Njörður - 06.02.1917, Blaðsíða 2

Njörður - 06.02.1917, Blaðsíða 2
18 NJÖRÐUR. Með því voru ráðin tekin frá fulltrúum búnaðarfélaganna. Þetta gjörði sveitamenn, vel flesta, fráhverfa Sambandinu, er þeir gátu þar engu ráðið fyrir æfi- félögum á Isafirði, sem, hvað sem öðru líður, fæstir höfðu traustþeirra i búnaðarmálum. Er nú svo komið, að sárfá bún- aðarfélög senda fulltrúa á Sam- bandsfundi, hvert árið eftir annað, og þeir, sem koma verða bornir ráðum af bæjarmönnum. Barið í brestina. Þó hluttaka Yestfirðinga i Sam- bandinu ekki hafi orðið alrnenn, eða það náð hylli manna, hefur stjórn þess á ýmsa vegu reynt að hvetja menn til nytsamlegra fram- kvæmda í biinaði. Má þar til nefna ýmisleg nám- skeið, er hún hefur komið á og stutt eftir föngum, hrútasýningar, styrkveitingar til tveggja gróðrar- reita og stöku framkvæmda annara. Þetta hefur að sönnu flest orð- ið að vera í smáum stíl sökum fátæktar Sambandsins, en samt ætla ég það alt hafi gjört eitthvert gagn og sumt ekki litið. Itök þau, sem Sambandið á hjá mönnum utan ísafjarðar, eru þess- ari starfsemi að þakka, enda sést glögt á henni hvert gagn mætti verða að Sambandinu ef þvi væri hentuglega stjórnað. Frá Bolungavík. Hagur og horfur. Aflabrögð hafa verið mjög litil hér í haust og vetur. Haustvertíð einhver sú rýrasta, sem komið hef- ir um langan aldur, gæftir stirðar, fiskiganga litil, verð á fiski mjög lágten úthaldskostnaður gífurlegur. Mundi vera hér þröngt í búi hjá mörgum ef ekki stæðu á merg frá fyrra ári. Siðari hluta vetrar i fyrra var hér óvenjulegur land- burður af fiski og verð hátt. Suinar- atvinna var og dágóð hjá flestum og hjá sumum ágæt. Talsverð brögð eru að því að menn séu svartsýnir hér á fram- tíðina. Vélbátarnir sem nær ein- göngu eru notaðir til sjósókna hér, eru orðnir minni en smáir í aug- um sumra manna. En stóru vél- bátarnir, sem nú eru að ryðja sér til rúms, vaxa í augum þeirra, lík- lega meir en góðu hófi gegnir. Tilbreytingarákafinn er eitthvað svipaður og var fyrir 10 árum, þegar vélbátarnir voru að útrýma áraskipunum. En sá er munur á, að litlu bátana gátu margir eign- ast, þó félitlir væru, og þeim var róið héðan. Stóru vélbátana geta fáir eignast einir, eða svo að þeir hafi full ráð yfir þeim. Og stóru bátarnir verða að hafa aðsetur ann- arstaðar en hér, að m. k. að vetr- inum, vegna þess hve höfnin hór er ótrygg. Stóru bátarnir hafa þann kost að þeir geta elt fiski- fréttir umhverfis alt land. En litlu bátarnir eru bundnir við varirnar sínar ognæstumið. Stórubátarn- ir hafa litla reynslu við að styðj- ast hér enn. Og alls engin vissa er fengin fyrir því, að þeir verði affasætli eða notadrýgri alls yfir en litlu bátarnir. Þó sumumkunni að virðast svo, af þeirri reynslu, sem fengin er, þá verður að gæta þess, að þá hefir hingað til skipað úrval hraustustu og vönustu sjó- manna. En það tvent máfullyrða, að útgerð þeirra er áliœttumeiri, og mannlífinu er ekhi hetur borgið þar, en á litlu bátunum. En hvað sem er um það, þá er víst að Bolungavík verður lengi enn einhver heillavænlegasta ver- stöð hér á landi. Og það sannast, að þegar gerðar hafa verið hór nauðsynlegar hafnarbætur, tekst hér upp stórfeldur fiskiútvegur á stærstu sem smæstu skipum. Magnús Hj. Magnússon í síðasta blaði Njarðar var getið andláts Magnúsar Hj. Magússonar á Suðureyri. I orðastað kunnngs manns skal hér farið ura liann nokkrum orðum. Hann var fæddur að Tröðum i Súðavikurhreppi, en uppalinn í Önundarfirði, lijá vandalausum og fór því á mis við ást og umönn- un foreldra. Mun hann hafa verið þreklítill og heilsuveill í upphafi, eða mjög snemma í æsku; hefði því þurft nákvæmni og góða meðferð í öllu, en því mun ekki hafa verið að lieilsa. Náði hann því hvorki störum þrótti né styrkri heilsu. Þar á móti var hann bráðgjör að gáfum, húslestrarfær 6 vetra og byrjaður á að búa til vísur. Honum var kent að lesa, gefin „forskriftu tvisar eða þrisvar og hlxtt yfir kverið. Aðra tilsögn var ekki að fá í þá daga, fyrir mun- aðarlausa. En hann las hverja bók, sem hann náði, og safnaði sór þannig ýmsum fróðleik. .Rímum og alþýðu kveðskap varð konum snemma handgenginn og tók jafnframt að stunda skáldskap og vísnagjörð, síðar ritstörf fleiri. hélt dagbók í mörg ár o. s. frv. Hann unni ritstörfum og lagði kapp á þau, að hætti vorra fyrri fræðimanna meðal alþýðu. Þau voru honum hvíld frá erviði, skemtun í tómstundum, fróun í sjúkdómi og armæðu. Hann rit- aði því og las þegar hann komst höndunum undir nsér til hugar- hægðar en hvorki sér til lofs né frægðar“. Hann hélt sór lítt á lofti; bældi örbyrgð og lasleiki hann niður, enda var honum alt yfirlæti fjarri skapi. Lundin mjúk og klökk án kveif- arskapar. Til eru tvenskonar hetjur. Aðr- ar sókndjarfar, sem harðna við hverja plágu, ögra sjálfum örlög- unum og þora að brjóta upp himn- anna hlið, þegar heimurinn hrind- ir þeim „um dyr“. Svo var Hjálmar frá Bólu. Hinar þóttar fyrir og seigar til varnar, óþreytandi að „þola og liðau, ódrepandi. Sjúkdómar kasta þeim í rekkju árum saman, eða kvelja þá daglega, þó á ferli séur örbyrgð fylgir þeim frá vöggu til grafar og ánægjuleysi hvílir yfir þeim sem skuggi. Þó verða þeir ekki að vesal- mennum, leyfa ekki huga sínum að fyllast beiskju, en taka fegins hugar hverjum gleði bjarma, sem nær til þeirra, hverri björg, sem berst, og hverri stundarfró. Magnús var í fiokki hinna síðari. Vestfirðir hafa ýms tilbrigði; víðast eru þeir stórfeldir, hrika- legir; sumstaðar aftur smágerðir og hýrir. Magnús var fæddur og uppalinn á Vestfjörðum, og dvaldi þar lengst- um. Hann hafði glöggt auga fyrir fegurð héraðsins, en það eru eigi stóru brotin sem helst vekja athygli hans, heldur öllu fremur hið smá- gerða, hlýlega og friðsæla, sém sum- ir firðirnir og dalabotnarnir bjóða. Kemur þetta víða fram í kveðskap hans, en líklega hvergi fremur en í kvæði því er Hallvarður Súg- andi heitir og er um innsiglingu og landnám Hallvarar, sem Súg- andafjörður tók nafn af.

x

Njörður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Njörður
https://timarit.is/publication/200

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.