Lögrétta


Lögrétta - 19.11.1919, Blaðsíða 3

Lögrétta - 19.11.1919, Blaðsíða 3
LÖGRJKTTA 3 hafi blandaS litum og lagt þá hjer yfir listaverkö á móti þjer. Alt er meitlaS, höggvið og mótaö trygt og á „merg i stíl“ sýnist verkiö bygt. Þjer er starsýnt á þetta stóra þil. Og þú stillir huga þíns undirspil, og þú spyr, hver hönd hafi höggviö slíkt, með þá hreysti-drætti — svo listarikt. Og þú lykur augunum litla stund, og leggur þögull að höfði mund — og þú finnur svarið hjá sjálfum þjer: að þú sjer hjer í gegnum töfragler, sem að birtir forntímans hetju-hjörð, þá, er helgaði þína fósturjörö, bæði hönd og anda, og ást og rækt — svo sem aldasagnirnar hafa frægt. — Sko! Þeir, forðum er hýstu Hól og Hvamm og Hlíð og . ...staði, hjer gægjast fram. Sjá! Þeir stara frá bergsins bratta vegg, •— hafa beitta sjón — eins og skygða egg. VII. Það er ógnanríkt fyrir ættlerann, ef að á hann göngu um þennan rann, því að augu skima og skygna fast niðr’ á skyndigestanna ferðakast — líkt og spurnar-augu: hvort annars sje nokkur ásttaug bundin við fornhelg vje, hvort sú ástarjátning, er verður á vör, heíur viðnámsgildleik í hverri för, eða er stuildarhrifning, sem hopar, flýr, er hurðir alvara lífsins knýr, sem að gufar upp, veitir enga nyt, þegar örlög krefja um vit og strit. — Það er spurt með athygli’ um alt þitt ráð: hvort þú unnir menning og hetjudáð, hvort þú annist göfgi þíns innra manns, — sem er auðnusjóður þíns föðurlands meira en ferðakápuna og „flibbann" þinn, eða fagursilkið og reiðhattinn, — hvort þú steínir ákveðið stiginn þann, sem að stæir kraftinn og göfgar hann. VIII. Það er sólblik yfir og sigurblær. Og þjer sýnast myndirnar þokast nær. Þú fær geig í hugann og gengur fjær. En hið göfga og styrka þó völdin fær, er þú endurlítur þá undrasýn, og í ættarböndin nær hugsun þín; þvi að fornu svipanna svipstórt þing er sú sýn fyrir góðan íslending, sem gefur orku og afl í stríð — leiðir ynging og líf í nýja tíð. — Útvega eftirtaldar vörur með verksmiðjuverði, einungis að viðbættu flutningsgjaldi og vátryggingu: Mótorbíla til fólks- og vöruflutninga. Skipa- og báta hráolíumótora. Bensín og steinolíumótora. Skip og báta af ýmsum stærðum. Orgel, Piano og grammofóna. Allskonar húsgögn (í dagstofur, borðstoiur, svefnherbergi og skrif- stofur). Við öxárárfoss. Straumbáran grænýrð glitrar. Grjótveggsins hjarta titrar. Aflslög — orkunnar dynjandi. Umbrot —■ þróttarins hrynjandi minnir á stórhuga, frjálsborna feður — forntíðar þjóðlífsins gjörningaveður. Hljóðfallið ólgandi æsing er blandið — undir því skjálfa björgin — landið, Bergstudd básúnan gjallandi, brimrödduð, sogandi, kallandi, syngur fram þætti úr sögunum: svarrar á vikingalögunum, kliðmjúk .á kyrðinni, hægðinni, kröftug á hreystinni, frægðinni. Forntíð í fosshörpu’ er stilt: fögur — og viðsjál og trylt. Niðurl. Halldór Helgason. Ofna og eldavjelar. Raflýsingartæki (krónur og lampa). Skilvindur. Landbúnaðaráhöld (ýmiskonar). Prjónavjelar. Saumavjelar. Skrifvjelar. Alt frá fyrsta flokks verksmiðjum í Ameríku og á "Norðurlöndum. Verðlistar með myndum og teikningar til sýnis í Bankastræti n. Talsimi 465. Tekur að sjer að gera samninga um byggingu eða kaup á mótorbátum og skipum til fiskveiða og flutninga. Hefur fyrirliggjandi mörg aðgengileg tilboð um byggingu og sölu á botnvörpungum bæði þýskum og enskum. ♦ Ábyrgist lægsta verð og góð skip. Útvegar skip á leigu til VÖRUFLUTNINGA, sjer um sjóvátrygg- ing hjá stærstu og áreiðanlegustu fjelögum. öll afgreiðsla fljót. Annast sölu á sjávarafurðum og öðrum afurðum. Mörg viðskifta- sambönd. Útvegar útlendar vörur, einkum til útgerðar; þar á meðal Salt frá Miðjarðarhafi, keðjur og akkeri fyrir mótorbáta, síidarnet, síldartunnur. Alt fyrsta flokks vörur. Útvegar bestan og ódýrastan sænskan og finskan trjávið í heilum förmum eða minna. öllum fyrirspurnum svarað greiðlega. Ref erence: Laudmansbanken, Köbenhavu. Utanáskrift: Mlttll. Ihordorson, nr. mm m u, Hellenip, Kðbenhavn. Þeir, sem óska, geta snúið sjer til hr. kaupm. Fridtjof Nielsen, sem nú er á ferð í Reykjavík. Hann tekur móti pöntunum og gefur frekari upplýsingar. KosMgin I lleykjauiJc. Flún fór svo, að Sveinn Björnsson yfirdómslögmaður fjekk 2589 atkv., en þeir Jón Magnússon forsætisráð- herra og Jakob Möller ritstjóri höfðu.\ áður en vafaseðlar, sem frá höfðu verið lagðir, voru athugaðir, jöfn at- kv., 1436 hvor um sig. Svo varð sam- komulag um að gild væru 7 atkv. af seðlurn þeim, sem frá höfðu verið teknir, og átti Jón i þeirra en Ja- kob 6. Þannig urðu atkv. Jakobs 1442, en Jóns 1437. Um 50 vafa- seðlar voru þá eftir. Töldu umboðs - menn Jóns Magnússonar hann eiga þar gild atkvæði, sem breyttu kosn- ingunni, en meiri hluti kjörstjórnar (2:1) áleit, að svo væri ekki, og gaí Jakobi kjörbrjef ásamt Sveini. En það var Jakobi sagt, um leið og hann tók við brjefinu, að það gílti að eins þangað til þing kæmi saman. Því um- boðsmenn þeirra Jóns Magnússonar og Sveins Björnssonar mótmæltu all- ir kosningunni og skutu máli sínu til Alþingis, en umboðsmennirnir voru fjórir, tveir fyrir livoxn fram- bjóðanda: Pjetur Magnússon lög- i'ræðingur og Pjetur Zophoníasson rithöfundur fyrir Jón, en Björn Páls- son yfirdómslögmaður og Sigurður Jónsson barnakennari fyrir Svein. Ljetu þeir bóka þau mótmæli í kjör- bókina, að margir hefðu við kosn inguna greitt atkvæði, sem ekki hefðu kosningarrjett. Og er yfirkjörstjórn- in athugaði þetta, eftir bendingu jæirra, bókaði hún í kjörbókiná, að hún hefði fundið á aukakjörskrám nöfn 15 manna, sem taldir væru hafa ‘ greitt atkvæði, en hefðu enn ekki náð kosningaraldri. Jakob Möller hafði einnig mótmælt gildi kosning- arinnar meðan ósjeð var, hvernig yf- irkjörstjórn liti á vafaseðlana, en lýst því yfir, er hann fjekk kjörbrjefið, eð hann tæki þau mótmæli aftur. Bæta má því við, að gamlir og mik - ils metnir lögfræðingar hafa sagt, að ekki geti annað komið til mála, en að þingið dætni kosninguna ógilda, því áður hafi það jafnan bygt dóm sinn á því, er það dæmdi gilda gallaða kosningu, að enda þótt ágalli sá, sem yfir var kært, hefði átt sjer stað, þá breytti þetta ekki úrslitum kosning- arinnar. En hjer er það augljóst, að þar sem að minsta kosti 15 menn. sem ekki eru atkvæðisbærir, hafa verið látnir kjósa, þá geta atkvæði þeirra hafa ráðið úrslitum, þar sem að eins er um 5 atkv. mun að ræða hjá frambjóðendunum. Alþýðuflokksfulltrúarnir fengu báðir miklu færri atkvæði en hinir, Ólafur Friðriksson 863 og Þorvarður Þorvarðsson 843. Atkv. fjellu þannig á frambjóðend- urna, að Jón og Sveinn fengu saman 1275 atkv., Jón og Jakob 57, Jón og Ölafur 62, Jón og Þorvarður 43, Sveinn og Jakob 1225, Sveinn og ólafur 47, Sveinn og Þorvarður 42, í Jakob og Ólafur 78, Jakob og Þor- r arður 82, Ólafur og Þorvarður 676. Eins og frá er sagt í grein Jóns Þorlákssonar verkfræðings í næst- síðasta tbl., höfðu gömlu flokkarnir l.jer gert kosningabandalag um þá Jón og Svein. Hin háa atkvæðatala, sem Sveinn náði, er þannig fengin, að báðir gömlu stjórnmálaflokkarnir gefa honum atkv., en atkvæðatala Jakobs er þannig fengin, að megin- hluti Sjálfstæðismanna svíkur banda- lagið og kýs Jakob í stað Jóns Magn- ússonar. Kosningarnar. Á ísafirði er kosinn Jón Auðunn Jónsson bankastj. með 277 atkv. — M. Torfason fjekk 261. Á Akureyri Magnús Kristjánsson kaupm. með 363 atkv. — Sigurður Hlíðar fjekk 209. I Reykjavík Sveinn Björnsson yf- irdómslögmaður með 2589 atkv. — brá kosningunni í hitt þingsætið er sagt á öðrum stað í blaðinu. í Gullbr,- og Kjósarsýslu Einar Þorgilsson kaupm. i Hafnarfirði með 846 atkv. og Björn Kristjánsson fyrv. bankastjóri nreð 604 atkv. — Þórð- ur Thoroddsen fjekk 292, Bogi Þórð- arson 252, Davíð Kristjánsson 190 og Jóhann Eyjólfsson 180 atlcv. Sjera Friðrik Rafnar tók framboð sitt aft- ur á undan kosningu. I Rangárvallasýslu Gunnar Sig- urðsson lögfræðingur frá Selalæk með 455 atkv. og Guðm. Guðfinns- son læknir á Stórólfshvoli ðieð 382 atkv. —- Sjera Eggert Pálsson fjekk 232, Einar Jónsson 165, Skúli Thor- arensen 107 og Guðm, Erlendsson 69. atkv. í Vestur-ísafj.sýslu Carl Proppó kaupm. á Þingeyri með 391 atkv. — Kristinn Guðlaugsson á Núpi fjekk 260. atkv. Smiiir 1 ÍsHMi. Meistari Bogi Th. Melsted hefur fengið mikið lof fyrir sagnaritun sína hjá þjóðskáldinu Matth. Joch. (í „Lögr.“ 37- tbl. þ. á.) , og má vel unna honum þess, því að hann hefur sýnt mikla elju og .áhuga við þessi störf sín, sem lýsa bæði nákvæmni og vand- virkni, þótt naargt hafi verið að þeim fundið, svo sem við mátti búast, með því að enginn gerir svo öllunt líki. Hef jeg stundum orðið honum ósam- mála um vafa-atriði í sögum vorum, svo sem um upphafsár íslands bygð- ar, þar sem jeg vildi fara eftir sögn Ara fróða, en hann eftir annála tali Og þótt jeg sje nú að mestu hættur bókiðnum, langar mig samt til að hiðja „Lögr.“ um rúm fyrir það, sem hjer fer á eftir. I. B. Th. M. hyggur sig hafa hrundið öllum vafa um það, hverrar ættar Kolbeinn lögsögumaður Flosa- son hafi verið, en mjer virðast rök h.ans ónóg; það er ekki loku skotið fyrir, að Kolbeinn sá, er getur um i niðurlagi Njálu, hafi verið sonur Brennu-Flosa, eins og sum handrit hafa, þótt það sje ekki tekið fram t „bestu“ handritum, og orðalagið vísi helst til þess, að hann hafi verið son- ur Flosa Kárasonar. Niðurlag scgunnar eftir sætt Brennu-Flosa og Kára, er sundurlausar smágreinar um þessar tvær söguhetjur, og má vel vera, að ritarinn hafi hvarflað aftut ti! afkvæmis Flosa Þórðarsonar, eftir ao hafa talið upp börn Kára, enda vituni vjer, að Flosi Þórðarson .átti Kolbein fyrir son" (Þ. Síð.), en um Fiosa Kárason vitum vjer ekkert, nema sögn Njálu. Þó að Kolbeinn Plosason sje talinn merkismaður (í Njálu), er ekki þar með sagt, að hann hafi verið lögsögumaður, og þess er ekki heldur getið um Kolb. Flosason, Vallabrandssonar, þar sem hann er nefndur í Landnámu (V. 7), en at sundurlausum (innskots)greinum í Ljósvetningasögu (5. kap.), má ráða, að ritari þeirra hafi haldið, að Kol- beinn lögsögumaður væri sami maður og Kolbeinn tengdafaðir Sæmundar fróða. En sá Kolb. var, eftir Land- námu, son Flosa Vallabr.s. í Rangár- þingi. Vel má samt vera, að þessum Kolbeini sje hjer blandað saman við Kolbein Flosason úr Skaftafellsþingi. og til þess bendir hin merkilega við- aukagrein, sem kemur á eftir aðal- greininni um afkvæmi Kolb. („lög- sögumann", sbr. Þ. Þ. Stg.) og Guð- ríðar: „Kolbeinn Flosason var graf- inn í Fljótshverfi, en hon færði hann til Rauðalækjar.“ B. Th. M. tekur gilda þá sögn (eða ályktun), að tengdafaðir Sæmundar fróða (þ. e. Kolbeinn Flosason Valla- brandssonar) hafi verið lögsögumað- m, hyggur, að hann hafi búið í Rang- árþingi, en reynir að skýra viðauka- greinina um legstað hans á þann veg, að hann hafi jiáið á ferð í Skaftafells- þingi. En þá verður lítt skiljanlegt, hvers vegna lík hans var flutt til Rauðalækjar í grend við Svínafell (1 Öræfum) úr því, að búið var fyrst að jarða hann í Fljótshverfi. Kirkjan að Rauðalæk virðist hafa verið aðal- kirkja þeirra Svínfellinga eða Freys- gyðlinga, ættmenna Brennu-Flosa, og var eðlilegt, að lík Kolbeins væri þangað flutt, ef hanu hefði verið af þeirri ætt, en hefði ætt hans öll verið í Rangárþingi, hefði lík hans varla r erið flutt austur yfir. Lómagnúps- sand, eða úr sveit Sighv. Surtssonar i Kirkjubæ, sem var sýsturson Kol- beins lögsögumanns (íslendingab. 9. kap.), hvort sem Kolbeinn (maður Guðrúnar) hefur verið Rangæingur cða Skaftfellingur, sent jeg tel lík- Ic-gra, þótt ekki verði skoriðúr þv< með fullum rökum. II. (íslandssaga III., bls. 126): Oljóst er, hvað til þess kemur, að B. Th. M. kallar hina lærðu jungfrú Ingunni að Hólum, i tíð Jóns biskups helga, „Guðrúnardóttur“, nema hann hafi fundið þetta í einhverju óprent uðu handriti af Biskupasögum eða annarstaðar. í útg. Bps. er Ingunn þessi nefnd tvívegis. Á 241 bls. -er ekkert getið um foreldra hennar, en á 204 bls. er nefnd „Guðrún Daða- dóttir, vitr kona, móðir Ingunnar, er fyr var getit“, og er ekki sagt með þessu, að Ingunn hafi verið kölluð Guðrúnardóttir, og ekki loku fyrir það skotið, að hún hafi verið dóttir Arn- órs, manns Guðrúnar Daðadóttur Starkaðssonar, en það virðist B. Th. M. telja frátök. Sennilegt má þó telja, að dóttir Arnórs Ásbjarnarsonar hafi Ingunn heitið, eftir móður hans, Ing- unni Þorsteinsdóttur, Snorrasonar goða (sbr. Eyrb. og Sturl.), og meðai l.eimildarmanna sinna nefnir Oddur munkur Ingunni Arnórsdóttur, sem vel mætti vera sama kona. (Annar heimildarmaður hans er Bjarni prest- ur Bergþórssonar, er gekk í sama skóla og „jungfrú Ingunn“, og enn refnir Oddur Herdísi Daðadóttur, sem gæti verið móðursystir Ing- unnar). III. (ísl. III. 104 bls.) : Engin er það furða, þótt utanfarar Jóns Ög- mundarsonar (helga) um 1096, sje eigi sjerstaklega getið í sögu hans, þar sem söguritarínn ætlar, að afskifti hans af máli Gils Illugasonar hafi gerst tveim tugum ára fyr, en Jón kom frá Danmörku, og virðist miklu liklegra, að hjer sje tveimur ferðum slengt saman í eina, svo sem oft vill verða, heldur en að Jón hafi engan hlut átt að máli Gils, svo mjög sem þau afskifti hans hafa verið víðfræg cg aukin með öfgum af dýrkendum hans. Stafafelli, 25. okt. 1919. Jón Jónsson. Frjettir. Hvítárbakki í Borgarfirði er seld- ur Davíð Þorsteinssyni á Arnbjarg- arlæk fyrir 50 þús. kr. Seljandinn Sigurður Þórólfsson skólastjóri, settl þau skilyrði, að skólanum yrði hald- ið áfram með líku sniði og hann nú hefur. Óráðið er enn, hver tekur við skólanum, er Sigurður hættir, og ekki auðhlaupið að því, að fá til þess vel hæfan mann. — Á skólanum eru nú 35 nemendur, þar af 18 úr Borgarfj,- og Mýrasýslum, en hinir úr 8 öðrum sýslum.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.