Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Óšinn

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Óšinn

						ÓÐINN
59
Fiskiveiðastöðin í Sandgerði
og eigandi hennar.
Síðastliðið vor keypti Matthías Þórðarson fiski-
veiðastöðina í Sandgerði við Faxaflóa og reknr nú
útgeið þaðan.
Matthías Þórðarson er fæddur 1. júlí 1872 á
Moum£ á'_ Kjalarnesi, sonur Þórðar Runólfssonar
hreppslj. og Áslríðar Jochumsdóttur. Tók skip-
sljórapióf 1890 og var skipstjóri nokkur ár, þar
til hann 1899 gerðist leiðsögumaður mælinga- og
strandvarnar-skipanna
hjer við land, og hafði
hann það á hendi til
1907. Á þessu líma-
. hili var hann með .
»I)íönu« í 3 sumur við
. mælingaalhuganir á .
hafinu fyrir Norður-
og Auslurlandi, eða á
svæðinu frá Ingólfs-
höfða auslur og norður
með landi, alla leið
norður fyrir Kolbeinsey
og að hafísspildnnni
milli Grænlands og ís-
. lands, fyrir norðan .
Horn, og inn að fjarða-
botnum. Síðan í (>
sumur með varðskip-
inu »Heklu« og 1 sumar
með »Islands Falk«.
Á ferðum sínum
með þessum skipum
hafði hann tækifæri til
að kynnast ýmsu, er
menn alment hafa ekki
tök á, enda skrifaði hann ýmsar smágreinar í
blöðin um þessar mundir um ýmislegt, er snertir
Qskiveiðar og 11.
Árið 1905 byrjaði hann útgáfu fiskiveiðatíma-
ritsins »Ægir«, er kom út mánaðarlega, og gaf það
xit í 4 ár. Ýmsar orsakir urðu þess valdandi, að það
hætli að koma úl, en þó einkum og sjer í lagi
það, að úlgefandi hafði mörgu öðru að sinna og
varð oft að vera í fjarvcru frá Reykjavík. Þegar
hann af þessum ástæðum sá sjer ekki fært að
halda því áfram, var leitað samkomulags hjá fje-
lagi útgerðarmanna og skipstjóra í Reykjavík,  að
Mnlthins Þúrðarson.
þau tækju útgáfu þess að sjer, en varð árangurs-
laust, sem var illa farið, því slíkt blað var
nauðsynlegt.
Árið 1906 var i flestum dönskum blöðum talað
um hreyfingu þar í þá átt, að fara að gera alvarlega
gangskör að því að nota þau auðæfi, er sjórinn
við Island hefði að geyma, og var Lauritsen kon-
súll frá Esbjerg talinn meðal hinna fremstu, er
lihaun ætluðugera hjer með fiskiveiðar á mótorskip-
um og gufuskipum. I þessum tilgangi ljct hann
byggja nokkur skip, cr stunduðu næsta sumar
íiskiveiðar  fyrir  Vestur-  og Norðurlandi.  Veiðin
gekk mjög illa, svo að
stórtjón varð á útgerð-
inni. Til þess að kynn-
ast sem flestu, er til
sjávarútvegs heyrði og
verða mætli að gagni
við áframhald veið-
anna, ferðaðist Lauril-
sen konsúll hingað til
lands — var með í
konungsförinni 1907 —,
og þá rjcði hann Matt-
hías til sín árið eftir,
til þess að sjá um út-
gerðina. Útgerð þessi
fór svo, sem kunnugt
er, að skipin íiskuðu
mjög lítið það sumar
líka, svo Laurilsen kon-
súll hætti við útgerð-
ina með töluverðu tapi.
Hverjum nokkurn
veginn æfðum fiski-
manni er það ljóst, að
til þess að stunda veiði-
skap á litlum skipum
þarf »stöð«, þar sein skipin geti tekið nauð-
synjar sínar og lagt á land afla sinn. Þetta var
því það fyrsta, er Matthías ljet framkvæma. Hann
valdi Sandgerðisvík í Miðneshreppi, nokkuð fyrir
sunnan Garðskaga.
Þar voru svo reist hús og bryggjur bygðar
og varið til þess miklu fje.
Höfnin, sem sjest á fyrstu myndinni, mynd-
ast af Bv'jaskerseyri að sunnan og vestan, en Sand-
gerðis- og Flankastaðalandi annars vegar, eða
norðan og austan, en mynni víkurinnar snýr i
norðvestur.  Höfnin er grunn, með sand- og stein-
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64