Óðinn - 01.11.1907, Blaðsíða 1

Óðinn - 01.11.1907, Blaðsíða 1
OÐINN 8. BLAÐ NÓVEMBKR 1007. III. A Ií. Frú Torfhildur Þorsteinsdóttir Holm. Frú T. I5. Holm er fædd 2. febrúar 1845 á prestssetrinu Kálfafellsstað í Vestur-Skaftafellssýslu, dóttir Þorsteins Einarssonar prests og konu hans Guð- ríðar Torfadóttur prófasts Jónsson- ar frá Breiðabóls- stað í Fljótshlíð. Jón, faðir Torfa, yar sonur Finns biskups Jónssonar Halldórssonar pró- fasts í Hitardal. Fram yíir fenn- ingaraldur var frú Torfhildur í föður- húsum og naut þar heima fyrstu fræð- slu. 17 ára gömul fór hún til Reykja- víkur og dvaldi þar við nám í 4 ár. Lagði hún þar stund á ýmsar kvenlegar íþróttir og bóknám. Eftir það sigldi lnin til Kaupmannahafnar, til þess að full- komna nám sitt bæði í bóklegu og verklegu. I'egar hún kom heim frá Kaup- mannahöfn, byrjaði hún að kenna ungum stúlkum og gerði það langt frameftir æíi. Árið 1874 giftisl hún vershmarstjóra Jakobi Holm, er þá hafði verslun á Hólanesi. Sambúð þeirra var stutt, því ári síðar misti hún mann sinn. Fluttist hún þá að Höskuldsstöðum á Skaga- strönd til síra Eggcrts Briems rnágs sins og dvaldi þar eitt ár. þaðan sigldi hún til Ameríku og var þar í 13 ár, í Nýja-íslandi, Selkirk og Winnipeg. í Ameríku nam hún málaraíþrótt. Á þessum árum starfaði hún allmjög í ýmsum greinum jafnframt því sem hún ment- aði sjálfa sig og ritaði fyrstu sögur sínar. í æsku lagði frú Hohn sig mjög eftir fornsögumvor- um og drakk í sig anda þeirra og kjarna. Varð forn- sögulestur hennar síðan traust und- irstaða undir hinu alkunna skáld- sagnasmíði hennar. Það var fyrst eftir að frú Holm var sest að í Ame- ríku, að hún byrj- aði ritstörf sín fyrir alvöru. Brynjóltur biskup [Sveinsson var fyrsta bókin, sem frá henni kom. Honum var vel tekið og varð hún slrax þjóðkunn fyr- ir hann. Hann kom út 1882. Eft- ir það rak hvert ritverkið annað. Ritstörf hefur frúin gert að æfi- starfi sínu, og stendur enn í þeim stórræðum, þótt orðin sjc aldurhnigin. Sögur og æfintýri hennar komu út 1884, Smá- sögur handa börnum og Kjartan og Guðrún 188(1 TORFHILDUR FORSTF.INSDÓTTIR HOLM.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.