Norðurland


Norðurland - 28.06.1917, Blaðsíða 3

Norðurland - 28.06.1917, Blaðsíða 3
99 m. Maskínuolía, Lagerolía og Cylinderolía fyrirliggjandi. Hið íslenzka steinolíuhlutafélag. Skipið „Edina“ Jarðarför okkar hjartkæru móður og tengdamóður, Valgerðar Þor- steinsdóttur, er ákveðin að Bægisá fimtudaginn 12. júlí næstkomandi kl. 12 á hádegi. Bægisá 26. júní 1917. /óhanna Gunnarsdóttir. Theódór Jónsson. Hersvegna hófst þessi heimsófriður? Enskur rithöfundur svarar og segir: Ýmsir spyrja: skyldi guð vera úr sögunni? Því leyfir hann þetta upp- nám? Hann gerir það af því að vér viljum ekki skilja, eða getum ekki skilið, hvert materiutrúin og eigingirn- in leiðir oss, fyr en afleiðingarnar sýna sig, og sannfæra oss. í ö?ru lagi af því, að ver breytum friðartfmanum í ómensku og siðgæðislegt skeytingar- leysi. í þriðja lagi af því, að oss fer eins og Fariseunum forðum, að vér dýrkum skaparann með kreddum og Mammon með breytninni. Hinn »nýi vegur« til lffsins er 1900 ára gamall, já og miklu eldri. Það er kristindóm- ur, sem menn fyrst skynja þegar menn hafa kynt sér margbreytni trúarbragða- reynslunnar, fánýti ályktananna og barnskap flestra lögfeslra trúarkenn- inga. Það þarf ekki að sérgreina sann- an kristindóm vísindalega; kenhing Krists um faðerni Guðs, sem bindur allar þjóðir án greinarálits eða flokka. Sá kristindómur er sama sem heilbrigð skynsemi á æðsta stigi og svo auðsæ kenning, að hvert barn má skilja. M. J. \ II. <1 Wells hinn alkunni ritsnillingur Englend- inga (er hefur sviplfkt álit á Englandi sem Georg Brandes á Norðurlöndum) segir: »Eg er orðinn trúmaður á þess- um síðustu árum. Eg lít á mannkynið yfirleitt eins og dreymandi verur, og ekki getur vaknað gagnvart veruleik lffsins heldur en óvitabörn. Það er að dreyma þetta og þetta> »flaggar« með þjóðerni og ákveðnum kreddum og kýmilegum sviðum og ceremoníum; og svo koma stríðin — strfðin með vit- leysuna og ofstopann I Sú snaran slær smiðshöggið. Nú er það mín fasta trú, að nú sé loks sá tími í aðsigi, að mannkynið vakni og varpi af sér mör- unni! Þá hverfur alt þjóðerni úr heim- inum—nema mannúðin, enginn kóngur enginn keisari, heldur einn og sami Guð, Guð mannkynsins I Þessi er mín trú, og eg er eins handviss í þeirrí trú, eins og eg var árið 1900, þegar eg fullyrti að menn mundu óðara fara að fljúga. Mér finst að öðruvfsi geti ekki farið. Eg er alveg sannfærður.« M.J \ Fré Oanmðrku er símað 26. þ. m. að þurkur hafi nær eyðilagt alla uppskeru þar, sér- staklega rótarávaxta og að útlitið sé þar yfirleitt ískyggilegt. Þar eru og urgur allmiklar meðal ráðherranna og Rottböll hefir þegar sagt af sér vegna afstöðu þeirrar sem Stauning hefir tekið til jafnaðarmannaíriðarfundarins í Stockholm. Hiónarígslur á fslandi árið 1916 fóru fram 574. Er það nokkru færra heldur en árið á undan, er hjónavfgslur töldust 604, en töluvert meira en árin þar á undan, er gifting- ar voru nálægt 500 á ári. Árið 1916 kom á hvert þúsund landsmanna 6.4 hjónavfgslur, en 6.8 árið 1915, 5.6 ár- ið 1914, 5.7 árið 1913 og 1912 og 60 árið 1911. Sfðastliðin 10 ár (1906 —15) komu að meðaitali á ári 5.9 hjóna- vfgslur á þúsund manns, en 6 5 í næstu 10 árin á undan (1896 —1905), 7.2 árin 1886 — 95 og 6 7 árin 1876—85. Hjónavígslum hefir þannig farið heldur fækkandi á sfðari árum, en 2 síðustu árin hafa þær þó verið með meira móti, þrátt fyrir styrjöld og dýrtfð. (Hagt.) sem A. Guðmundsson stórkaupmaður í Leith, hefir í förum, er komið hingað til Akureyrar og fer héðan beinf fil Breflands. Ef kaupmenn eða aðrir vilja senda íslenzkar vörur með skipinu héðan, væri æskilegt að hlutaðeigendur vildu snúa sér til undir- ritaðra eða ,»Viðar“ í Reykjavík, hið allra fyrsta svo hægt sé að fá yfirlit yfir pað sem sent kann að verða með skipinu. Sanngjarnf farmgjald! PeBfntar á fslandi. Árið 1916 fæddust hjer á landi 2326 lifandi börn, þar af 1242 sveinar og 1084 meyjar. Er það tæpu 100 færra heldur en árið á undan, en sama tala að heita má eins og árið 1914. Þegar tekið er tillit til mannfjöldans, eru fæð- ingarnar 1916 tiltölulega töluvert færri heldur en bæði 1914 og 1915. Á hvert 1000 mann komu 25.8 lifandi fædd börn árið 1916, en 274 árið 1915 og 26.5 árið 1914. Á árunnm 1906—15 komu að meðaltali 26 8 lifandi fædd börn á hvert þúsund iandsbúa, 28 9 á árunum 1896—1905, 310 á árunum 1886—95 og 31.4 á árunum 1876— 85. Tölur þessar sýna, að fæðing um hefir töluvert farið fækkandi á síðast liðnum 40 árum. Andvana fædd börn voru 83 árið 1916 dg er það álfka og árið á undan. (Hagt.) Manndauði- Árið 1916 dóu hér á landi sam- kvæmt skýrslum presta 1285 manns (669 karlar og 616 konur). Er það minni manndauði heldur en næstu 2 árin á undan, en tiltölulega heldur meiri heldur en árin 1911 —13. Árið 1916 dóu I4 3manns af hverju þúsundi, ne 15 4 árið 1915 og 162 árið 1914. Aftur á móti dóu aðeins 12 1 af þús- undi árið 1913 og hefir manndauði hér á landi verið minstur það ár, en árið 1911 og 1912 dóu 13.5 af þús. Annars hefir manndauði yfideitt mink- að mjög mikið á sfðari árum. Árin 1906—15 dóu að meðaltali á ári 15 2 af hverju þúsundi, en 17.1 árin 1896— 1905, 19.3 árin 1886—95 og 24.5 árin 1876—85. Minkun manndauðans hefir fyllilega vegið upp á móti fækk- un fæðinganna, svo að mismunurinn á tölu fæddra og dáinna hefir ekki mink- að, Og mannfjölgunin af þeim ástæð- um þvf getað haldist f Ifku horfi Hin eðlilcga mannfjölgun (eða mismunurinn á tölu fæddra og dáinna) var 11 5 af hverju þúsundi manna árið 1906, og er það likt og meðaltal 10 áranaa næstu á undan (1906—15). Þá var hún 11.6, en 11.9 árin 1896—1905, 11 5 árin 1886—95 og ekki nema 6.8 árin 1976—85. Mest hefir hún verið 133 árið 1913. (»Hagt.«.) Gunnlaugur Einarsson aðstoðarlæknir minn, gegnir læknis- störfum og fer í ferðir lyrir mig þeg- ar eg er vant við látinn eða fjarver- andi. — Hann er að hitta kl. 5 — 8 sfðdegis í Strandgötu 1 (fyrv. »Hótel Oddeyri«). Telefon 103. Akureyri 26. júní 1917. Héráðslœknirinn, Akureyri 27. júní 1Q17. Verzlun S. Sigurðsson & E. Gunnarsson iSl Sigui ðsson. Beztu matarkaupin nú í dýrtíðinni: saltkét mjög vel með farið, söltud lœri, rúllupilsur, frá „H.f Hinar sameinudu íslenzku verzlanir“ á Oddeyri og fást þessar vörur hvergi jafngóðar né jafn ódýrar og þar. Oddeyri 27. júní 1917. Einar Gunnarsson Waterproof-kápur mjög góðar og ífgríðarstóru úrvali Verð frá kr.: 24.00 til kr.: 52.00. Brauns verzlun Bald, Ryel.

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.