Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Óšinn

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Óšinn

						22
ÓÐINN
burði að þeirrar tíðar hætti. Því sagði Þorkell, er
hann vissi afdrif hans, »að svona færu þessir
hnappastrákar«. En fúlmannlega hafði verið að
Gunnlaugi unnið, líkið lemstrað mjög og flakandi
í sárum. Þótti og sem hann hefði veitt frækilega
vörn og vegandi eigi gengið heill af hólmi heldur,
því blóðdrefjar fylgdu förum hans, er voru kringl-
ótt (líklega eftir þrúgur), og lágu austur á heiði.
Þá var Gunnlaugur trúlofaður Solveigu dóttur
Þorkels. Var álitið, að annar maður, er og hafði
lagt hug á Solveigu, hefði fengið sekan mann,
Þorkel Böðvarsson, berserk mikinn og illmenni,
bróður Árna skálds á Ökrum, 1713—1777, til þessa
verks. Solveig harmaði mjög Gunnlaug. Er það-
an komið Gunnlaugsnafn í ættinni, því hún ljet
son sinn heita Gunnlaug, Varð hann efnismaður
með afbrigðum1), en dó ókvongaður á Skjöldólfs-
stöðum úr bólunni 1786, 26 ára gamall. Þótti
hann laukur ættar sinnar og varð mjög harmdauðÍ2).
1)    »Sjerdeilis atgjörfismaður, 3!/4 al. fullkomnar á
hæð«, segir síra Erlendur Guðmundsson, sem þá var
prestur í Hofteigi (d. i Stöð 1803).
2)    Brjef það, sem flutti Einari föður Gunnlaugs lát
hans, er enn til, og er það prcntað hjer til að sýna
stafsetning og stílsmáta sendibrjefa þá á .Tökuldal. Brjef-
ið er ritað bæði með fljótaskrift og settaskrift og hljóð-
ar svo:
»VirdugIege Velforstanduge Heidurs Man Trigd-
reinde Elskulege Vin. Drotteíi gaf Drotteii Burttok
hans blessada Nafn vil eg bera í brioste og Sleppa
ej, Su hlyfd mun mier hollúst vera, hvort Sem eg
lyfe edur Dei.
Nú fyrer Lytellre Stúndu Hefúr ockar Himn-
eska Födur Þocknast ad burtkalla Ydar Elskuleg-
an Son fra Þessú tymanlega, til þess Eylyfa lyfs,
Epter þad hafi hafde uppfilt mæling Jesú hörm-
unga, og bored Þolinmódlega Hans Stridsmerke
epter Honum, og ad Hans blessúdum Vilia, Hier
í guds nadarrike, Hann Lyfer nu hia Synum
Endurlausnara Jesú Ljomar ætyd Sem Skiæra Söl,
Nú í þessú asigkomúlage giet eg valla Vændt ad
jfier edúr Nockúr Ydar, giete Vered NÆlæger vid
Jardarfór ockar blessada dstvinar /Þo mier anars
Hefde Hugarhægd Vered/ En þar hier úm pláss
er mióg bagdt til Manrads, Vil eg til mælast /ef
Skie Kifie/ ad Hrafnkiels Dals bændúr giætúd Ver-
ed Lykmeii, Eg Skrifa Nú Jone Minúfll til ad
Koma, og Smida Kistúna, Næsta Ekert Hefe eg af
því Brefie Vine Sem Vcrdt er ad brúka fyrer al-
þydu, En þo Vil eg til Sia /Lofe gúd/ ad Lykmen-
erner Verde avarpader, Drotten Jesús giefe oss
óllúm ad Drecka Nytt gledenar Vin og mettast af
Guds   Húss   nægdargiædúm,   úm óll ár Eylyfdar-
Þorkell bróðir Gunnlaugs bjó á Eiriksstöðum og
dó þar 28. mars 1810. Hróðný Pálsdóttir kona
hans Ijest 20. júlí 1833, 85 ára. Gunnlaugur son-
ur þeirra bar nafn Gunnlaugs föðurbróður síns
(f. 12. maí 1787, d. 4. maí 1851). Var hann
merkur maður og bjó á Eiríksstöðum, móðurfaðir
Gunnlaugs Snædals bónda á Eiríksstöðum (f. 18.
júní 1845, d. 23. sept. 1888). Kristín dóttir Sol-
veigar dó 17. júlí 1811, en Sigvaldi maður hennar
andaðist 16. ágúst 1828. Faðir Sigvalda, Eiríkur
Styrbjarnarson, síðast bóndi á Hauksstöðum, var
afburðamaður að afli og hjálparhella mikil fátækl-
ingum, svo mæ)t er hann hafi fóstrað 19 börn
munaðarlaus; enda búið 54 ár (f. 1722, d. 8. des.
1809). Þau hjón Kristín og Sigvaldi bjuggu á
Hafrafellstungu í Axarfirði, ljetu þau heita Gunn-
laug. Hann var og merkur maður, bjó hann í
S.kógum í Axarfirði; (f. 28. nóv. 1801, d. 5. júlí
1884), faðir Sigurðar, er lengi bjó í Ærlækjarseli,
merkilegs manns (d. 28. des. 1899). Solveig and-
aðist 10. okt. 1792, 64 ára. Maður hennar var
Einar Jónsson, Högnasonar, Oddsonar, Árnasonar
prests í Vallanesi 1602—1635, Þorvarðssonar.
Þótti Einar mætur maður og svo var kveðið um
hann í sveitarbrag:
»Einar Jónsson Eiríksstöðum stýrir;
æruprýddur er sá mann,
allir lofa, er þekkja hann«.
Einar Ijest 11. okt. 1811, 87 ára. Frá hon-
um er komið Einars nafn í ættinni. Einar sonur
hans bjó fyrst á Kjólsstöðum, og svo lengi á Brú;
var hann fjörmaður og Ijettleikamaður mikill til
gangs alt fram á síðustu ár. Hann dó á Brú 19.
apríl 1847, 81 árs. Sonur hans einn hjet Einar
og var fæddur á Brú 21. maí 1802. Ólst hann
þar upp og bjó þar til öskufallsins 1875 (d. 1881
á uppstign.dag).     Hróðný   dóttir hans fæddist 14.
enar Eg Kved Ydúr med Nalægúm Ástvinúm fyrer
mig og mina Ástsemdar Kvediú kosse Forblifande
Ydar Heidúrsamur
Elskande Vin
T. Hiórleifsson
Skióld:
Dt. 13. Decembr 1786
[Þessi T. Hjörleifsson er Þórður bóndi á Skjöldólfs-
stöðum, sonur Hjörleifs prófasts á Valþjófsstad (d. 1786).
Þórður dó barnlaus 1814. Dánarbú hans hljóp 2545 rd.
Þar í voru Skjöldólfsstaðir virtir 600 rd., 13 hndr. í
Hnefilsdal virt 390 rd., Setberg virt 260 rd., hálfir Kols-
staðir virtir 300 rd. og Dalir í Mjóafirði 240 rd.].
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24