Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 12.12.1928, Blaðsíða 2

Lögrétta - 12.12.1928, Blaðsíða 2
o L 0 G II J E 'i’ r A 11- .......... ■■■ ......■-* I LÖGRJETTA Útgcfftndi og riUtjóri ttritiin Qfilaion ÞinifholUitrKti 1T. Simi 178. Inahoiaita oc if(T»ló»la i Lækjargötu 2. I r-. 11 Hjónaskilnaði er hægt að koma í kring umsvifalaust ef annar að- ili óskar þess og er ekki krafist, að tilgreindar sjeu neinar ástæð- ur. Maðurinn er þá skyldur að sjá fyrir konunni 1 hálft ár eftir skilnaðinn, eða í heilt ár, ef kon- an er veik eða getur ekki unnið fyrir sjer. Allar konur, sem orðn- ar eru 45 ára, eru taldar í þess- um flokki. En ef það er konan í hjónabandinu, sem vinnur fyrir meiru, en maðurinn er heilsuveill eða óvinnufær, þá er það konan, sem verður að leggja með honum eftir skilnaðinn. Það sjest á eftirfarandi dæmi hversu skilnaðurinn er auðveldur: Hjón höfðu búið saman í 30 ár og áttu 3 syni, sem allir voru komnir á legg og sjálfir orðnir fjölskyldumenn. Konunni var far- ið að þykja sambúðin alveg óþol- andi, á heimilinu var daglega rif- rildi og arg og að lokum hættu hjónin að tala saman. Þá skrifaði konan yfirvöldunum og óskaði skilnaðar. Daginn eftir fjekk maðurinn, sjer til mikillar undr- unar, opinbert brjef um það, að hjónabandi hans væri slitið. Hann maldaði eitthvað í móinn, en varð að flytjast heimanað. Nú lifa þau hamingjusömu lífi hvort í sínu lagi. Enginn munur er gerður á bömum, sem fædd eru í skrá- settum og frjálsum hjónabönd- um. „Óskilgetin“ böm þekkjast ekki 1 Rússlandi. öll böm era jafn skilgetin. Það verður þar aldrei nein skömm eða ógæfa að eignast bam og með því er loku skotið fyrir bamamorð og út- burð. Á dögum zarveldisins bára ógæfusamar mæður út 20 þúsund böm á ári í borginni Moskva einni. I fyrra vora aðeins borin út 600 börn. Maður og kona era bæði skyld að gefa með bömum sínum. Það era bömin sem fyrst og fremst era trygð með löggjöfinni. Ef foreldramir hafa sjálf ekki efni á því að borga með bömum sín- um, era frændur og frænkur og jafnvel afar og ömmur lagaleg skyld til þess að veita fjárhags- lega hjálp. Hvemig svo sem fer um ástalíf hinna fullorðnu mega breytingar þess aldrei koma niður á saklausum bömunum. 1 þessu sambandi er þess að geta, að fyrir tveimur áram var skipuð opinber nefnd lækna og vísindamanna til þess að finna hinar hollustu og öraggustu að- ferðir til þess að koma í veg fyr- ir bameignir. Nefndin lauk störf- um sínum núna í nóvember og ríkið auglýsir um alt Rússland að- ferðir þær, sem vísindin telja bestar. Vamarmeðölin verða látin af hendi ókeypis í öllum lyfjabúð- um landsins. Þar að auki er fóst- ureyðing á fyrstu þremur mánuð- nm ekki hegningarverð og getur undir vissum kringumstæðum fengist framkvæmd ókeypis. Það er ekki mitt að dæma um þessar rússnesku hjúskapartil- raunir, segir höfundurinn, sem hjer er farið eftir. En hinn auð- veldi aðgangur að hjónaböndum, þegar aðeins þarf samkomulag tveggja, og hinn ennþá auðveld- ari skilnaður, þar sem aðeins þarf ósk annars, hefur haft það í för með sjer, að þau, sem unnast hugástum, ná auðveldlega saman, og þau, sem ekki eiga skap sam- an, geta auðveldlega skilið. Rúss- neska hjónabandslöggjöfin styrk- ir hamingjusöm hjónabönd og á- rangurinn hefur orðið óvænt bót á siðferði þjóðarinnar. Leyfileg hamingjusöm ást er versti óvinur laumulegrar og ólöglegrar ástar. Amerískur kaupahjeðinn, sem hafði farið um allan heiminn, og talaði auðveldlega þrjú tungu- mál, kvartaði um það hástöfum, að sjer hefði verið ómögulegt að finna neinar leigustelpur á göt- unum í Moskva. Þegar hann kom auga á danskan mann í forstofu gistihússins, sagði hann með á- kefð: Bölvað land er þetta. Nú er laugardagskvöld og jeg hef fund- ið fleiri götustelpur á Strikinu en í öllu Rússlandi. Á sama hátt era ástafrásagnir horfnar úr blöðun- • um í Rússlandi. En í flestum öðrum Evrópublöðum era þær unnvörpum (nema í íslenskum blöðum). Nefnir höfunduriim svo dæmi úr tveimur nýjum blöðum, þýsku og frönsku. 1 þýsku blaði er t. d. sagt frá því, að ungur skraddari fanst nýlega að dauða kominn ásamt unnustu sinni, sem dó skömmu seinna, en hann lifði. Þau höfðu ætlað að stytta sjer aldur, af því að þau gátu ekki gifst, vegna þess að kona skradd- arans neitaði honum um skilnað. í Danmörku kom það nýlega fyr- ir, að framkvæmdastjóri einn í Hellerap fyrirfór sjer ásamt unn- ustu sinni og syni af sömu ástæð- um. Slíkir sorgaratburðir eiga að vera útilokaðir með því skipulagi ásta- og hjúskaparmála, sem nú er lögleitt í Rússlandi og að vísu er mikið umtalað víðar. En aðrir, sem til Rússlands hafa farið á síðkastið, líta þó nokkuð öðram augum á þessi mál, en höf. sem hjer segir frá. Til dæmis um óheillavænleg áhrif frjálsræðisins nefna þeir þá t. d. sambýli karla og kvenna í stú- dentabústöðunum og telja að frjálsræðið styðji mjög að laus- ung í ástamálum, þótt hún birtist ekki á sama hátt þar og annars- staðar, af því hún er löghelguð þar. Það er erfitt að gera sjer á- kveðnar hugmyndir um þessi mál í fjarska, eftir sundurlausum fregnum. Framkvæmd og afleið- ingum hinnar nýju hjónabands- löggjafar mun verða fylgt með athygli, en varla getur sú kyn- slóð ein, sem setti hana, dæmt um þetta til hlítar. Síðustu fregnir. I Frakklandi hefur komist upp um mikla fjárglæfra, sennilega 100 milljón franka og er það kona, frú Hanau, sem að þeim stendur. Miklos, kristilegur sócialisti, er kosinn forseti í Austurríki. 1 fjár- lagafrumvarpi Bandaríkjanna fyr- ir árið 1930 er gert ráð fyrir 3781 milljón dollara gjöldum og 3841 millj. dollara tekjum. Hæsti gjaldaliður er til hermála, 688 millj. dollarar. Viðsjár allmiklar I eru í Afganistan. Verðfall tals- ; Vert hefur undanfarið verið í kauphöllinni í New York. ----o--- Islenskir vitar Nú um áramótin er liðin hálf öld síðan farið var að starfrækja fyrsta vitann hjer á landi. En það var Reykjanesvitinn, sem fyrst var kveykt á 1. desember 1878. 1 öll þau rösk þúsund ár, sem siglingar höfðu þá verið Th. Krabbe vitamálastjóri. stundaðar hjer við land og milli landa var við engin leiðarljós að styðjast hjeðan úr landi, svo að sögur fari af. Annarsstaðar er vita snemma getið í sögum og sögnum, s. s. í Dionskviðu. En einhver fyrsta áreiðanleg vitn- eskja um vita, sem menn hafa, er um Pharoseyjarvitann egyptska, sem reistur var árið 331 fyrir Krists burð ig stóð fram á 13. öld. Á Norðurlöndum var fyrsti vitinn reistur um 1202 á Skáni. Annars er miklu fyr getið vita í gömlum Langanesvitinn 1912. sögum og lögum og er þá átt við bál, sem kynt vora til þess að gefa til kynna hemaðarhættu og 1 liðsöfnun. Nú er orðið viti ein- göngu látið tákna ljósmerki til siglingaleiðbeininga. Og saga vit- anna er nú sem sagt orðin hjer hálfrar aldar saga og hefur þess verið minst með því, að gefið var út vandað rit um vitana, samið af Th. Krabbe vitamálastjóra. Vitarnir hafa haft mikið gildi fyrir siglingar og sjómensku og bjangað mörgum mannslífum og mörgum skipum og gert sigl- ingar allar öraggari og áhættu- minni en þær vora áður. Enn vant- Rifstangavitinn 1912. ar að vísu nokkuð á það, að vita- kerfið nái umhverfis alt landið og sumar eyðumar eru bagalegar og á hættulegum stöðum og margt stendur enn til bóta. En samt er það mikið verk og merkilegt, sem Hópsnesvitinn 1928. unnið hefur verið með því að koma upp á 50 áram, eða öllu heldur síðan um aldamót, öllu vita- og sjómerkjakerfi landsins. En frá því um aldamót, eða síðan Reykjanesvitinn 1928. heimastjórnin komst á, hafa flest- ir vitamir verið reistir, því eftir að Reykjanesvitanum var komið upp var lítið aðhafst í tuttugu ár. Það gekk ekki umyrðalaust að koma Reykjanesvitanum upp. Málinu var hreyft undir eins á fyrsta árinu eftir að fjárveitinga- valdið var flutt heim hingað. Það voru þeir Iíalldór Kr. Friðriksson þingm. Reykvíkinga og Snorri Pálsson þingm. Akureyringa, sem

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.