Norðurland


Norðurland - 13.08.1910, Blaðsíða 3

Norðurland - 13.08.1910, Blaðsíða 3
Nl. 131 HólasKóli. Skýrsla um bændaskólann á Hólum er nýútgefin. Af henni má sjá meðal annars, að á árunum 1907—igiohöfðu 76 piltar stundað nám við skólann. Annars segir þar frá ýmsu sem eðli- lega lýtur sérstaklega að innri starf- semi skólans. En líka frá ýmsu er meira horfir út á við. Eitt af því er bændafundur, er haldinn var á Hólum í fyrravetur. Öllum bændum úr Akra- hreppi var boðið að koma heim að Hólum, dvelja þar tvo daga, hlýða á fyrirlestra og taka þátt í umræðum um búnaðarmál. Tólf bæudur þágu þetta tilboð og dvöldu við skólann dagana 17.—19. marz. Fyrirlestra héldu kennararnir um þessi efni; Um áburð, búfé og meðferð þess, garðyrkju, vinnu og framleiðslu og búreikninga. Auk þess hlýddu gestirnir á kenslu í skól- anum nokkurar stundir. Umræðufundir voru haldnir 2 stundir hvorn dag. Bændurnír skoðuðu búpening á skóla- staðnum. Jafnframt var sýning á kenslu- áhöldum skólans og eitt kvöld voru sýndar skuggamyndir. Virðist þetta mjög lofsvert tiltæki og líklegt til góðs. Skólinn á nú gróðrarstöðina á Hól- um. Er hún 7 dagsl^ttur á stærð og landið girt með góðri gaddavírsgirð- ingu. Voru þar gerðar ýmsar tilraun- ir er tókust vel. Ætlast er til að í gróðrarstöðinni séu ræktaðar þærplönt- ur, sem vel geta þrifist hér á landi, svo að nemendur fái tækifæri til að sjá þroska þeirra og ræktun. »Móðurmálssjóður Hólaskóla« heitir ofurlítill sjóður við skólann, sem enn er að vísu lítill vísir, en sem vel getur vaxið, ef að honum er hlúð. Sjóðurinn var stofnaður á 100 ára afmæli Jónasar Hallgrímssonar, fyrir þrem árum, til minningar um þýðingu Jónasar fyrir þroska íslenzkrar tungu. Sjóðurinn var við síðustu áramót 134 kr. og eru þær f Söfnunarsjóði íslands. Hólasveinar hafa málfundafélag, bind- indisfélag og glímufélag. Ein skemtisamkoma hefirverið haldin á Hólum í þorralok ár hvert. Er hún sótt úr nágrenninu og jafnvel úr næstu sýslum. Er þá oft fjölment á Hólum, 200—300 manns. Helztu daglegar skemtanir eru skíða- ferðir eða skautahlaup, þegar færi leyfir. X Fáeinar tölur. Af tölum þeim sem hér fara á eftir má sjá hve mikið við íslendingar fluttum inn, á mann, af helztu mun- aðarvörum, þrjú síðustu árin sem lands- hagsskýrslur ná yfir, eða á árunum 1906-1908. Kaffi og kaffibætir 1906 pd. 13.6 1907 pd. 13.1 1908 pd 11.1 Allskonar sykur . . 48.9 51.8 45.3 Allskonar tóbak . . 2.4 2.5 2.3 Ö1 pt. . 3.9 pt. 5.1 Pt. 6.7 Brennivín .... . 3.2 3.6 2.6 Önnur vínföng . . 0.8 0.7 0.5 Menn ættu að íluiga þessar tölur vandlega. þær segja í raunimti frá svo miklu. X Mokafli á Hrútafirdi Símfrétt úr Miðfirði nú í miðri vik- unni segir mokafla á Hrútafirði inn í fjarðarbotn. Mikilsháttar gjöf hefir Reykjavíkurbæ verið boðin og verður hún eflaust þegin með þökkum, segir bl. Reykjavíkin. Blaðið skýrir svo frá: Það eru núlifandi meðlimir Sjúkra- hússfélagsins gamla, þeir dr. J. Jónas- sen landlæknir, Magnús Síephensen landshöfðingi og Björn M. Olsen pró- fessor, sem bjóða bænum að gjöf allar eignir félagsins, en eignirnar eru: Húsið nr. 25 við Þingholtsstræti (gamli spítalinn) ásamt líkskurðarhúsi og lóð. Húseignin virt til brunabóta á . . . kr. 17,308,00 Bankavaxtabréf og kon- ungl. ríkisskuldabréf . -— 2,100,00 Inneign á Islandsbanka. — 1,916,06 Samtals kr. 21,324,06 Húsið hefir nú alveg nýskeð fengið mikla og gagngerða viðgerð, og er því í ágætu standi. Landstjórnin legir nú með föstum samningi húsrúm í þvi handa læknaskólanum fyrir 1000 kr. leigu á ári. A eigninni hvíla engar skuldir, nema 5100 kr. landsjóðslán, sem á að endurborgast á 20 árum. Skilyrði þau sem gefendur setja, eru í stuttu máli þessi: i' Af fénu skal stofna sjóð, er nefn- ist »Sjúkrahússsjóður Reykjavíkurbæj- ar». 2. Bæjarstjórnin tekur að sér að greiða skuld þá, sem á húseigninni hvílir, þær 5100 kr., sem áður eru nefndar. 3. Bæjarstjórnin undirgengst að far- ið verði nákvæmlega eftir skipulags- skrá þeirri, er gefendurnir setja. En aðalákvæði skipulagsskrárinnar eru þessi: Sjóðurinn geymist í vörzlum borgar- stjóra og stendur undir eftirliti bæj- arstjórnarinnar. Borgarstjóri sér um að ávaxta hann eins og hentast þykir »Tilgangur sjóðsins er að koma upp sjújcrahúsi fyrir bæinn, er geti bætt úr þör, hans á hentugu sjúkrahæli fyr- ir þá, er af sveit þiggja, og jafnframt gert öðrum bæjarbúum, sérstaklega fá- tæklingum, kost á ódýrri sjúkravist. Sjúkrahús þetta á sérstaklega að vera fyrir íbúa bæjarins, þá sem hafa heim- ili eða jafnskyldufasta dvöl í bænum. Þó skulu þeir sjómenn, er skipráðnjr eru á vegum bæjarbúa, njóta sömu kosta og aðrir bæjarbúar. Aðrir utan- héraðsmenn og útlendir menn skulu og eiga kost á að njóta góðs af stofn- un þessari, eftir því sem húsrúm leyfir og föng eru á«. Bæjarstjórnin ræður því sjálf, hve- nær henni þykir tími til kominn, að reisa sjúkrahúsið, og ver hún þá eign- um sjóðsins, eins og þær verða þá, til húsbyggingarinnar og til áhalda- kaupa. Verði afgangur, þá skal verja 3U ársvaxta hans til sjúkrahalds, þar á meðal til að greiða að fullu eða nokkru legukostnað fátækra sjúklinga, sem ekki þiggja af sveit, svo og til viðhalds húsum og áhöldum. En '/4 af vöxtunum leggst við höfuðstólinn. X Ludviít Wimmer, norrænufræðingurinn mikli í Kaup- mannahöfn, hefir sagt af sér prófessors- embætti sínu við háskólann í Höfn frá 1. september næstkomandi. Líklega hreppir prófessor Finnur Jónsson stöðu hans. Kolaskip pað, sem kemur með kol jðau, sem pöntuð hafa verið hjá mér og Kaupfélagi Akureyrar, er væntanlegt hingað um miðjan mán- uðinn og verða kolin afhent kaupendum á bryggjum bæjarins 3 dögum eftir komu skipsins. Oddeyri 12/s T0 RAGNAR ÓLAFSSON. Loftfaiir ráðgeiðai. Mikið er gert að loftferðum á þessu sumri víðsvegar um Norðurálfu og víst Vesturheim líka og þykir ganga misjafnlega. Þykir þessi list næsta hættu- leg, enda bíða inargir flugmanna bana. Einna stórfenglegastar eru ráðagerð- ir þeirra Zeppelíns hins fræga þýzka loftgreifa og Wellmans hins ameríska, er oftók sig áður á fluginu til norður- pólsins. Zeppelín, sjötugur karlinn, ráðger- ir að reyna að komast til norðurpóls- ins frá Spitzbergen á þessu sumri og mun vera þar norðurfrá í þeim erind- um. Wellman ráðgerir aftur að fljúga yfir Atlanshaf á þessu sumri. Hafa tvö af stórblöðum heimsins, annað í Lond- on og hitt í New-York, heitið að kosta för hans. Ætlar hann að hafa með sér 4 eða 5 aðra fullhuga. Skip hans á að vera útbúið með tækjum til þráð- lausra skeytasendinga. Nú er ekki að vita hvort þetta verður annað og meira en ráðagerðirnar tóm- ar, en verði nokkuð úr þessu í sumar, má búast við að þeir leggi upp í þessum mánuði. X EFTIRMÆLl. Konan Jónína Hólmfríður Jónsdóttir frá Olafsfirði, andaðist á sjúkrahúsi Akureyrar II. þ. m. úr blóðeitrun og var jarðsett á Kvíabekk 18. þ. m. að viðstöddu miklu fjölmenni. Hún var fædd á Miðhóli í Sléttu- hhð 1852. Foreldrar hennar góðkunn merkishjón, Jón snikkari Jónsson og Guðfinna Jónsdóttir, sem seinna bjuggu hér bæði á Hornbrekku og Brimnesi. Rúmlega tvítug giftist hún Sigurði Pálssyni, eiganda nefndra jarða, sem Ólafsfjarðarkauptún er bygt á. Eftirlitandi börn Jónínu sál. eru: 1. Guðrún, gift Þorleifi Rögnvalds- syni bónda í Stóra-Gerði í' Oslands- hlíð í Skagafirði. 2. Guðfinna yfirsetukona, gift Jóni Friðrikssyni bónda' í Hornbrekku. 3. Sigurpáll, kvæntur bóndi á Brim- nesi. 4. Snjólaug og 5. Þorvaldur, bæði ógift hjá föður sínum. Jónína sál. var mesta myndarkona, bæði að sjón og reynd. Veitti jafnan heimili sínu hina beztu forstöðu, enda var hún vel greind, þrifin, reglusöm og afkastamikil búkona. Hún var guð- hrædd og yfirlætislaus, greiðvikin og hjálpsöm við fátæka. Hennar því al- ment saknað í þessu bygðarlagi og finna hér allir til með hennar aldraða, sárt syrgjanda eiginmanni, enda var hjónaband þeirra jafnan hið ástúðlegasta. X Oceana kom hingað í morgun. Meðal far- þega er H. Schafield prófessor í nor- rænu við Harward háskóla í Vestur- heimi. Hefir ferðast hér um land til þess að skoða helztu sögustaðina. Sfúlka óskast í vetrarvist:flTilboð mk. 222 sendist á skrifstofu pessa blaðs fyrir ágústmánaðarlok-. Tilbúinn FATNAÐ og FATAEFNI er ávalt bezt að kaupa í Vefnaðarvöruverzlun Gudmanns Efterfl. Nokkuð af SKÓFATNAÐI verður fyrst um sinn seldur með WST gjafverði. T8W Símfréitir úr Reykjavík. Guðmundur Finnbogason magister kominn heim úr uianlandsför sinni; byrjar fyrirlestra sina í heimspeki i oktobermánuði. Bjarni Jónsson viðskiftaráðunautur kominn heim til Reykjavikur, snögga ferð. Jón Krabbe sknfstofustjóri á ís- lenzku skrifstofunni i Khöfn dvelur hér. Biskup kom heim síðastliðinn laug- ardag. Kappsund á að halda á morgun um sundbikar íslands. Tveir menn druknuðu nýlega i Mið- á i Dalasýslu, kaupamenn sýslumanns- ins á Sauðafelli. Voru að ríða yfir hyl. Annar mun hafa kipt i tauminn og kipt hesti sínum i kaf en hinn œtlað að. bjarga, en varð báðum ■ að fjörtjóni. Ungir menn. Hétu Ólafur Stefánsson og Eyjólfur Böðvarsson. Veðursímskeyti til JMls frá 17, til 30. júlí 1910. | Ak. | Gr. | Sf. Bl. | ís. | Rv. Þh. S. 9-5 i°-5 7-9 7.2 7-3 ,2-5 I 1.0 M. IO.0 9.8 7.2 9.0I 10.8 i3-° 10.7 Þ. 10’5 '5-5 7-3 8-3 10.1 ««•3 10.5 M. 9.8 •S0 6.7 8-5 9-9 12.9 9.4 F. 9.8 14.0 8.8 8-3 10.6 12.8 9.5 F. 9.8 io-5 7-9 8.6 9.0 n.7 10.0 L. 9.1 10.7 9.2 7.6 7.6 12.0 I I.I Kl. (f.h.) 7 — 7 — 6 — 7 — 7 — 7 — 6

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.