Norðurland


Norðurland - 13.06.1903, Page 3

Norðurland - 13.06.1903, Page 3
faðma stóran garð til tilrauna. Þar hafa verið gerðar tilraunir með: 1. Grasfræsáning. a. 11 útlendum grasfrætegundum sáð á bletti hverjum fyrir sig. b. Fræinu sáð blönduðu með höfrum. 2. Tilraunir með tilbúin áburðar- efni. 3. Gulrófur 2 tegundir, finskar næp- ur og gulrætur. Ennfremur voru gerð- ar tilraunir með tilbúin áburðarefni hjá: Aðalsteini Halldórssyni á Akur- eyri í rófna og kartöflugarði, Birni ritstjóra Jónssyni Oddeyri í kartöflu- garði, Benedikt Bjarnasyni á Vöglum í Fnjóskadal á óræktargrund, Páli Jónssyni á Stóruvöllum í Bárðardal á óræktargrund, Vilhjálmi Einarssyni á Ölduhrygg á graslendi, Jóhanni Jó- hannssyni á Hvarfi á graslendi. Gjaldl. 9. Það er ætlast til að prentuð verði lög og skýrsla um starfsemi félagsins og stuttur leiðar- vísir til að safna íslenzku grasfræi. Gjaldl. 10. Það er ætlast til að gerðar verði tilraunir með að safna ís- lenzku grasfræi, á sem flestum stöðum. Áætlun um tekjur og gjöld Ræktunarfélags Norður- lands árið 1904. Tekjur. 1. Tillög og gjafir.........kr. iooo.oo 2. Landsjóðsstyrkur........— 10000.00 Samtals kr. . . . 11000.00 Gjöld. 1. Skuld frá fyrra ári.......kr. 2000.00 2. Kostnaður við aðalstöðina — 1500.00 3. Til verklegrar kenslu ... — 1000.00 4. Til aukastöðva..............— 1500.00 5. Til verkfærakaupa...........— 500.00 6. Fræ og útsæði...............— 500.00 7. Tilbúin áburðarefni.........— 500.00 8. Plöntur og tréfræ...........— 500.00 9. Ferðir til leiðbeiningar fyrir félagsmenn...................— 1200.00 10. Stjórn félagsins.............— 500.00 11. Styrkur til að nema verk- lega jarðyrkju...............— 500.00 12. Prentun áskýrslumfélagsins — 300.00 13. Til að safna fræi af íslenzk- um fóðurjurtum...............— 500.00 Samtals . . . kr. 11000.00 Ástæður fyrir áætlun um tekjur og gjöld Jarð- yrkjufélags Norðurlands árið 1904. Að gjaldl. 2—3. Það er ætlast til að vorið 1904 verði byrjað á þeim tilraunum, sem talað er um í fjár- hagsáætlun fyrir 1903. Kostnaðurinn við undirbúning jarð- vegsins verður tiltölulega mikill þetta ár, enn fremur er ætlast til að teknar l verði hér um bil 10 dagsláttur af landi, sem verði plægðar og undir- búnar til grasræktar 1905. Það er ætlunin að verkleg kensla fari fram í plægingum, grasfræsáningu og gróður- setning trjáa, og þarf þá allmikið verkefni að vera fyrir hendi, svo nemendurnir geti fengið næga æfingu í þeim störfum, sem þeim er ætlað að læra. Að gjaldl. 4. A þessu ári ætti að byrja tilraunirnar á aukastöðvunum, og gera undirbúning á öðrum, þar sem á að gera tilraunir 1905. Það er gert ráð fyrir að einni aukastöð verði komið á fót í hverri sýslu og að kostnaðurinn við hverja þeirra verði 34OO krónur. Að gjaldl. 5. Það þarf að halda á- fram verkfærakaupum og láta gera tilraunir með þau. Að gjaldl. 6. Félagið þarf allmikið fræ og útsæði til sinna tilrauria, einnig ætti það að láta þá félagsmenn, sem óska að gera tilraunir sjálfir, fá lítið eitt af fræi og útsæði ókeypis. Að gjaldl. 7. Það er ætlast til að tilraunum með tilbúin áburðarefni verði haldið áfram bæði á aðalstöðinni, og út um land, en í smáum stíl. Að gjaldl. 8. Félagið þarf að út- vega meðlimum sínum plöntur til gróðursetninga. Það er ætlast til að þessar plöntur verði aldar upp á aðal- tilraunastöðinni. Þar sáð tréfræi. Einnig er ætlast til að félagið taki að sér gróðrarstöðina á Akureyri, því í henni er töluvert af plöntum, sem hafa fengið nægan þroska til þess að verða fluttar á aðra staði, og verða gróðursettar þar. Á meðan að eigi er búið að ala upp nema lítið eitt af trjáplöntum, ætti að fá eitthvað af plöntum frá Noregi, það er að segja þær plöntur, sem reynslan er búin að sýna að þoli flutninginn, t. d. reynir og birki. Að gjaldl. 9. I lögunum er ákveðið að félagið hafi í sinni þjónustu menn, sem gefi allar upplýsingar, sem hægt er, viðvíkjandi jarðrækt; einnig þarf félagið að hafa eftirlit með tilrauna- stöðvunum. Það er ætlast til að fé- lagið hafi einn mann í sinni þjónustu yfir sumarið, og fleiri menn, ef þörf gerist, styttri tíma. Að gjaldl. 10. Það er ætlast til að stjórnin fái eigi borgun fyrir starfa sinn, en endurborgaðan þann kostnað, sem leiðir af framkvæmdum hennar — ferðum, skriftum, verkfærapöntun, út- hlutun á fræi o. fl. Að gjaldl. II. Það er ætlast til að á aðaltilraunastöðinni verði verk- leg kensla vorið 1904. Námstíminn sé 6 vikur, og sérstaklega kendar plægingar, grasfræsáning, garðyrkja og gróðursetning trjáa. Það er ætlast til að hægt væri að taka 10 nemend- ur og hver þeirra fengi um 50 króna styrk. Að gjaldl. 12. Það er ætlast til að prentuð verði skýrsla um starfsemi félagsins, og ef til vill einnig lög þess bæði á dönsku og íslenzku, sömuleiðis leiðarvísir til að safna fræi af íslenzkum jurtum. Að gjaldl. 13. Það er ætlast til að gerðar verði tilraunir með að safna íslenzku grasfræi. Félagar og gjafir. Þegar fundurinn var haldinn, var skólastjóra Sigurði Sigurðssyni kunn- ugt um nálægt 100 félaga í hverri af þessum sýslum: Húnavatns, Skaga- fjarðar og Eyjafjarðar (með Akureyri) og um 200 úr Suður-Þingeyjarsýslu. En félagsmenn eru orðnir fleiri. Gjafir til félagsins nema þegar um 500 kr. 10 kr. og þar yfir hafa þessir gefið: Gísli Isleifsson sýslum. 10 kr., Magnús Jónsson gullsmiður Akureyri 10 kr., Flóvent Jóhannsson Hólum 18 kr., Eiríkur Halldórsson Veigastöðum 50 kr., síra Z. Halldórsson 23 kr., Sigurjón Benjamínsson Ingveldarstöð- um 48 kr., Sig. Sigurðsson skólast. 50 kr., Bjarni Benediktsson Vöglum 16 kr., Páll Briem amtmaður 50 kr. Eldgosið. Þess var getið í síðasta blaði voru, en nú hefir Nl. fengið nokkuru Ijósari fregnir af því. Á áliðnum degi þ. 28. maí síðasti. sá síra Árni prófastur á Skútustöðum mökk koma hátt upp á loftið og bera yfir - ðja Trölla- dyngju, skamt vestan við Sellanuafjall, sem er allhátt; mökkinn bar futlum þriðjungi hærra en fjallið. Frá kl. 10 og fram eftir nóttinni sáust eldneistar alltíðir, sumpart í mekkinum og sumpart á allstóru svæði til beggja hliða. Morguninn eftir var heiðskírt og bjart veður, en þá virtist liggja bruna- móða á Dyngjufjöllum og út á Bláfjall. Mökkurinn koin þá aftur upp um daginn, miklu ljósari en áður, líkur hveragufu, stóð beint upp í loftið, og var á að gizka helm- ingi lægri en daginn áður. Eftir þann dag bar Iítið á þessu. Eldgosið hlýtur að vera í Vatnajökli og ber yfir sömu stöðvar eins og eldgos, sem menn þóttust sjá í síðastl. desember. Frá bæ einum í Reykjadal bar svo mikið á reykjarmekkinum aðfaranótt 29. maí, að karlmenn fóru upp úr rúmum sínum og riðu á stað, af því að þeir héldu, að bæir á Mývatnsheiði mundu vera að breuna. Á fimtudaginn var sá síra Sigtr. Guð- laugsson af Vaðlaheiði austanverðri eins og ský, sem bar yfir austanverðan Grjótárdal, og svo reykjar- eða gufukúfa þyrlast upp. Sýnilega stöfuðu þeir af eldgosi. Þá bar mjög hátt á loft. Svo smá-jafnaðist úr þeim, og þeir urðu eins og þykt ský. Tæpri viku eftir er eldgosið sást í maí, 4. og 6. þ. in., komu svo mikil hlaup f Jökulsá á Fjöllum og Skjálfandafljót, að fá- dæmuin sætir. Kunnugir menn geta ekki gert sér grein fyrir þeim hlaupum á annan hátt en þann, að þati hljóti að hafa staðið í sambandi við eldsumbrot. Geta má þess jafnfraint, í síðastl. desemb. komu líka í bæði þessi vötn svo óvenjulega mikíl hlaup, að þau tóku ferjur á báð :m vötnunum. Sennilegt þykir, að þau hafi stafað af samskonar orsökum. Höföingleg gjöf. Tvenn merkishjón í Skagafirði, Jóhann P. Pétursson dannebrogsmaður og Elín Guðmundsdóttir á Brunastöðum og Björn Þorkelsson og Guðlaug Gunn- Iaugsdóttir á Sveinsstöðum, • hafa gefið 2000 kr. (1000 kr. hvor) til stofnunar sjóðs, er nefnist »Vinagjöf« og verja skal til uppeldis munaðarlausum börn- um, er mist hafa foreldrs sína og sveit eiga í Lýting'sstaðahr ppi. Ekki mega fleiri en 2 börn njóta uppeldis af sjóðnum í senn, og ekki eldri en 16 ára. Séu engin slík börn til í hreppnum, má verja vöxtunum til að styrkjafátækan fjölskyldumann í hreppn- um, mann, sem ekki hefir notið sveitar- ^styrks. Sjóðurinn skal ávaxtaður í sparisjóði Sauðárkróks og honum stjórn- að af hreppstjóra Lýtingsstaðahrepps, oddvita þar og 3. manni, er hrepps- nefndin kýs, undir aðalumsjón sýslu- manns í Skagafjarðarsýslu. Mannalát. Húsfrú Þorbjörg Stefánsdóítir á Veðramóti í Skagafirðl kona Björns hreppstjóra Jónssonar, lézt að heimili sfnu 18. f. m. úr lungnabólgu. Hún var dóttir Stefáns bónda Stefánssonar á Heiði (nú á Möðruvöllum) og Guð- rúnar Sigurðardóttur, og systir þeirra bræðra síra Sigurðar f Vigur og Stef- áns kennara á Möðruvöllum. Þau hjón áttu 12 börn; 2 dóu í æsku, en 10 lifa, og eru 5 þeirra komin yfir ferm- ingaraldur; 2 elztu synir þeirra eru útskrifaðir úr Möðruvallaskólanum og hinn 3. er nú í Hólaskóla. Þorbjörg sál. var talin ein af hinum alla dug- legustu og merkustu konum í Skaga- firði og veitti heimili sínu hina beztu forstöðu. Hún var mjög vel gáfuð og fróðleiksgjörn, stóð að því leyti ekki að baki bræðrum sínum. Trygglynd var hún og vinfóst. Hún vandaði upp- eldi barna sinna eins og hún hafði framast föng á, enda var samtaka manni sínum í að gera þau að sem beztum og nýtustum mönnum. —Jarðar- för Þorbjargar sál. fór fram að Sauðár- krók 29. f. m. með mikilli viðhöfn og að viðstöddu miklu fjölmenni. Þrír prestar héldu ræður: sóknarpresturinn síra Árni Björnsson, síra Jón Ó. Magn- ússon á Rfp og síra Björn Blöndal í Hvammi. Er Þorbjargar sál. sárt sakn- að, ekki að eins af nánustu ástvinum hennar, heldur öllum, sem nokkur kynni höfðu af henni. Qísli Þorláksson hreppstjóri áFrosta- stöðum í Skagafirði andaðist 4. þ. m. 58 ára. Hann var með efnuðustu mönn- um í Skagafirði og sæmdarmaður í hvfvetna. Bróðir hans er cand. mag. Guðmundur Þorláksson í Rvík. í gærkveldi seint lézt hér í bænum frú Quðrún Hjaltalín, kona skólastjóra J. A. Hjaltalíns, eftir langvinnan heilsu- brest. Frá kjördegi. Ræða sú er hr. Guðm. Finnbogason hélt á kjördegi, þótti alveg fyrirtaksgóð, og tnargir höfðu þá orð á því, að svo framar- lega sem hann byði sig fram aftur hér, skyldi ekki standa á sínu atkvæði. Hann talaði mest um sannfœringuna, sem ætti að verða mannanna eigin eign fyrir þekking og íhugun, en ekki fengin i búðum við tækifæri. --»-- öeysimikill vöxtur var í Eyjafjarðará kjördaginn. Vegna hans og hvassviðris komst ekki á kjörfund nema helmingur Öngulstaðahreppsnianna, þeirra er væntan- legir voru. 20—3o manns - ekki samt alt kjósendur — sneru aftur við ferjustað, með því að óferjandi þótti þá. Þeir hugðu, að ekki mundi unt að komast yfir fjörðinn heldur, sem var reyndar misskilningur og héldu því heim til sín. Allur þorri kjós- endanna í þeim hóp ætlaði ekki að greiða atkvæði með hr. Hannesi Hafstein. Mjög tvísýnt var um stund þ. 6. þ. m., hvort nokkur kjörfnndur gæti orðið f Norð- ur-Þingeyjarsýslu þann dag vegna hlaupsins í Jökulsá, þar sem bæði kjörstjóri og þing- mannsefni áttu að sækja yfir ána. Með lífs- háska varð yfir hana komist. Amfsráð Norðuramtsins heldur fund hér þessa dagana. Ágrip af gjörðum þess kemur í næsta blaði. pilskipin. „Helena" kom 5. þ. m. með 5000 fiskjar. Þessi hákarlaskip hafa komið inn í vik- unni: „Vonin" 148 tn.: „Kerstine", 45 tn.; „Henning", 78 tn.; „Flink" 71 tn.; „Min- erva" 35 tn. Sigling. „Vesta" kom sunnan að þ. 8. þ. m. Með því voru meðal annarra útflutningstjórarnir Sveinn Brynjólfsson, Páll Bjarnarson og Sigfús Eymundsson með útflytjendahóp. Nokkurir tóku sér far með skipinu héðan áleiðis til Vesturheims.

x

Norðurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.