Óðinn - 01.02.1906, Blaðsíða 4

Óðinn - 01.02.1906, Blaðsíða 4
r 84 ÓÐINN. Prír 'iingir listamenn. Ein tegund listarinnar hefur jafnan þróast hjer á landi. I’að er hraglistin. í þeirri grein hefur ísland átt listamenn á öllum öldum síðan land (iUÐM. GUÐMUNDSSON SKÁLD. bygðist. Þar eigum við alinnlenda list, sem á rætur fram í dimmri fornöld. Oft hefur þessi list verið misbrúkuð, svo að hún hefur spill íslensk- um kveðskap, en ekki hætt hann, t. d. hjá mörg- um af rímnaskáldunum. Þau töldu braglistina svo ómissandi, að alt annað varð að lúta í lægra haldi fyrir henni: efni, orðaval og skáldlegar hugmyndir. Kveðskapurinn varð þá skvaldur, hljómur og ekk- ert annað. Slíkt var löstur, og verður ætíð löstur, að svo dýrt sjc kveðið að efni og hugmyndir njóti sín ekki þess vegna. En samt er braglistin fögur list og einn al' höfuðþáttum lýriskra Ijóða. Guðm. Guðimindsson skáld. Hann hefur í braglist komist einna lengst allra íslenskra skálda. Hann smíðar nS7ja og nýja hrag- arhætti og yrkir þá svo dýrt og dillandi Ijett, að annað eins rímrósaverk hefur naumast sjest áður. Einkum kenmr þetta fram í »Strengleikjum« hans. Suinum þykir þetta um of og segjast lítið vilja fyrir það gefa. En þótt aðra kosti á kveðskap megi ofar setja en þennan, þá er þetta list, sem mjög prýðir, einkum þegar hún nær jafnháu stigi og hún hefur náð hjá Guðmundi. Hann er ljóð- skáld út í ystu æsar. í kveðskap hans eru til- flnníngarnar ráðandi og langflest af kvæðum hans eru ástakvæði. Ljóð hans eru mörg svo rík af fínum tónum, að þau verða helst að syngjast til þess að njóta sín. Eftir G. G. liggur mjög mikið af ljóðmælum, til og frá prentuðum, og misjöfnum að gæðum; því hann er ætíð búinn til að yrkja tækifæris- kvæði, eríiljóð, brúðkaupskvæði og alskonar »minni«. Þótt slíkt hljóti oft að vera gert að ljóða- dísinni miður viljugri, þá er það ekki láandi þeg- ar þess er gætt, að þetta er sá eini skáldskapur sem borgar sig á voru landi. Líka er þess að geta, að Guðmundur yrkir þessi kvæði að öllum jafnaði flestum betur. Af hókum helur komið út eftir G. G.: »Ljóð- mæli« 1900 og »Strengleikar« 1902, auk smærri pjesa i bundnu og lausu máli. í Alþingisrimun- um kvað hann eiga mikinn þátl. Tímarit og blöð geyma eftir liann fjölda ljóðmæla, sem hann ætti nú að fara að safna saman og gefa út í heild. G. G. er fæddur ö. sept. 1874, bóndason frá Helli á Rangárvöllum, kom í skóla 1891 og útskrifaðist þaðan 1897. Síðan las hann um hrið læknisfræði, en er nú hættur námi. EINAH JÓNSSON MYNDHÖGGVARI,

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.