Óðinn - 01.01.1924, Blaðsíða 1

Óðinn - 01.01.1924, Blaðsíða 1
OÐINN 1.—6. BLAÐ JANÚAR—3ÚNÍ 1924 XX. ÁR Hilmar Finsen landshöfðingi. 28. janúar 1824. — 28. janúar 1924. I dag eru liðin hundrað ár síðan er fæddist maður sá, er flestum öðrum embættismönnum vorum fremur, á öldinni sem leið, hefirmark- að djúpt spor og heillaríkt í stjórnmálasögu Islands. Sören HHmar Steindór Fin- sen, en svo hjet hann fullu nafni, var fæddur í Kolding á Jótlandi. Faðir hans, ]ón Finsen, sonur Hannesar Finnssonar1) biskups í Skál- holti, var þar þá bæjarfógeti, en síðar gegndi hann bæjar- og hjeraðs-fógetaembættum bæði í Ringkjöbing og fleiri stöðum á ]ótlandi. Kona Jóns Finsen, móðir Hilmars, Doro- thea Cathrine að nafni, var af dönskum ættum. Hilmar Finsen tók stú- dentspróf við latínuskólann í Kolding, 17 ára gamall, sumarið 1841. Las síðan lög- fræði við háskólann í Kaup- mannahöfn og tók þar em- bættispróf með góðri fyrstu einkunn vorið 1846, þá að eins 22 ára að aldri. Að embættisprófi loknu rjeðist hann á skrifstofu hjá yfirrjettarmálfærslumanni einum í Kaupmannahöfn og veitti jafnframt stúdentum tilsögn við lögfræðisnám. Árið 1848 andaðist faðir hans og var hann þá um hríð settur til að gegna hjeraðs- fógeta embætti hans, þangað til það var veitt. Sama ár, þegar ófriðurinn við Prússa skall á, var hann 1) Frá föður Hannesar, Finni Skálholtsbiskupi Jónssyni, er Finsens nafnið komið, eins og alkunnugt er. skipaður herdómari (auditör) og gegndi hann því starfi til ófriðarloka 1850. Þá var honum veitt bæjar- fógeta- og borgarstjóra-embættið í Sönderborg á eynni Als, en við þetta embætti var hjeraðsfógetaembættið í Suðurhjeraði á Als síðan sameinað. Sýnir það ljós- lega hve mikið álit hefir verið á hæfileikum hans og dugnaði, að honum skyldi, svo ungum, að eins 26 ára að aldri, vera veitt jafn um- fangsmikið og tekjumikið embætti eins og þetta var talið. Þessu embætti gegndi Hilmar Finsen um 14 ára skeið, alt þangað til Prússar í Sljesvíkurófriðnum síðari tóku eyna Als árið 1864 og ráku hann, eins og aðra danska embættismenn, frá embætti, en settu þýska í staðinn. Fluttist H. F. þá til Kaupmannahafnar með skyldulið sitt. Himar Finsen hafði skömmu áður verið kosinn þingmaður Sljesvíkinga á ríkisþing Dana. Hafði hann kept þar um þingmensku við fyrv. yfirboðara sinn, Heltzen amtmann í Sljesvík, og borið hærra hlut. Skömmu síðar varð Heltzen þessi dómsmálaráðherra Dana og hafði sem slíkur með hönd- um æðstu umráð yfir málefnum Islands. En þá ber það til, vorið 1865, að Heltzen býður Hilmari Finsen stiptamtmannsembættið á Islandi, er óveitt hafði staðið, en verið þjónað af dómstjóra landsyfirrjettar frá því árið 1860 að Trampe greifi ljet af því embætti og fór hjeðan. Er þetta ljós vottur þess, hvert álit ein- mitt sá maður, er sakir embættisstöðu sinnar var einna gagnkunnastur embættisrekstri H. F. og þekti öðrum fremur alla hæfileika hans, hefir á honum haft. — H. F. tók tilboðinu um stiptamtmannsembættið, og

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.