Óðinn - 01.06.1909, Blaðsíða 8

Óðinn - 01.06.1909, Blaðsíða 8
24 ÓÐINN dóttur frá Sandgerði, er áður var gift Einari Hjaltested kaupnianni á Akureyri. Síra Jón ólst upp hjá foreldrum sínum þar til hann var 12 ára að aldri; tluttist hann pá til frænda síns, Þorsteins kaupm. Porsteinssonar Kúld í Reykjavík, er tók hann að sjer og ljet kenna honum undir skóla, og var Sveinbjörn Egilsson fenginn til þess. Það er haft eftir rektor Sveinbirni Egilssyni, að þegar Kúld hitti hann einu sinni, og spurði eftir því, hvernig drengnum gengi að læra latínuna, þá svaraði hann með sinni al- þektu stillingu: »Já, þar er hann loflegur piltur og /tekur mörgum eldri fram«. Síra Jón útskrifaðist úr jReykjavíkurskóla 1854, með góðum vitnisburði. Meðan skólanámi hans stóð, vann hann við verslunarstörf hjá frænda sinum öllum sumrum, en eftir það að hann var útskrifaður stúdent, var hann fyrsta veturinn hjá greifa Trampe, er þá var i Reykjavík, sem húskennari, og má af því nokkuð marka, í hve miklu áliti hann var, þar sem liann var tekinn framar öðrum til þess starfa hjá hinum stolta aðalsmanni. Svo eflir það hann fór frá greifanum, stundaði hann um tíma læknisfræði hjá Jóni Hjaltalín landlækni, en ekki mun honum hafa fallið sá starfi, því hann hætti við það nám og fór hann þá norður að Hnausum í Húnavatnssýslu, til Jóseps læknis Skaptasonar, er var giftur móðursystur hans, Onnu Björnsdóttur Olsen. Þar dvaldi hann nokkur ár við kenslu og apótekarastörf, en árið 1864 giftist hann eftirlifandi ekkju sinni, Sigríði Svarradóttur frá Klömbr- um Jónssonar, Snorrasonar prests að Hjaltastöðum; fluttu þau hjón sig þá norður í Skagafjörð og dvöldu þar 6 ár. Bjó hann þessi ár oftast búi sínu og stund- aði jafnframt lækningar, er honum þótti hepnast vel, og var hans á þeim árum mikíð vitjað af sjúklingum. Arið 1870 var hann prestvígður til Dýrafjarðarþinga; því brauði þjónaði hann til 1884, að honum var veittur Staður á Reykjanesi, en árið 1895 varð hann áð sleppa embættinu sökuin handriðu, erhannfjekk uppúrþungri legu árið áður (1894); settist hann þá að á Flateyri við Onundarfjörð í nokkur ár, en þaðan fluttist hann að Garð- stöðum í Ögursveit, til Margrjetar dóttur sinnar, er þá var gift Jóni Auðunn Jónssyni. Þaðan færði hann sig líka með þeim hjónum til ísafjarðar, og dvaldi hjá þeim alla stund eftir það. Af 5 börnum, er þau síra Jón og Sigriður eignuðust, mistu þau 1 son á barnsaldri, en 4 eru á lifl: Ágústa, ógift, Tngunn kona Guðm. Snorra Björnssonar, Margrjet kona Jóns Auðunns Jónssonar, allar á ísafirði, og sira Magnús Runólfur prestur á stað í Aðalvík. Áður en síra Jón giftist átti hann 2 börn, Hjálmar, sem farinn er til Am- eríku, og Jónínu, konu Odds Gíslasonar, er lengi bjó á Sæbóli í Önundarfirði. Sem æfiágrip þetta ber með sjer, lagði sjera Jón gjörva hönd á flest um dagana, enda var hann mesti gáfumaður, ötull og vel mentaður; hann var ágætlega vel að sjer í mörgum tungumálum, einkum frönsku, er hann talaði sem sitt móðurmál, og munu fáir landar hafa verið honum jafn-snjallir í því. Hann var hjer á síðustu æfiárum sínum mjög eftirsóttur fyrir kennara hjá hinum yngri mentavinum, er leituðu tilsagnar hans, enda dáðust margir mjög að hans lipurð og lagi við þann starfa. Hann var trygglyndur og drenglyndur, hreinskilinn og liarðorður, ef honum fanst rjettu máli misboðið. Hann var fjörmaður mikill, glaðlyndur og skemtilegur, og síungur í anda til dauðadags. Hann andaðist 21. Jpríl 1907. Jarðarför hans fór fram á ísa- firði 29. s. m. að viðstöd^u miklu ljölmenni. Isfirðingur. IIi'i 11 iei i<li iv (að norðan). Skín oss sól, en syngur blær, sýnir skjól og yndi. Dvínar njóla, hugur hlær, hlýnar ból og rindi. Kalin stráin haðar blær, bali dáinn gyllist. Hjalar áin, ísinn þvær, alin þrá og tryllist. Gengi þrotnar hríðahljóms, hengjur grotna’ úr vegi. Spengur brotna laxalóns, Iengur drotna eigi. Hljóma bragir út við ós, ómar hlæja víða. Rlómahaginn •— lilja ljós ljómar daginn fríða. Gæði myndum, mátt í neyð, mæði hrindum síðan. Glæðum yndi lifs á leið, læðing bindum kvíðann. Benedikl Guðmundsson (frá Húsavík). Leiörjetting-. Á siðasta (2.) tölublaði var misprentað: apríl fyrir maí. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.