Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 09.11.1907, Blaðsíða 2

Reykjavík - 09.11.1907, Blaðsíða 2
256 RE YKJAVÍK Oliyer Twist er heimsfraeg skáldsaga eftir Charles Dickens. Hiín fæst nú í vandaðri ísl. þýðingu hjá bóksölum víðsvegar um land alt. Góð, hentug og mátulega dýr tækifærisgjöf fyrir unga og fullorðna. Menn hafa sagt um Njálu, að hvað oft sem þeir litu í hana, lœrðu þeir eitthvað af henni. Sama má segja um Oliver Twist: hversu oft sem hann er lesinn, finst nóg til íhugunar og auk þess er bókin víða mjög skemtileg. vísað út þaðan. Vér höfum jafnan á- litið, að þó að Lárus hefði sem þing- maður haft rétt til þessa, þá hafi hann gert rangt í að beita þessum rétti — sér í lagi rangt gagnvart sjálfum sér. Eins og mikill þjóstur er oftast mið- ur heppilegur, þó að storkunar-efni kunni til að liggja, eins vel klæðir hinsvegar jafnan hvern mann kurteisi í framkomu við andstæðinga sína. En hvað sem um þetta má segja, þá er það engin réttlæting á ódrenglegum lyga-árásum á mannorð Lárusar. Eftir viðskifti Einars og Lárusar byrjuðu árásir á L. í ísafold; og eftir viðskifti Björns og L. hörðnuðu þær að marki. Einar þykist „fletta ofan af atferli hans [Lárusar] sem skiftaráðanda í dénarbúi fyrirrennara hans í embætt- inu;“ segir „að hann sjálfur, skiftaráð- andinn" hafi ætlað „að hafa af búinu“. Enn fremur segir Einar: „Meðan óséð var, hverjar ráðstafanir þeir læknir og prestur [Dav. Scheving Thorsteinsson og séra Sig. GunnarssonJ gerðu til þess að afla sér húsnæðis, dró hýdumaður málið á langinn1), þóttist að sönnu ætla að kaupa húsið, en vera neyddur ur til að frest.a kaupunum fyrir pen- ingaþröng, og gerði auðvitað enga gangsJcör aðþví að fá annan kaupanda1). En þegar þessir embættismenn höfðu ráðið af, að reisa sér hús sjálfir, lét sýslumaður það loks í ijósi á skifta- fundi í búinu, að ekkert boð hefði komið í húseignina". Út af þeim ummælum, að sýslu- maður hafi „dregið málið á langinn" og „enga gangskör að því gert að fá kaupanda“ að húsinu, má minnast á þetta: Það var eftir beinni ósk ekhjunnar og aðstandenda hennar, að húsið var auglýst í blaði til sölu, í stað þess að selja það á uppboði, af því að búist var við, að eigi fengist viðunandi boð á uppboði. Þeir læknir og prestur vóru báðir umboðsmenn aðstandenda búsins og samþyktu báðir á skifta- fundi þessa ráðstöfun. Þeir gerðu aldrei neitt boð í húsið, fyrr né siðar, og ekki reistu þeir sér hús fyrri en löngu eftir að út var runninn fyrri boðsfrestur í húsið. Þeir vissu að Lárus bauð í það 7000 kr. Hví buðu þeir ekki hærra, ef þeir álitu húsið þess virði? Hvað gat Lárus frekara gert, en hann gerði, meðan lnann var slciftaráð- andi, til þess að koma húsinu í verð? ÖIl þessi ummæli hr. E. H., sem að framan eru greind (og önnur fleiri ámóta), eru svo tilhæfulaus og ósvífin ósannindi, svo alveg gagnstæð sann- leikanum, sem frekast er unt. Enn áréttar E. H. með þvi, að „Lárus helli ókvæðisorðum yfir“ séra Sig. Gunnarsson „í hverri Þjóðólfs- greininni eftir aðra — fyrir það að prófastur hefir ekki viljað hilma yfir atferli hans, jafn-óskaplegt sem það *) Orðin einkend af oss. Ritstj. •’------------------------------• ÍJRSMÍBA-VINNUSTOFA. Vönduð ÍI v og Klukkur. Bankastræti 12. Helgi Hannesson. •-------------------------------• hefir verið", og „lætur ekki troða rétt- lætið undir fótum“. Talar enn frem- ur um, „að fá Lárus rekinn frá em- bætti fyrir þessar sakir" !! Rekinn f:á embætti fyrir það, að hann rækir köllun sína sem skiftaráð- andi samvizkusamlega í alla staði ? — Rekinn frá embætti fyrir það, að hann víkur ótilkvaddur sæti sitt sem skifta- ráðandi, þá er hann býður í húseign búsins, og biður um og fær annan skiftaráðanda settau ? — Eða rekinr frá embætti fyrir það, að hann býður 250 kr. hærra í eignina, en hún reyn- ist seljanleg fyrir, og kaupir hana að lokum verði, sefn enginn annar vildi í hana bjóða? Og unnnæli þau sem L. H. B. gerði að málsefni gegn Einari Hjörl., vóru svo sem ekki einu illmælin úr þeirri átt í hans garð. Blaðið ísafold, og síðar Fj.konan, meðan E. H. var rit- stjóri hennar, og enn fremur Norður- land, hafa haldið uppi látlausum of- sóknum gegn Lárusi, kallað sýslu þá, sem hann er sýslumaður í, „Litla Rús- land“, til að tákna þar með, að hann væri harðstjóri, jafn-skeytingarlaus um lög og i étt eins og alræmdustu yfir- völd í Rúslandi. Þau hafa reynt að svívirða hann á alla lund með ósönn- um óhróðri. í þessu hafa þeir notið atfylgis þriggja presta og einnar bónda- nefnu, alt æstra pólitískra flokksmanna sinna, og hafa þeir, einn presturinn og bóndinn, nýlega orðið að þola dóm fyrir óhróður sinn um Lárus,þann er þeir gátu ekki einu sinni gert svo mikið sem tilraun til að finna stað fyrir rétti. Vér þekkjum ekki dænli þess hér á landi fyrri, að látlausar og alveg til- efriislausar árásir hafi gerðar verið á drengskap og mannorð manns, að því er virðist einvörðungu til að svala pólitísku flokkshatri, eins og hér hefir verið leikið við Lárus Bjarnason. Yér skulum nú þessu næst athuga nokkuð dómana í Einars-málinu. Þar næst munum vér skýra frá málsefninu í Björns-málunum og dómunum í þeim, og loks vekja nokkrar athuganir út af framkomu dómstólanna í þessum mál- um. [Framhald]. DC Hefip þú borgað „Reykjawik ?“ Bókmentir. LandssjóOs-lesbókin (sjá síðasta blað). Ofurlítil eftirhreyta. Þegar vér mintumst á þessa bók í síðasta bl., var ekki rúm fyrir alt, sem um hana þurfti að segja, og ætluðum vór að sleppa því. En það eru þó ein tvö atriði, sem vér viljum lítillega minnast á. Fyrra atriðið er einn vottur um hroðvirkni og hirðuleysi útgefendanna, sem kemur fram í kafla þeim („Ey- vindur"), sem þeir hafa tekið upp úr „Kátum pilti“ eftir Bjornstj. Bjorns- son (þýðing Jóns Ólafssonar). í eftir- mála við 1. útgáfuna (Eskif. 1879) segir þýðandinn: „Þýðingin .... er gerð í mesta fiýti, og oftast rituð upp sem hraðast mátti til að hafa undan Orsmíðavinnustofa Carl F. Bartels Laugavegi 5. Talsími 137. setningunni í prontsmiðjunni1)*, og get- ur hann þess, að hann hefði væntan- lega getað gert dálítið betur í betra næði. Þýð. var og tiltölulega ungur þá, og hefir vitanlega orðið nokkuð betur að sér í málinu siðan, enda haft jafnan viðleitni til að vanda sig í þá átt. 1904 kom út 2. útgáfa af þýðing- unni, og yfirfór þýðandi hana á ný og bætti talsvert. Nú hefði mátt búast við, að útgef- endurnir hefðu heldur farið eftir vand- aðri útgáfunni; en það hafa þeir ein- mitt ekki gert, og er það hirðuleysi þeirra eða hroðvirkni, og er skaði fyr- ir lesbókina. Hér skal nefna fá ein dæmi úr þessum kafla, og er fyrst sett það sem Lesbókin hefir (eftir gl. útg.), en síðan í hornklofum það sem stendur í nýju útgáfunni (frá 1904). „staðið uppreistur í fanginu á mömmu sinni“ [„st. uppréttur í f. á. m. s.“] — „kofinn stóð undir kletti, er stóð upp sem standberg" [„stóð undir kletti; það var slétt standberg"]. — „Furutré og björk hékk niður af brúninni" [,,F. og b. héngu n. a. br.“J. — „tveim dögum eftir frostnætur" [„tveim dög- um eftir veturnætur"]3) — „hann hafði passað kiðlinginn" [„hann hafði gætt kiðlingsins"].—- „afgert á stuttri stund“ [„útkljáð á st. st.“J. — „neðan úr fjöru" [„neðan frá vatni*]; það fyrra er röng þýðing. — „með skörpum málrómi" [„með hvassri röddu"] — „þótti nú ekki eins mikið út í hann varið og fyr“ [,,þ. n. e. e. m. ú. í h. v. og áður“]. — „þá fullorðnu" [„fullorðna fólkið"]. Fleira mætti telja; en þetta er nóg til að sýna mismuninn. Ekki sjáum vér heldur að breyting sú sé til batnaðar, er útgef. breyta „tóa“ (refur) í „tófa“. Enginn lifandi maður á landinu segir „tófa“, heldur „tóa“; hvert barn skilur undir eins „tóa“, en „tófa“, sem barnið heflr aldrei heyrt, af því að enginn segir það, skilur það tæplega án tilsagnar. Útgef. hafa líkl. ætlað að verða „lærðir" og bæta ritháttinn. En „tóa“ kemur aldrei fyrir í fornmálinu. Uppruni orðsins er ókunnur, og síður en svo að nokkur vissa sé fyrir, að f eigi heima í orðstofninum. Konr. Gíslason ritar hispuvslaust „tóa“. Hitt atn'ðið, sem vér vildum minn- ast á, eru myndirnar í bókinni. Flestar af þeim munu gerðar eftir Ijósmynd- um, er teknar hafa verið af olíumynd- um eftir Ásgrím málara. En útgef. hafa ekkert hugboð haft um það, að slíkar myndir, þótt eftir góðum mál- verkum sé teknar, geta verið, og eru alloft, allsendis ófærar til að vera myndir í barnabókum. Barnið lítur öðrum augum á myndir, heldur en fullorðnir menn, sem eru myndum vanir. 8mágervum skuggablöndunum hefir það ekkert. auga fyrir; umgerð hlutanna, þótt í fám línum sé dregin, gengur þeim mest í augu. Sé um andlitssvip að ræða, skynjar barnið hann bezt í fáum, einföldum dráttum. Af þessu leiðir, að yfirleitt er varla óheppilegri vegur til, ef gera skal myndir fyrir barnabækur, en að Ijós- mynda eftir málverkum. Myndir í *) Það hafa verið forlög hans alla ævi, að verða að rita langflest á þennan hátt. Ritstj. ’) 1879 vissi ég ekki, að „frostnætter* er haft í Noregi um það sem vér köllum „veturnætur“. Ég var nýkominn heim frá Ameríku allslaus, og átti enga orðabók í nokkru máli í eígu minni á Eskifirði. ./. O. barnabókum eiga allrahelzt að vera dráttmyndir, og svo gera allar slíkar myndir þeir menn, sem meistarar eru í myndagerð fyrir börn. Beri hver, sem vill, saman myndirnar allflestar í þessari lesbók við myndir Kittelsens t. d. Það er alveg sérstök list að draga slíkar myndir. Lorenz Folich t. d. var að vísu málari, en ekki stórmenni í þeirri list. En dráttmyndir hans munu lengi halda minning hans á lofti. Sumar dráttmyndir hans fyrir barnabækur hafa flogið um allan heim. Maður hefir sagt við oss, að niður- lags-ályktarorð greinarinnar um bók þessa í síðasta bl., væri ekki nœgilega rökstudd. Yér höfum þó bent þar á, að engri frumreglu virðist fylgt í samsetningu bókarinnar, og að allar þcer frumregl- ur, sem viðurkent er að ráða eigi í þvi efni, sé brotnar og einskis virtar. Um þetta geta allir sannfærst, sem lesa vilja bókina með þær kröfur fyrir augum, sem gera verður til slíkrar bókar. Sé þetta ekki næg rök fyrir því, að bókin sé handaskömm, og að það sé landinu vanvirða, að í byrjun 20. ald- ar skuli útvöldustu menn landsstjórn- arinnar enga hugmynd hafa um, hversu slík bók eigi að vera — þá vitum vér ekki, hver rök nægja mega. Lesendur verða að gæta þess, að slíh aðfinning er þess eðlis, að bókin sjálf verður annaðhvort að styðja hana eða fella. Ritdómari í blaði getur ekki farið að prenta upp alla bókina til sönnunar máli sínu. ^orrgna. Allir, sem þurfa að kaupa mótora og mótorbáta, verða nú sjálfra sín vegna að gefa sig strax fram við Ing-exi- ior Bendtsen, „Sigriðar- stöðum", sem fer héðan með »Hólum(í næst. Nú þegar seldir margir mótorar og bát- ar, þ. á. m. bátur sem fer póstferðir eftir Hvítá, einnig mótor í fiskibát, er þeir Porst. skipstj. Sveinsson og Ólafur Stephensen í Skildinganesi eiga. Síðarnefndi fékk styrk í sumar til að kynnast þeim mótorum, sem sýndir vóru á mótorsýningunni í Björg- vin. Aths. Þeir sem gefa sig strax fram, fá auk annara hlunninda mótorana setta inn ókeypis, af því að verksmiðjan parf að halda mann hér uppi næsta ár vegna pess hve rnargir mótorar eru seldir hingað. 1—2 herbergi með húsgögnum til leigu nú þegar í Þingholtsstræti 25.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.