Norðurland - 19.09.1908, Blaðsíða 2

Norðurland - 19.09.1908, Blaðsíða 2
Nl. 20 Æftarnöfn. »Hví léztu sveininn Magnús heita? Ekki er það várt ættnafn« sagði Ólaf- ur konungur helgi við Sighvat skáld. Þá var siður að láta heita eftir frænd- um sínum, og héldust nöfnin þannig í ættinni og urðu að nokkurskonar ætt- arnöfnum, en þó gagnólík þeim, sem þessi grein er um. En það eru arf- geng viðurnefni, höfð til að greina einhverja eða einhvern nánara, án þess að geta þess hvers dóttir eða son, sú eða sá er, sem nafnið ber, eins og vér íslendingar. Ættarnöfn hafa oftast í fyrstu ver- ið persónuleg viðurnefni, sem vfsuðu til faðernis, stöðu, heimilis, líkamlegra eða andlegra einkenna eða tilhneiginga þess, sem nafnið bar, og sem síðan festist við niðja hans. En á mjög mis- munandi tímum komst sá siður á í hin- um ýmsu löndum, að brúka ættarnöfn. Rómverjar hinir fornu komu fyrstir föstu skipulagi á ættarnöfn. Forn-Grikk- ir brúkuðu og ættarnöfn, en komu þeim aldrei í jafnfastar skorður og Róm- verjar. Ættarnöfnunum hefir eflaust hnignað mjög, eins og öðru, með róm- verska ríkinu, eða jafnvel lagst niður að nokkru leyti, og má kalla að ætt- arnöfn nútímans eigi rót sína að rekja til Miðalda-aðalsins (í Suður og Mið- evrópu). Við konungshirðirnar söfnuð- ust saman höfðingjasynir víðsvegar að úr landinu, og voru þá margir, sem hétu sama nafninu. Til aðgreiningar voru þeir svo kendir við jarðir eða kastala þá, sem þeir áttu, eða feður þeirra. Þaðan stafa orðin *von<* og >de* **, sem aðalsmenn flestra þjóða nú brúka milli fornafns og eftirnafns (ættarnafns), og það þó að það alls eigi geti átt við samkvæmt eðli orðs- ins. Eru mörg ættarnöfn aðalsmanna * Þýzka, þýðir frá (á Hollenzku »van«). ** P'ranská, Spænska og Portúgalska, þýð- ir eiginlega að (á ítölsku di«). því hálf brosleg, ekki sízt dönsk t. d. »von Jessen« (ísl. »frá Jónsson«) eða »de Thygeson*. Ekki veit eg hvað snemma komst fast skipulag á ættarnöfn hjá rómönsku þjóðunum, en æði snemma hefir það verið. Á Bretlandi var komið fast skipulag á þau þegar á II. öld (þó ekki í Wales). Af því að ættarnöfn hafa myndast á svipaðan hátt hjá flestum þjóðum, þá ætla eg að lýsa dálítið brezkum ættarnöfnum. Þeim má skifta í 4 flokka. 1. þau sem dregin eru af staðar- nöfnum, t. d. Washington. Oft er orðinu »af« (að eða á) bætt framanvið, eins og í nöfnum *Atwall< (á vegg) og >Atfield< (á engi). 2. Þau sem dregin eru af fornöfn- um. Stundum blátt áfram fornöfn brúk- uð sem ættarnöfn (Henry Georgé), en oftar eru þau höfð í eignarfalli, (Willi- ams). En oftast eru þau þó höfð í sam- bandi við orðið >son< (Edison), eða þá annað orð sem þýðir það sama. Þannig er varið orðunum »fitz«* (Fitzgerald) og »mac«. Er það síðar- nefnda einkum í mörgum skozkum ættarnöfnum (Mac Cinnon, Macdonald). Til þessa flokks heyra og írsk ættar- nöfn, sem byrja á O’, svo sem O’ Brian. Ekki veit eg hvað þetta O’ þýðir, en írar brúkuðu það framan við nöfn afa sinna, og er fráleitt að það eigi að tákna enska orðið »of«, eins og sum- ir hafa getið til. 3. Þau sem benda á stöðu, embætti eða stétt. T. d. Fisher (fiskimaður), Smith (smiður), Clarkson (skrifarason) Chamberlain (herbergisþjónn). 4. Þau sem lýsa líkamlegum eða andlegum eiginleikum, fataburði eða einhverjum sérstökum tilhneigingum. Til þessa flokks heyra einnig uppnefni, og eru oft aðeins lýsingarorð, svo sem Black (svartur) og White (hvítur), eða * Afbakað af franska orðinu >fils<. iýsingarorð og nafnorð t. d. Armslrong (vopnsterkur þ. e. vel vopnaður). Enn fremur dýranöfn t. d. Bird (fugl) og Bull (Boli). Ýms embættanöfn, sem í fyrstu hafa verið uppnefni t. d. King (kongur), verða að teljast með þessum flokki. Á Þýzkalandi er komið fast skipu- lag á ættarnöfn í borgunum á 16. öld, og nálægt 100 árum síðar til sveita. I Danmörku fer hin mentaðri stétt, einkum í borgunum, að taka sér ætt- arnöfn þegar eftir siðabótina, og þá oftast eftir þorpinu eða bænum sem þeir voru fæddir á. Oft settu þeir þýzkar eða latneskar endingar á nöfn- in, eða jafnvel sneru þeim alveg á latínu (Broby = Pontoppidan). Um miðja 18. öld fara Danir að mynda ættarnöfn með endingunni »sen«, sem áður var alveg persónuleg, líkt og »son«, hjá oss íslendingum. Árið 1828 kom út konungleg fyrirskipun um að alla danska skyldi skíra með ættar- nafni, auk fornafns, og sem annaðhvort væri dregið af nafni föðurins, með endingunni »sen«, eða af fæðingarstað. Afleiðing þessarar fyrirskipunar varð sú, að rétt allir voru skírðir »sen«, og það þó að feður þeirra hefðu haft ættarnafn (t. d. sonur Peter Hvid skírður Lars Petersen). En er borg- irnar stækkuðu, og í sömu borg söfn- uðust saman þúsundir manna, sem höfðu sama ættarnafnið, þó óskyldir væru, þá sáu Danir, en um seinan, að þeir í stað ættarnafna höfðu fengið ættarnafna skrípi. Nú fá líka margir »sen«arnir leyfi hjá stjórninni að taka sér annað ættarnafn. Þá er Svíþjóð. Hún fylgir Danmörku framán af. En svo skiljast vegir, og er ættarnafnamyndun Svía að mestu ólík annarra þjóða. Þeir hafa myndað flest þeirra af ýrosum skáldlegum hug- tökum, fossum, bergi og straumi, lund- um, greinum og laufi. T. d. Forsström, Berggren, Lundqvist og Löfgren. Þeir 194 endilega að hann yrði á kjól í kirkjunni fermingar- daginn. Það var ekki venja lengur. Fermingardrengirnir voru nú á tímum svo ungir og litlir vexti, að þeir gengu alt af í treyju eða stuttum frakka. Abraham færðist því undan þessu í lengstu lög, því að hann var feim- inn í svona búningi. En prófessorinn sýndi honum fram á, að hann væri eldri en venjulegir fermingardrengir, og auk þess væii hann miklu þroskaðri og stærri. Abraham lét þá undan. í rauninni var honum nú ekki mjög á móti skapi að eignast kjól; og svo átti hann líka að fá gullúr með festi; og prófessorinn hafði jafn- vel hugsað sér að leyfa honum innan skamms að reykja tóbak heima. — En um morguninn sjálfan fermingardaginn dreymdi Abraham rétt áður en hann vaknaði, að dyrunum væri lokið upp og móðir hans gekk inn alveg á sama hátt sem hann hafði séð í huganum svo mörgum, mörgum sinnum. Hann fór á fætur — hnugginn og dapur í bragði. Nú var kirkjuklukkunum hringt í fyrsta sinn. Hann átti nú að fara til kirkju, standa efstur í allri röðinni, svo allur söfnuðurinn gæti séð hann — og vinna þetta heit. Og augu móður hans, — þessi augu, sem lásu hann ofan í kjölinn, þau fylgdu honum eftir, hann fann þau hvíla á sér; hún var komin til að láta hann skrifta í skýlausri einlægni. Gat hann nú farið og unnið þetta heit ? Kjóllinn, sem honum þótti svo vænt um, — hann lá þarna snotur og nýr af nálinni með silkifóðruðum skaut- um, — hann varð honum nú til ama, svo hann lagði 195 hann frá sér. Hann fór að hugsa um alla þá alvöru, sem hvíldi í rauninni yfir þessum degi. Hvernig hafði breytni hans verið? Var hann nú réttilega undirbúinn,— eða stóð það ekki skrifað á enni hans, að hann væri óverðugur? — hræsnari og lygari mundi móðir hans hafa sagt. Prófasturinn hafði líka brýnt það svo innilega fyrir þeim árdegis daginn áður, þegar þeir færðu honum peningana, að prófa sig sjálfa í fullri alvöru og búa sig undir að standa frammi fyrir augliti guðs. Abraham tók nýa testamentið, settist niður og fór að lesa í því; hann var svo aumingjalegur, að tennurnat glömruðu í munninum á honum-. Þá heyrði hann föður sinn koma. Abraham stökk á fætur og flýtti sér í kjólinn. Prófessorinn kom inn albúinn með stórt, hvítt bindi um hálsinn og orðurnar þrjár, stórar og fagrar; — hann hafði flestar orður af öllum í bænum. »Góðan daginn, drengurinn minn! Guð gefi þér bless- un sína í dag. Því næst rétti hann honum stórt hylki, sena Abra- ham þorði ekki að opna. »Ljúktu því upp og láttu þetta á þig; það er ferm- ingarúrið þitt.« Abraham opnaði hylkið; f því var gullúr með festi og hékk við hana nisti. Hann opnaði líka nistið, en hrökk ósjálfrátt við í sama bili. Þarna sá hann augun óumflýjanlegu, sem hvíldu á honum frá því f draumnum um morguninn. »Það er frá móður þinni sálugu«, mælti prófessorinn hrærður og þrýsti honum að brjósti sér. Abraham stamaði út úr sér einhverjum þakkarorðum hafa og nokkuð brúkað latneskar end- ingar t. d. í Forsell og Linne. í Noregi hefir ættarnafnamyndunin í kaupstöðunum fylgst með Danmörku, en til sveita varð sá siður fyrir löngu, að menn voru kallaðir eftir bænum sem þeir bjuggu á, eða voru frá. Nú eru ættarnöfn brúkuð meðal flestra eða allra mentaþjóða heimsins nema íslendinga. Því ekki get eg tal- ið það, þó að hundraðasti hluti þjóð- arinnar, eða varla það, beri ættarnafn. Eg sé menn við og við auglýsa að þeir taki sér ættarnafn, og líkar mér það vel, því eg álít að allir íslending- ar eigi slíkt að gera, og sem fyrst. En hitt líkar mér ver, hve smekklaus og fábreytt nöfn eru valin, því nóg er úr að velja. En áður en eg fer lengra út í það hvernig eg vilji láta velja nöfnin, þá ætla eg að segja hvers vegna eg vil að íslendingar taki sér ættarnöfn. Ástæðurnar eru margar. Ein er sú, að ættarnöfn ryðja sér smátt og smátt til rúms alstaðar, eins og eg hef sýnt fram á áður. Og eins munu þau gera á voru landi. En eins og ættarnafna- myndun vor stefnir nú, þá verða flest þeirra með endingunni son. Það eru þegar allmörg orðin þannig (Bjarnason, Thorsteinsson). En þetta þykir mér ó- fært. Það er að misþyrma íslenzkunni, að kalla konur son, og með þessu móti lendum vér í sömu ógöngur og Danir, þ. e. ættarnöfnin verða altof fábreytt og ná því eigi tilgangi sínum. Önnnur ástæða er sú, að miklu hægra væri að rekja ættir og yfir höfuð að aðgreina menn hvern frá öðrum, ef ættarnöfn, væru brúkuð. Eitthvað væri t. d. léttara að skilja margt í fornsög- um vorum, en nú er, ef ættarnöfn hefðu verið brúkuð þegar þær gerð- ust. Tökum til dæmis viðureign Stark- aðar undan Þríhyrningi og Egils í Sandgili og sona þeirra, við Gunnar að Hlíðarenda og þá bræður. Fáir eru víst svo skarpir að þeir skilji til fulls frásögnina um þá viðureign, fyr en þeir hafa lesið hana tvisvar eða þris- var. En svo að eg snúi mér aftur að ættfræðinni, þá hef eg heyrt menn segja, að íslendingar væru ættfróðast- ir allra þjóða, og hefðu þó aldrei ver- ið brúkuð ættarnöfn á íslandi, það teljandi væri. Það er víst satt að vér erum ættfróðir, en þó mundurn vér vera enn ættfróðari, ef ættarnöfn hefðu verið brúkuð. Já, meira að segja kom- ast ættfræðingarnir ekki hjá því að gefa hinum einstöku ættum nöfn (Sturl- ungar, Oddaverjar o. s. frv.) Heyrt hef eg það haft á móti ættar- nófnum, að þau væru óþjóðleg, af því þau hefðu ekki verið brúkuð á íslandi til forna. En þessi mótbára er hin mesta heimska, því þá mætti alveg eins hafa það á móti þvf að rit- og talsímar yrðu lagðir um landið, að þeir væru óþjóðlegir!! Það er annars undarlegt hvað mönn- um, og það þó að það séu hinir svo kölluðu »lærðu« menn, hættir við að kalla alt útlenzkt danskt. Mér kemur til hugar gamli maðurinn, sem þáði íslenzkan vindil, en gleymdi að skera af endann. En þegar ekki tókst að kveikja í vindlinum sagði hann: »A11- an skrattan svíkja þeir dönsku. Það er sannarlega að gera Dönum altof mikinn heiður, að miða öll útlönd, og alt útlenzkt við þá.

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.