Norðurland

Tölublað

Norðurland - 29.07.1916, Blaðsíða 1

Norðurland - 29.07.1916, Blaðsíða 1
NORÐURLAND. Ritstjóri og útgefandi: JÓN STEFANSSON. 35. blað. t>eir óáncegöu. Pegar Sjálfstæðisflokkurinn klofn- aði í fyrra, skiftist hann að mestu í »langsum"-menn og „þversum"- menn. Allir atkvæðamestu menn flokksins voru í öðruhvorum þeim fylkingararmi. „Langsum“-menn voru þeir sem höfðu þor til þess að bjarga stjórnarskránni og fánanum í fyrra, ásamt Heimastjórnarmönnum, og voru svo í samvinnu við þá á þinginu. Og nú við kjördæmakosn- ingarnar í haust mun vera ráðið að Heimastjórnarmenn og „Langsum"- menn fylgist að málum og gangi að kosningum sem einn flokkur, enda er það að öllu eðlilegt og rétt- mætt, þar sem enginn málefna- ágreiningur skilur flokkana. — — Allflestir atkvæðameiri Sjálfstæðis- menn lentu í „langsum" eða „þvers- um"deildirnar í fyrra, eins og áður er sagt, en nokkrir urðu þó eftir, sem ekki vissu sitt rjúkandi ráð, hvar þeir áttu að hallastað. Peir voruó- ánægðir við „langsum" og óánægð- ir við „þversum". Þessir óánægðu „Sjálfstæðismenn" eru það, sem svo hafa verið að reyna að klekja uþþ nýjum flokkum, eins og t. d. flokki „Þjórsárbænda" (er sumir hafa nefnt „allragagn"), flokki verkamanna o. s. frv. En altaf eru þeir jafn-óánægðir samt. Og vegna hvers? Vegna þess að „flokkarnir* þeirra fá svo lítið fylgi, að þeir eru dauða- dæmdir við kosningarnar sem fara í hönd. Og vegna þess að foringj- um þessara flokksbrota er sjálfum augljóst, hve fylgið er lítið og hve sigurinn er vonlaus. Annars verður að játa, að ekki var ókænlega farið að, við myndun þessara flokksbrota. Pjórsártúnsflokk- urinn ætlaði t. d. að safna öllum bœndum undir sitt merki. Óánægðu sjálfstæðismennirnir sem þar voru í fararbroddi, vissu að meiri hluti af kjósendum Heimastjórnarflokksins voru bændur. Því átti að reyna að veiða þá með „óháða bœndau-nafn- inu. Oamall og góðkunnur Heima- stjórnarmaður var fenginn til þess að gefa kost á sér í efsta sætið á lista þessa flokksbrots, svo hægt yrði að flagga með honum sem agni fyrir bændur í Heimastjórnar- flokknum. En jafnframt voru laun- ráð brugguð. Óánægðu „Sjálfstæðis- mennirnir" ætluðu sér ekki að láta Heimastjórnarmanninn ná kosningu, ætluðu það aldrei. Þessvegna hrósa oddvitar listans syðra Ágúst Helga- syni, gömlum og nýjum Sjálfstæð- ismanni, á hvert reipi sem „bezta" manni listans, Og þessvegna hefja oddvitar listans hér nyrðra Hall- Akureyri 29. júlí 1916. grím Kristinsson, gamlan Sjálfstæð- ismann, til skýanna og vilja fá kjós- endur til þess að flytja hann upp í efsta sætið, þrátt fyrir það þó þeir viti vel, að Hallgrímur gerði það að skilyrði fyrir framboði sínu, að hann yrði neðstur á listanum (vegna þess að hann vill ekki verða þingmaður) og þrátt fyrir að hann gerði það einungis í því augnamiði að styðja að kosningu efsta mannsins á list- anum — þessa sem forsprakkainir vilja nú (vægast sagt) flytja neðar. En engar „brellur" duga hvernig sem málinu er velt. Fylgi „óháða flokksins" er stöðugt jafn hverfandi lítið og eykst ekki. Aftur á móti eykst óánægjan í Þjórsárflokknum eða „óháða bænda- flokknum" jafnt og þétt. Hún er víst hið eina sem vex og dafnar aðdáanlega í þeim flokki ef taka má mark á því sem núverandi mál- tól hans hér í bænum segir. Það fárast stöðugt um óánægjuna sem ríki meðal kjósenda, óánægjuna yfir gömlu flokkunum og óánægjuna yfir þjóðmálastarfseminni í landinu að undanförnu. Ef nokkuð er tak- andi mark á þessu óánægju-söngli þess, á það auðvitað eingöngu við ástandið i litla flokknum sem það telst til, ástandið í „óháða flokknum"! í Heimastjórnarflokknum er að minsta kosti ekki nein óánægja. Þar eru bændur ánægðir af öllu hjarta. Þeir hafa vissuna sín megin. Viss- una fyrir því, að við kosningarnar á laugardaginn kemur flokkur þeirra fleiri fulltrúum að, en nokkur ann- ar flokkur í landinu. Og þessvegna kjósa þeir A-list- ann, fylgja Heimastjórnarflokknum stöðugir eins og þeir hafa gert. Stefnuskráin ófædda. Að látast ætla . . . ! ! Þessi orð virðast vel fallin til þess að vera stefnuskrá sjálfstæðisflokks- brotsins, sem kallar sig „óháða bænd- ur". Ymsir af þeim kumpánum tala ærið digurbarkalega um „stefnuskrá" sína, en þeir, sem kunnugastir eru, fullyrða, að hún sé hvergi til, ekki einu sinni í loftinu. En hitt er öllum kunnugt, að þeir eru vel byrgir af þessu: Að látast œtlal Þeir látast ætla „að koma á stór- feldum samgöngubótum, án járn- brauta". Heyr endemi! Þeir Iátast ætla „að koma hér á fót öflugum seðlaútgáfubanka, þjóð- banka, er njóti arðs af seðlaútgáf- unni". Heyr aftur endemf! Þeir látast ætla að „efla ræktun landsins og auka framleiðsluna". Og heyr enn endemi! Hvað veldur því annars, að þessi flokkur, þessir menn, sem altaf eru að tala um, hve óánægjan sé mikil meðal þjóðarinnar yfir gömlu flokk- unum og þá einnig stefnuskrám þeirra, að þeir reyna ekki að „smyrja upp" einhverri stefnuskrár mynd og kunngera hana fyrir kosningarnar. Treysta þeir sér ekki einusinni til þess ? Ekki til annars en látast œtla að gera það? Nokkur orð um andatrú. Eg hefi heyrt það haft eftir Haraldi Níelssyni prófessor, að hann hafi sagt frá því í einu af erindum þeim, er hann flutti á Akureyri nú fyrir skemstu, að hann hafi setið til borðs og mat- ast með anda framliðins manns. — Þykir sumum þetta harla ótrúlegt, af þeim ástæðum að andar þurfi ekki fæðu svo sem holdlegar verur, og ganga nokkuð svo langt að þeir vilja rengja enn meira af kenningum pró- fessorsins, fyrir bragðið. — Eg vil nú sem minst um þetta dæma, en aðeins benda mönnum á að þetta er ekki eins ótrúlegt og í fljótu bragði virðist. Fyrst er þess að gæta að andar geta holdgast, eða tekið á sig líkamlegt gerfi stöku sinnum, og þá er svo sem auðvitað að þeim verður matarþörf þegar í stað. Kann eg fleiri dæmi um að andar framliðinna hafi etið mat, holdgaðir eða holdiausir. Þegar eg var í barnæsku, var á heimiii með mér prófentukerling á nfræðisaldri. Hún var greind vel og minnug; kunni hún frá mörgu að segja. Við vorum tveir strákar á Kkum aldri, og sókt- um mikinn fróðleik tii kerlingar. Hún sagði okkur margt um anda,* sem hún hafði komist í tæri við, einkum tvo þeirra. Írafeils-Móra og Eirfk Skaga- draug, Hún sagði okkur að þeim báðum hefði orðið að skamta á hverju kvöldi, ella hefði þeir riðið á skirsám í búrinu og spilt matvælum, sem af tók. Einkum hefði Móri verið frekur tii matarins, og þurft mjög mikið að eta; lítur helst út fyrir að hann hafi verið holdgaður andi. Það yrði of langt mál að segja frá öllu, sem þessi ke, I- ing sagði okkur fóstbræðrum um þessa tvo kumpána og fleira, en mér þókti rétt að segja frá þessu, þeim til at- hugunar, sem rengja vilja prófessor- inn. Eg skal bæta því við að þessi * Þeir voru þá nefndir draugar, þykir mér og flestum það miklu Ijótara orð, og var fallega gert að velja þeim fram- liðna, er hingað vitjar aftur, betra heiti og virðulegra. XVI árg. kerling var mjög heiðarleg kona og óljúgfróð. Enn ætla eg að geta eins, er sýnir að ekkert ilt þarf í bruggi að vera þó andar séu á sveimi, og að vei má samrýma kenningar um þá, guð- fræði og guðsótta og góðum siðum yfirleitt, eins og prófessorinn gerir. Þessi kerling sagði okkur að hún hefði látið lesa húslestur á hverju kveldi, og var ávalt sungið fyrir og eftir lesturinn. Eiríkur hélt sig venju- lega undir baðstofuloíti — baðstofan var portbygð. Sagði hún að það hefði ekki brugðist, ef Eirfkur var þar stað- ar á annað borð þegar lesið var á kvöldin, að hann tæki undir þegar, er byrjaður var söngurinn, og syngi hástöfum undir pallinum, með fólkinu bæði fyrir og eftir. Lítur út fyrir, eftir þessu að dæma að Eirfkur hafi verið góður og guðelskandi, að minsta kosti f aðra röndina. Þó hafði hann verið hrekkjóttur með köflum. Það er annars merkilegt hvað menn geta verið vantrúaðir og vildi eg með þessari grein þó stutt sé, hafa stuðl- að til þess, að menn >vendi sig af þeim vonda sið.« 26/7 I9l6. Aquila. Frá blóðvellinum. Rússar' hafa rekið Tyrki burt úr Armeniu og hafa alt landið á valdi sínu. Hindenburg byrjar sókn á Riga- vfgstöðvum. Keisarinn er með hon- um á vígvellinum. Þjóðverjar hopa undan í Argonne og í Belgíu. Mannfallið þar óhemju- legt af báðum. Tyrkneskar hersveitir eru komnar tii liðs Austurríkismönnum móti Rússum og hefja áhlaup. llm láð og lög. — Timatali verður breytt við land- símann frá 1. ágást og sólarhríng- urinn talinn i klukkustundum frá 0— 24. Klukkan eitt eftir hádegi verður klukkan þrettán eftir að breytingin er komin á. Vœntanlega koma fljótlega úr og klukkur á markaðinn hingað sem hafa tölurnar 0—24 i stað 1—12 sem nú gerist. — Látinn er Þorvaldur fónsson á fsafirði, t hárrí elli. Hinn mesti sœmdarmaður og förgöngumaður margra nytsemdarfyrirtœkja við fsa- fjarðardjúp. Fyrirlestur ætlar hr. Arthur Gook að halda á morgun kl. 5, er heitir: »Gamal! krist- indómur og ný heiðni«. 4*

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.