Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 30.10.1904, Blaðsíða 3

Reykjavík - 30.10.1904, Blaðsíða 3
195 ö£a Foulard-silki Biðjið um sýnishorn af vor- go sumar-silkjum vorum. Sérstaklega: Þrykt Silki-Foulard, hrá-silki, IUessalines, Louisines, Sveizer-isaumsssilki o. s. fr. fyrir föt og blússur, frá 90 au. og þar yfir pr. meter. Vér seljum beinleiðis einstaklingum og sendum silki, þau er menn kjésa sér, tol Ifrítt og buruargjaldsfrítt heim til manna. Luzern y 6 (Schweiz) Silkivarnings-U tflytj endur. Getur nú . lesandinn hugsað sér meiri Bakkabræðraskap? Meiri fá- sihnu en þá, sem þeir herrar hafa haldið hér fram? TJm drengskapinn er ekki að tala. Hann lýsir sér sjálfur í skýrslunum hér á eftir, og öll su undirferli, sem frammi hefir verið höfð í málinu. En þetta er um fram alt vitsmuna- spurning. Er meiri hluti kaupmanna hér á því vitsmuna-reki, að þeir haldi að það nái nokkurri átt, að Kaupmannafélaginu komi við atkvæða- •• greiðsla í öðru félagi, því óskyldu, um mál, sem er félaginu sem slíku alveg eins óviðkomandi, einsoghvað hver kaupmaður borðar ogdrekkur? Að þetta kemur mjög ómaklega fram við hr. Thomsen, sem skiftir sér lítið eða ekkert um alla pólitik, sem hefir verið nýtasti maður í þessum og svo mörgum öðrum félagsskap, og svo sáttfús og friðsamur að hann hefir boðið kærendum að segja af sér, ef þeir geri það líka, eða þá að fresta málinu þar til er hugir manna sef- ast og halda þá fund — alt þetta er í rauninni lítils vert, því að hr. Thom- sen og hans ■ áJit stendur ekki né fellur með svo bjánalegu uppátæki eins og kæra þeirra félaga er. En spurningin er: á Kaupmanna- stétt Reykjavíkur að verða til atldcegis eða eklci ? Það er aðalatriðið. Samsærið í .Kaupmannafélaginu.‘ I. Mánudaginn 24. þ. m. kl. 9 hélt „Kaupmannafélág Reykjavíkur" fund í Bárubúð og var umræðueínið: Toll- og skattamál, eins og auglýst var í „Reykjavík“ 22. þ. m. Veður og færð var ið versta. — Póstskipið hafði frestað burtför sinni héðan til næsta dags, og ílestir kaupmenn vóru því uppteknir við bréfaskriftir. Fundariisti hafði verið sendur út snemma dags, og skrifuðu sumir hjá nöfnum sínum: kemur alls ekki. Það vóru t. d. þeir B. H. Bjamason og JErl. Erlendsson, er höfdu þó auðsjá- anlega í hyggju að koma á fund, eins og seinna kom fram. Formaður mætti stundvíslega kl. 9. Þegar enginn annar var kominn kl. 9j/4, sneri hann heim, en mætti á leiðinni hóp manna, er komu af undirbúningsfundi á „Sigríðarstöðum.“ Hann heilsar þeim og spyr, hvaðan þeir komi svona seint. Þeir svara engu, en einn þeirra bíður hann að snúa aftur með þeim á íund í Báru- búð. Þeir eru mjög dularfullir og hann spyr þá þvi, hvort þeir hafi myndað nokkurt samsæri, kveðst samt fúslega skyldi ganga með þeim og heyra, hvað þeir hafi á samvizk- unni. Fundurinn var settur. Formaður flutti langt erindi um toll- og skatta- mál; umræður urðu nokkrar og nefnd var kosin. Þá stendur upp Björn Kristjáns- son og segist leyfa sér, aftan við ið auglýsta fundarefni, að taka á dagskrá nýtt mál viðvikjandi afskiftum for- manns Kaupmannafélagsins af hluta- félaginu „Reykjavík." Síðan las hann upp eftirfylgjandi tillögu til íundar- samþyktar. „Fundurinn lýsir megnri óánægju sinni yfir afskiftum D. Thomsens af því að kúga hlutafélagsblaðið „Reyk- javík“undan yfirráðum kaupmanna, og álítur fundurinn, að hann hafi með þessum afskiftum sínum brotið á móti 2. gr. félagslaganna, þar sem ákveðið er, að tilgangur Kaup- mannafélagsins sé að efla gott samkomulag og góða samvinnu meðal kaupmanna innbyrðis. og skorar fundurinn á hann nú þegar, að leggja niður umboð sitt sem formaður félagsins og meðlimur kaupmannaráðsins". B. H. Bjarnason stóð þá upp og studdi tillöguna með inni alkunnu málsnild sinni(I) í>á var heimtuð atkvæðagreiðsla, og ætluðu fundarmenn varla að láta formann komast að orði, en hann gat þó fengið hljóð með því að benda á, að úrslitin yrðu hvort sem væri in sömu, úr því að það væri aftalað spil hjá samsærisflokknum að læða þessu máleíni inn á fund, án þess að nokkúr vissi af, og greiða allir atkvæði með því. Form. skýrði því næst frá afskiftum sínum af stækkun hlutafélagsins N° 10 ...= N° 10 ====Mo 10 REYNIÐ og þér munuð eigi vilja aðra tegund. Selt hjá öllum helztu kaupmönnum á Islandi og um allan heim. N° 10 = N° 10 ===== N° 10 „Reykjavík", og hélt því fram, að samsteypa sú, sem hér væri um að ræða, væri öllum pörtum til góðs, en engum til ills nema sér einum, sem hefði staðið í miðri hríðinni. Blaðið „Reykjavík“ væri hlutafélag alveg laust við Kaupmannafélagið. Það stæði ekkert í lögum þess um það, að hluthafar ættu að vera kaupmenn, og ekkert um það heldur, að blaðið ætti að vera ópólitískt eða auglýsinga- blað. En kaupmenn ættu enn þá, þrátt fyrir hlutabréfafjöldann, talsvert fleiri hlutabréf en utanstéttarmenn, og í stéttarmálum mundu þeir því ætíð geta haft talsverðan meirihluta. — Það væri því í alla staði fjar- stæða, að formaður hefði kúgað blaðið undan yfirráðum kaupmanna. Þeir einir kaupmenn, sem ekki hafa viljað skifta sér neitt af þessu blað- fyrirtæki og ekki hafa viljað styrkja það, hvorki með hlutabréfum né með auglýsingum, séu einmitt þeir B. H. B. og Bj. Kr., en nú vilja þeir alt í einu gerá málefni hluta- félagsins að aðalmáli í Kaupmanna- félaginu, og það á þennan pukurslega og miður drengilega hátt. Það séu þeir, sem spilla samkomulagi og samvinnu milli kaupmanna, en ekki hann. Hann las því næst upp 2. gr. lag- anna, er þeir vildu dæma hann eftir; hún hljóðar þannig: Tilgangur félagsins er að efla gott samkouiulag og góða sam- vinnu meðal kanpmanna inn- byrðis, og meðai kaupmanna- stéttarinnar og inna j'msu stjórnarvalda, er hafa afskifti af málum, er varða verzlun og sigiingar. Hvað fyrra atriðið snertir, skír- skotaði hann til margra ára starfa í ýmsum félögum hér, en sagðist ekki geta afstýrt flokkadráttum og skoð- anamun í blaðamálum. Yiðvikjandi síðara atriðinu, samkomulaginu og samvinnunni við stjórnavöldin, þá séu það einmitt þessar lagaskipanir, sem hann hafi fyrir augum í þessu máli. Hann hefði aldrei fengist við pólitík, en skildi ekki í, að það gæti álitist landráð eða því sem næst, að styðja okkar nýju íslenzku stjórn, sem allir flokkar fögnuðu á síðasta alþingi. Landstjórnin væri nú að undirbúa mörg mál, sem hefðu ina mestu þýðingu, ekki að tins fyrir kaupmannastéttina, heldur fyrir alt landið. En ef alt, sem landstjórnin gerði, yrði lagt út á versta veg, mundi það eðlilega draga úr gagn- legum framkvæmdum hennar. Að breyta blaðinu nú í ópólítískt aug- lýsingablað, sem enginn læsi, það væri langtum fremur brot á 2. gr. laganna; auk þess væri það að pretta kaupendur blaðsins, en sízt mundi það vera að efla samkomulag og samvinnu við stjórnarvöldin. Honum þótti hafa mistekist hrapar- lega fyrir inum háttvirtu samsæris- mönnum að orða þessa tillögu, en ennþá Ijótari væri framkoma þeirra, þar sem þeir með pukri sínu ætluðu að skerða mannorð formannsíns í félagsins nafni, án þess að gefa fé- lagsmönnum kost á að greiða at- kvæði um slíkt heiðursverk. Hann sagðist feginn hætta við öll „stjórn- arþægilegheitin", ef meiri hluti fé- lagsmanna óskaði þess á fundi, sem boðaður væri á venjulegan hátt, til að dæma um þetta pukursmál, en sízt dyttí sér í liug að afsala stjórn- ina í hendur samsærismanna að öðrum félagsmönnum fornspurðum. Bj. Kristjánsson ávítaði formann fyrir að hafa greitt atkvæði á auka- fundi í hlutafélaginu „Reykjavík", þvert á móti atkvæðum þriggja með- stjórnenda hans í „Kaupmannaráð- inu.“ Formanni þótti það vera sorglegur vottur um ástandið á réttlætistilfinn- ingu samsærismanna, ef þeir vildu ekki leyfa honum að greiða atkvæði eftir sannfæringu sinni, enda þótt með- stjórnendur hans í alt öðru félagi væru á annari skoðun. B. H. Bjarnason fann að því við formann Kaupmannafélagsins, að blað- hausnum hefði verið breytt á hluta- fólagsblaðinu „Reykjavík" og Kr. Ó. Þorgrímsson kom einnig með ónot til formanns út af þessu. Form. vissi ekkí til, að blaðhausn- um hefði verið breytt nú nýlega, en það upplýstist seinna, að óveruleg breyting hefði átt sér stað 1. Apríl., þegar formaður hefði verið erlendis, en Ben. S. Þórarinsson hafði þá alla umsjón með blaðinu. Tillagan var síðan samþykt með 7 atkvæðum, er áttu þessir félags- menn: Bj. Kristjánsson, B. H. Bjarna- son, Kr. Ó. Þorgrímsson, Ben. S. Þór-

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.