Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Óšinn

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Óšinn

						OÐINN
e. BLAB
SEPT. 1»17.
XIII. AR
Borgarstjóri Knud Zimsen.
Borgarstjóri Knud Zimsen er fæddur í Hafnar-
firði 17. ágúst 1875,
og voru foreldrar
hans Christian Zim-
sen, kaupmaður þar,
en síðar franskur
konsúll í Reykjavík,
og afgreiðslumaður
Sameinaða gufu-
skipafjel., og kona
hans Anna Cath-
inca Zimsen f. Jurg-
ensen. Bæði voru
þau útlend að upp-
runa, en forfeður
þeirra beggja höfðu
þó verið riðnir við
ísland langa tíð.
Christian Zimsen var
sonur Chr. Zimsen,
er lengi var versl-
unarstjóri í Reykja-
vík, og konu hans
Johanne, er var dótt-
ir Dua Havsteen
kaupmanns í Hofs-
ós, bróður Jakobs
föður Pjeturs aml-
manns Havsteins,
föður Hannesar Haf-
steins bankastjóra.
Eru þeir Hannes
Hafstein og borgar-
stjóri því skyldir að
þriðja og fjórða, og
geta þeir, er vilja,
lesið nánar um Hav-
steensættina í ævisögu Júlíusar amtm. Havsteen í And-
vara 1916. En um móðurætt borgarstjóra er þetta að
segja: Um 1800 var Jes Thomsen frá Norðborg á
Knud Zimsen.
Als (altaf kallaður Norðborgar Thomsen) einn af
stærstu islensku kaupmönnum, en í styrjöld Dana
og Englendinga misti hann 19 skip, sem hann
fjekk engar bætur fyrir. Við það gekk auður hans
mjög til þurðar. Ein
dætra hans átti
Christensen skip-
stjóra, sem var í ís-
landsförum.         Þau
Ivjón áttu 10 börn;
ein dóttir þeirra,
Jesmine, var gift
Skovrider C. Júrg-
ensen, og dóttir
þeirra var fyrnefnd
Anna Cathinca móð-
ir Knuds borgar-
stjóra. Einn af
bræðrum hennar var
faðir frú Christoph-
ine, konu Sæmund-
ar prófessors Bjarn-
hjeðinssonar. Bróðir
Jesmine Christensen
var Jes Christensen,
kaupmaður í Hafn-
'arfirði, keypti versl-
un þar 1867, er átl
hafði Th. Thomsen
sonur Norðborgar-
Thomsens; Christen-
sen var kvæntur
dóttur Abels sýslu-
manns í Vestmanna-
eyjum, og ólu þau
hjón, sem voru barn-
laus, frú Önnu Zim-
sen upp. Ein dóttir
Norðborgar Thom-
sens var fyrri kona
P. C. Knudtzon, áttu þau einn son, sem kvongaðist
hjer á íslandi, en dó ungur. Hans sonur var Peter
Christian Knudtzon,  sem var factor fyrir afa sinn
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48