Reykjavík - 09.03.1907, Blaðsíða 1
1R e s kj a v>ik.
Id löggilta blad til st|órnarvalda-birtinga á’íslandi.
VIII., 18
Útbreiddasta blað landiins.
Upplag yfir 3000.
Laugardag 9. Marz 1907.
Áskrifendur í bcinm
yfir «000.
VIII. 18
BtS" ALT FÆST i THOMSENS MAGASlNl.
Ofxia Og cldav Ólítr selur Kristján Porgrimsson.
Ofnar <>íi eldavélar Neiuí’noikí'M?®01*'1"'
„REYKJAVlK'
V erzlunin
Edinborg
hefir aldrei boðið betri kjörkaup heldur en einmitt
nú á meðan
in árlega útsala
slendur yjir.
Alt að 501» afsláttnr.
Og þar að auk mikið af
vörummi beinlínis
gef i 9.
ooooooc
Árg. [69 —70 tVl.] kostar innanlands 2 kr.; erlendit
kr. 3,tl—3 »k.— 1 ioll. Borfiet fyrir 1. Júli.
Auglýsingar innlendar: & 1. bl*. kr. 1,50;
3. «f 4. bls. 1,36 — Útl. augl. 88*/»*/• hœrra. —
Afsláttar að mun, ef mikið er auglýat.
Útgef.: Hlutafélagið „Reykjavík“.
Ritstjóri, affreiðilumaður of gjaldkeri
•Jón Ólafieon.
Afgreiðila Laufáivegi 5, kjallaranum.
Ritetjórn: ---„ Rtofunni.
Telefónar:
29 rititjóri og afgreiðila.
71 prentemiðjan.
Arsfundi hlutafélagins
„Reykj avík“
er frestað
AU Priðjudags 12. þ. m
kl. 6 síðd.
á Hotel Island.
fsaíold. legrst íí náinn.
Kristján IX. konungur vor, sem
alt gerði vel til vor íslendinga, utan
það eina, að láta hengja riddara-
kross Dannebrogsorðunnar á brjóst
ritstjóra ísafoldar, fær þau eftirmæli
af munni þessa riddara síns, að
hann (Kristján XI.) er kallaður »úf-
lendingurx), sem hún físl. þjóðin ] á
ekki meira upp ag inna en það
tvent, að hann lét svo lítið að koma
hér einu sinni á ævinni, og að hann
lét eftir það þjóðina njóta hjarta-
gæzku sinnar, einkum ef óhöpp bar
að hendi. Hins minnist hún þó um
leið, að hann lét oss bíða ó/yrir-
stjnju og þregja nœr fjórðung aldar
eftir nokkurn veginn sjálfsagðri um-
bót á stjórnarhögum vorum«-
Þetta er svo ódrengilega og ill-
gjarnlega mælt um þann bezla kon-
ung, sem ísland heíir átt, að það
mun vekja gremju hvers góðs ís-
lendings.
Ritstjóri ísafoldar hefir of lengi
lesið lög til þess, að hann viti ekki
vel, að Kristján konungur IX. var
það bundinn, að liann gat ekki veitt
oss stjórnarskrána fyrri en hann
gerði — ekki fyrri en ráðgjafi hans
eða ráðaneyti réði honum til þess.
Með sinni undirskrift einni gat hann
ekki gert það.
Eins var með stjórnarskrárbreyt-
inguna, sem oss var synjað um í
20 ár. Detlur nokkrum manni i
Pessi leturbreyting- er ísafoldar
sjalfrar.
hug, að vor góði og ástsæli konung-
ur hefði verið ófúsari á að semja
við oss um þá breyting 20 árum
fyrri? Nei, en hann varð að hlíta
ráðum ráðgjafa sinna. Það eru
hægrimanna-ráðgjafarnir, sem hann
hafði, sem vér eigum um að kenna
dráttinn, en ekki Kristján konungur.
Hann var þegar fús að verða við
óskum vorum, er ráðgjafi hans réð
honum til þess. Hefði óefað verið
eins fús til þess þótt fyrr hefði verið.
ísafold flytur auðvitað aðra eíns
ósóma-fjarstæðu og þetta að eins í
þeirri trú, að nokkrir inir fáfróðari
af lesendum hennar kunni ekki að
gera mun á konunginum sem manni,
og stjórn hans.
Háðsyrðin um »útlendinginn«, sem
y>lét svo litið« að »koma hér einu sinni
á ævinni«, eru auðvitað mótuð upp
á konung vorn, sem nú er og væntan-
legur hingað í sumar. Það þarf svo
sem að brýna það fyrir fólki, að það
sé ekki þakkarvert, ekki nerna »skitin
skylda«, að konungur vor vill kynna
sér land og þjóð, sem hann á yfir
að ráða; vér þurfum svo sem ekk
að virða það mikið við hann.
En af því að hann er lifandi og
ríkjandi konungur vor, þá er eitt-
hvað vissara, að snúa orðunum að
inum látna konungi, þá er bent er
á, hve lítilsmetandi konungsheimsókn
sé. Svo geta allir skilið og heim-
fært orðin til Friðriks VIII.
En ummælunum er beint til Krist-
jáns konungs. Hann hefir blaðið
betur í fullu tré með að kaldyrða
og vanþakka og lítilsvirða.
Ilann er dáinn!
Hættulaust að kroppa náinn!
En þá þekkjum vér illa landa
vora, ef þeir fá ekki andstygð á
blaði, sem óvirðir á svo ódrengi-
legan hátt og svona óverðskuldað
minningu ins bezt.a konungs, sem
þeir hafa nokkru sinni átt.
Og þeir munu sýma það í verkinu.
Það mun blaðið fá að sanna.
Ofbeldi við þjóðina undir yfir-
skini frelsiskrafa.
Einkennileg fyrir inn sameinaða
landvarnar og þjóðræðis ílokk, er sú
djúpa fyrirlitning á alþýðu þjóðar vorr-
ar, sem sífelt lýsir sér í orðum og at-
höfnum málgagna þess flokks.
Aðalmálgagn landvarnarmanna („Ing-
ólfur“) gefur í skyn í síðasta blaði, að
meiri hluti allra íslendinga selji sál
sína og sannfæring eins og aðra verzl-
unarvöru.
„ísafold" flytur þá fullyrðing, að
annarhver kvenmaður á landinu verzli
með skírlífi sitt.
Væntanlega kann íslenzka þjóðin að
meta slíka dóma um sig og launa þá
að maklegleikum.
ísafold svívirðir Kristján konung IX
í gröflnni í því trausti, að almenning-
ur hér sé svo fákænn, að hann viti
ekki mun á konungi, sem er þingbund-
inn, og ráðgjöfum hans — svívirðir
þar með þjóðina með því að ætla
henni fákænsku og vanþekking.
In sífeldu ósannindi um atburði, sem
þessi málgögn sífelt bera á borð fyrir
þjóðina, bera vott um ina sömu djúpu
fyrirlitning á alþýðu, sem þau ætla
alt bjóðandi.
Nú um hríð hafa in sömu málgögn
heimtað þingrof, til þess, segja þau
(og sendill þeirra í Kaupmannahöfn var
þar á sama máli), að sama þing geti
kosið menn í samninganefndina og
lagt fullnaðarúrslit á samningana.
Telja þeir glæpi næst, að stjórn vor,
sem hefir stuðning 2/3 af fulltrúum
þjóðarinnar, þjóti ekki til að sinna
þessari kröfu.
Stjórnarskrá vor kveður svo á, að
eigi megi breyta henni, nema þing sé
roflð og nýkosið þing samþykki breyt-
ingar næsta þings á undan.
En eru nú breytingar á stjórnarstöðu
íslands minna verðar en stjórnarskrár-
breytingar?
Stjórnin lítur svo á, að þjóðin eigi
heimting á, að fá að skera úr með
nýjum kosningum, hvort hún felst á
þær breytingartillögur, sem samkomu-
lagsnefndinni kemur saman um.
Því vill stjómin láta nýjar kosning-
ar fara fram á reglulegum tíma, haustið
1908, eftir að tillögur nefndarinnar
eru orðnar heyrinkunnar, svo að þjóðin
geti þá með kosningunum skorið úr,
hvort hún vill aðhyllast þær eða hafna
þeim.
Andstæðingarnir vilja binda þjóðina
óviðbúna á undan nefndarkosningu, og
láta svo þingið samþykkja alt að þjóðinni
fornspurðri.
En stjórnin og hennar stuðningsmenn
vilja leggja málið fyrlr þjóðina, þegar
tillögur eru fram komnar, svo að þjóðin
geti séð og dæmt um, hvað hún vill
samþykkja eða hafna.
Hvorir eru sann-frjálslyndari ?
Hvorir sýna þjóðinni meira traust
og virðingu?
Flaggid.
i.
Uppruni flagganna vóru véin eða
gunnfánarnir, sem vóru merki, er
konungar eða herforingjar létu bera
fyrir liði sínu í orrustum. Þau vóru
upphaflega úr tré eða leðri eða
málmi og vóru borin á þverstöng,
er fest var á ris-stöng. Stundum
vóru skildir hafðir fyrir vé. Véin
eru eldgömul; þau vóru viðhöfð af