Lögrétta


Lögrétta - 15.07.1925, Blaðsíða 1

Lögrétta - 15.07.1925, Blaðsíða 1
Imiheiinta og afgreiðsla í Veltusundi 3 Sími 178. LOGRJETTA Útgefand: og ritstjór’ Þorsteinu Gíslason Þinglioltsstræti 17. XX. ár. Heykjavík, miðvikudaginn 15. júlí 1925. 30. tbl. Il Um víða veröld. Erlendar símfregnir. Ástandið í Marokkó er að verða alvarlega og alvarlegra fyrir Frakka. Liautey, landstjóri þeirra og hershöfðingi þar, krefst mik- ils liðsauka. Hershöfðinginn er kunnur maður og í miklu áliti, en farinn að eldast. Hefir verið settur nýr hershöfðingi yfir Marokkóherinn, en Liautey er landstjóri áfram. Spánverjar og Frakkar ætla að leggja sigiinga- bann á Marrokkóstrendur. En liðsauki er nú daglega sendur suð- ur frá Frakklandi og virðist þó mikið skorta á, að nægilegt sje. Almenn athygli í Frakklandi dregst meir og meir að þessari styrjöld, en jafnaðarmenn og sameignarmenn eru andvígir stefnu stjórnarinnar og gerðum í málinu. Fregn frá 10. þ. m. seg- ir, að franska þingið hafi sam- þykt 1833 milj. fr. fjárveitingu til Marrokkóstríðsins. Stjómin hefir lýst yfir, að tilgangur Frakka í Marokkó sje sá einn, að verjast. Abdel Krim verði boðnir sanngjarnir friðarskilmálar, en vilji hann ekki ganga að þeim, muni Frakkar hefja sókn gegn honum með fullum krafti. Bæði Spánverjar og Frakkar hafa far- ið fram á að Bretar aðstoði þá til þess að stilla til friðar í Mar- okkó, en Bretar vilja ekki blanda sjer í málin. Fregn frá 8. þ. m. segir, að út af tollstríði milli þjóðverja og Pólverja, hafi Pólverjar gert 27. þús. þj'óðverja landræka úr Efri-Schlesíu„ en þjóðverjar svarað með því, að reka 7 þús. Pólverja út úr þýskalandi. I Kína halda verkföllin áfram og styður verslunarráðið í Shanghai verkfallsmennina, segir Lundúnafregn frá 8. þ. m. Aðrar fregnir segja, að svo langt sje komið sundurlyndi milli Breta og Kínverja, að Kínverska stjórnin hafi í huga að segja Bretum stríð á hendur. Einnig magnast ósam- lyndi milli Breta og Rússa. Chamberlain utanríkisráðherra sagði nýlega í þingræðu, að há- markinu væri bráðum náð, ef liússar hættu ekki öllum fjand- samlegum undirróðri í Bretveldi. Lúndúnafregn segir, að enska 'stjórnin hafi ákveðið, að taka í taumana í kolanámumálinu og muni setja upp rannsóknardóm- stól. Fregn frá Vínarborg segir að ráðgert sje vegna fjárhagsvand- ræða að flyta út nokkrar þús- ndir verkamanna, helst til Amer- íku. — Eignir Michelsens heitins fyrv. forsætisráðherra Norðm-anna, sem hann hefir gefir til almennings- þaría, eru taldar 9 milj. kr. Á að verja þeim til þess að koma upp vísindalegri stofnun í Bergen og til að styðja samvinnu Norð- manna við erlendar þjóðir í ýms- um vísindalegum og almennum málum. Neðri deild franska þinigsins hefir samþykt með 545 atkv. Washingtonsamþyktina um 8 stunda vinnudag (samþyktin er frá Vinnumálaþinginu, sem haldið var í Washington nokkru eftir ófriðarlokin, og er sagt frá því í sjerstakri grein í „Heimsstyrj- öldinni, bls. 825—830). ----o----- það mun nú vera kallað svo, að Kennaskólamál Vesturlands hafi verið til lykta leitt á síðasta þingi, og að skólinn verði settur á Stað- arfelli. það mundi þó væntanlega vera vítalaust, þó farið sje enn nokkrum orðum um málið. það er illa farið er slík mál verða að reipdráttarmálum, má þess þá jafnan vænta, að óhlutdrægt álit og skynsamleg rök verði borin ofurliði. Eiga þeir þingmenn þakk- ir skilið, er reynt hafa að halda máli þessu í rjettu horfi, og hamla því, að skólinn yrði settur á hinn óhagkvæma stað, Staðar- fell. því betri er frestur en flan, ef um aðra kosti er ekki að velja. Síðan jeg skrifaði um málið í Lögr. 1923, hafa ýmsir orðið til að rita um það, og var mínum tii- gangi náð með því að vekja um- ræður um það. Hafa þó Vest- firðingar enn verið of tómlátir um það, eins og raun ber vitni. Flestar greinar um málið hafa verðið hóflega ritaðar, að undan- skilinni grein, sem birtist í Lögr. í mars—apríl s. 1. undirrituð B. H. J. Sú grein er vægast talið einhliða og ögfafull, og rituð af allmiklum gusti og yfirlæti, í minn garð og annara. Greinarhöf. þessi sveigir því að mjer og öðrum, að öll andmæli gegn „jarðsetnifígu“ skólans, á Staðarfelli, væru sprottin af per- sónulegum hagsmunahvötum. þessu vísa jeg frá mjer. Og jeg get ekki fundið neinar líkur fyrir hagsmunahvötum hjá neinum, sem ritað hafa um málið, að und- anteknum einum, sem ritar eins og hann væri eitthvað tilvonandi á Stf. Og þetta er einmitt herra (eða frú) B. H. J. Greinarhöf. þessum hefir dval- ist við það nokkuð á annað ár, að taka saman andmæli sín við áminstri grein minni. Mun það nálega vera einsdæmi, að blaða- grein bíði svo lengi svars, og augljós vottur þess að henni sje ekki auðrótað; enda hefir hann ekki getað hreyft við einu einasta atriði hennar, af rökum.Sleggjan hefir verið hans vopn. Mun jeg því eigi eyða löngu rúmi til at- hugasemda við grein hans, en láta nægja örfá sýnishorn úr henni,og það því fremur sem hann hefur sjálfur igetið þess til, — sem alveg mun rjett, — að mín grein muni einkum lesin af þeim, sem vilji vita alt satt um málið. Hann segir að „Esjan“ eigi nokkrar fastar áætlunarferðir inn á Hvammsfjörð. Leiti hver sem vill í gildandi áætlun „Esjunnar" og finni þessar ferðir. þær eru alls ekki til! það mun engan furða þó sá geti „krítað liðugt“ í fleiru, sem fer þannig með jafn augljósar staðreyndir. Líkt er um ísalögin á Hvamms- firði. Umsögn hans um það er best að bjóða ókunnug*um. því •Ivammsfjörður er næstum árs- arlega farinn á ísum meira og minna. Og síðla vetrar 1920 var gengið á ísum þveran fjörð frá Staðarf. undir Dranga á Skóg- arströnd. Var þó frostalinur vet- ur. Höf. jatar líka öðrum þræði, að ekki sje fært stundum nema inn í Eyjar. Hvergi hjer við land hafa lík- lega hlotist jafnmörg slys á ís- um, eins og á Hvammsfirði. Höf. virðist ætla að sjóleiðar frá Stf. til búsþarfa í eyjar liggi ávalt um venjulegar skipaleiðir, og máske að hafnsögu menn verði til taks. Mun þó nær að ætla að slíku sje ekki til að dreifa. En hæpið er að treysta því nú á tím- um, að ávalt sje þaulkunnugum og alvönum farmönnum á að skipa í húskarlastöðu og meiri líkur til að oft skifti um hjú, eins og gengur, og nýir menn komi, störfum og leiðum ókunnir, Ekki horfir höf. í þann lítil- fjörlega kostnað, að sækja öðru hvoru nýtt fiskifang vestur und- ir Snæfellsjökul og flytja á'vjel- bátum inn að Staðarf. og byggja þar íshús yfir það. Hvað ætli sá fiskur geti kostað? Og lítilræði telur hann það, í viðbót við annan tilkostnað á Stf., að rafvirkja heimilið í fjögurra km. fjarlægð frá orkulind. En þangað til að það er komið í kring á að brenna hrísi, — eins og hverju öðru lítilfjörlegu eldsneyti. Virðist megá lesa á milli línanna að mótak sje ekki á Stf. og er það ný upplýsing. þá kemur hann með þá furðu- legu kenningu, að heilbrigðisvott- orð skólafólks, sje vörn gegn pest- um og plágum, og læknis gerist því tiltölulega sjaldan þörf. Jeg bendi aðeins á þessa nýju kenn- ingu, en leiði hjá mjer að leggja nokkurn dóm á hana. Margar fleiri fjarstæður væri hægt að draga fram úr nefndri grein, meðal annars öfgarnar um gæði Staðarfells. Stf. má vel lofa þó ekki sje það oflofað. En jeg læt hjer með höfundi þessum fulL svarað. En einu furðar mig á: Að hann skuli ekki leita dæmanna sem næst Staðarfelli um það, hvernig skólabúskapur getur gengið — og endað, jafnvel á hægari.og hag- kvæmari jörð, heldur en Stf., ef hann annars fer að hallast á óheillahliðina. Jeg hefi áður fullskýrt sýnt fram á það, hve illa Staðarfell er fallið til þess að vera aðsetur fyrir Kvennaskóla Vesturlands. það ætti að vera hin fyrsta og sjálfsagðasta krafa, að stórt skólaheimili æri í þeirri læknis- nánd, að daglega mætti ná í lækni, ef þyrfti, fyrirvaralítið; hvernig sem á stæði um veður og sjó, því sýkingarhætta stórra heimila er tiltölulega mikil, og þau ekki vel sett, ef skæð sótt kemur upp. það verður auk þess að gera miklu fyllri kröfur um heilbrigðisöryggi í opinberum skóla, heldur en alment er gert á fámennum heimilum. önnur sjálfsagðasta krafan er sú að skólinn, sje sem best .„mið- sveitis“; hefir það mikla þýðingu, bæði fyrir skólann sjálfan og þann landshluta, sem á að njóta hans. því meiri menningaráhrifa má vænta af honum, sem auðsótt- ara er fyrir almenning að „koma og sjá“. Hvað sem jarðgæðum líður full- nægir Staðarfell hvorki þessum. nje öðrum sjálfsögðustu skilyrð- um. Á Staðarfelli er skólinn í al- gerðri fjarlægð frá miklum hluta þess landshluta, sem á að njóta hans, og getur naumast haft nokkra verulega þýðingu sem mentaból, nema fyrir nærliggj- andi hreppa. Jeg held því fram, að skóli þessi ætti ekki að vera bundinn stórum búskap á erfiðri jörð, heldur ætti búskapurinn að vera sem óbrotnastur, einkum kýr, alifuglar og garðrækt. Eigi að gera alvöru úr Skóla- haldi á Stf. virðist óhjákvæmilegt að kaupa næga áhöfrr á jörðina ásamt bátum og öðrum tækjum, kostar það mikið fje. þvínæst að ráða bústjóra með föstum launum og> láta hann reka búið fyrir skólans „reikning og rísikó“, ellegar að leigja jörð og áhöfn út til nytja, og gæti oltið á ýmsu um búskapinn, hvor leiðin sem farin væri og ábati skólans orðið minni en ekki neitt, þegar öll kurl kæmu til grafar. En þó skólanum væri fleytt á stað á eitthvað. einfaldari hátt, mun það ekki verða til lengdar. Jeg læt alveg ósagt, hvar skól- inn væri best kominn. Vissulega hefði verið hin mesta sanngirni að hann hefði staðið í Flatey, væri hann þar ágætlega settur um flest. En jarðnæðið vantar. Að sjálfsögðu hefði ekki átt að þurfa að kaupa skólann niður, hvar sem hann hefði staðið. Á mörgum af prestsetrum Vestfjarða hefði hann getað verið ágætlega settur, og sparast oll jarðakaup. Fyrirhugaður ungmennaskóli Vestfjarða og kvennaskólinn hljóta að vissu leyti að standa í nokkuru sambandi hvor við ann- an. Bæði þessi skólamál hefðu átt að athugast og ræðast með til- liti hvort til annars. Kvennaskólamálið hefir komist á óheppilegan rekspöl. Mundi best að meira væri ekki aðgert um Staðarfellsskólann, en orðið er, því enn er unt að taka nýja stefnu. Sauðlauksdal 15. júní 1925. p. Kr. ---o---- Mannalát. Sigurður Eiríksson regluboði andaðist á Isafirði 26. f. m., 68 ára gamall, fæddur 12. maí 1857 á Ólafsvöllum á Skeiðum í Árnes- sýslu og var faðir hans, Eiríkur Eiríksson, bóndi þar. Sigurður ólst þar upp, en fluttist á unglings- aldri niður á Eyrarbakka, kvænt- ist þar Svanhildi Sigurðardóttur hafnsögumanns, og dvaldi þar lengi, en þaðan fluttust þau hjón- in hingað til Reykjavíkur. Sigurður er þjóðkunnur maður fyrir starfsemi sína í þjónustu Templarareglunnar. 1 erindum fyrii’ hana fór hann margar ferðir um allar sveitir þessa lands, hvatti menn til þess að ganga í bindindi og stofnaði Templara- stúkur. Að þessu máli vann hann af miklum áhuga og einlægni og hefir enginn maður haft hjer jafnlengi á hendi regluboðun og hann. Hún varð æfistarf hans, er hann gegndi svo lengi sem heilsa og kraftar leyfðu.En heilsa hans var þrotin hin síðari ár, og fluttist hann þá til sjera Sigur- geirs sonar síns á Isafirði og dó hjá honum. Lík hans var flutt hingað suður til greftrunar og var útför hans gerð á kostnað Stórstúku íslands, sem hjer átti þá þingsetu. Ræður fluttu við útförina sjera Halldór Kolbeins, í Templarahúsinu, sjera Árai Sig- urðsson, í Fríkirkjunni, og Sig. Á. Gíslason kand. theol., í kirkju- garðinum. Lýstu þeir allir vel dugnaði hans og trygð við gott starf og þökkuðu það. Mynd er af Sigurði heitnum, ásamt æfiágripi, í aprílblaði Óðins 1909. Á síðari ánim hafði hann laun úr landsjóði. Hann var sæmdur heiðursmerki dannebrogs- manna. Sjera Brynjólfur Jónsson prestur á ólafsvöllum andaðist hjer í bænum 2. þ. m., á heimili frú Helgu Berents dóttur sinnar. Kom hann hingað á prestastefnu, en veiktist á leiðinni af ofkælingu og lá hjer sjúkur þangað til hann andaðist. Hann var hálfáttræður, fæddur 12. júní 1850 á Hamri í þverárhlð, sonur Jóns Pjeturs- sonar síðar háyfirdómara og fyrri konu hans, Jóhönnu Soffíu Boga- dóttur frá Staðarfelli. Stúdent yai’ð sjera Brynjólfur 1871 og tók heimspekispróf ári síðar við Khafnarháskóla, en fór síðan á prestaskólann hjer og útskrifaðist þaðan 1874. Vígðist svo 9. maí 1875 til Meðallandsþings, en fjekk Reynisþing 1876, Hof í Álftafirði 1881 og Ölafsvelli 1886. Hefir hann þjónað því prestakalli í nær 40 ár. Hann var kvæntur Ing- unni Eyjólfsdóttur Gestssonar bónda í Vælugerði, en misti hana 3. febr. 1896. Sjera Brynjólfur var einkenni- legur maður, hafði afbragðsminni og var fróður um margt. Efna- hagur hans var oftast nær þröng- ur, en hann var gestrisinn og góð- ur heim að sækja. Jarðarförin fór fram 13. þ.m. og báru Skeiðam. prest sinn til grafar, en ræður hjeldu sjera Magnús Helgason og sjera Friðrik Hallgrímsson. ....o---- Sveinbjöra Högnason frá Hvoli í Mýrdal hefir nýlega lokið prófi í guðfræði við Hafnarháskóla með hárri 1. eink. Landlæknir er nýlega farinn norður til Akureyrar, og stendur nú til að byrjað verði á byggingu Heilsuhælis Norðurlands. Hefir landlæknir lokið miklu lofsorði á hið nýja sjúkrahús ísfirðinga. Finskur maður, Kalle Sandelin lektor, hefir verið hjer á ferða- lagi í sumar, málfræðingur, sem lesið hefir m. a. íslensku. Hann er nú farinn heimleiðis, en flutti hjer fyrirlestur um Finnland kvöldið áður en hann fór. Fimtugsafmæli átti 10. þ. m. Sigurður Ilalldórsson trjesmíða- meitsari hjer í bænum. Er hann maður sjerlega duglegur og áhugamikill um almenn mál, og vann lengi og vel fyrir málstað Ileimstjórnarflokksins. Verðlan úr Carnegie-sjóði fyrir björgun hafa þeir fengið Árni J. Johnsen í Vestmannaeyjum og Grímur Sigurðsson á Jökulsá í S.-þingeyjarsýslu, A. J. J. 400 kr., en G. S. 600 kr. Hjónaband. Islenski rithöfund- úrinn Friðrik Ásmundsson Brekk- an, sem dvelur í Kaupmanna- höfn, er nýkvæntur danskri konu, Estrid Fallberg. Slysfarir. það vildi til fyrir nokkrum dögum, að bíll rann út af veginum hjer skamt innan við bæinn og fjell um koll. 1 honum var Bjarni Jónsson dómkirkju- prestur og frú hans og meiddust þau bæði töluvert, svo að þau hafa legið rúmföst síðan, en eru nú að ná sjer aftur. Dánarfregn. 9. þ. m. andaðist merkisbóndinn Ari Brynjólfsson á þverhamri í Breiðdal, fyrv. . al- þingismaður, 76 ára gamall, fædd- ur 3. febr. 1849.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.