Óðinn - 01.02.1908, Blaðsíða 7

Óðinn - 01.02.1908, Blaðsíða 7
ÓÐINN 91 Pig dreymdi’, ef til vitl, kynja-kappa þann, sem kaus að vild hver laut lians töfrasverði; en sástu þjáðarstríð og sterkan mann, sem stóð þar glaður livevja nótt á verði ? Og sáslu það, liann átti’ úr málmi mál og mat það lítið hverir jyrir stóðu, því ár þeim auði’ liann drap það dýra stál, sem dvergar höfðu' í fornu vopnin góðu. Og sástu’ hann kunni’ að sigra’ og heyja stríð, er sultarvœttir hremdu fósturstrendur, og hversu mörgum mynd lians þá varð jríð og minnisstœðar þessar bróðurhendur ? Hann einn sá neyð, sem jól sig bak við jjöll, og fátál móðir hugði’ að sínu’ í leyni: hún sá þá opin sonabrjóstin öll og sci hver lxjörtu voru þar úr steini. Og sáslu þá hvar voldug öfund var, sem vildi’ hann fengi brennimerktar hendur og tœki land — svo megindjúpt i mar, að mannorð hans ei rœki’ á neinar strendur ? En sásiu líka för að feigðarmúr, sem fótksins óþökk lykur eins og klaki og öfund þá, sem á þar snigilbúr og ekki nokkurt framaverk að baki ? Pig dreymdi frítt; en fár þann sigur hlaut, sem fjekstu’ á brœðrum þínum hinum ungu, og horfa’ á það, hve hlekki vora braut hvert hiklaust spor og geiglaust orð á tungu. Og ef við undum ver við rjettarrán og reyndist dállið meira, sem við þorum, ef hreinna’ er mœlt og síður sætst á smán, þá sjást þó nokkur blóm í þínum sporum. Vor œska horfði’ á liafið eftir þjer og hefði fylgt þjer gtöð að ytstu skautum, sem lengst frá þeim, sem holmir þrœða hjer i hunda’ og manna spor á lögðum brautum. Frá þjer bar yfir œginn geislastaf sem æska’ og dugur langa vegu kenna, og þeim er horfið leiðarljós í haf er logar þínir hætta’ að verma’ og brenna. Þ. E. Eirikur Magnússon heim að sækja. í suðurhluta hins gamla og fræga háskólabæjar Cambridge á Englandi, í nýbygðu hverfi skamt frá járnbrautarstöðinni, liggur það heimili, sem jeg veit gestrisnast í útlöndum. Það er heimili Eiríks Magnússonar M. A. og konu hans, frú Sigríðar Einarsdóttur. Fáir eru þeir íslendingar, sem um England fara, að þeir komi þar ekki við. Heimilið stendur öllum ís- lendingum oþið með stakri alúð og gestrisni, og hús- bændurnir kunna þeim löndum sínum litla þökk, sem hjá þvi sneiða. Eftir 8 langa og leiðinlega daga i þokuhreiðri því, er Lundúnaborg nefnist, kom jeg til Cambridge í júni 1904 Þar var sólskin og sumarblíða, gróðurilmur og sveitar- sæla — og þar var töluð við mig islenska. Ilúsbændurnir tóku mjer eins og þau ættu í mjer hvert bein. Þó þekti jeg þau lítið áður og liafði hvor- ugt þeirra sieð. Eina ástæðan var það, að jeg var ís- lendingur. Þá voru þar tveir íslenskir gestir fyrir, Eiríkur Kjerulf cand. med. og frú Bergljót Sigurðardóttir, kona Haraldar Níelssonar cand. theol. Þau voru bæði i ætt við húsbændurna; jeg einn var þeim með öllu vanda- laus, en ekki var munur gerður á mjer og þeim fyrir það. Líkast var þvi, að gömlu lijónin væru foreldrar okkar allra. Bá bjó Eirikur í húsi við Bateman Street, en var i þann veginn að flytja þangað sem hann er nú, við Tennisons Road 91, og skoðaði jeg það hús, sem þá stóð mannlaust. Nú fer það meira og meira í vöxt í enskum bæjum, að hús eru bygð að eins handa einni fjölskyldu, leigu- hús líka. Flestir bjargálnamenn búa nú í slíkum liús- um. Þar eru þeir út af fyrir sig og lausir við ónæði annara leigjenda, liafa ofurlitinn blómagarð og ýms önnur þægindi. Þannig er einnig hús það, sem Eiríkur býr í. Heimilið er lagað eftir enskri tisku, eins og geta má nærri; siðum landsins verða allir að lúta. Samt sem áður er þar islenskur bragur á ýmsu. Járngrind er fyrir hliðinu — eins og hjá Útgarða- Loka — og vanalega læst. Það er enskur siður, þar sem byggingum er svo hagað, og mun einkum vera gert vegna betlara og ósvifinna farandsala, sem annarstroða sjer inn í húsin. Innan við grindina er steinlimd stjett uþþ að fordyrisriðinu. Úr fordyrinu liggur stiginn uþþ á efra loftið, en niðri eru dyr að þeim tveimur herbergjum, sem niðri eru. Annað þeirra er borðstofan, þar sem heimafólk og gestir mætast til máltiða, minst tvisvar á dag. Sjaldan eru allir viðstaddir nema einmitl þar. Þar hefur hús- freyjan forsæti að sjálfsögðu og stendur gestum sínum fyrir beina með~móðurlegri alúð. Alúð frú Sigriðar er engin uþþgerð eða hæverska ein, heldur innileg. Það, að annast gesti, er hennar mesta yndi. Á Englandi kvað það þykja ósvinna, að þakka húsbændunum fyrir

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.