Tímarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrá inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Reykjavík

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoğa í nıjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ağlaga hæğ


Vafrinn şinn styğur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til ağ skoğa blağsíğuna sem JPG
Reykjavík

						160
REYKJAVIK
— einnig þeim er sigurinn öðlast.
Flestum ofbýður að bera ábyrgðina á
að koma slíku á stað. Þjóðirnar eru
að vitkast. Ósjálfrátt og án þess menn
veiti því sérlega eftirtekt er hið and-
lega eðli mannsins að fá yfirhönd, en
dýrið í honum að lúta í lægra haldi.
Kjarni menningarinnar er mannúð, og
hún er bezti friðarfrömuðurinn. Og
því skæðari sem morðvopnin verða,
og þar af leiðandi stríðin, því meira
kveinkar mannúðin sér við að koma
þeim á stað. Þess vegna á „íriður á
jörðu" ef til vill ekki eins langt í land
og hinn sífeldi ófriður þar - helzt
bendir á.
€imskipafélagií.
Bráðabirgðastjórnin hefir nú ákveðið
stofnfund félagsins 17. janúar 1914.
Er það laugardagur — til lukku von-
andi.
Enn eru margir eftir, sem ættu að
vera með, og enn er þörf á meira,
miklu meira fé. Þeir sem taka á móti
hluthafa-áskriftum ættu að nota vel
tímann, sem í hönd fer, og pota í þá
tómlátu. Oft þarf ekki annað en að
minna menn á skyldu sína, til að fá
þa til að gera hana. En það er skylda
hvers góðs íslendings að eiga hluta-
bréf í Eimskipafélagi íslands. Og eftir
á, seinna þegar íslenzku skipin skríða
inn á hafnirnar full af vörum og far-
þegum, þá mun hvern þann iðra, sem
ekki var með, ekki lagði sinn skerf —
hve lítill, sem hann var — af mörk-
um, þegar ísland kallaði á börnin sín
árið 1913.
Hvað á harnið að lieita í
Hvað eiga þau að heita íslenzku
millilandaskipin ? Þeim verður að velja
fögur heiti, er sómi sér vel og eftir sé
tekið. Ekki er ráð nema í tíma sé
tekið — bezt að menn fari að hugsa
sér það nú þegar, svo þeir geti stungið
upp á einbverjum góðum nöfnum á
stofnfundinum.
psnœSisleysi.
Fólk er nú sem óðast að streyma
til bæjarins. Það kemur hingaé úr
ðllum héruðum landsins, ofan úr sveit
og frá sjávar-þorpunum, ungir og gaml-
ir, konur og karlar. Sumt sem hér
hefir átt og hefir heimili sitt, sumt
sem ætlar að dvelja hér í vetur, og
enn sumt sem hygst að setjast hér að.
Alt þarf fólk þetta auðvitað húsnæði
fyrir sig og sína — en á því er altaf
að verða meiri'og meiri hörgull. Sér-
staklega eru litlar og ódýrar íbúðir að
verða ófáanlegri og ófáanlegri. Fer
því oft svo að fólk verður að stía sig
saman, heiiar fjöiskyldur með börn í
eina herbergiskitru. Að maður tali
ekki um alla þá, er verða að hafa
eldhús með öðrum. Það er nu orðið
svo algengt að fátækt fólk telur það
næstum sjálfsagt. En þetta er þó
slíkur ókostur að margur mundi ef til
vill fremur kjósa að hafa minna að
elda í eldhúsinu, og hafa það fyrir
sjálfan sig einan. Kjallaraholur eru
teknar til íbúðar, sem áður voru taldar
hæfastar til geymslu, og menn þakka
fyrir að geta fengið eitthvert skýli.
Ný hús  hafa  að  vísu  nokkur  verið
bygð, en þó tiltölulega svo fá að lítið
munar um það, sem þau taka. Ibú-
um bæjarins fjölgar eðlilega þetta jafnt
og þétt, og húsa-viðkoman hefir ekki
við fjölgun mannfólksins. En afleið-
ingin af þessu er meðal annars sú, að
húsnæði í bænum — og ekki sízt ein-
mitt litlu íbúðirnar fátæka fólksins —
verður sí og æ dýrara, og húsaleigan
óbærilegri og óbærilegri. Því er ó-
bótmælanlegt að láta þetta reka lengur
svona á reiðanum. Úr því einstak-
lingarnir sumpart ekki hafa efni á að
byggja kofa yfir höfuðið á sér og sum-
part ekki vilja leggja peninga sína í
að byggja hús til þess að leigja öðrum,
þá verður bæjarfélagið sjálft að taka í
taumana. Og taka bráðlega í þá. Því
að auk þess, sem það mun undan-
tekning, að það sé hagur nokkurs
bæjarfólags að fæla fólk frá að taka
sér bólfestu í bænum, þá er hér einnig
um annað atriði að ræða, sem vert er
að einnig sé nokkur gaumur gefinn.
Vér eigum við þá óhoilustu, sem stafað
getur og stafar af því að menn lifa í
of-fyltum húsakynnum. Þegar heilum
fjölskyldum, manni, konu og hóp barna,
ósjaldan er troðið niður í eitt herbergi
þá hlýtur heilbrigðí fjölskyldanna, er
slík húsnæði hafa, af því að stafa hin
mesta hætta. Slíkar íbúðir verða að
gróðrarstíum sóttkveikja, sem þaðan
berast út í allar áttir, og sérstaklega
þola börnin illa það sífelda óloft og ó-
þrifnað, sem óhjákvæmilega hlýtur að
vera þar, sem svo hagar til. Þegar
þetta bætist ofan á misjafnt viðurværi
og aðbúnað, þá getur varla vel farið.
Þá er sjúkdómurinn að staðaldri gestur,
ef hann ekki má kallast þar heima-
maður.
Að sporna á móti þessu er bæði
skylda hvers bæjarfélags og til eflingar
hagsmuna þess.
Oss er kunnugt um að bæjarverk-
fræðingnum var ekki alls fyrir skömmu
falið að gera uppdrátt að húsi, sem
kynni að verða reist í því skyni að
hýsa fátækar fjölskyldur. Þessi upp-
dráttur er enn ókominn, því að verk-
fræðingurinn hefir mjög mörgum störf-
um að gegna og miklu að sinna. En
vér viljum vera þess hvetjandi að hann
komi sem fyrst, og að ekki verði látið
staðar numið við að gera uppdrátt að
slíku húsi, heldur verði það reist, og
það sem allra bráðast. Bærinn ætti
heldur ekki að þurfa að hafa fjárhags-
legan óhag af þessu. Engar líkur t.il
þess að það þyrfti að standa autt fyrst
um sinn. Og ef þeir tímar kunna að
koma að húsnæðis-eklan er um garð
gengin, og hús standa tóm í Reykja-
víkurbæ — þá láti menn þá, er leita
hjálpar úr bæjarsjóði, fá þá hjálp með
ókeypis húsnæði í bæjarins húsi eða
húsum. Líklegast verður seint svo
hér, að ekki verði nógir, sem þörf hafa
á ókeypis húsnæði. En ef syo skyldi
bera við, þá gerir minna til þó húsin
standi tóm. Pá hefir Reykjavík ráð á
því og öðru eins !
ÞjóðYína-félagið.
Hagur félagsins hefir aldrei staðið
með meiri blóma en nú síðan dr. Jón
Þorkelsson tók við stjórn þess. Ný-
lega eru komnar út bækur þess, og
geta félagsmenn sízt kvartað yfir að
fá ekki nóg fyrir peninga sina.
í Andvara eru margar góðar rit-
gerðir, þar á meðal erindi eftir Hall-
grím Þorbergsson um Aukið landnám,
sem er þess vert <að því sé mikill
gaumur gefinn. Réttarstöðu íslands
eftir prófessor juris Einar Arnórsson
gefur félagið út. Almanakið (1914)
hefir aldrei verið meira. Það er fullar
150 blaðsíður, og í því mikill fróð-
leikur. Hállgríms Péturssonar er þar
fallega minst, og að maklegleikum.
Tilefnið er að hann verður 300 ára að
ári. Einnig er Sturlu Þórðarsonar
minst. Sjö aldir eru þá liðnar frá
fæðingu hans. — Dr. Jón er hinn mesti
iðjumaður og manna fróðastur um
marga hluti. Er auðséð að verk þetta
hefir látið honum veJ, og að hann er
ágætlega vel fær um að gegna því.
En þetta hefir Alþingi líklegast ekki
fundist, úr því það tók starfann af
honum.
Slys Yið hafnaryinnuna.
Maður dettur í sjóinn og drukknar.
Svo bar við seinni hluta dags á
þriðjudaginn að þrír menn voru við
vinnu á verkpalli einum framarlega í
járnbrautarbrúargrindinni. Eru staurar
miklir reknir niður í sjávarbotninn,
sem eiga að halda uppi járnbrautinni,
er flytur möl og stórgrýti í hafnar-
garðinn og eru staurarnir reknir nið-
ur og brúin þannig lengd, jafnótt og
garðinum miðar áfram. Þessir þrír
menn, sem á pallinum stóðu, voru
Tómas Tómasson trésmiður hér í bæ,
Guðmundur Þorgrímsson og Þorlákur
Magnússon úr Hafnarfirði. Stóðu þeir
Tómas og Guðmundur á paliinum
vestanverðum en Þorlákur austantil á
honum. En alt í einu brotnaði planki,
sem hélt pallinum uppi vestanmegin
og varð þeim þá fótaskortur Tómasí
og Guðmundi. Guðmundur náði samt
fljótt í einn af brúarstaurunum og gat
haldið sér föstum, en Tómas rann út
af pallinum og í sjóinn. Fallið var
ekki hátt — liðug alin — en hann
íór í kaf og skaut ekki upp íyr en
þó nokkrum (á að gizka 5—10) föðm-
um fyrir vestan brúna; því að harð-
ur útstraumur var. Guðmundur og
Þorlákur hlupu strax til og fleygðu út
til hans tveim plönkum og einu borði
— enda kallaði Tómas til þeirra að
gera það. En það var til einskis því
að hann náði ekki í plankana þó að
þeir kæmu mjög nálægt honum, og
virtist sem þá væri svo af honum
dregið að hann ekki hefði mátt til
að handsama þá. En þeir Þorlákur
hlupu þá upp brúna og fóru með öðr-
um í bát, sem lá þar í fjörunni við
garðinn innanverðan, og reru sem
mest þeir máttu út þangað, er þeir
hugðu Tómas vera. Leituðu þeir að
honum í fulla klukkustund en tókst
ekki að finna hann. Var hann þá
sokkinn. En seinna um kvöldið
fannst hann liðið lík á Akureyjar-
granda.
Jón Magnússon bæjarfógeti hélt
jafuskjótt próf út aí slysinu og skýrðu
sjónarvottar frá því eins og að fram-
an er sagt. En um plankann, sem
brotnaði og örsakaði slysið þá ber
mönnum saman um að 'hann hafi
virst hinn traustasti og átt að geta
borið miklu meiri þunga en þessa 3
menn. Hann var 7 þumlungar á
breidd, 2 þumi. á þykt og var á rönd
undir  pallinum  og  hafið  tæp  hálf
sjötta alin. Sárið þar sem hann
brotnaði var hvítt og engir gallar að
sjá í plankanum. Það er því í raun
og veru lítt skiljanlegt hvernig hann
fór að brotna, en efalaust hefir við-
urinn í honum af einhverjum ástæð-
um verið ónýtari en hann virtist vera,
úr því telja má víst, að plankinn hafi
verið heill þegar hann var festur.
En mennirnir sem á pallinum stóðu
höfðu sjálfir tekið hann og fest. Það
á því enginn sök í þessu slysi. Það
var ófyrirsjáanlegt og óviðráðanlegt.
Tómas heitinn fór frá konu og fimm
börnum. Vátrygður var hann sem
aðrir, er að höfninni vinna.
íjáskólinn settnr.
Rektor háskólans þetta ár, prófessor
Lárus H. Bjarnason, setti hann 1.
þ. m. með stuttri ræðu. Háskólinn
á að vera þjóðleg stofnun, og prófess-
orinn lét það einnig í Ijósi með því
að láta skrýða fyrirlestrarstúkuna, er
hann flutti ræðu sína úr, bláum og
hvítum böndum.
í guðfrœðisdeildina hafa þessir nýju
nemendur bætst við: Sigurgeir Sig-
urðsson, Ragnar Hjörleifsson, Kjartan
Jónsson og Þorst. Kristjánsson. En
í lœknadeildina þessir: Tryggvi Hjör^
leifsson, Gunnar Jóhannesson, Karl
Magnússon, Hinrik Thorarensen, Krist-
mundur Guðjónsson og Jón Bjarnason.
Norrœnu les Geir Einarsson og Vög-
frœði Kjartan Thors. Von er á tveim
— þrem í viðbót, og auk þess munu
líklegast tvær útlendar stúlkur, sem
hér hafa verið í bænum um stund,
sækja fyrirlestra á háskólanum í vet-
ur.
I guðfræðisdeildinni voru 6 í fyrra,
í lagadeildinni 14 og í læknakeildinni
19.
Verða þá yfir 50 nemendur á há-
skólanum þetta háskólaár.
Atviiinuleysí í Canada.
Það eru taldáx allar horfur á því
að stórkostlegt atvinnuleysi verði í
vetur í Canada. Jón Sigurðsson bæj-
arfógetafulltrúi, sem á heima í Winni-
peg, skrifar um þetta í biéfi til „Ing-
ólfs" nýlega og nú sjáum vér að
sænski konsúllinn í Montreal varar
menn við að flytja sig búferlum til
Canada sem stendur, af þeirri ástæðu,
að líklegt sé að hópur manna muni
verða iðjulaus þar í vetur.
Menið góða.
Eftir mikla leit tókst eftirgrenslunar-
mönnunum frakknesku, að komast að
því, að stuldinn mundi hafa framið
þjófafélag, sem aðsetur sitt hafði í
Beriínarborg. En ekki varð samt haft
uppi á þjófunum. En nú hefir á-
byrgðarfélag það, sem menið var vá-
trygt hjá, fengið bréf frá þeim, og
bjóða þeir að afhenda því menið gegn
sómasamlegri borgun. Eru þeir orðnir
úrkula vonar um að koma meninu eða'
gimsteinum þess í peninga. En vá-
tryggingarfólagið hrósar happi og þyk-
ist sleppa vel.
€ggert Claessen,
yflr réttarmálaflutnin gsmaður.
Pósthússtr. 17.   Talsíml 10.
Venjulega heima kl. 10—11 og 4—5.
					
Fela smámyndir
Blağsíğa 159
Blağsíğa 159
Blağsíğa 160
Blağsíğa 160
Blağsíğa 161
Blağsíğa 161
Blağsíğa 162
Blağsíğa 162