Alþýðublaðið - 31.08.1963, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 31.08.1963, Blaðsíða 1
44. árg. — Laugardagur 31. ágúst 1963 — 186. tbl. Karjalainen segir af sér HLUTURINN 70 Þ ÚSUND HUSAVIK, 20. ágúst. ÁGÆTIS ufsaveiffi hefur verið hér í sumar. Hafa dekk- bátar stundað ufsaveiði með nót héðan frá Húsavík með mjög góðum árangri. Meðal þeirra er bátur frá Grímsey með tvo nótabáta og snurpu- nót. Á þessum báti er 11 manna áhöfn. Hluturinn á þessum báti mun vera eitthvað í kring um 70 þúsund krónur nú í tvo mánuði. Atvinna hefur verið hér miklu meiri en svo, að vinnu- afl hafi getað mætt atvinnu- þörfinni. Byggingafram- kvæmdir eru geysimiklar og fjöldinn allur af ibúðarhúsum í smíðum. Auk þess er verið að byggja ráðhús, féiagsheim- ili og verið er að stækka frystihúsið hér mjög verulega. Sumarið hefur verið heid- ur kalt, en samt mun heyfeng- ur vera betri en í fyrra. — Fyrrisláttur var góður, en há- arspretta iéieg. Þeir sem stunda hér korn- rækt kvarta undan kulda, og vona þó að kornuppskeran verði sæmileg, ef ekkl komi mikil næturfrost á næstunai. Sláturtíð mun hefjast hér 12. til 14. september. Dilkar virðast vera rýrir eftir suinar- ið. Eitt síldarskip hefur kallað hingað inn í dag og var með 14 tii 15 hundruð tunnur síld- ar í salt, en' ekki er enn ráðið hvort það kemur hingað. E. Helsingfors, 30. ágúst. NTB-FNB. Frosætisráðherra Finna, Karjalainen, afhenti í dag Urho Kekkonen, forscta, lausarnar- beiðni fyrir sig og ráðuneyti sitt. Forsetinn féllst á beiðnina, en kvaðst harma hana. Hann hvatti stjórn Karjalainens að sitja á- fram, unz stjórn héfur verið mynduð að nýju. . Stjórnarkreppan mun líklega standa lengi. A3 því er góðar heimildir hermdu í dag, er lausn ekki sýnileg fyrr en að minnsta kosti viku liðinni. Líða mim nokkur tími, unz hinir ýmsu stjqrnmálaflokkar hefja viðræður um myndun nýrr ar ríkisstjórnar. Stjórnmálamenn úr öllum flokkum verða önnum kafnir næstu daga. Það verður því fjármálaráð- herrann í stjórn Karjalainens sem mun leggja fram fjárlaga- frumvarpið fyrir næsta ár, þegar þingið kemur saman til haust- funda í byrjun næstu viku. Frá- farandi stjórn mun einnig sjá um afgreiðslu annarra mála, sem í gangi eru. Þessi síðasta stjórnarkreppa Framh. á 5. síðu Aldrei betri veiöihorfur MIKIL síld virtist vera á miðun um sl. sólarhring 60-70 mílur au;ÍVnGl'Saustur (frá Raufarhöfn. Síldiu var mjög stygg. Vitað var um afla 27 skipa með' samtals 25.700 mál og tunnur. Þá höfðu 14 skip tilkynnt afla sinn síldar- leitinni á Seyðisfirði, samtals 8500 mál og tunnur. Sú síld veidd ist út af Fæti. Varð síldaraflinn sl. sólarhring þannig alls 34.200 niiál og tunnur. Veður á miðunum rar gott. Eftirtalin skip fengu 500 mál og tunnur og þar yfir: Víðir SU 1200, Þorlákur IS 800, Sunnutindur 1100, Halkion 1000, Skarðsvík 900, Stígandi 1200, Stapafell 1000, Akraborg 1600, Sigurpáll 700, Heiðrún 500, Húni II. 800, Seley 700, Ljósafell 1000, Gullver 1200, Mummi Flateyri 1500, Hafrún ÍS 1500, Freyja GK 1600, Björgúlfur 1600, Dofri 700, Rifsnes 1400, Jón Guðmundsson 650, Snæfell 1800, Hannes Haf- stein 1600, Einar Hálfdáns 700, j Gissur hvíti 1200, Framnes 500, Draupnir 800, Gullfaxi 1200, Rán Framh. á 5. síðu ÆTLUÐU FIMM AÐ TAKA STÚLKUNA MED VALDI FIMM ungir menn fóru í fyrrinótt með 15 ára gamla stúlku inn í Hljómskálagarð, og reyndi einn þeirra að nauðga henni meðan binir héldu fótum hennar og Iiönd- um. Lækuisrannsókn leiddi í Ijós, að honum hafði ekki tekizt að koma vilja sínum fram. — Fjórir piltanna náðust í gær, en sá fimmti var farinn út á land. Atburður þessi átti sár stað milli kl. 12-1 í fjrrrinott. Pilt- arnir höfðu hitt stúlkuna í bæn- um, en hún var á leið helm til sín frá vinkonu. Hún þekkti tvo þeirra og fékk sér göngu- ferð með hópnum. Lá leiðin suður í Hljómskálagarð. Þeg- ar þangað kom, réðust þeir á stúlkuna, klæddu hana úr pils- inu og buxunum, og síðan reyndu fjórir þeirra að halda henni. Einn þeirra hélt fyrir munn hennar til að koma í veg fyrir að hún hrópaði á hjálp. Stúlk- an barðist um, og tókst að bíta í hendi þess er hélt fyrir munn hennar. Gat hún þá hrópað, og stukku þá drengimir í burtu. Nokkrir menn voi-u þarna að tína ánamaðka skammt frá. — Heyrðu þeir hrópið og fóru á staðinn. Fundu þeir stúlkuna, en piltarnir fimm voru á braut. Komu þeir henni til lögregl- urmar. Eins og fyrr segir, náði lög- reglan í fjóra þeirra í dag, og voru þeir yfirheyrðir. Þeir báru að það hefði verið ákveðið, að þeir fengju allir vilja sínum framgengt, og í þeim tilgangi hefðu þeir farið með stúlkuna suður í Hljómskálagarð. Þessir fjórir eru fæddir árið 1940, 1944 og tveir 1948. í FYRRADAG fór flugvél frá Landhelsisgæzlxxnni í ís- könnnnarflug. Kannað var svæðið norð-vestur af land- inn allt til Græniands. Nokk uð sást af ísreki, þó ekki meira en vænta má ó þess- nm árstíma. Washington, 30. ágúst. NTB-AFP. Beina fjarritalínan milli Washington og Moskva er nú í lagi og taka má hana í xtotkun. Bandariska land- varnaráðuneytið tiikynnti þetta í kvöld. Klyíjahestwinn Sigurjón Ólafsson, mynd- hcggvari hefur nú lokið við að gcra „Klyfjahestinn," sem Reykjavíkurborg hefur keypt af honum. Aðeins er eftir að steypa listaverkið í eir, en það verður gert er- leudis. „Kiyfjahesturinn” á að standa á Illemmtorgi, þar sem vatnsþróin var. Myndin er tekin í vinnustofu Sigur- jóns. Vinnustofunai scm er braggi, verður að rífa, til a8 ná hestinum út. Á myudinni sést listamaðurinn hjá „Klyfjahesíinum,” en hann hefur sett spýtur umhverfis hvcrfis hann til að verja hestinn fyrir áfaili, er þakið verður rofið af bragganum. SJÁ VlDTAl, Á BAKSÍÐU. WWWMWMMWWMMMMWtlW

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.