Tímarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrá inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Norğurland

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoğa í nıjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ağlaga hæğ


Vafrinn şinn styğur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til ağ skoğa blağsíğuna sem JPG
Norğurland

						NORÐURLAND.
Ritstjóri og útgefandi:  JÓN  STEFANSSON.

35. blað.
Akureyri 12. september 1917.
XVII. árg.
**im^*^t*f*^^^**0*&^^v^i^

**^0*^0*^^^^^^^^*m<^^^t**^^^^*+^***f i» ^^J^^N
Bandaríki Norðurlanda.
(Til friðarþingsins í Stockhólmi.)
Pú himmgnæfi Skagi Skandinafá,
með skrúða-eyjar, firði, vötn og sund!
Pú enn ert frjáls með flest sem þarft að hafa,
með forna reynslu, þrótt og gull i mund.
Vér erum fimm — með Hnnlands sterku þjóðu,
sem frelsuð býst að rétta austri hönd,
og höfin nyrzt með Heklulandi ýróðu,
sem hdlft sér tengir Vesturheimsins strönd.
Oss norðurþjóðum nú er mál að vakna
við náhljóð þessa mikla vopnadóms,
er ðll hin fyrri félagsböndin rakna
sem fyrir dunum hinsia lúðurhljóms.
Sjá meginlöndin hroðin heiftarblóði,
á hvörfum alla kristna siðmenning.
Pvi risum upp til lifsins og i Ijóði
og lífsins trausti setjum friðarþing!
Fóstbrœðralag, sem feður vora dreymdi,
á fyrri öldum náði harla skamt,
þvi eigingirnd og ofmetnaður gleymdi
að allra réttur standa skyldi jafnt.
Og aldrei fyr en nú á Norðurlöndum
bar nauðsyn til og fœri að helga þing,
er skipi oss að tengjast bræðraböndum
og bindast fyrir nýrri siðmenning.
Hvað heimtum vér? Að fólkið frelsi skilji,
að fjöldinn þróist, siðist, mentist vel.
Ef fólkið styður hvorki vit né vilji,
þá veslast upp hver stjórnarbót i hel.
En siðment þjóð ei þolir heimska herra,
né heimskir drottnar kunna að stjórna lýð,
þótt ekkert hafi vélað heiminn verra
en valdafikn og ofmetnaðarstrið.
Mannhelgi nœst! Sá vargur er i véum,
er vegur mann og streymi saklaust blóð.
Pví dœmum vér (þótt minni máttar séum)
ðll manndraps sijórn et guðlaus, djöfulóð!
„Pú mátt ei vega". Orð þau standa stöýuð,
i steininn greipt og skráð af guðsins hðnd.
En nú eru fallin fleiri saklaus höfuð
en fólkið alt sem byggir Norðurlönd!
Vér boðum grið. En langir tímar líða
unz læknast stríðsins djúpu hjartasár,
og ringlað fólkið lœrir lögum hlýða
og loksins byrja heilbrigð friðar-ár.
Vort breiska kyn er enn á œskuskeiði
og œrið fáir skynja lífsins rök.
Vér sjáum fyrst er hækkar sól í heiði
að heimsins böl er mest vor eigin sök.
Pér miklu þjóðir, þér sem hafið ratað
í þennan æðisglœp og fólskustrið.
Pér vinnið ekkert, en hve margt er glatað
sem enginn bœtir hvorki fyr né sið.
Og hvert fer þol og þróttur yðar tauga
hver þurkar upp hið nýja syndaflóð?
hver sjávarguð má sekt af yður lauga?
hver sýpur tárin? drekkur upp það blóð? —
Heyr, heyr oss heimur: vopnin niður, niður,
og nú eða aldrei nemið orð vors máls!
fðrð, sær og himinn hrópar: friður — frwur/
og heimta með osa: hver ein þjóð sé frjáls!
En alheimsvald, vort eilift líf og kraftur,
sem eftir hverja nóttu sendir dag,
þín heilög ásfán lýsi aftur — aftur
á eftir þetta blinda reiðarslag!
Matth. Jochumsson.
Hér eftir verður
Akurevrar Apóteki
lokað kl. 8 * ¦««*¦
og verða aðeins afgreidd eftir þann
tfma meðul eftir lyfseðlum og þau
meðul sem eitthvað sétstaklega liggur á.
Akureyri 4. septb. 1917.
O. C Thorarensen.
Prentsmiðja
Odds Björnssonar
leysir af hendi alla
P-R-E-N-T-U-N
fljótt — vel — ódýrt.
Talsími 45.
Simnefni: Oddbjörn.
Frá blóðvellinum.
5/«. Michaelis kanslari fór til Bel-
gíu síðast í ágúst til þess að sjá
með eigin augum ástandið þar. —
Alsherjarverkfall í Sviss og uppþot
víðsvegar út af matvælaráðstöfumim
stjórnarinnar.
6/9. Orusturnar milli Austurríkis-
manna og ítala á Isonzovígstöðvun-
um eru taldar vera hinar mann-
skæðustu í þessum ófriði og sem
sögur fara af. Austurríkismenn hafa
látið þar yfir 100 þús. hermanna
síðan viðureignin hófst í júlí. ítalir
vinna enn á. — Wilson kveðst í
lok október hafa vigbúinn her er
verði um 4lh milj. manna.
7/9. Þýzkir kafbátar og Zeppelin-
skip tóku þátt í sjóórustunni í Ring-
köbingflóa. - Bretar sækja ákaft
fram í Oyðingalandi. — Hvíld á
sókn ítala á Isonzostöðvunum. —
AUir þýzkir hermenn eiga að taka
þátt í þingkosningunum og verður
kosið á vígstöðvunum, taliðvístþað
hafi afarmikil áhrif á úrslit kosning-
anna. — Rússar yfirgáfu Riga og
landið umhverfis án orustu. — ítal-
ir sækja hart fram í Brestovizza. —
Þjóðverjar gerðu harðar flugvélaá-
rásir á Suður-Engl^nd 2. og 3.
septbr. en þær urðu árangurslausar.
4. septbr. gerðu enn 10 loftskip og
flugvélafloti árás á Lundúnaborg og
vörpuðu fyrir borð miklu af sprengi-
tundri en ókunnugt er um tjón af
þeirri árás.
8/9. Rússar hafa yfirgefið Dvina-
mundevirkin við Rigaflóa. Stórfurst-
arnir Páll og Mikael, bræður Niku-
lásar fyrv. keisara, hafa verið teknir
fastir og eru sakaðir um forgöngu
fyrir samsærum til þess að gera
nýja stjórnarbylting f Petrograd. —
ítalir hafa byrjað æðisgengin áhlaup
hjá Monte Oabriele og orðið vel
ágengt. Óhugur í her Austurríkis-
manna. 2384 skip komu til Stórabret-
lands síðustu viku en 2432 fóru það-
an. 23 skip voru skotin í kaf. Kaf-
bátahernaðurinn talinn af Bretum
hættulaus úrslitum ófriðarins.—Rúss-
ar halda enn undan á Rigastöðvum.
Loftskipaárás á London í gær 6
menn létu lífið en 70 særðust.
%. Þjóðverjar tóku í gær 7500
fanga af Rússum við Fredriksstadt
og öll vígin þar. — Frakkar vinna
stóðugt á Verdunstöðvunum. — ítalir
hefja nýja sókn við Qörtz og hafa
tekið þar 700 fanga.
10/9. Vilhjálmur keisari er kominn
til Riga. Talið ólíklegt að Hinden-
burg vilji eiga á hættu að stefna
her sínum til Petrograd. — Ribot
ráðaneytisforseti Frakka biður um
lausn fyrir sig og alt ráðuneytið en
þó talið líklegt að hann muni mynda
aftur nýtt ráðuneyti. — Tundurvéla-
belti virðist vera lagt umhverfis Nor-
eg og eru allar siglingar stöðvaðar
þar fyrst um sinn. Tundurvélagirð-
ing virðist og vera sett norðvestan
við Jótland, rak eina vítísvél hjá
Thyboöre er sprakk þar og drap
sex menn. — Búist við að Banda-
ríkin leggi löghald á skip hlutlausra
ríkja sem nú liggja í höfnum þar.
Frakkar vinna enn á Verdunvígstöðv-
unum. Bretár gera áhlaup í Flandern.
n/9. Pjóðverjar svara  fyrirspurn
páfans viðvíkjandi Belgfu á þá leið
að þeir ætli sér að endurreisa Belgíu
eftir beztu föngum án milligöngu
eða tilhlutunar Breta o'g Bandamanna
þeirra. — Lloyd Oeorge hefir lýst
yfir í ræðu að hann beri fult traust
til hernaðarþreks rússneska hersins.
Bandaríkin banna allan útflutning
gulls. lnnanríkisráðherra þeirra lýsir
yfir að úr því Bandaríkin hafi byrj-
að þátttöku í ófriðnum verði barist
til þrautar þangað til herveldi Prússa
sé úr sögunni, hvað mörg ár sem
Bandamenn þurfi til þess.—Frakkar
vinna enn á Verdunstöðvunum.
HúsmceOraskólinn.
Mentamálanefnd Nd. hefir lagt fram
álit sitt um það mál, og vill nefndin
að það sé ákveðið f frv. að skólinn
skuli standa f grend við Akureyri og
að búskapur skuli rekinn í sambandi
við skólann. Má ráða það af nefndar-
ál. að nefndin ætlast til þess að skól-
inn verði við Gróðrarstöðina við Ak-
ureyri. Með því að skólinn sé i grend
við Akureyri, telur nefndin bezt séð
fyrir hag allra þeirra er skólann eiga
að sækja, skólahatd yrði ódýrara vegna
hægari aðflutninga og Akureyrarkaup-
stað gert léttara að nota hann, án
þeas þó að öðrum væri bagi að. Með
þvt' mundi skólinn Hka eiga kost góðra
kenslukrafta (manna á Akureyri) t. d.
f efnafræði, heilsufræði og uppeldis-
fræði, sem ella yrði ókleift eða erfitt
að fá.                 (».VIsir«.)
					
Fela smámyndir
Blağsíğa 137
Blağsíğa 137
Blağsíğa 138
Blağsíğa 138
Blağsíğa 139
Blağsíğa 139
Blağsíğa 140
Blağsíğa 140