Norðurland

Tölublað

Norðurland - 07.01.1911, Blaðsíða 4

Norðurland - 07.01.1911, Blaðsíða 4
Nl. ' 4 Um Einar Jónsson. Grein í »Illusfrirfe Zeifung*. Um Einar Jónsson, niyndhöggvara ritar íslandsvinurinn, dr. phil, Max Gruner í Halensee við Berlín, langa grein og rækilega í stærsta myndablað Þýzkalands, „Illustrirte Zeitung“. Eru þar birtar ágætar myndir af þessum 12 verkum Einars: I. »Útilegumaður- inn«, 2. »Forneskjan« o. fl. úr vinnu- stofu hans, 3. »Maður og kona«, 4. »Dagsbrún«, 5. »Skýstrókur«, 6. »Árs- tíðirnar«, 7. »Móðir náttúra«, 8. »Hcnd in«, 9. »Akkerið«, 10. »Kristján IX.«, 11. »Ingólfur« og 12. lágmyndin »Frelsið«. Grein þessi er ítarlegur æfiferill Einars og lýsing á list hans, en eink- um skýrðar myndir þær, sem birtar eru. Upprunalega hafði dr. Gruner sent blaðinu fáeinar myndir, en blaðinu leizt þegar svo vel á þær, að það sendi mann til Einars í Berlín til þess að fá hjá honum myndir af öllum verkum hans. Síðan valdi blaðið úr þessar 12. Þess skal getið, að blaðið »Illustrirte Zeitung« flytur eigi myndir né grein- ar — allrasízt svo stórar sem þessa — um útlenda listamenn og verk þeirra, nema mennirnir séu frægir og fram- úrskarandi. Viljum vér því óska Einari til hamingju með þessa miklu viður- kenningu. Nafn hans verður nú kunn- ugt víðsvegar, því að rit þetta er les- ið um allan heim. (Eftir ísafold.) X Deilan um þá konungkjörnu. Þær eru broslegar kenningar heima- stjórnarblaðanna um þessar mundir, um rétt hinna konungkjörnu til að sitja á næsta alþingi, og sýna vel siðferðis- hliðina á þeim mönnum, sem halda þessum villukenningum að þjóðinni. Ákvæði stjórnarskrárinnar um það atriði, sem gert hefir verið að deilu- efni, eru fyrir mínum augum svo skýr, að þau geta ekki orðið misskilin nema vísvitandi. Til að sanna þessi ummæli mín, vil eg benda á, að alstaðar þar sem stjórn- arskráin talar um ár t. d. í 5. 7. 8. 14. 19. 25. 26. gr. og víðar, er það almanaksárið — árið frá I. jan. til 31 des. — sem þar er átt við, nema ef gerð er bein undantekning frá aðal- reglunni. það er því engum vafa undir- orpið, að kjörtímabil konungkjörinna þingmanna nær yfir sex almanaksár, og var þar af leiðandi útrunnið 3 i.des 1910 — nema því aðeins, að kjörbréfin sjálf tiltaki annað sex ára tímabil. — Á meðan heimastjórnarhöfðingjarnir ekki sanna með kjörbréfum hinna kon- ungkjörnu, að þau gildi tram á árið 1911, álykta eg að alt þeirra fimbul- famb um þá konungkjörnu, hafi frá upphafi ekkert verið annað en vísvit- andi tilraun til þess að brjóta stjórn- arskrána, með það eitt fyrir augum, að bola núverandi stjórn frá völdum, í þeirri veiku von, að þeirra flokkur kynni að ná yfirtökunum á næsta þingi og komast til valda. Sennilega man þjóðin eftir þeim leiðtogum sínum við næstu kosningar. 2/i 1911. Bóndi. X BæjarstjórnarKosning. Kosning fór hér fram á 4 tulltrúum til bæjarstjórnar 4 þ. m. Kosninga- viðbúnaður mun hafa verið með meira móti. Kvenþjóðin safnaði liði til þess að koma konu í bæjarstjórn og heima- stjórnarmenn sendu út langt prentað ávarp til Oddeyringa, um að kjósa Björn Líndal. Sjö voru listarnir alls og hlutu þessir kosningu. Otto Tulinius konsúll . (107 atkv.) Kristfn Eggertsdóttir sjúkrahússtýra ( 79 — Björn Líndal málfærslu- maður................(74 — ) Guðmundur Olafsson timburmeistari . . (71 — ) Næst fékk Pétur Pétursson verzlun- arstjóri 60 atkvæði. Greidd voru alls 472 atkvæði af á 8. hundraði á kjörskrá. X Úr forOabúri heimskunnar. I Norðra er það talin sönnun fyrir rétti konungkjörnu þingmannanna okk- ar til þess að sitja á næsta þingi, að búið sé að »rannsaka skipunarbréf þeirra«. Eins og það að þeir hafi áður átt rétt til þingsetu, sé nokkur sönn- un fyrir því að þeir hafi rétt til að sitja á næsta þingi. Það er álíka viturlegt eins og ef sagt væri um bæjarfulltrúa, að úr því hann hefði einusinni verið kosinn í þá stöðu, þá ætti hann þar sæti eins lengi og honum sjálfum sýndist. Stœkkun túnanna. Jón H. Þorbergsson segir svo frá f »Norðra« að túnið í Löndum í Stöðv- arfirði hafi gefið af sér 40 hesta þeg- ar bóndinn þar, Kristján Þorsteinsson, tók við jörðinni, en gefi nú af sér um 3 hundruð hesta. — Þarna hefir þá töðufallið áttfaldast eða nær því það, hjá einum manni. — Er það nokkurt í- hugunarefni þeim mönnum sem halda að túnin okkar hljóti ætfð að verða litlir skæklar kringum bæina. Eftirlaun héraðslœkna. Héraðslæknar þeir, er áður voru aukalæknar, með 1000 kr. launum, hafa sótt til stjórnarinnar um það að hún gerði ráðstafanir til að lagfæra það misrétti er þeir verða fyrir, er til þess kemur að reikna eftirlaun þeirra. Óneitanlega er hér að ræða um mikla sanngirniskröfu, en ekki gott um að segja hvernig stjórn og þing líta á málið. undirrituð finn mig til knúða að votta öilum þeim mitt innilegasta hjartans þakklæti, er aðstoðuðu mig í veikindum mínum og nauðum þeim er að mér steðjuðu, öndvert vor og sumar 1908. Get eg ekki bundist þess, að tilnefna sérstak- lega herra héraðslækni Gísla Péturs- son í Húsavík, sakir allrar þeirrar miklu Iæknishjálpar er hann lét mér í té, fyrir litla borgun, í minni þungu legu, og svo fyrir hina mannúðlegu og drengilegu framkomu hans að öðru leyti gagnvart mér í bágindum mínum. »Það sem þér gerðuð einum af þess- um minstu bræðrum mínum, það hafið þér mér gert«. Nesi í okt. 1910. Steinun Sigurgeirsdóttir frá Árbót eir sem ekki hafa að fullu greitt skuldir sínar hér á skrifstofunni fyrir 20. p. m., fá engan greiðslufrest á tollum eða öðrum gjöldum petta ár. Bæjarfógetinn á Akureyri 8. jan. 1911. Guðl. Guðmundsson. duglega fiskimenn vantar á skip frá Patreksfirði. Ágæt kjör boðin! Semja má við Jón Bergsveinsson, Oránufélagsgötu 5. Kembing í lopa. KLÆÐAVERKSMIDJAN Á AKUREYRI er nú aftur tekin til starfa, og tekur pví móti HREINNI ULL og ULLARTUSKUM til kembingar í lopa og plötur fyrir sömu borgun og áður. Til sérkembingar í lopa eru tekin minst 5 pd. af ull. Innan skamms verður einnig farið að spinna ýmislegt band og byrjað að vinna allskonar dúka o. fl., er síðar verður auglýst. Þeir, sem senda ull til kembingar, spuna eða í dúka, eru beðnir að gæta pess að ívisttuskur eða tvistband sé eigi í ullinni, pví pað skemmir vélarnar og pað sem vinna á úr henni. Séu ull og tuskur sendar saman til að vinna úr, eru menn beðnir að hafa petta sitt í hvoru lagi, og bréf á milli •' pokanum. Vinnan verður fljótt og vel af hendi íayst. Umboðsmenn verða teknir víðsvegar um land, og eru peir, sem óska að taka að sér umboðsstörf fyrir félagið, beðnir að senda skriflega umsókn til Verksmiðjufélagsins á Akureyri. Uppboðin á síldveiðahúsunum verða á Litlaskógssandi 25. jan. og í Dældum þriðjudaginn 31. jan. Eggert Laxdal. Vaðla um boðsjarðir lausar frá næstkomandi fardögum 1911. Ytra-Gil í Hrafnagilshreppi. ’Litlu-Hámundarstaðir í Arnarneshreppi. Sveinagarðar í Orímseyjarhreppi. Ytri-Orenivík í sama hreppi. Syðri-Orenivík í sama hreppi. Umsóknarfrestur til 1. febr. þ. á. Umboðsmaður Vaðlaumboðs, Akureyri 4. jan. 1911. Stephán Stephensen. Forskriv selv Deres Klœdevarer. Direkte fra Fabrik. Stor Besparelse. Enhver kan faa tilsendt portofrit mod Efterkrav 4 Mtr. 130 Ctm. bredt sort, blaa, brun, grön og graa ægte farvet finulds Klœde til en elegant, solid Kjole eller Spadseredragt for kun 10 Kr. (2/50 pr. Mtr.). Eller 31/* Mtr. 135 Ctm. bredt sort, mörkeblaa og graanistret moderne Stof til en solid og smuk Herreklæd- ning for kun 14 Kr. 50 0. Er Varerne ikke efter Önske tages de tilbage. Aarhus, Klædevœveri, Aarhus. Danmark. Prentsmiðja Odds Björnssonar. /

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.