Tímarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrá inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lögrétta

Smelltu hér til ağ fá meiri upplısingar um 1. tölublağ 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoğa í nıjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ağlaga hæğ


Vafrinn şinn styğur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til ağ skoğa blağsíğuna sem JPG
Lögrétta

						LÖGRJETTA
20Í
Eggert Claessen
yfirrjettarmálaflutningsxnaður.
Pósthusstræti 17.. Venjulega heima
kl. 10—11 og 4—5. Talsími 16.
og var það ekki óeSlilegt, því aS hann
h'aut aS finna löngun og hæfileika til
aS ganga mentaveginn, en af ýmsum
ástæSum hvarf hann frá því ráSi, sá
þá líka, aS það var ekki einasta leiS-
in til frama. Hann lærSi gullsmíSi
hjá Erlendi heitnum Magnússyni gull-
smiS og lauk sveinsprófi meS ágæt-
um vitnisburSi, og ári síðar setti
hann sjálfur gullsmíða^innustofu á
stofn og rak hana síSan, svo lengl
sem lif og heilsa entust, með góðum
árangri og af 'miklum myndarskap.
Hann var vandvirkur óg góSur smiS-
ur, frumlegur og listfengur, svo að
hiklaust mátti telja hann meö bestu
smiðum þessa lands í sinni grein.
Jeg átti fyrir stuttu tal við RíkarS
Jónsson listamann um Einar, og áleit
hann aS það, sem jeg nú hef sagt,
væri ekki ofmælt, því ef nokkur hefðí
tekið honum fram í iðninni, þá væri
um aS eins einn aS ræSa, og þetta
álit staSfesta hinir mörgu og fögru
smíSisgripir, sem til eru eftir Einar
víSsvegar um þetta land.
Einar var greindur val, skemtinn
og fyndinn í viSræSum og drengur
góSur í hvívetna, enda hvers manns
hugljúfi, er honum kyntist; mátti
engum um bón neita og vildi úr
hverju böli bæta. Hann var frjáls-
lyndur i skoSunum, en áhugasamur
í öllu því, er hann tók sjer fyrir hend-
ur. Hann gerSist fjelagi í G.-T.regl-
unni 1905, var einn af stofnendum st.
Skjaldbreið nr. 117 og einn af hennar
bestu starfsmönnum um langt skeið,
og fjelögum hans, er þar kyntust
honum, verSur hann ógleymanlegur.
Einar var íslenskur í anda, elskaSi
íslenska náttúru, enda var þaS hans
besta skemtun aS nota frístundir sín-
ar til aS virSa hana fyrir sjer og
dáSst aS henni.
I febrúar 1913 kvæntist Einar
Kristínu SigurSardóttur, fósturdótt-
ur frú Margrjetar M. Olsen. Þau
eignuSust 3 börn, er öll lifa. Heimili
þeirra var fyrirmynd; maSur sá þar
ekki annaS en gleði og ánægju, eSa
í fáni oröum sagt þaS, er prýSa á
hvert heimili. Margir hafa átt um
sárt aS binda nú á síSustu tímum,
og ástvinir Einars ekki hvað síst. —
Hann er þriðja barniS, sem foreldrár
hans missa á besta skeiSi. En þau
hafa boriS þaS alt meS hugprýSi, þótt
nú sjeu þau orSin öldruS og mædd.
30 ár eru stutt æfi, en sú ¦æfi getur
samt veriS eins nytsöm og aSrar
miklu ¦ lengri, og jeg er ekki í vafa
um nytsemi æfi Einars. Vinir hans
og fjelagar harma aS missa hann svo
ungan frá nógu verkefni og mörgum
áformum, en þeir geyma minningu
hans og vita, aS með honum hvarf
fjölhæfur og góður maSur.
Felix GuSmundsson.
Tíu sögur.
eftir GuSm. FriSjónsson.
Bókaverslun Sig. Krist!-
jánssonar..  Rvík   1918.
Vert er að minna á þaS, aö nefndar
sögur fást nú keyptar í öllum bóka
búSum. Margt er hægt aS læra af
sögum GuSmundar, og eru þær holl-
ar íslenskri þjóS. Segir hann oss ó-
beinlinis hvaS vjer eigum aS gera og
hvaS yjer eigum aS varast. — Fyrsta
sagan er „Afi og amma". Hún ætti
aS komast \ IV. e«a V. hefti lesbók-
ar unglinga vorra. ASra söguna, „Mal-
poka-Manga", þurfa allar konur aS
lesa, því aS ýmislegt gætu þær all-
flestar af henni lært. ÞriSja sagan er
„ÁbyrgS". Er hún ein allra-besta sag-
an í bókinni. Hún er tekin úr þjóS-
lífi voru, eins og hinar, svo.ljót sem
hún er. Og hollara væri æskulýS vor-
um aS læra þessa sögu utan bókar,
en sumar ritningargreinarnar. „Frá
furSuströnd" nefnir höfundur fjórSu
söguna. Vel er hún sögS, eins og allar
hinar, einkar-þjóSleg og all-merki-
leg. „Neistaflug" bregSur ljósi yfir
algenga þjóSfjelagssvívirSÍngu, serr\
hversdagslega gengur dulklædd meSal
vór. Sjötta sagan heitir „Geiri hús-
maSur". Er þaS góS saga og hefSi
mátt vera lítiö eitt lengri. „Manna-
mót" er römm ádeilusaga, lifandi
mynd, sem margir kannast viS. Knje-
setur höfundur þar ungmennafjelags-
gorgeirinn og lýSkennaragambriS,
Endir sögu þessarar er nokkuS æfin-
týrakendur og stingur i stúf viS veru-
leik sögunnar. Þá kemur besta sagan
i bókinni, „JarSarför". Líklega er
hún mesta listaverk höfundarins. En
hvers vegna lætur hann hjónin setj-
ast á kistuna, er þau hvila sig á leiS-
inni til kirkjunnar? Seljalandshjónin
voru búin aS leggja meira á sig, en
aS setjast á fönnina. — Til eru þeir,
sem hefSu kosiS söguna sextán lín-
um styttri — og munar litlu. „Tólf-
kóngavit" er níunda sagan í röSinni.
Hún er þarft kjaftshögg á atkvæSa-
verslun, öfgar og lygar i landinu, en
betur hefSi GuSmundur getaS fylgt
því eftir. — Margar eru myndirnar
fagrar í „Hyllingum", síSustu sög-
unni, en betur hefSi höfundur getaö
mótaS þær. —¦
Allar þessar tiu sögur eru r j e 11-
nefndar sögur, og vangá er aS
segja engan skáldskap í ádeilusög-
unum.
Einn er sá kostur, af mörgum, sem
„Tíu sögur" hafa, aS þær eru ekki
ritaSar til þess aS eins aS rita. —
Hjer skal ekkert sagt úr sögunum.
AlþýÖa á aS lesa þær sjálfar; þær
þroska hana.
Hallgr; Jónsson.
HvaS eru
Skammdegi.
Kaldir vindar kemba f júk
á klökugu bæjarþaki.
Móðir dagsins, sól, er sjúk,
sefur að fjallabaki.
úti er þögult' alt og hljótt.
En í hásal kvelda
kyndir voldug vetrarnótt
vafurloga elda.
Brúnadökk í blárri höll
brennir köldum ljósum;
situr við og saumar öíl
svellin gyltum rósum.
Veröld dagsins virðist mjer
verða smærri' og smaerri,
því af nóttinni' opnuð er
önnur miklu stærri.
Gefur hugmynd guðs um þrótt
gagnvart moldarbarni
einn að vera á auðn um nótt
úti  á vetrar hjarni.
Þreytt af leit um loftið hatt
líknar, sorg að hugga,
gleður augað lítið, lágt  .
ljós í stofuglugga.
Veröld drotna heims er hjarn,
heiðstirnd hvelfing nætur;
þín ei, maðkur, — moldar barn
máttarveikt, sem grætur.
Þeim mun verða stríðið strangt,
er stefnir burt frá sólu
og sjer hættir alt of langt
inn í geima njólu.
Nú er fokin flest í skjól
fönn í köldum vindum,
en gott að líta gull þitt, sól,
glóa' á efstu tindum.
Þ. G.
Ágrip
af Islenskri niálfræði.
eftír Halldór Briem, —
þriSja útgáfa endurskoS-
uS. Bókav. GuSm. Gama-
•   líelssonar.   Rvík   1918.
Fyrsta útgáfa ágrips þessa kom
út 1891, en önnur 1910. Var þeim vel
tekiS. Höfundur er margfróSur og
gamall kennari. MálfræSi hans hefur
þótt gós kenslubók. Hefur hann gert
sjer mjög mikiö far um, aS gera
kenslubók þesSa sem allra-best úr
garSi. Svo vel hefur honum tekist aS
segja frá efni því, sem um ræSir; ag
fróSleiksfúsir unglingar geta lesiS
bókina sjer til fulls gagns, án kenn-
ara. En skýringar, dæmi og leskaflar
gera bókina dýra. Bókin mun ætluS
lægri skólum vorum. Hefur hún þaS
fram yfir sumar þeirra, sem fyrir
eru, aS. hún er ábyggilegn. í þessari
útgáfu hefur böfunuur bætt úr smá-
göllum, sem á voru hinum fyrri.
Vel er bókin nothæf í barnaskólum
Bifur-borð?
(Beaver Board).
Svar:
Bifur-borð eru þykkur pappi, búinn til í Ameríku á sjerstakan efnafræS-
islegan hátt og er notaSur til klæSningar innanhúss í staS
panels.
Bifur-borð útiloka algerlega allan raka.
Bifur-borð gera húsin hlý.
Bifur-borð brenna seint og tefja fyrir eldi.
Bifur-borð spara mikiS vinnu, þar eS þau eru í plötum af öllum stærS-
um sem fljótlegt er aS setja upp.
Bifur-borð má nota jafnt í steinhús sem timburhús.
Bifur-borð eru notuS viSsvegar um heiminn, þó langmest i Bandaríkjun-
um og Canada.
Bifur-borð reynast svo vel, aS sá sem einu sinni  ndtar þau,  vill  ekki
framar panel til aS klæSa húS sítt meS aS innan.
Bifur-borð eru mikiS ódýrari en panel.
»     AthugiS að bifur-merkiS sje á hverri plötu.
Miklar birgðir fyrirliggjandi hjer á staðnum.
Nánari upplýsingar gefa
AðalumboSsmenn á íslandi
Friðrik Magnússon & Co.
Austurstræti 7.
Heildverslun.
Sími  144.
Reykjavík.
þeim.sem ætla móöurmálinu boSleg-
an stundaf jölda. Höfundur hefur bætt
viS nokkrum lesköflum í þessari út-
gáfu. Eru leskaflarnir sjerstaklega
•þarfir þeim, sem engan hafa kennara.
Höfundur vill sitt besta gera fyrir.
þá, sem nema bók hans. Fyrst segir
hann skiljanlega frá, því næst tekur
hann útskýrandi dæmi, — eins og
vera ber — og loks fellir hann ýmis-
legt í stuSla, sem ilt er aS muna, en
muna þarf. VerSur nemendum þetta
til gagns og gamans. En óþarfar eru
tvær vísurnar af þremur á bls. 10 og
n. Fyrsta vísan á rjett á sjer. Höf-
undur notar nokkur ný heiti á mál-
fræSishugmyndum. Var það engin
nauösyn, því aS gömlu heitin gátu
dugaS enn. Fyrst höfundur kastaSi
hluttaksoröinu átti hann heldur aS
taka i staSinn lýsihátt Jóns ólafs-
sonar en búa til lýsingarhátt, sem er
cmunntamara  orö.
Nú leggur höfundur niSur orSiS
tillíking, en tekur samlögun eftir
prófessor Finni Jónssyni. Prófessor-
inn fylgir samlöguninni aS heiman, í
málfræði sinni, meS þessari skilgrein-
ingu: „Samlögun er í því fólgin, aS
samhljóSur á undan ólíkum samhljóS
tekur hans hljóð."
Mátti þá ekki kalla þetta fyrir-
brigSi hljóðtak?
ÞaS er annaS og meira en samlög-
un, aS einn samhljóSur tekur hljóS
ólíks samhljóðs, þaS er ekki í sam-
lögum gert, þaS er traustatak annars
aSilja, sannnefnt hljóStak.
Æskilegt hefSi veriS aS hafa á-
fram gömlu heitin á tíSum sagna, sem
höfundur lætur prenta til skýringar.
Höfundur hefði átt að nefna máls-
grein og skilgreina hana í kaflanum
um höfuSsetningar og aukasetning-
ar.,En þetta kemur ekki aS gjaldi.
þegar kennari er í verki meS.
Gamla vísan á bls. 121 er nú ekki
orSin í samræmi vfó latínuframburS-
inn í mentaskóla vorum. —•
Þarflaust er aS geta þess, aS
komma merkir aldrei kapítula og
punktur aldrei vers.
Höfundur notar rjettritunina, seii!
lögboSin er í ár. — Og er þaS sjálf-
sögS löghlýSni..
Kennarar æskuIýSsins eru vafalaust
kunnugir MálfræSi Briems. En rjett
er aS vekja athygli þeirra á þriSju
útgáfu endurskoSaSri. Og óhætt er
aS benda þeim á bók þessa, sem
kynnast vilja málfræSi íslenskrar
tungu. Þessi bók er ljett og aSgengi-
leg, góS til undirbúnings, áSur en
lesin er málfræSi Finns, sem er meS
öSru sniSi og mun þyngri.
Höfundi ber aS þakka vinnu og
vandvirkni, en útgefandaframkvæmd.
Hallgr. Jónsson.
Frá alda öðli.
Eftir Pál Þorkelsson.
Tapast hefur
glórauð hryssa, tveggja vetra, mark:
sneiSrifað aftan hægra, sýlt vinstra.
Sá, sem verSa kynni var viS hross
þetta, geri svo vel aS láta mig vita.
Þingskálum, Rangárvöllum.
Filippía H. Sæmundsdóttir.
(Framh.)
TöluliSur 1 felur ekki neitt það
í sjer, er nokkurt sönnunargildi hefur.
í þessu hjer umrædda sambandi,
þá virSist ekki með öllu óviðeigandi
að- geta þess, að orðið: „öld" er upp-
runalega dregiS af: „aldur" (áge), en
aftur er orðiS aldur komiS af sagn-
orðinu aS „ala" (naitre, engendrer).
Af því, sem hjer aS framan er ritaS
um orSið „ó'ðli", þá má telja það full-
sannaS, aS öðli geti á engan hátt haft
hina sömu upprunamerkingu og orS-
in: aðal[l], eðli, óðal, — ef þaS ann-
ars getur þýtt nokkurn skapaSan hlut
eins og þaS kemur fyrir í þeirri mynd
og meikingu sem þaS er viShaft?
ÞaS lætur nærri sanni, aS ætla megi,
aS það sje einskonar vafa- og van-
meta-orð (un mot dubitatif) í íslenskri
tungu, sem sje aS eins bögumæli eitt
og ekkert annað. Meðal annars sjest
þetta einna Ijósast á því, þegar sagt
eða skrifaS er: „óðalsbóndi", sem er
hárrjett íslenska, — þá er illmögu-
legt aS segja: aðalsbóndi, .— hreint
ekki: eðlisbóndi, — en algerlega ó-
mögulegt aS segja: öðlisbóndi.
Eins og þegar hefur veriS sýnt
fram á, og vafalítiS, — ef ekki vafa-
laust — algerlega sannað, aS orSin:
„öðli" og „óðal" eigi hvorki sam-
stofna, samgilda nje heldur nokkra
frumstæSa uppruna rót aS rekja hvort
til annars, heldur sje öðli — eins og
þegar er skýrt frá — beinlínis bögu-
mæli eSa latmæli (patois) af þágu-
falls-eintölunni (datif singulier) af
„röðull" þ. e. röðli = sól, og skal
því hjer meS gerS nokkuð ljósari
grein fyrir þesari tilgátu.
í því sambandi, sem hjer um ræS-
ir, er allra-fyrst að geta þess, aS sú
tilgáta manna um: „öðli", aS þaS sje
þágufalls-eintala af: „aðall", þá hlýt-
ur þaS aS vera alveg rammskökk til-
gáta, — því þágufalls-eintalan af að-
all er: aðli (ekki: öSli); — auk þess
sem trauSIa mun hægt aS finna eitt
einasta tilsvarandi karlkynsorS í ís-
lensku, er hafi algerlega samstæSa
hljóSvarps- og fallhneigingu viS hina
ímynduSu eintölu-þágufallsmynd:
„öðli" af aðall. HiS sama er aS segja
um orSin: kapall, vaðall, kaðall, bag-
all; þágufalls-eintala: kapli, vaðli,
kaðli, bagli, (bagali), en ekki: köpli,
vöSli, köSli, bögli, o. s. frv.
Aftur á móti er hljóSvarpsbókstaf-
urinn „ö" viShafSur í þágufalls-fleir-
tölu núnefndra orSa, nefnilega: kap-
all, þgf. köplum; vaSall, þgf. vöðl-
um; kaSall, þgf. köðlum; bagall, þgf.
böglum, o. s. frv.
. Öldum saman virSast menn yfir-
leitt, jafnan hafa blint og íhugunar-
laust látiS orSiS: „öðli" ranglega
þýSa: byrjun, uppruna, upphaf, sem
er óefaS í alla staSi lokleysa ein, —
auk þess, aS gefa því samstofna- og
samgildismerkingu viS: aðal og eðli,
er þó óneitanlega tekur út yfir allan
þjófabálk.
HiS alkunna latneska orðtak: „no-
mina si nescis, perit et cognitia re-
rum", á islensku: þekkist ekki heiti
hlutanna, þá þekkist ekki heldur eSli
þeirra, — virðist með fullum rjetti
geta heimfærst upp á þessa íslensku
orðleysu (jargon eSa: baragouin)
„öðU".
Jafnvel þó aS orSin: aðal[l], eðli
gætu, ef til vill óbeinlínis þýtt eins
konar upphaf, uppruna eSa eigin, o.
s. frv., ef ræða væri um einhverja
andlega eSa líkamlega lífveru, er
bæöi hefSi meðvitund um sitt eigiS
líf og sína eigin tilveru, eSa þá, ef
ræSa væri um verulega, efnabundna,
hlutkenda, sýnilega og áþreifanlega
hluti, o. s. frv., en þegar átt er við
tímann, sem líður hraðfara og við-
stöðulaust áfram í alrýmis-djúpi
geimsins, þá myndu menn á engan
hátt geta viðhaft þessi orð á íslensku
eða tilsvarandi á nokkru öðru mæltu
máli, — sökum þess aS tíminn einn
út af fyrir sig er í þessari merkingu
beinlínis og i sjálfu sjer aS eins hug-
kend og lögunarlaus hugtaksmynd og
þess vegna algerlega óeðlis- og óefn-
isbundinn hlutur o. s. frv.
Það virðist naumlega nokkur efi
geta leikiS á því, að orSið aldaöðli
eSa: alda-öðli eSa: alda öðli — i
þeirri mynd og merkingu, sem þab
er og jafnan hefur veri?> viShaft — sje
aS því, er til „öðli" kemur — aS eins
alþýðlegt latmæli eSa málvilla úr:
alda-röðli, og er „röðli" hjer — eins
og alloft hefur veriS tekiS fram þágu-
falls-eintala af: röðull, = sól í ljóSa-
máli og viShafnarstíl; en aftur á móti
er: „alda" eignarfallsfleirtala (géni-
tif pluriel) af öld, (siécle) = röðull
(eSa sól) aldanna.
Þannig liggur beint og bert fyrir
hverjum þeim, er íslenska tungu mæla
og skilja, aS hiS íslenska orStak: „frá
aldaöðli" hlýtur aS vera afbökun úr:
frá alda-röðli, þ. e. frá því allra-fyrsta
augnabliki, þá er alheimssólin reis úr
: úthafi tímans, og morgunroðinn og
I geislar hennar ljómuðu við hafsbrún
j jarðbúanna  (des  terriens),  smbr.:
I „ár vas alda þat es ekki vas" [Völu-
spá], þ. e.: ljós aldanna skein, sem
aldrei fyrr hafSi skiniS, smbr. á ís-
lensku: morgdlhs-ár, = morgunljós,
! smbr. á latínu: „aurora"; á grísku:
heos ; á frönsku: aurore, smbr. á ísl.:
ár-roði eSa árroði, i orð'-fyrir-orSs-
i merkingu: ljós-roði o. s. frv.
Hið latneska orS: „aurum", sem
þýSir gull — á aS öllum líkindum
upphaflega rót sína og heiti sitt aS
rekja til hins purpura- og rauðgula
litar árroSans, er þýðir í orð-fyrir-
orðs-merkingu: roSaljómi ársólar-
innar, — á latínu: „aurora". (Sjá hjer
aS ofan), — sökum þess aS sjálfur
morgunroðinn og ljómi hans hafa
ócfað verið til löngu „áSur en fjöllin
voru til", — og hinir allra-fyrstu
frum-mannbúar heimsins eSa jarðar-
innar hafa áreiðanlega, hvorki þekt
gullið nje heldur Ijóma þess, og allra-
síst hið innra verðmæti, er í því felst;
en aftur á móti hafa þeir eflaust æði-
snemma á tímum gert sjer ljósa grein
fyrir hinum geislum-stráða purpura-
lit morgunroSans, — undrai-fegurS
hans og ljóma.
(Framh.)
Frjettir.
Stjórnarráðið. í staS Jóhanns heit-
ins Kristjánssonar ættfræSings, er
GuSbr. Magnússon, áSur ritstj. „lim-
ans", orSinn skrifari á 2. skrifstofu
stjórnarráSsins.
Taugaveiki hefur gert vart við sig
hjer í bænum, en er sögS væg. Talið
er, aS hún hafi flutst meS mjólk frá
einum bæ í Mosfellssveitinni. — ÁS-
ur var ekki rjett sagt frá hjer í blaS-
inu um taugaveikina á Hvítárbakka í
Borgarfirði. Hún kom þar upp eftir
að inflúensan hafði komiS þangaö.
en var væg, og er síSast frjettist þaS-
an, voru þeir, sem veikst höföu, í aft-
urbata.
Nýárssundið. í þetta sinn tóku 5
þátt í þvi. Erlingur Pálsson sund-
kennari vann nú kappsundiS í 5. sinu
og hlaut Grettisbikarinn þar meS til
eignar. Hann synti nú 50 stikurnar
á 34 sek., en næstur honum varS Jón
bróSir hans, þá Pjetur Árnason, nærri
því jafn honum, og GuSl. Ó. Waage
og Þorgeir Halldórsson urSu jafn-
fljótir (52 sek.). Sjávarhiti var 1 st.
					
Fela smámyndir
Blağsíğa 1
Blağsíğa 1
Blağsíğa 2
Blağsíğa 2
Blağsíğa 3
Blağsíğa 3
Blağsíğa 4
Blağsíğa 4