Norðri - 01.08.1914, Blaðsíða 1

Norðri - 01.08.1914, Blaðsíða 1
IX. 23. Akureyn, 1. águst. Nýr ófriður hafinn. Allar þjóðir logandi hræddar um að mikill hluti Norðurálfu dragist inn í hann. ( 1914. Carlsberg brugghúsin mæla með Carlsberg skattefri alkóhóllitlum, ekstraktríkum, bragðgóðum, haldgóðum. >arlsberg skattefri porter hinn ekstraktríkustu af öllum portertegundum. Carlsberg sódavatn er áreiðanlega besta sódavatn. Það hefir til fleiri ára verið grunt á því góða milli Serba og Austurríkis- manna, og mátti segja að til fulls fjand- skapar dragi, er Austurríkismenn lögðu undir sig tvö héruð þar austur frá í hitt eð fyrra, þar sem íbúarnir voru flestir Serbar. Rússar eru frændur Serba, og þótti þá nóg um yfirgang Austurrfkis- manna, þótt eigi yrði af ófriði milli þessara stórvelda. Serbar voru þar til í fyrra mjög aðþrengdir og uröu að fá vörur inn í landið, annaðhvort yfir lönd Tyrkja eða Austurríkismanna, en var illa við báða og þóttist verða fyrir þungum búsyfjum af hvorum tveggja. í fyrra eftir Balkanófriðinn rýmkaðist svo um þá, að þeir þurftu ekki að fá vörur yfir Austurríki, og þóttust því betur geta boðið því byrginn, en austur- rískum stórkaupmönnum fanst þeir missa spón úr aski sínum er kaupskapurinn þverraði við Serba, enda voru samtök þar í landi um að eiga engin kaup við Austurríkismenn. Við landskiftin eftir Balkanófriðinn reyndu og Austurríkis- menn að stuðla að því, að Serbar fengju sem minst, og mun þeim hafa sviðið það. Alt var því svo f pottinn búið og í hlóðirnar lagt, að auðséð var, að hvað lítil eldkveikja sem nærri kæmi mundi sjóða upp úr og alt verða í báli milli þessara tveggja rfkja. Keisaraefni Austurríkis og kona hans voru myrt af serbiskum mönnum, og mæltist það verk illa fyrir um öll lönd. Þegar þótti fullsannað að morðráð þessi htfðu verið brugguð í Serbíu, líklega þar í höfuðborginni. Gerði þá stjórn Austurríkis þegar harðar kröfur um víð- tæka ransókn þar í ríkinu um þessi morðráð, og að hún fengi að hafa hönd í bagga við hana, og að ransóknin færi hart og hlýfðarlaust fram. Serbastjórn færðist undan að verða við öllum kröf- nm Austurríkismanna. Töldu hinir það vífilengjur og undanbrögð og kölluðu sendiherra sinn umsvifalaust heim og sögðu Serbum formlega stríð á hendur á mánudaginn. Á þriðjudaginn og mið- vikudaginn urðu einhverjar smáorustur við Iandamærin, en engin orusta varð á fimtudaginn. Ríkin á Balkanskaganum hafa þegar lýst yfir hlutleysi sínu við þennan ófrið. Keisaraefnismorðið mæltist illa fyrir, og mun því mörgum hafa þótt Austur- ríkismönnum vorkunn, þótt þeir gengu hart fram í málinu og vildu að ran- sókn færi fram f Serbíu. Serbar hins vegar fremur illa þokkaðir í Norðurálfu fyrir konungs og drotningarmorðið heima fyrir um árið. Mun því mörg- um þjóðhöfðingjum Norðurálfunnar ó- sárt um, þótt eitthvað verði að Serbum þjappað fyrir morðvarga þar í landi. En ekki munu þeir vilja að Austurríki leggi Serbíu undir sig eða græði á því að herja landið. Rússum mun þykja Austurríkismenn full íhlutunarsamir þar austur frá og munu hafa mikla tilhneigingu til að segja, þegar minst varir og þeim þykir nóg að gert, hingað og ekki lengra og hættið þið nú. En að þeir á byrjunarstigi ófriðarins ráðist á Austurríkismenn eru ekki mikl- ar líkur til. En á því veltur, hvað mik- ið Rússar þola og leyfa Austurríkismönn- um, og hvað þeir síðarnefndu verða kröfuharðir við Serba og hirðulausir um tillögur Rússa, hvort mikill hluti Norð- urálfunnar fer í bál og brand. Þjóti Rússar í Austurríkismenn munu Pjóð- verjar allir ráðast móti þeim. Líklega veita Frakkar þá Rússum, en ítalir Pjóð- verjum, og mun þá Ragnarökkur’ganga yfir mikinn hluta álfunnar. Eiga þá Bretar erfiða aðstöðu og mundu helzt vilja sætta, og að þau landamerki ríkja 174 »Pað er ósköp að heyra hvernig frænka getur talað,« sagði Kon- stansa. i>Má eg spyrja, hvað mörgum mönnum hefi eg komið í bál og brand ?« »Já, látum okkur nú ekki fara að gera upp þann reikning! Og góða nótt, börnin mín! Gléymdu nú ekki Olga að láta þig dreyma um verkfræðinginn í nótt, þangað til þú hefir fengið annan á morgun!« IV, Nokkrum dögum eftir kvöldið á Kongsberg, er síðast var skýrt frá, fór greifinn með Stefaníu og Olgu til Gautaborgar snöggva ferð, en Kon- stansa til Stúrissjó á meðan. Á Ákanesi gekk alt vel. Pað var komið eins og nýtt fjör í alia og nýjar vélar til margra hluta, sem flýtti fyrir vinnunni og Bengt sagði svo sakleysislega: »Pað er undarlegt líf og fjör sem er komið í okkur alla, síðan þessi nýi verkfræðingur kom til sögunnar! Smiðjubelgurinn finst mér blása tvöfalt sterkara, o. s. frv.« Hjá Lange var gleðin ekki minni en hjá Bengt. En honum þótti nóg um, hvað ívar lagði á sig; því hann vakti stundum heilar nætur yfir tilraunum sínum og ransóknum á ýmsum umbótum verkavélanna. Kvöld eitt eftir vinnutíma kom hann inn til fvars og segir við hann: »Þú hefir nú ekki komið út fyrir dyr á verksmiðjunni í heila viku, þó við höfum altaf þau indælustu vorkvöld, sem hugsast getur. Pú mátt ekki seðja svo lyst þína til að vinna, að þú gerir út af við þig. Þú verð- ur að fá hvíld og dálitla umbreyting á milli. Viltu nú ekki ríða dálítið út í kvöld með?« »Ríða!« sagði ívar hlæjandi. »Eg hef aldrei komið á hestbak á æfi minni.* »Nú, svo skaltu læra að ríða. Eg hef nóg af hestum í hesthúsinu tnínu.« 167 voru kunningjar, nema hinn nýi verkfræðingur. Þegar allir voru sestir aftur, sér Konstansa að þetta er sami maðurinn sem hún sá á kirkjugarð- inum í dag. Hún segir því við hann: »Við höfum sést áður í dag?« »Já,« sagði hann. »Það var sorglegur staður að sjást á í fyrsta sinni.« »Sorglegur?« sagði hún. »Já,« sagði hann. »Af því það minnir á það sem maður hefir mist.« »En líka á það,« sagði hún, »að þar er grafarfriður og ró.« Kurt fór nú frá, og Konstansa settist á milli Stefaníu og Olgu, sem báðar litu á hið bleika og tærða andlit hennar með tilfinning. Og þung- lyndissvipur var þar auðsær. Lange hafði heilsað Konstönsu eins og aðrir, en nokkuð þurlega. Svo settist hann hjá Ivarson og spjallaði eingöngu við hann. Einusinni er hann stóð upp til þess að kveikja í vindli, hleypur Olga til hans og mælti: »Getið þér ekki sagt mér, hr. Lange, hvar eg hef séð þessi augu fyr, sem verkfræðingur Ivarson hefir?« »Pessari spurningu held eg sé hægast fyrir yður sjálfa að svara,« svaraði Lange. »Eg get ekki munað það,« sagði hún. »Það er mjög leiðinlegt. Eg hef enga ró fyr en eg veit það. Það er eina ráðið fyrir mig að spyrja hann sjálfan um það.« »Góða ungfrú Olga!« sagði Lange. »Látið aumingja manninn hafa frið fyrir forvitninni í yður. Forvitui er löstur sem við eigum að leggja niður.« »Þér segið þá að eg sé forvitin?« »Já feikilega!« »Eg skal sýna yður, að yður skjátlast í því,« sagði hún. »Með hverju?« sagði hann. »Með því, að eg ætla ekkert að vera að brjóta heilann um það qvaðan eg þekki þessi augu.« »Pað^er yður ómögulegt!« sagði Lange. »Haldið þér það?« sagði hún.

x

Norðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.