Óðinn - 01.01.1914, Blaðsíða 6

Óðinn - 01.01.1914, Blaðsíða 6
78 ÓÐINN á hendur. Þá kunni hann ekkert í íslensku og hafði fátt af íslendingum heyrt, — og síst golt, mætti kannske bæta við. Haustið 1911 kom hann hingað. Það sætir stór-furðu og er víst eins dæmi, hve fljólt (iourmont lærði islensku og samdi sig að öllu, sem íslenskt var. Sumarið eftir að hann kom hjer ferðaðist hann nokkuð um landið og vissi þá sveitafólk ekki annað en þetta væri ís- lenskur maður, það fjell í stafi, er það heyrði, hver hann væri, svo vel var hann þá farinn að tala íslensku. Og skömmu áður en hann fór hjeðan, hjelt hann fyrirlestur á íslensku og um islenskt efni fyrir fullu húsi fólks í Reykjavík (sá fyrirlestur er nú kominn á prent i Skírni). Fyrir- lestra sína um franskar bókmentir, við háskólann, hjelt hann einnig flesta á islensku. Courmont vann sjer ást og virðingu livers manns á meðan liann dvaldi hjer. Hann var hvers manns hugljúfi, glaðlyndur og skemtinn, og hafði jafnan lifandi áhuga á tungu vorri og bók- bentum. Vera má, að liann hefði dvalið hjer nokkru lengur, hefði hann ekki átt eftir að leysa af hendi skyldu-herþjónustu í föðurlandi sínu. Hann taldi það ætíð happastund, að hann hefði komið hingað, því að hjer hefði hann kynst menningu, gamalli og nýrri, sem hann hefði annars litið haft af að segja. Hann hjet íslandi fastri vináltu, er hann fór, og liann á sjálfsagt eftir að gera tungu vorri og bókmentum mikinn greiða í landi sínu. — Kveðjusamsæti var honum haldið áður en hann fór og flutt þar kvæði; gekst há- skólinn fyrir því. Og á fjáraukalögunum fyrir þetta ár var honum, eftir tillögu stjórnarinnar, veitt dálítil fjárhæð í viðurkenningarskyni. Reykjavlk í okl. 1913. G. M. * Norðurreið Skagfirðinga 1849. Leiðrjetting við Landshagsskýrslurnar. í Landshagsskýrslunum fyrir ísland 1912, bls. 77, segir hr. skrifstofustjóri Indriði Einarsson um árið 1853 meðal annars svo: »Skagfirðingar liafa riðið til Möðruvalla, og tjáð amtmanninum ónáð sina og afsetningu, og amtmaðurinn beygði sig, og vildi láta af embætti þess vegna«. Þetta hefur höfundurinn einnig gefið út í ísafold 11. janúar þ. á. með nokkrum orðabreytingum; segir hann þar einnig, að amtmaðurinn vildi láta af embælti vegna þess að Skagfirðingar hrópuðu liann af. Þá er Skagfirðingar riðu til Möðruvalla var Grímur Jónsson amtmaður í annað sinn yfir Norður- og Austur-amtinu. Hann hafði komið þangað eítir fráfall Bjarna Thórarensens eins og knnnugt er. Grímur var þá á 64. árinu og lieils- an tekin að bila. Á útmánuðunum 1849 og um vorið var hann alloft veikur og máttfarinn mjög. Hann lá sjálfur mestallan maí, og var í rúminu þá er Skagfirðingar komu að Möðruvöllum 23. mai. Hann virtist þó vera heldur á batavegi og klæddist eilthvað síðari lduta dags undanfarandi daga. Það, sem sjerstaklega er ósalt og algerlega rangl í frásögn lir. I. E., er það, að amtmaður hali beygt sig og hafi viljað láta af embætti vegna komu Skaglirðinga. Sannleikurinn er sá, að Skagfirð- ingar áttu ekki tal við amtmann, heldur löbbuðu þeir þegar bnrtu, þá er amlmaður kom út, og þeir náinu eigi staðar, þó amtmaður bæði þá að bíða og lala við sig. Þótt það væri eigi nema lítill flokkur Skag- firðinga, 30 menn eða tæplega það, sem norður reið, hefði þeim þó eigi þurft að farast svona aumingjalega, en það er auðsætt, að þá hefur al- gerlega vantað nýtan foringja, sem gæti haft orð fyrir þeim og komið fram virðulega. Þá er Skagfirðingar komu að Möðruvöllum fóru þeir af baki fyrir utan tún og gengu heim að bænum. Þeir gengu fyrir austan húsið og bak við norðurgallinn á því og námu þar staðar. Þar feslu þeir upp miða og hrópuðu eitthvað, en það heyrðist ekki í húsið hvað það var. Síðan gengu þeir aftur austur fyrir húsgaflinn og námu þar staðar fyrir utan grindur þær, sem voru í kring um grasflötinn fyrir framan húsið, að norðanverðu við þær. Dætur amtmanns, Ágústa og Þóra, liöfðu set- ið að saumi, er Skagfirðingar komu, og gekk Þóra nú út til þeirra og spurði þá erindis og hvort þeir vildu tala við amtmanninn. Nokkrir þeirra kváðu já við því. Þóra sagði þeim að amtmaðurinn hefði legið veikur, eins og þeir ef til vill hefðu lieyrt, en hann mundi þó fara á fætur og koma út til þeirra. Sið- an hljóp lnin inn til föður síns, og sagði honum hvað um var að vera. Hann var þá hálfklæddur og flýtti sjer í fötin sem mest hann mátti, og gekk síðan út til þeirra og Þóra á eftir.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.