Óðinn - 01.07.1920, Síða 2
ÓÐINN
,r)0
Egilson, og þykja þær ágælar. (Scripla historica
Islandorum). Síðan hefur fjelagið gefið út mikið af
fornritum og fengið til þess færustu menn að gera
útgáfurnar sem best úr garði.
Síðast, en ekki síst, ber svo að geta fjögurra
stórra og merkra safnrita, sem upprunalega hófust
fyrir tilstilli Rafns. En það eru Antiquitatis Ame-
ricanæ, Anti([uités Russes de aprés les monuments
historiques des Islandaise et de$ ancien$ Scan-
dinaves, — Antiquiés
de l’orient og Grön-
lands historiske mindes-
mærker. En í þessum
ritum á að vera safn-
að saman öllu því,
sem til er af upplýs-
ingum um fornsögur
þessara landa, aðallega
eftir norrænum heim-
ildum. Einkum eru
ritin um fornsögu
Grænlands og Ameríku
merk.
Rafn hjet fullu nafni
Carl Christian Rafn og
er fæddur 22. nóv. 1787
og dáinn í Kaupmanna-
höfn 20. okt. 1864.
Hann las upphaflega
lögfræði og tók próf í
henni en gekk síðan
i hermannaskóla og
lauk einnig þar ágætis
prófi. Seinna varð hann
kennari þar í latínu
um hríð, en gegndi
annars aldrei neinu
opinberuembætti. Hann
var dr. phil. og juris,
prófessor hon. caus., konferensráð og etatsráð og
sæmdur allskonar heiðursmerkjum frá sex ríkjum.
Þó Rafn hafi með ritstörfum sínum eða vísinda-
starfsemi ekki markað nein tímamót í sögu nor-
rænna fræða, má samt segja að starf bans í þágu
þeirra á öðrum sviðum, hafi að ýmsu leyti gert
það. Því að kjarkmeiri framkvæmamaður og
óeigingjarnari eljumaður hefur ekki oft lagt hönd
á plóginn í svonefndum »víngarði vísindanna«.
Vþg.
4
Jón Árnason.
Það er ekki ýkja langt síðan Jón Árnason átti
aldarafmæli. — Fæddur 17. ágúst 1819, dáinn 4.
september 1888. — Slíkra afmæla er vant að
minnast hálíðlega að einhverju leyti, þegar í hlut
eiga afreksmenn eða eflirlæti þjóðanna. En aldar-
afmælis J, Á, var samt svo lítið minst opinherlega
og svo miklu minna
en margra annara, að
ef marka hefði átl vin-
sældir hans eða áhrif
eftir því einu, hefði
enginn getað hugsað
sjer, að hjer ætti i hlut
sá maður, sem lagt
hefur einna sjerkenni-
legastan og drýgstan
skerf til andlegs lífs
íslendinga nú á síð-
kastið. En minning J.
Á. hefur verið eins
eftir dauða hans, og
starf hans var í Iífinu,
yfirlætis- og hávaða-
laust, en þó með áhrif
og ílök miklu víðar, en
menn gera sjer grein
fyrir í fljólu bragði.
Hjer er heldur ekki
rúm til þess, að lýsa
til nokkurrar hlýtar,
lífi eða starfi J. Á. eða
gera grein fyrir þeim
áhrifum, sem það hefur
haft. En íslensk bók-
mentasaga síðustu tíma
er ekki fyr fullskrifuð,
en það hefur verið gert. Því sjálfsagt eru þau bein
og óbein áhrif, sem þjóðsögur Jóns Árnasonar
hafa haft á bókmentalega þróun síðustu ára miklu
meiri, en vart verður við á yfirborðinu fyrst i stað.
Auðvitað eru það ekki alt bein áhrif J. Á. sjálfs,
að svo miklu leyti, sem hann hefur ekki skráð
allar sögurnar sjálfur. En áhrif og gildi þjóðsagn-
anna — bæði listgildi þeirra og træðigildi, — má
þó sjálfsagt vafalaust þakka því ekki síst, að til
útgáfunnar og söfnunarinnar varð maður eins og J.
Á., maður ekki einasta með lifandi áhuga á þessu