Óðinn - 01.11.1910, Blaðsíða 3

Óðinn - 01.11.1910, Blaðsíða 3
ÓÐINN 59 Fiskiveiðastöðin í Sandgerði og eigandi hennar. Síðastliðið vor keypti Mattliías Þórðarson fiski- veiðastöðina í Sandgerði við Faxaflóa og rekur nú útgeið þaðan. Matthías Þórðarson er fæddur 1. júlí 1872 á Móum ‘ á Kjalarnesi, sonur Þórðar Runólfssonar hreppstj. og Ástríðar Jochumsdóttur. Tók skip- stjórapróf 1890 og var skipstjóri nokkur ár, þar til liann 1899 gerðist leiðsögumaður mælinga- og strandvarnar-skipanna hjer við land, og hafði liann það á hendi til 1907. Á þessu tíma- . bili var liann með . »Díönu« í 8 sumur við . mælingaathuganir á . hafinu fyrir Norður- og Austurlandi, eða á svæðinu frá Ingólfs- liöfða austur og norður með landi, alla leið norður fyrir Kolheinsey og að hafísspildunni milli Grænlands og ís- . lands, fyrir norðan . Horn,og inn að fjarða- botnum. Síðan í 6 sumur með varðskip- inu »HekIu« og 1 sumar með »Islands Falk«. Á ferðum sínum með þessum skipum hafði hann tækifæri til að kynnast ýmsu, er menn alment hafa ekki lök á, enda skrifaði hann ýmsar smágreinar í blöðin um þessar mundir um ýmislegt, er snertir fiskiveiðar og II. Árið 1905 byrjaði hann útgáfu fiskiveiðatíma- ritsins »Ægir«, er kom út mánaðarlega, oggafþað út í 4 ár. Ýmsar orsakir urðu þess valdandi, að það hætli að koina út, en þó einkum og sjer í lagi það, að útgefandi hafði mörgu öðru að sinna og varð oft að vera í fjarveru frá Reykjavík. Þegar hann af þessum ástæðum sá sjer ekki fært að halda því áfram, var leitað samkomulags hjá fje- lagi útgerðarmanna og skipstjóra í Reykjavík, að þau tækju útgáfu þess að sjer, en varð árangurs- laust, sem var illa farið, því slíkt blað var nauðsynlegt. Árið 1906 var í flestum dönskum blöðum talað um hreyfingu þar í þá átt, að fara að gera alvarlega gangskör að því að nota þau auðæfi, er sjórinn við ísland hefði að geyma, og var Lauritsen kon- súll frá Esbjerg talinn meðal hinna fremstu, er tilraun ætluðugera hjer með fiskiveiðar á mótorskip- um og gufuskipum. í þessum tilgangi Ijct hann hyggja nokkur skip, er stunduðu næsta sumar fiskiveiðar fyrir Vestur- og Norðurlandi. Veiðin gekk mjög illa, svo að stórljón varð á útgerð- inni. Til þess að kynn- ast sem llestu, er til sjávarútvegs heyrði og verða mætti að gagni við áframliald veið- anna, ferðaðist Laurit- sen konsúll hingað til lands -— var með í konungsförinni 1907 —, og þá rjeði hann Matt- hías til sín árið eftir, til þess að sjá um út- gerðina. Útgerð þessi fór svo, sem kunnugt er, að skipin fiskuðu mjög litið það sumar líka, svo Lauritsen kon- súll hælti við útgerð- ina með töluverðu tapi. Hverjum nokkurn veginn æfðum fiski- manni er það Ijóst, að til þess að stunda veiði- skap á litlum skipum þarf »stöð«, þar sem skipin geti tekið nauð- synjar sínar og lagt á land afla sinn. Þetta var því það fyrsta, er Matthías ljet framkvæma. Hann valdi Sandgerðisvík í Miðneshreppi, nokkuð fyrir sunnan Garðskaga. Þar voru svo reist hús og bryggjur bygðar og varið til þess miklu fje. Höfnin, sem sjest á fyrstu myndinni, mynd- ast af Býjaskerseyri að sunnan og vestan, en Sand- gerðis- og Flankastaðalandi annars vegar, eða norðan og austan, en mynni víkurinnar snýr í norðvestur. Höfnin er grunn, með sand- og stein-

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.