Njörður - 23.05.1917, Blaðsíða 1

Njörður - 23.05.1917, Blaðsíða 1
§ Verð hvers ársfjórð- 5 | ungs (15 blöðj kr. 0,75 | I er greiðist fyrirfram. : ' Ei-londis 4 kr. árg. : Njðrðnr. -+S Ritstjóri: síra Gruðm. Guðmundsson. ís+- | Kemur vanalega út \ | einu sinni í viku og | | aukablöð við og við. | ; AUs 60 blöð & ári. \ WNiniMÍmnMMMMIMMHIIIIIIKIIIIHlUf itllWtilHIMiilMIIIHIHlwF II. ARG. ísafjörður, 23. maí 1917. M ÍO- Hf. Djúpbáturinn. Þannig néfnist félag það, sem tekið liefir að sér að útvega oss Isfirðingum hentugan Djúpbát. Félagið er nú fullstofnað og hefir sett sér lög og kosið stjórn. Formaður félagsins er Halldór bóndi Jónsson, Hauðamýri og varaformaður Magnús Torfason bæjarfógeti hér. Lög félagsins og hlutabréf verða prentuð hið bráðasta og send klutköfum. Stjórn félagsins væntir þess, að allir góðir ísfirðingar umhverfis Djúpið styrki félagsskap þenna eftir megni, bæði í orði og verki. Hlutafó verður enn þakksamlega móttekið og ógreidd híutaloforð óskast greidd hið allra fyrsta til undirritaðs féhirðis félagsins. ísafirði, 21. mai 1917. Halldór Jónsson, Gcuðm. Bergsson, p. t. formaður. p. t. fókirðir. SvikræBi. I. Þegar aiþing var endurreist rétt fyrir miðja siðustu öld, mátti svo heita að verkefni þess væri, að manna niðurnídda þjóð. Heilsan var niðurnídd; börnin dóu unnvörpum þegar á unga aldri og landsmenn voru varnarlausir gegn stórsóttum, landlægum sem að komnum. Yitið var .niðurnítt; skólar nær engir, litill vísir nýrra bókmenta og enn minni verkleg þekking önn- ur en sú, sem hingað fluttist i landnámstið. Hjartað var niðurnitt; tilfinning- arnar spiltar, sumpart af þrælkun, sumpart af stjórnleysi liðinna alda. Kúgun hafði gjört landslíðinn kargan, heft drengilegar fram- kvæmdir, en liðið, leyft eða magn- að, skammarlega þjónkun vondra fýsna. Þar var ofdrykkja efst á blaði. í brennivini hertu þorparar hroka sinn og illmennsku; í brennivíni svæfði hrakin alþýða heift sína og þar drektu þjóðræknir menn ofur- harmi sinum yfir því, að geta lítt eður ekki grætt iandsins mein. — Hið nýja þing hóf þegar baráttu gegn áþján Dana og tókjafnframt upp starf mikið i alskonar heil- brigðismálum, skólamálum og fræðslutnálum. Hefir það smátt og smátt samið mörg og merkileg lög í þessum efnum. Oft hefir þeim verið ábótavant, eins og allir vita og ekki sjaldan hefir þeim verið slælega fylgt. Saint hafa þau gjört stórgagn, enda hefir jafnan verið reynt að berja í brestina, stundum með þvi að bæta lögin eða auka, stundum með því að framfylgja þeim betur og betur. Enginn hefir látið sér til hugar koma, að kollvarpa þessu laga- smíði eða hætta við það. Slíkt mundi af öllum talið óðs manns æði. Þegar menn ekki skipuðust við augljós rök eða brýna nauðsyn varð að hefta sjálfræði manna t. d. með skólaskyldu, sóttvarnarreglum o. fl. o. fl. — En brennivínið hélt áfram að skerða heilsu og skemma vit lands- manna. Nautn þess hefti þroska æsku- manna, dró úr þrótti fullorðinna og hvataði hnignun aldraðra. Það braut niður heilsu og hreysti lands- ins barna. Það lamaði jafnframt læknana, er settir voru til varnar heilsu manna. Stundum lágu þeir í ölvímu, er þeirra var vitjað, stunduin skjögr- uðu þeir víndrukknir að sóttarsæng éða banabeði manna. — Vinnautn eitraði skólana. Kenn- arar drukku, sumir langt úr hófi; komu jafnvel augafullir i kenslu- stofur sínar, svo engi tiltök voru fyrir þá að reyna að kenna. Nemendur fetuðu í þeirra fót- spor, sem von var, sumir svo ræki- lega að þeir aldrei urðu að manni, eða biðu aldurtila fyrir forlög fram. Prestarnir, fræðarar ogleiðtogar líðsins, sem áttu að vera útvaldir þjónar drottins, drukku einnig, margir svo freklega, að kenning IVý komið í verslun Guðrúnar Jónasson margar teg. af þvottasápu svo sem: Sólskinssápu og Kreolinsápu. Einnig mikið úrval af handsápum. þeirra naut sín eigi og embætti þeirra varð fyrir lasti. í stað þess að vera til fyrir- myndar og prýði í söfnuðinum, urðu þeir stundum góðum mönn- um til hneykslis, en illum til að- hláturs. Þvarr þannig vegur þeirrar stétt- ar, sem löngum hafði verið gagn og sómi landsins, flestum fremur. Mestu bændur og bestu sjómenn drukku til óbóta. Gegn öllum þessum mannskemd- um, sem vínnautn olli, reis smá saman drjúgur hluti alþýðu og fjöldi presta. Alþing lét málið til sín taka, og reyndi með ýmsu að draga úr vinnautn eða vínsölu í hennar herfilegustu mjmdum. Siðan hófst bannstefnan; bann- lögin voru sett og gengu í gildi með árinu 1915, eins og kunnugt er. Lét þá Alþing ásannast, að vín- nautnin hefði reynst þjóðinni skað- leg og skyldi því eigi lengur leyf- ast.

x

Njörður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Njörður
https://timarit.is/publication/200

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.