi. Og enginn vafi er á, aö ein- mitt fyrir þaS hafa áhrif hans orSiS miklu meiri og viStækari. Það er ef t!l vill fátt, sem hefur haft eins mikla þýSingu fyrir okkar þjóS í erfiöri baráttu hennar, fátt, sem hefur hjálp- að eins vel til aS varSveita menning- arglæSur hennar, eins og þetta, hversu mentamenn hennar hafa lengst af verið handgengnir henni, og hversu vel þeir hafa samlagaS sig henni, þannig, aS þeir hafa gert henn- ar starf meðfram að sínu starfi, Iienn- ar þrautir aS sínum og hennar áhuga- mál aS sínum áhugamálum. Em- bættisstörfin ein, hversu vel sem þau eru af hendi leyst, þau megna aldrei aS gera embættismanninn aS því sem hann á aS vera: styrkasta stoS síns fjelags, salt þess og ljós og síverk- andi hreyfiafl hverskonar framfara. Og því hygg jeg líka, aö þiS flest minnist nú ekki aö eins ljúflegrar framkomu Björns Bjarnarsonar sem yfirvalds, heldur einnig og þaö miklu fremur, starfs hans og framkomu sem bónda og hjeraðshöfSingja, sem á- hugamanns í framfaramálum ís- lenskrar alþýSu, og sem hvatamanns og brautryöjanda aS mörgu, sem horft hefur til gagns og frama fyrir okkar hjerað.Mig bresturkunnugleika til þess, aS fara náið út í starf Björns sýslumanns. Læt það því ógert. Veit að eins, aS frá honum eru runnin ýms þau fyrirtæki í okkar hjeraði, sem nú þykja sjálfsagSastir liðir í fram- sóknarbaráttu hvers hjeraðs. Hann sá þörfina fyrir þau fyrstur manna, hvatti til þeirra og sparaöi ekki sína krafta, heldur gerSist sjálfur braut- íyöjandinn. Hann hefur, hjer heima fyrir, gefiS margskonar fyrirmynd meS framkvæmdum sínum og rausn, auk þess sem hann, út á viS, fór um nokkur ár meS umboö hjeraðs vors á þingi. ViS getum því sagt, að viS eig- um honum, beinlínis og óbeinlínis, aS þakka rnikiS af hinum marghátt- uöu framförum okkar hjeraös aldar- fjóröunginn síðasta. Og starf Tians mun vissulega ekki hætta aS bera ávört, þó aS hann hverfi nú frá okk- ur. Þaö er eöli sjerhvers framfara- starfs aö hinir fullkomnustu ávext- ir þess koma ekki greinilega í ljós, fyr en langt er um liSiS, og er þá aS vísu oft gleymt að láta viS getiö nafns hvatamannsins, brautryðjandans. En þaS er trú okkar, aS starf Björns sýslumanns eigi eftir aS bera fagra og blómlega framtiðarávexti, hjeraSi okkar til heilla.. En það má einnig á annan hátt vera til blessunar fyrir hjeraS sitt, heldur en beint meS því eina, aS vera lífiö og sálin i framsókn og framförum i atvinnulífinu. Líf manna er á svo margan hátt samtengt, og þaS er oft og einatt ekki minjia komiS undir framkomu manna, a. m. k. þeirra, sem hærra eru settir, í hinum smærri atvikum lífsins, heldur en í hinum stærri. Áhrif daglegrar framkomu og áhrif heimilanna verða ekki á vog mæld. Og viS þökkum nú líka og ekki síst góöa framkomu og góð áhrif sýslumannshjónanna á því svæöi; þökkum hjálpsemi þeirra og mann- v.S, heimilisrausn þeirra og frábæra gestrisni. í þvi voru þau bæSi jafn samhent. Og þar var sama hver i hlut átti, hvort heldur æöri eöa lægri. Margur hjeraSsbúi mun lengi minn- ?it góSra áhrifa og fyrirmyndar, höfSingsskapar og gestrisni frá SauSafellheimilinu á siSasta aldar- fjórSungi, og mun þaS eigi síst yður, f’ú, aS þakka. Og þjer eigiS yðar góða hlut af öllu þvi þakklætiog virö- ingu, er menn nú vilja sýna ykkur hjónum. Þjer hafið, meS manni yöar, lagt mikinn skerf til framtíðarfar sældar hjeraös okkar. Þjer hafið stutt starf hans með rausn og skörungs shap, þjer hafið verið honum stoS o~ hlíf. Þess sjáum vjer eigi síst vott nú, er hann er þrotinn aS kröftum. Þjer hafiS veriS honum sem Bergþóra Njáli. SýslumaSur Björn Bjarnarson, frú GuSný Bjarnason! Fyrir hönd allra, sem hjer eru sam- an komnir, flyt jeg ykkur hugheila þökk fyrir alt starf ykkar og alla framkomu ykkar okkar á meöal. Og þá sömu þökk veit jeg aS jeg má flytja ykkur fyrir hönd allra þeirra hieraðsbúa, sem hjer fjarstaddir. ViS óskum ykkur og börnum ykkar allr- ar framtíðar blesunar, óskum að æfi- kveld ykkar megi verða sem bjartast og fegurst ....“ Góðgjörðir við sjálfan sig og náungann. Fyrirlestur haldinn í Rvík 1918. Motto: Drektu bara, drektu fast. Dveptu þig helst á viku. J. Thor. í Austurför Kýrusus lýsir Xeno- fon Kýrosi kongssyni þannig, að hann hafi haft ýmsa þá bestu mannkosti til að bera, sem prýða niega góðan höfðingja, og þar á meðal þann, að hann hafi verið manna örlátastur og ágætur vinur vinum sinum. Hann segir, að Kýros hafi verið vanur, er honum hlotn- aðist eittlivert góðgæti, að senda vinum sínum góðan hlut af því, með þeim ummælum: petta þótti Ivýrosi gott. En þegar einhver gerði Kýrosi greiða, þá launaði liann það ætíð með enn þá stærri greiða. Og það er svo til orða kom- ist, að Kýros hafi ætið viljað sigra eða yfirstíga aðra í góðgerðum. parna sjáum vjer ljóst dæmi þess, að heiðnir menn jafnt sem kristnir hafa, eins i gamla daga eins og nú á tímum, viljað fylgja reglunni gullvægu: Svo sem þjer viljið að mennirnir geri yður, svo eigið þjer og þeim að gera, og jafn- vel gera það enn betur. Gestrisni og góðgerðir hafa tíðkast hjá öll- um þjóðum frá alda öðli, meira og minna. Fáir mannkostir hafa verið jafn mikið notaðir og þeir, að kunna að gefa gaum og um leið fullnægja annara þörfum og ekki síst að vera getspakur, og kunna að giska á hvers náunginn þarfn- ast, og án þess að hann sjálfur þurfi að biðja um eða láta það i ljósi. „Jeg skal einnig gefa úlföld- um þínum að drekka,“ sagði Re- bekka við Eleasar. pað er þess kon- ar hugulsemi og gestrisni, sem ætíð mun þykja mest í varið. Yjer, íslendingar, höfum löng um þótt vera sjerlega gestrisin þjóð og það finnur sá gerst er reynir og ferðast um landið, að viðtökurnar eru víðast hvar ágætar og tillölu- lega eins á efnalitlum heimilum sem þeim efnuðu. Hjá okkur hefur góðgerðin smátt og smátt fengið þá þýðingu, að tákna aðallega það, sem gæðir munni og maga. pað er ekki laust við að þetta bendi á, að hjer hafi menn einkum og sjer í lagi haft magann fyrir sinn guð. — En ef til vill stafar þetta frá þeim tím- um, þegar hjer var hungur og hallæri i landi, og þarfirnar helst- ar þær, hjá viltum og vegfarandi, að fá satt hungur og þorsta. Hvað sem þvi líður, þá er það orðið rót- fest í málinu, að kalla það helst góðgerðir, sem í magann er látið — og sje það svo, að þetta sje upp- runalega tilkomið á hallæris- og sultarárum, þá hefur sú venja hald- ist fram á þennan dag, að hugsa um það fyrst og fremst, að reyna að fylla maga náunga síns, jafnvel þó nú sje síður þörf á þvi en fyrr- um — og ekki horft í það þó mag- inn sje fullur fyrir — um að gera að troða einhverju í hann. í þessu atriði finst mjer satt að segja vera gengið helst til langt. pað er áreiðanlegt, að mikið af því, sem kallað er góðgerðir, er i raun- inni misgerðir, þó í góðum tilgangi gerðar. Menn gera þeim gott (sem kallað er) sem óþarfi er að geragott því það er óþarfi að seðja sadda og svala óþyrstum. Já, ekki einungis óþarfi, heldur ósiður, sem hefur óhollnustu í för með sjer. pað er haft eftir einhverjum

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.