Óðinn - 01.09.1919, Blaðsíða 4
44
ÓÐINN
Árni Theodór Jónsson
hreppstjóri í Marbæli
er fæddur 7. sept. 1848 á Sauðá í Borgarsveit. For-
eldrar hans voru þau hjónin Jón Árnason og
Ingibjörg Símonardóttir, er lengst bjuggu í Dæli í
Sæmundarhlíð. Jón var maður mjög vel greindur
og þjóðhagasmiður, jafnt á silfur og kopar sem
járn og trje, þótt ólærður smiður væri. Ingibjörg
kona hans var bókhneigð mjög, og vel að sjer ger
um margt. Lengst af voru þau hjón fremur fátæk.
Árni dvaldi hjá foreldrum sínum þar til hann var
32 ára gamall. Vorið 1881 fór
hann að búa á Marbæli i Seilu-
hreppi, og giftist um haustið
Sigurlínu dóttur Magnúsar Hann-
essonar hónda þar, alþekts
sæmdarmanns. Vorið 1888 var
Árni kosinn í hreppsnefnd Seilu-
hrepps, og var þá þegar kjör-
inn oddviti nefndarinnar, er
sýnir hvert álit var á honum.
Oddvitastörfum gegndi hann i
4 ár, eða til vors 1892. Þá var
hann skipaður hreppstjóri í
Seiluhreppi og var það síðan
í hart nær 23 ár1)- Einnig
átli hann sæti í hreppsnefnd-
inni í 9 ár, eftir að liann varð
hreppstjóri.
»Glögt er gesls augað«, segir
máltækið, og sannast það sem
oftar, er ókunnugir koma að
Marbæli, að fljólt sjá þeir, að
þar búa myndarbjón, því að umgengni þar er hin
prýðilegasta og sjerstök regla á öllu utanbæjar og
innan. Flestöll peningshús á jörðinni liefur Árni
bygt upp og sett hlöður við. Bæinn hefur hann
einnig bygt að nokkru leyti. í túninu liefur hann
sljettað margar dagsláttur, svo að nú er það
því nær alt rennisljett; og svo vel ræktað, að það
er eitt hið allra besta tún í sveitinni. Fást í meðal-
ári ca. 15 hestar af dagsláttu. Enda var Árni
einn af þeim allra fyrstu, er girtu tún sín, eftir
að girðingalógin gengu í gildi. Allar umbætur
hans á jörðinni eru snotrar og mjög trúlega
gerðar. þótt Árni hafi aldrei haft mjög stórt bú,
hefur búskaparlag hans verið þannig, að það er
\) Hann sagði af sjer hreppsljórastöfnm vorið 1917.
hreinasta fyrirmynd. Aldrei í búskapartíð sinni
hefir hann þrotið hey, en oft miðlað því öðrum í
harðindum. Enda hefur hann langa tíð haft hey-
forðabúr til tryggingar bústofni sinum, þ. e. a. s.
haft sjerstakt varahey, er hann hefur enga skepnu
sett á. Allar skepnur sínar fóðrar hann mætavel,
og getur alls eigi vitað það, að nokkur skepna,
er hann á, eigi við hart að búa.
í æsku naut Arni eigi annarar fræðslu en þeirrar,
er þá tíðkaðist til undirbúnings undir fermingu.
En á fullorðinsárum hefur hann sjálfur aflað sjer
þeirrar þekkingar af bókum, að hann stendur
mörgum skólagengnum manni
framar, enda er maðurinn mjög
athugull og djúphygginn. Starf
silt sem hreppstjóri hefur hann
rækt með sjerstakri reglusemi,
dugnaði og samviskusemi. Árni
er maður mjög vinfastur, i*jett-
sýnn og hinn áreiðanlegasti í
öllum viðskiftum, og munnleg
loforð hans standa sem stafur
á bók. Heilráður er hann, þeim
er ráða hans leita. Frábitinn
er hann öllu ytra tildri og ger-
sneiddur því að trana sjer
fram. Hjúum sínum er hann
aíbragðs húsbóndi, enda kona
hans honum samhent í hví-
vetna. Hann er manna gest-
rísnastur og höfðingi heim að
sækja, og er því nær aldrei
mannlaust á Marbæli, enda er
heimilið í þjóðbraut. Oskandi
væri, að sveitirnar á Islandi ættu sem flesta bú-
hölda og sæmdarmenn í bændastjett sem Árna á
Marbæíi. Kunnugur.
V
Söjsyuv Rannveigar er nafnið á síðustu skáld-
sögu Einars H. Iívaran, sem nú er nýkomin út og fæst
bráðlega hjá öllum íslenskum bóksölum. Petta er fyrra
bindi af samstæðum skáldsagnaflokki og í því þrjár
sögur, sem heita: Glanninn, Laugin og Haustsálir^og
vorsálir. Síðara bindið kemur út á næsta ári.
Engar bækur fá nú betri viðtökur hjer á landi en
nýjar skáldsögur eftir Einar H. Kvaran. Síðustu sögur
hans, Sálin vaknar og Sambýli, hafa rótfest vinsældir
hans á þessu sviði, sem áður voru þó orðnar miklar,
og skipað honum í hæsta sess íslenskra skáldsagnahöf-
unda. Og ekki munu Sögur Rannveigar draga úr. Hitt er
miklu sennilegra, að þær verði ein hans vinsælasta bók.
Árni Théodór Jónsson, lireppstjóri.