Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 13.08.1910, Blaðsíða 2

Reykjavík - 13.08.1910, Blaðsíða 2
134 REYKJAVIK | Utsalal Stór Útsala byrjar 16 ágúst í VERZL. DAG-SBRXJN. Hreinskilinn YÍnsaii, „Hkr.“ eftir „Blaine Journal“. Þegar „Jimmie" Durkin, talsmaður persónulegs frelsis og umsækjandi Dejnókrata-flokksins um ríkisstjóra- embættið í Washington árið 1908, leyfði sjera Charles D. Braden, frúboða, að prýða gluggana í vínsöluhúsi sínu í miðparti verzlunarhlutans af Spokane- borg með „hræðilegum dæmum' um vinverzlunina, — þá var álitið, að hámarki hefði verið náð. En nú hefir R. P. Love, eigandi Eagle vinsöluhússins í Sumas, Wash., auglýst, að hann myndi binda skjótan enda á leit Diogenes, væri hann uppi með oss nú á tímum. Herra Love gerir svolátandi yfir- lýsingu : „Vinir og nábúar! Jeg er þakklátur fyrir liðin viðskifti, og þar eð jeg hefi fyllt búð mína með hinum beztu teg- undum ýmsra vínfanga, þá leyfi jeg mjer að tilkynna yður, að jeg ætla mjer að halda áfram að skapa drykkju- rúta, betlara, þurfamenn, svo að hinn iðjusami og heiðarlégi hluti borgar- anna skuli þurfa að annast þá. Víntegundir mínar skulu æsa til óspekta, rána og blóðsúthellinga. Þær skulu rýra þægindi yðar, auka útgjöld yðar og stytta æfi yðar. Jeg skal einlæglega mæla með þeim, sem á- reiðanlegum til þess að margfalda dauðleg slysa-tilfelli og ólæknanlega sjúkdóma. Þær munu vissulega svifta suma lífi, aðra rænu, marga mannorði og alla friði. Þær munu gera feður að fjend- um, konur að ekkjum og börn að munaðarleysingjum, og alla fátæka. Jeg skal innræta hjá sonum yðar ó- tryggð, svall, fáfræði, saurlífi og alla aðra lesti. Jeg skal koma spillingu inn hjá prestum kirknanna, hindra sann- ieikann, saurga kirkjuna og valda eins miklum likamlegum og andlegum dauða eins og jeg get. Með þessu móti get jeg þóknazt alþýðunni, þó jeg kunni með því að glata minni ódauðlegu sál. En jeg hefi fjölskyldu fram að íæra. Verzlunin borgar sig og alþýðan hlynnir að henni. Jeg hefi borgað verzlunarleyfi, og atvinnuvegurinn er löghelgaður. Ef jeg sel ekki áfengi, þá gjöra aðrir það. Jeg veit, að biblían segir: Þú skalt ekki mann deyða, og að ofdrykkju- menn skuli ekki innganga í himnaríki, og jeg býst ekki við, að sá, sem skapar ofdrykkjumanninn, sæti vægari dómi. En jeg met það meira, að hafa þægi- iega lífsatvinnu, og jeg hefi ákvarðað að græða á siðspillingu og eyðileggingu meðbi æðra minna. Jeg ætla þess vegna, að reka verzlun mina af kappi, og gera mitt ítrastá til þess, að draga úr auð- æfum þjóðarinnar, og stofna ríkinu í hættu, því að verzlun mín vex og dafnar í rjettum hlutföllum við inun- aðarlíf yðar og fáfræði. Jeg skal af ítrasta megni sporna við siðgæði og skilningslegri þroskun. Ef þjer efizt um hæfileika mína til að gera þetta, þá vísa jeg yður til sannindamerkis til lánsstofnananna og fátækrahælanna, lögregludómstólanna og sjúkrahúsanna, fangelsanna og hengingargáiganna. Á þessum stöðum finnið þjer marga af mínum beztu viðskiftamönnum, Þegar þjer sjáið þá þar, munuð þjer sannfærast um sannleik orða minna. Leyfið mjer að síðustu að tilkynna yður, að þjer eruð heimskingjar, og að jeg er: Hreinskilinn vínsaliu. Smásögur af fflark Twain. í 21. tölubl. „Bvíkur“ þ. á. er skjrt frá láti ameríska kýmniskáldsins heimsfræga, er kallaði sig Mark Twain, en hjet Samuel Langhorne Clemens. Þess er þar og getið, að hann hafi um tíma verið ferjumaður, eða eins konar hafnsögumaður, á ferjum þeim, sem fluttu fólk fram og aftur um Mississippi- fljótið. Þaðan hafði hann höfundarnafn sitt. A ferjum þessum hafði einn maður það starf á hendi, að mæla jafnt og þjett dýpt vatns- ins, og notaði hann tiJ þess áhald, sem flestir sjómenn kannast við, snæri, með sökku á neðri enda, og hnútum eða öðrum merkjum með eins faðms millibili. Maður þessi kall- aði sí og æ til hafnsögumannsins, hversu mörg merki væru í kafi: »Mark three«.... nMark twain« o. s. frv., og þýðir því nafnið Mark Twain í raun rjettri: „Tvö merki í kafi“ eða með öðrum orðum: „Tveggja faðma dýpi“. Það var einkum fyndnin, sem gerði Mark Twain heimsfrægan. Sögur hans eru hver annari fyndnari; en þótt meira kvæði að fyndni hans í riti heldur en í ræðu, gat hann þó oft verið stórfyndinn í viðræðum, og er til mesti fjöldi af sögum um orðheppni lians. Hjer er ofurlítið sýnishorn af slíkum BÖgum, og eru sumar þeirra teknar eftir „Heimskringlu“ : Einu sinni sem oftar var Mark Twain á ferðalagi, allfjarri heimili sínu. Þá gaus sú saga upp í New York, að hann væri látinn, hefði látizt í þessari ferð, og sum blöðin fluttu andlátsfregn hans. Einn blaðamaður var þó svo varfærinn, að síma til heimilis Mark Twains, og spyrjast fyrir um það, hvort lát hans hefði frjetzt þangað. Mark Twain var þá kominn heim, og svaraði samstundis með svohljóðandi símskeyti: „Andlátsfregn mín er mjög orðum aukin. Mark Twain“. í fjölmennum samkvæmum var Mark Twain oft fálátur, og tók lítinn þátt í samræðum manna, en tók þá auðvitað þeim mun betur eftir þvi, sem fram fór. Einu sinni brá hann þó frá þessari venju sinni, og hreytti inn í samræðurnar smá-athugasemdum, sem allir hlógu svo dátt að, að þeim vöknaði um augu. Meðal gestanna var málaflutnings- maður einn, Evarts að nafni, er hafði fengið orð fyrir að „rýja“ skjólstæðinga sína meira en góðu hófi gegndi. Hann vildi líka reyna að vera fyndinn, og stóð þvi upp, bað sjer hljóðs, og mælti hlæjandi og með báðar hendurnar í vösunum ; „Finnst yður ekki, háttvirta samkoma, að það sje regluleg nýung, að sjá kýmniskáld, sem annars eru vön að nota eingöngu penn- ann, koma í fjölmennu samkvæmi með hverja fyndnina annsri betri?“ Allir skellihlógu auðvitað að þessum gamanyrðum, en Mark Twain beið þolin- móður þar til hláturinn þagnaði, en þá laumaði hann út úr sjer ofboð seint og hátiðlega : „Og finnst yður ekki, háttvirta samkoma, að það sje ekki síður nýtt en gleðilegt, að sjá málaflutningsmann með hendurnar í sinum eigin vösum ?« Einu sinni fór Mark Twain í kirkju, til þess að hlusta á ræðu, sem frægur biskup einn hjelt. Að lokinni messugerð, bauð hann biskupnum heim til sin, og kvaðst mjög hrifinn af ræðu hans. „Já, það gladdi mig mikið, að hlusta á ræðu yðar“, mælti hann, þegar þeir voru seztir, „og sjerstaklega var það minnið, þetta stál-minni, sem jeg varð hrifinn af, því að livert einasta orð, sem þjer sögðuð, stendur stafrjett í bók einni, sem jeg á“. Biskupinn mótmælti kröftuglega þessum áburði, og kvaðst hafa samið ræðuna sjálfur að öllu leyti. Að lokum tók Mark Twain gríðar-stóra bók úr bókaskápnum sínum, og segir: „Ja, jeg sný nú ekki aftur með það samt, að hvert einasta orð, sem þjer sögðuð, stendur fullum stöfum í þessari bók“. Bókin, sem hann hjelt á, var orðabók. • Við blaðamenn þá, sem fóru til móts við Mark Twain, þegar hann í október 1900 kom heim, eftir níu ára burtuveru, mælti hann: „Sumir Ijúga, þegar þeir segja satt. Jeg segi sannleikann ljúgandi“. í samsæti einu, ekki alls fyrir löngu, kvartaði Mark Twain yfir því, að setning ein, sem eftir honum væri höfð, væri rang- hermd. „Jeg sagði aldrei : Þegar jeg er í efa, segi jeg sannleikann. Jeg sagði: Þegar þú ert í efa, þá segðu sannleikann. Þegar jeg aftur á móti er í efa, þá viðhef jeg meiri skarpskyggni“. Einu sinni þegar Mark Twain var i Washington, sagði hann við Cannon, forseta neðri málstofunnar: „Jeg vildi gjarnan kynnast yður betur, og þætti þess vegna vænt um, ef þjer vilduð borða með mjer litlaskattinn á morgun“. „Jeg borða aldrei litlaskatt11, svaraði Cannon. „Jeg ekki heldur“, mælti Mark Twain. „Við látum þá George Harvey jeta matinn, en tölum og reykjum sjálfir á meðan“. Mark Twain mætti einu sinni kunningja- konu sinni einni á götunni, og hjelt hann þá á vindlakassa undir hendinni. „Mjer þykir leitt að sjá það, að þú skulir enn á ný vera farinn að reykja“, mælti konan. „Nú skjátlast þjer hrapallega, góða min“, svaraði Mark Twain. „Jeg er bara að flytja mig“. Og til sannindamerkis opnaði hann vindla- kassann, og sýndi henni hvað í honum var, en það voru einir sokkar, reykjarpípa og tveir pappírs-flibbar. Þjófar höfðu einu sinni brotizt inn til Mark Twain, og stolið frá honum silfur- borðbúnaði o. fl. Þá festi hann upp svo- hljóðandi auglýsingu í anddyri hússins : y>Til nœsla þjófs. — „Nú og upp frá þessu er einungis til forsilfraður borðbúnaður í húsi þessu. Þú getur fundið hann í skápn- um i borðstofunni, i horninu, við hliðina á körfunni, sem ketlingarnir eru í. Ef þú þarft að nota körfuna, þá gerir þú svo vel, að láta ketlingana inn í skápinn. Gerðu engan hávaða, svo að íbúar hússins verði ekki fyrir ónæði. Þú finnur skóhlífar í and- dyrinu, hjá áhaldi því, sem regnhlífarnar eru geymdar í, „Chiffioner“ held jeg það sje kallað, eða eitthvað því um líkt. Yðar einlægur S. L. Clemens“. Ilvað er að frjetta? Skemma brann nýlega á Þrándar- stöðum í Kjós, og brunnu þar inni 5 reið- týgi, reiðingar og ýms fleiri búsáhöld bónd- ans þar. Slysfarir. Sunnudaginn 7. þ. m. drukknuðu 2 menn í Miðá í Dalasýslu, Ey- ólfurBöðvarsson og ólafur Stefánsson, kaupa- menD hjá Birni sýslumanni á Sauðafelli. þeir höfðu verið að lauga sig í ánni, ásamt fleirum, en síðan tekið upp á því, af rælni, að ríða á sund yfir hyl í ánni. Hafði þá annar maðurtnn losnað við hestinn, en hinn ætlað að reyna að bjarga honum, og það orðið til þess að báðir drukknuðu. Látinn er nýlega austur í Hvolhrepp 1 Rangárvallasýslu Jóhannes Bcrgsteinsson, er lengi bjó í Gerði i Hvolhrepp, faðir Sig- urðar bónda á Gljúfri í Ölfusi, Bergsteins múrara hjer í bænum og þeirra systkina. Jóhannes sál. var dugnaðarmaður, forn í skapi og hagur vel, og var hann um lang- an aldur eiuhver helzti aska- og spóna- smiðurinn þar eystra. En þau áhöld eru nú að hverfii úr sögunni, eins og flest ann- að, sem íslenzkt er. Jóhannes sál. var orð- inn háaldraður maður. SJAlfsmorð. Sagt er, að öldruð stúlka, Elín Þorbergsdóttir frá Djúpadal, niðursetningur á Móeiðarhvoli i ftangavalla- sýslu, hafi hengt sig nýlega. Sagt, að hún hafi verið látin sofa úti i hesthúsi, og hafi hún rifið svuntuna sína í lengjur, og hengt sig i þeim. Hún hafði um langan tíma verið hálf-geggjuð. ,,Gjallarhorn“ er vaknað aftur eftir nærri fimm ára svefn, og virðist all hresst og fjörugt eftir svefninn. Kitstjórinn sami og áður, Jón Stefánsson verzlunarmaður. „NorOrl“. Einhverjar misfellur hafa verið á útsending „Norðra“ nú á síðkastið. Hann hafði ekki sjezt hjer síðastl. tvo mán- uði, og töldu flestir hann sálaðann, og sum blöðin hjer voru jafnvel búin að flytja and- látsfregn hans. En með „Vestra“ í gær- kvöld komu stórir bögglar af honum, og sýna þeir, að lítið eða ekkert hlje hefir orðið á útkomu hans. Hestur sló barn i Hafnarfirði nú í vikunni og meiddi það svo mjög á höfði, að lengi var tvÍBýnt um líf þess. Það er þó nú talin von um, að það lifni við aftur- Utlent ^mælki. Skógareldar afarmiklir hafa geisað í Norður-Ameríku í síðastl. mánuði, og eytt öllu, sem fyrir varð. Einungis í Kanada er skaðinn ætlaður um 20 miljónir króna. Voða-illwiðri gekk yfir Þýzkaland 25. f. m., einkum i Rínarfylkjunum, Saxlandi og Suður-Þýzkalandi. Sagt, að uppskeran hafi víða ónýtzt með öllu. Gufuskip sökk rjett fyrir mánaðamótin við strendur Kóreu. 246 farþegar voru á skipinu, en að eins 40 varð bjargað. Kolera hefir gengið i sumar í Rjeturs— borg og víðar á Rússlandi, og var ekkert í rjenun, er síðast frjettist. Síðustu dagana í Júli dóu úr henni 15—20 manns á dag í Pjetursborg. Nýtt ritsíma-áhald. Danskur hug- vitsmaður, Knudsen að nafni, búsettur í Jjundúnum, sýndi nýskeð blaðamönnum og mönnum er vit höfðu á, nýtt ritsima-áhald, sem á að hafa þann kost fram yfir gömlu á- höldin, að með þvi á að mega senda jafn- langt símskeyti á ’/* skemmri tíma. Ósýnileg net. Sænskur maður, Thor Scheut doktor i heimspeki, kvað nýskeð hafa lokið við uppgötvun, sem á að geta orðið mikilvæg fyrir fiskiveiðar allar. Hon- um á sem sje að hafa lánazt, að búa til lit, sem gerir net alveg ósýnileg í vatninu. Litur- inn á að vera mjög endingargóður. Hann hefir fengið einkaleyfi í flestum löndum fyrir uppgötvun þessari.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.