Tímarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrá inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Norğurland

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoğa í nıjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ağlaga hæğ


Vafrinn şinn styğur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til ağ skoğa blağsíğuna sem JPG
Norğurland

						NORÐURLAND.
Ritstjóri: Sigurður Hjörleifsson, læknir.

12. blað.
Akureyrí, 15. nóvember 1906.
w**»*»M^^I^É^AiVV^*»^*
VI. ár.

Ávarp tilIslendinga. Carl Höepfners verzlun
Vegna þess hvernig stjórnmál íslands horfir nu
við, höfum vér undirritaðir stjórnendur íslenzkra
blaða komið oss saman um að veita fylgi vort
til þess og styðja það, að ákveðin verði staða
islands gagnvart Danmerkurríki sem hér segir:
ísland skal vera frjálst sambandsland við Dan-
mörk og skal með sambandslögum, er ísland
tekur óháðan þátt í, kveðið á um það, hver
málefni íslands hljóti eftir ástœðum landsins að
vera sameiginleg málþess og ríkisins. — / öllum
öðrum málum skulu íslendingar vera einráðir með
konungi um löggjöf sina og stjórn og verða þau
málekki borin upp fyrir konungi í ríkisráði Dana.
Á þessum grundvelli vijjum vér ganga að nýj-
um Iögum um réttarstöðu íslands, væntanlega með
ráði fyrirhugaðrar millilandanefndar.
En eins og vér álítum brýna nauðsyn til þess
að blöð landsins láti nú almenning hér á landi
vita, að vér viljum allir vinna saman að því, að
búið verði með lögum um þannig lagaða réttar-
stöðu íslands, eins er það sannfæring vor, að
þeim málstað verði því greiðlegar sigurs auðið,
þess eindregnar og almennar sem þjóð vor læt-
ur í ljós samhuga fylgi sitt við þessa meginstefnu,
hvar sem kemur til hennar kasta.
Vér erum á þeim tímamótum, að eining vor út á
við í þessu máli er skilyrði velferðar vorrar og þjóð-
arsóma. Pví viljum vér skora á landsmenn að halda
nú fast fram og ágreiningslaust þessum undirstöðu-
atriðum væntanlegra nýrra sambandslaga.
Löggjafarfulltrúar landsins hafa komið fram
sem einn maður erlendis í þessu máli. Blöð ís-
lands og opinberar raddir almennings þurfa og
eiga að koma fram á sama hátt; treystum vér
því, að þjóðin muni öll láta á sér finna, að hún
vilji taka í sama streng með hverjum þeim hætti,
sem henni veitist færi til að lýsa yfir skoðun sinni.
Benedikt Sveinsson,   Björn Jónssoq,
ritstjóri Ingólfs.                  ritstjóri ísafoldar.
Einar Hjörleifssoi), Hannes Þorsteinsson,
ritstjóri Fjallkonunnar.              ntstjón Þjóðólfs.
Sigurður Hjörleifssoi), Skúli Thoroddsei),
ritstjóri Norðurlands.             ntstjón Þjóðviljans.
----------mtrn^---------
Ritnefndir Lögréttu og Norðra eru samþykkar ofanrituðu, nema
hvað þeim yirðist ekki ástæða til að gera nú þegar samtök til þess að
halda að þjóðinni einni ákveðinni breytingu á stjórnarskránni, svo
sem er afnám ríkisráðssetu ákvæðisins, en aftur vona þær að geta sýnt
í verki samvinnuf úsleik, einnig er kemur til breytinga á stjórnarskránni.
á y\kureyri
Ritnefnd Lögréttu:
Suðm. Björnsson.
Jón Magnússon.
Pórhalhr 2/arnarson.
Ritnefnd Norðra:
Suðl. Suðmundsson.
Jón Jónsson.
Magnús Xristjánsson.
mun framvegis sneiða hjá því, að hafa framhaldandi viðskifti —
nema hönd selji hendi — við þá, sem alls ekki eða laklega
hafa staðið í skilum við verzlunina tvö undanfarin ár, nema þá
að sérstakar ástæður hafi orðið þess valdandi. — Sömuleiðis verð-
ur framvegis ekki lánað félausum mönnum, eða mönnum sem
ekki eru fullveðja.
Þar á móti óskar verzlunin að hafa sanngjörn og frjálsleg við-
skifti við alla, er að jafnaði verzla skuldlítið, og sem greiða
skuldir sínar — ef nokkurar eru — í þeim vanalegu kauptíðum.
Allur útlendur varningur fæst með m/'ög vœgu verði.
Flestar islenzkar afurðir keyptar.
Akureyri 1. nóvember 1906.
KRISTJÁN SIGURÐSSON,
verzlunarstjóri.
Skarlatssóftin.
Hún er alment að verða að áhyggju-
efni manna hér í bæ, eins og vonlegt
er. Hefir hún verið hér alllengi og
útbreiðsla hennar fer vaxandi í stað
þess að fara þverrandi.
í októbermánuði voru tilfellin 7 hér
í bænum á 4 heimilum og 2 annars
staðar í læknishéraðinu á 2 heimilum.
En það sem Iiðið er af þessum mán-
uði er kunnugt um 9 sjúkdómstilfelli
hér í bænum á 7 heimilum. Aftur
hefir ekkert nýtt tilfelli verið tilkynt
úr héraðinu, það sem af er mánuðin-
um. Nokkuð af sjúklingunum hér hefir
verið fiutt á sóttvarnarhúsið og á 5
stöðum er hér enn ósótthreinsað eftir
hana, auk sóttvarnarhússins.
Ekki eru tölur þessar, sem hér hafa
verið nefndar, svo háar að ástæða sé
til að æðrast yfir. Hitt er miklu í-
skyggilegra a0 te'Ja ma alveg víst
að sýkin hafi verið miklu víðar, án
þess aðvart hafi verið gert um það.
Hér hefir á ekki fáum börnum geng-
ið »hálsbólga« og má teija víst að
mikið af henni, eða jafnvel alt, hafi
verið skarlatssótt, því sýkin er væg
á öllum þorra barnanna.
Umtal hefir verið um það hér í bæ,
að segja upp barnaskólanum og leitað
hefir verið álits stjórnarráðsins um
meðferð veikinnar.
Héraðslæknir hefir lagt til að haldið
sé áfram hinum sömu sóttvörnum
og gert hefir verið að þessu, án þess
lagt sé út í að stofna til stórfelds
kostnaðar fyrir landssjóð og sam-
kvæmt reglum þeim sem farið hefir
verið eftir í seinni tíð með skarlats-
sóttina, má búast við því að stjórnar-
ráðið fallist á þá tillögu.
Það er líka sannast að segja að
mjög er það óvíst eða jafnvel ósenni-
legt að strangari reglur kæmu að því
haldi sem þyrfti. Beiti menn óvarkárni
og óhlýðni, geta hinar ströngustu var-
úðarreglur orðið til einskis gagns, þá
um næma sjúkdóma er að ræða.
Þetta er og á að vera málefni bæj-
arins. Aðalatriðið er það að fólk segi
til strax, hvenær sem nokkur grunur
er um skarlatssótt, en grunsama ber
að telja alla hálsbólgu um þessar
mundir og skýra lækni þegar frá.
Sé þessa vandlega gætt er vonandi
enn hægt að útrýma veikinni, en án
þess verður það ekki gert.
Hraðskeyti til
Norðurlands.
Reykjavík 14. nóv.
Fundur var hér haldinn í gær-
kvöldi fyrir forgöngu Odd-Fellowa
hér, um stofnu'n allsherjarfélags til
þess að berjast gegn berklaveikinni
hér á landi.
Mörg hundruð borgarar saman
komnir.
Ræður fluttu: Landlæknir Guðm.
Björnsson (aðalræðuna), Einar Hjör-
leifsson, Ouðmundur Magnússon,
Steingrímur Matthíasson, Jón Ólafs-
son, Tryggvi Ounnarsson og Þór-
hallur Bjarnarson.
Samþykt að stofna allsherjar heilsu-
hælisfélag. Skipulagsnefnd kosin:
Klemens Jónsson formaður, Björn
Jónsson skrifari, Sighvatur Bjarna-
son féhirðir.
Um 40 Odd-Fellowar hér hafa
þegar gefið 1500 kr.
Oert ráð fyrir að heilsubótarhæli
kosti 120 þúsund, árskostnaður verði
30 — 40 þúsund og legukostnaður
kr. 1,25 á dag.
Stefnt að því að fá einn mann
á hverju heimili með 2 kr. árstillagi,
sem félaga. — Málinu tekið með
miklum áhuga.
					
Fela smámyndir
Blağsíğa 43
Blağsíğa 43
Blağsíğa 44
Blağsíğa 44
Blağsíğa 45
Blağsíğa 45
Blağsíğa 46
Blağsíğa 46