Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Óšinn

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Óšinn

						ÓÐINN
45
l
Erlendur Magnússon
gullsmiður
var fæddur á BoIIastöðum í Hraungerðishreppi 13.
maí 1849. Foreldrar hans voru merkishjónin Magn-
ús firlendsson og Katrín Símonardóttir, er lengi
hjuggu á Bollastöðum.
Erlendur sál. ólst upp hjá foreldrum sínum,
og er hann tók að stálpast, vann hann að öllum
. heimilisstörfum .
með systkinum sín-
um og foreldrum.
En mjög snemma
fór að bera á mik-
illi smíðalöngun og
miklum smíðahæfi-
leikum hjá honum,
og þegar honum
óx aldur, lók hann
að stunda alls kon-
ar smíðar í tóm-
stundum sínum,
einkum trjesmíði,
járnsmíði og kop-
arsmíði. Ljet hann
enga stund ónotaða
og var kominn í
smiðjuna hvenær
sem honum gafst
færi á. Flest verk-
færi varð hann að
smíða sjálfur, og
um lilsögn var
varla að tala, en
þrált fyrir það fór
honum alt snildar-
lega úr hendi, því
hann var snemma
handlaginn,     og
hugvitssamur að sama skapi.
Þegar hann var nær hálf-þrítugu, fór hann til
Beykjavíkur, til þess að læra gullsmíði, og varð
hann brátt »fullnuma í þeirri iðn«, eins og venju-
lega er að orði komist. En sjálfum sagðist hon-
um svo frá á efri árum, að »fulinuma« væri hann
ekki orðinn enn þá, því að hann væri »alt af að
læra«, og mun það sannmæli verið hafa. Hann
var óþreytandi í því að finna nýjar aðferðir við
ýmis konar smíði, einkum steyptra muna og mót-
Erlendur Mognússon.
aðra, og nýtt snið og nýjar gerðir á margs konar
skrautgripum úr gulli og silfri. Það mun því ekki
ofmælt, að hann hafi »lært mest af sjálfum sjer«.
Engum mun of nærri höggvið, þó að sagt sje, að
Erlendur sál. væri hinn vandvirkasti og besti gull-
smiður þessa lands, og samviskusamari smið hef-
ur sá, sem þetta ritar, ekki þekt, enda naut Er-
lendur sál. alla æfi óskifts trausls allra viðskifta-
vina sinna. Hann var iðjumaður svo frábær, að
hann  gat  aldrei  óvinnandi  verið.  Sá, sem þetta
ritar, var gagn-
kunnugur honum í
nærri þrjátíu ár, og
á þeim tíma bar
það varla við, að
hans væri annar-
staðar að leita en
á vinnustofunni, og
það jafnvel þótt
helgur dagur væri,
eða farið að líða á
kvöldin. Smíðarnar
voru hans einka-
unaður; við þær
var hann með lífi
og sál. Sjálfsagt
eru þau heimilin
færri hjer á Suður-
Iandi, og jafnvel
víðar, sem ekki
eiga einhvern smíð-
isgrip eftir Erlend
sáluga, gullhringa,
skúfhólka, nælur,
kvensilfur eða ann-
að, því að allir,
sem til þektu, kusu
helst hans smíðis-
gripi. Og í sniði
margskonar gull-
smíðis og silfursmíðis hjer á landi hin síðari árin
má víða benda á áhrif frá honum, því að þegar
hann hafði fundið nýja gerð á einhverjum skraut-
grip, t. d. skúfhólk, nælu eða öðru, eða tekist að
smíða eftir vönduðustu forngripum, bæði steyptum,
kornsettum og úr loftvíravirki, og endurbæta gerð
þeirra að mörgu leyti, þá gaf það öðrum gull-
smiðum fyrirmyndir, sem þeir vissu að óhætt var
að fara eftir. En misjafnlega gekk þeim jafnan
að  ná  hans  gerð,  hvort sem  það var með vilja
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48