Norðurland


Norðurland - 17.02.1917, Blaðsíða 1

Norðurland - 17.02.1917, Blaðsíða 1
NORÐURLAN D. Ritstjóri og útgefandi: JÓN STEFANSSON. ~ ------------------■--------- 6. blað. Akureyri 17. febrúar 1917. XVII. árg. Kjebenhavns JMargarinefabrik (ramleiðir hið vandaðasta smérlfki sem unt er að fá, notar aðeins hreint og óskemt efni, og litar alls ekki marga- rínið, en selur það hvftt eins og á- sauðasmér, svo allir geti fullvissað sig um að engu misjöfnu sé blandað f það. Margarfnið faest í I og 2 punda skök- um, 5 °g 10 punda öskjum og stærri dunkum og er þrátt fyrir gæði sfn hið ódýrasta smérlfki sem flutt er til lands- ins, enda fer neyzla þess vaxandi ár frá ári. Areiðanlegir kaupendur fá lang- an gjaldfrest. Pantanir sendist annað- hvort beint til verksmiðjunnar, Bro- Iæggerstræde 9 Köbenhavn, eða Jóns Stefánssonar Akureyri. cd ea p ÍO ÖJOJ* cð .£<3 •O - g or«H -a O D £ Æ «*s" so'rt c« 25 w 1-c‘l. «0 r= I “E “ u 5 m > ,5 tuo . ■*-» TD 4> ■••S3 G~ B c ío 2 a> O. e .2J»a> *0 "O w u, c *o « £ >-r- . JJh +-* .M C JVI- Zadigs þvottaduft með fióluilm er ómissandi hverri húsmóður. Hin gamla aðferð að nudda þvottinn upp úr sápuvatni er orðin úrelt, allir vita að fatnaður og dúkar slitna óhæfilega með þeirri þvotta-aðferð og eru því að hætta við hana, en taka upp þvotta- aðferð með M. Zadigs þvottadufti í staðinn. Duftið er leyst upp f vatni þvotturinn svo lagður í þann lög og þegar hann hefir legið þar hæfilega íeng'i er aðeins skolað úr honum, nN þess hann sé nuddaður. ZADIGS ÞVOTTADUFT SPARAR því mikið erfiði og tfma, SPARAR sápu og sóda og slítur ekki þvottinum. Biðjið því kaupmenn yðar um ZADIGS ÞVOTTA- DUFT. Það fæst í öllum vel birgum verzlunum og ryður sér hvervetna til rtims. Þvf það er margfalt ódýrara og ^etra en sápa og sódi. Sápurogilmvötn.tannmeðalið »Oral«, Danolie Hudcréme, raksápuna Barbe- rio> °g gólfþvottaduftið fræga frá M. Zadig konungi. hirðverksmiðju f Malmö Httu allir yngri og eldri, að kaupa. Pjóðmálafund ur var haldinn hér í Ieikhúsinu á þriðju- dagskvöldið, samkvæmt fundarboði frá nokkrum borgurum bæjarins (sbr. síðasta blað). Alþingismaður M. J. Kristjánsson lofaði að koma á fundinn til þess að svara fyrirspurn- um kjósenda og segja þingtíðindi og gerði hann það vel og rækilega svo fundarmenn voru hinir ánægð- ustu yfir. Fundurinn var prýðisvel sóttur, svo leikhúsið var fult uppi og niðri. Otto Tulinius konsúll setti fund- inn í nafni fundarboðenda og stakk upp á Stefáni Stefánssyni skóla- meistara fyrir fundarstjóra. Var það samþykt með lófaklappi, en vegna þess að menn höfðu komið sér saman um að gera ekki neinar fund- ar-ályktanir voru engir fundarskrif- arar kosnir. Þessi mál voru tekin til umræðu: Kosningakœrurnar. Málshef jandi, Jón Stefánsson ritstjóri, kvaðst álíta, að hann tæki ekki ofdjúpt í árinni, þó hann segði að þjóðin hefði orðið undrandi yfir því hvernig Alþingi afgreiddi kærumálin og óskaði því að þingmaðurinn vildi gefa upplýs- ingar um á hvaða grundvelli meiri hluti þingsins hugsaði sér að verja þar gerðir sínar. Þakkaði annars þ.m. fyrir að hann hefði verið einn af þeim fáu sem vildu láta rannsaka kærumálin til fullnustu en lýsti yfir í lok umræöanna um málið, að hann teldi meðferð þingsins á þeim hreina og beina svívirðing. Gegn aðferð þingsins töluðu einnig, mjög ein- dregið, þeir lögfræðingarnir Bjarni lónsson útbússtjóri og Júlíus Hav- steen og Stefán skólameistari. Al- þm. M. J. Kristjánsson varði þingið drengilega, hélt að það sem kært var yfir mundi ekki hafa raskað úrslitum kosninganna í hverju kjör- dæmi fyrir sig og það væri aðalat- riðið. Annars hefði þingið gert ráð- stafanir til þess að koma fram á- byrgð laganna á hendur þeim mönn- um í kjördæmunum sem yrðu sann- ir að sök að því að hafa brotið kosningalögin. Vildi láta menn hafa hugfast að tala og skrifa ávalt virðu- lega um Alþingi og gerðir þess. Stjórnarski/lin. Málshefjandi, Sig. Einarsson dýralæknir, gerði fyrir- spurn til þingmannsins um, hvers vegna ráðherrum hefði verið fjölg- að nú, þrátt fyrir það þó frumvarp sem var til meðferðar um það á síð- asta þingi hefði ekki náð samþykki. Alþingismaðurinn svaraði að ráð- herrum hefði bæði verið fjölgað vegna ófriðarafleiðinga og svo mundi enginn gætinn maður í þinginu hafa viljað verða til þess að taka stjórnina einn að sér. Jón Stefáns- son sagði sér vera kunnugt um að svo væri látið heita sem þetta bræð- ingsráðaneyti hefði verið stofnað af þörf vegna ófriðarins að dæmi ann- ara þjóða, þó orsökin hefði verið alt önnur í raun og veru, en ósk- aði uppiýsinga unr hvernig stæði á að fyrirmynd útlendra þjóða hefði þá ekki einnig verið fylgt í því að fráfarandi ráðherra tæki aftur sæti sem meðlimur í hinu nýja ráðaneyti. Alþm. svaraði að sér væri ekki til fullnustu kunnugt um hve miklar tilraunir hefðu verið gerðar til þess við Einar Arnórsson, en kvaðst á- líta að hann mundi hafa verið ófá- anlegur til þess og það væri ekki undarlegt um mann sem hefði reynt jafnmikið af óverðskuldaðri tor- tryggni éins og E. A. þann tíma er hann hafði stjórn landsins á hendi. Ennfremur töluðu í þessu máli Þor- kell Þorkelsson kennari o. fl. Brezku samningarnir. Málshefjandi, Otto Tulinius konsúll, spurði hvort alþm. sæi sér ekki fært að gefa meiri upplýsingar um það mál en mönnum enn væru kunnar. Alþm. svaraði með langri og ítarlegri ræðu en kvað þagnarskyldu þingmanna um málið vera Þránd í Götu fyrir öllum nákvæmari upplýsingum. — Miklar umræður urðu um málið og tóku þátt í þeim Jón Bergsveinsson, Páll Einarsson bæjarfógeti o. fl. Dýrtíðaruppbótin. Málshefjandi, Sig. Einarsson dýralæknir, gerði fyrir- spurn eftir hvaða grundvallarreglu uppbótin yrði reiknuð þegarákveða skyldi hana eftir föstum launum og aukatekjum einstaklingsins og svar- aði alþm. því. Erlingur Friðjónsson spurði um hvað þingið hefði gert fyrir dýrtíðarmál smælingjanna og svaraði alþingismaðurinn því einnig. Þegar hér var komið hafði fund- urinn staðið fram á nótt og margir farnir að hugsa til heimferðar. Karl Nikulásson konsúll gerði þá fyrir- spurn um samgðngumálin og Júlíus Havsteen lögmaður aðra um síldar- tollinn. Alþingismaöurinn svaraði þeim báðum en ekki uröu um þau mál frekari umræður. Var svofundi slitið og þakkaði fundarstjóri fund- armönnum fyrir rósemd og siðprýði á fundinum. En áheyrendur létu al- ment í ljósi ánægju sína yfir hve glögt og greinilega alþingismaður inn svaraði öllum fyrirspurnum er fyrir hann voru Iagðar og hve ræki- lega hann hefði skýrt fyrir fundar- mönnum allan gang málanna nema í því málinu sem hann var bund inn þagnarskyldunni. X f I Gagnfræðaskólanum eru f vetur rúmir 90 nemendur og er það furðanlega margt nú f dýrtfðinni. Meiri hlutinn af nemendum er eins og vant er úr sveitum norðan- og austanlands, að eins tæpir 2h hér af Akureyri og þó tiltölulega með lang- flesta móti. Meira en helmingur nem- enda er f heimavist. í vor eiga að útskrifast úr skólanum hálfur fjórði tugur, og má búast við að margir þeirra haldi áfram námi f lærdóms- deild Mentaskólans syðra. Er það mik- ið mein og all tilfinnanlegt oss Norð- lendingum að nemendur skuli ekki geta lokið hér stúdentsprófi. Sérstak- lega er oss Akureyringum þetta mjög bagalegt. Með núverandi fyrirkomu- lagi á skólanum er oss Norðlending- um gjört ólíku örðugra fyrir að menta börn vor en Sunnlendingum að vér ekki töluin um Reykvfkinga, sem geta notið allrar þeirrar mentunar sem landið veitir, án nokkurs auka kostnaðar. Höfum vér þegar heyrt raddir um það hér nyrðra að meiri jöfnuður þyrfti á þetta að komast og má búast við að þær verði æ háværari er framlíða stund- ir, og sú krafa rísi áður langt um Hður að Hólastifti hið forna fái skóla sinn aftur, er illu heilli var frá þvf tekinn, að öllu jafnfullkominn og rétt- háann og skólann syðra. \ Rangar sagnir. Hér hafa gengið ýmsar sögur í vet- ur um rannsóknarmál sem Stjórnar- ráðið hefði látið höfða gegn alþingis- manni Barðstrendinga hr. Hákoni J. Kristólerssyni í Haga. *N1,« hefir fengir upplýsingar um að úlfaldi hefir verið gerður úr mýflugu í þessum efn- um og ekkert er það um að ræða sem Hákoni er nein vansæmd í, enda munu þeir sem honum eru kunnugir heldur ekki hafa átt von á þvf. Mannalát. Rósa Jónasdóttir kona Guðmundar Friðfinnssonar bónda í Seljahlíð er nýlega látin. Þau áttu einn aon, sem orðinn er fulltíða, Pál að nafni. R. A. Arngrímsson skrifari (Kontorist) f Kaupmannahöfn er dáinn þar 4. desbr., samkv. dánarlista Khafnar, en engar upplýsingar gefnar um manninn aðrar. Eftir nafninu að dæma hefir hann verið íslendingur. Prentsmiðja Odds B/örnssonar leysir af hendi alla P-R-E-N-T-U-N fljótt — vel — ódýrt, Talsími 45. Símnefni Oddbjöri).

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.