Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Verkamašurinn

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga breidd


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Verkamašurinn

						VERKAMAÐURINN
kemur út einu sinni í viku, fyrst um sinn.
Fyrstu 10 blöðin kosta 1 któnu fyrir áskrif-
endur, er borgist fyrirfram. í lausasölu kostar
blaðið 10 aura eint.  Afgreiðsla hjá
Finnt Jónssyni, Hafnarstrœti 37.
Ábyrgðarmaður: Halldór Friðfónsson.
—*$*—        — *$>!-—        ----*#4—
Prentsmiðja Björns Jónssonar.
Utlendar  fréttir.
(Frd fréttaritara »Verkamannsins« Rvík,)
Stríðsvátrygging ákveðin 1/2 pct, — bund-
in við norðursjó. Útflutningsbann er upp-
hafið á flestum vörum frá Bandaríkjunum.
Mikið talað í Þýskalandi um að hegna
upphafsmönnum stríðsins, einkum stjórninni
sem sat að völdum er friðslit urðu.
Ovíst hvenar friðarfundur hefst. Vilhjálm-
ur keisari og ríkiserfinginn ósáttir.
Frakkar halda innreið sína í EIsass-Lot"
hringen 7. Desember.
Tjón af völdum þýska hersins í Belgíu,
metið 6560 miljónir franka.
Hátíðahöld í Kristjaníu og Kaupmanna-
höfn 1. Desember.
Hátíðahald í Reykjavík.
(1. Desember.)
Dagurinn haldinn hátíðlegur hér eftir föng-
um.Fálkinn skaut 21 skoti tilheiðursfánanum.
Ráðherrarnir og samninganefndarmennirnir
sæmdir heiðursmerkjum.
(Eftir fréttaritara  V. m. Rvík.)
Hásetar!
Þið slofnuðuð hásetafélag síðastliðið ár. Sáfélags-
skapur hefir hingað til ekki verið annað en nafnið
tómt. Reynslan ætti þó að vera búin að sannfæra
ykkur um það, að þið þurfið að hafa öflugan fé-
lagsskap meðal ykkar. Kjör háseta, síðan dýrtíðin
hófst, hafa verið svo frámunalega léleg, að það gegnir
stórfurðu, að útgerðarmenn skuli hafa getað smalað
mönnum á skip sín fyrir slík hungurlaun að upp-
hæðinni til, og þar á ofan óviss. Útkoman er líka
alt annað en glæsileg. Fjöldi manna ekki matvinn-
ungar um há-sumarið. Má nærri geta hvernig heim-
ilisástæður fjölskyldufeðra þeirra eru, sem koma heim
á haustin með tvær handur tómar. Útlit barna þeirra,
margra hverra, er líka þegjandi vottur þess, að þau
lifa ekki sældarlífi.
Nú hefir heyrst, að útgerðarménn hér séu sestir á
rökstóla og farnir að skamta hásetum til næsta árs.
Er það atferli svo frámunalegt, að ekki verður með
orðum Iýst, að vinnukaupendur setji hámark á vinnu
þeirra manna, sem þeir óhjákvœmilega verða að
kaupa vinnu að, án þess að vinnuseljendur hafiþar
nokkurt atkvœði um. En við hverju er að búast,
þegar hásetar hafa ekki mannrænu til að halda uppi
rétti sínum. Þetta má ekki lengur svo ganga. Há-
setar verða skýrt og skýlaust að setja það verð á
vinnu sína, sem þeir eru skaðlausir af að selja hana;
VERKAMAÐURINN.
geri þeir það ékki, verður að skipa þeim á bekk
með þeim vesalingum, sem láta skamta sér fóður
eins og sauðum.
A undanförnum árum hefir aflaleysi, óáran og út-
gerðarmenn tekið höndum saman við dýrtíðina og
klætt ykkur háseta úr föiunum. Finst ykkur enn ekki
kominn tími til, að taka höndum saman og gæta hags-
muna ykkar? Væri það ekki ólíkt mannlegra, en að
bölva útgerðarmönnum fyrir nísku og svíðingshátt og
ganga þó þegjandi að boðum þeirra?
Öflugur félagsskapur getur bjargað ykkur. Myndið
hann og styðjið!
Sjömaður.
Skyldan við meðbræðurna.
Fyrir nokkrum dögum, var borið hér út um bæ-
inn, ávarp frá samskotanefnd Sambands norðlenskra
kvenna, þar sem skorað er á menn að skjóta sam-
an fé, er síðar yrði varið til að koma á fót Ijóslækn-
ingastofu í sambandi við Sjúkrahús Akureyrar og
berklarhæli á hentugum stað norðanlands.
Olíklegt er að skiftar skoðanir verði um nauðsyn
þessara fyriitækja. Berklaveikin er orðin þessu hér-
aði svo þung í skauti, að alvarlegar ráðstafanir þarf
að gera til að reyna að vinna bug á henni. Heilsu-
hælið á Vífilsstöðum liggur svo fjarri, að það vinn-
ur oss ekki það gagn, sem með þarf, ef nokkur lík-
indi eiga að verða til, að takast megi að yfirbuga
berklaveikina í héraðinu, eða hefta frekari útbreiðslu
hennar. Takist að koma heilsuhæli á fót hér nær-
lendis, þarf ekki að efa, að þyngsta steininum er velt
úr veginum að því takmarki, sem öllum ber að stefna
að: algerðri útrýming berklaveikinnar.
Ljóslækningastofu hefir lengi vantað í sambandi
við sjúkrahús bæjarins, og þegar sjúkrahúsið
verður stækkað, — setn þarf að gerast á næstu
árum — verður fé að vera fyrir hendi til að kaupa
ljóslækningaáhöld. Og verði undirtektir almennings
svo góðar í þessu máli, að hið opinbera sjái að al-
vara og áhugi héraðsbúa standi á bak við, þarf
ekki að efast um góðan stuðningnír þeirri átt. Pað
er ekki ætlun þeirra sem fyrir samskotunum standa,
að hver einstaklingur Ieggi stóra fjárupphæð í sam-
skotajóðinn, heldur að allir hjálpi til, eftir því sem efni
og ástæður eru til. Samtök og samvinua fjöldans
eiga að bera þetta mál uppi, eins og svo mörg
önnur.
M,örg fögur hugsjón og margt þjóðþrifafyrirtækið
hefir strandað á fálæti almennings. Svo mætti ekki
fara um þetta mál. Auðsæ samhygð alþjóðar, er
sá kraftur, er gefur brantryðjendunum eld í sál og
og stráir rósumá þá þyrnibraut, er framundana sýn-
ist liggja. Blómagróður þjóðarakursins — æsklýður
landsins — knýr hér á dyr vorar og biður um hjálp.
Oetur nokkur neitað honum umþað fulltingi, sem hann
er fær um að veita? Þeir, sem stynja undir fargi
þjáninganna, varpa augum til vor og biðja um ljós,
— Ijósið, sem vinnur kraftaverk og gefur þeim heils-
una aftur. Hver mundi vera sá, er ekki vildi rétta
þeini hönd sína til hjálpar? Býr ekki inst í sálu
hvers manns kendin, sem knýr oss til að gjöra öðr-
um þaðsama, og vér óskum að oss sé gjört?
Skyldan við meðbræðurnar býður öllum að legg-
ja fram sinn skerf til hjálpar.
Samtíningur.
Byrjað er á undirbúningifyrirhleðslunnar við Glerá.
Vinna þar um 40 menn á degi hverjum.
Niðurjöfnunarskrá Akureyrarkaupstaðarfyrir 1919
liggur frammi til sýnis á bæjarskrifstofunni. Ojald-
endur eru færri en í fyrra, en rúmlega helmingi
hærri upphæð jafnað niður. Hæstur gjaldandi er
Kaupfjelag Eyfirðingá með 9000 kr. Þá verslun Sn.
Jónssonar með 5000 kr. Höepfnersverlun með 4000
kr., Hinar sam. ísl. verslanir. Ásgeir Péturson og
Otto Tulinius með 2500 kr. Útsvör verka/óM:s eru
lík og Í91ö.
Skrá
yfir niðurjöfnun aukaútsvara í
Akureyrarkaupstað fyrir árið ÍQIQ
liggur frammi á skrifstofu bæjar-
fógeta almenningi til sýnis dag-
ana 1. til 15. þ. m.
Bæjarfógetinn á Akureyri 2. Des. 1918.
PáSl Einarsson.
Kvartettinn Bragi söng s. I. Sunnudagskvöld
fyrir troðfullu húsi. Dómur um listagildi söngsins
verður ekki kveðinn upp hér. Slíkt er fagmanna.
En áheyrendur létu ómengaða gleði sína í Ijósi með
dynjandi lófataki.
Fullveldi íslands var lítið fagnað hér í bænum
1. þ. m. Þó munu fánar hafa verið dregnir á stöng
víðast hvar. Presturinn mintist þessa merkidags á
stólnum á viðeigandi hátt; var kirkjan troðfull og
urðu margir frá að hverfa.
Verkamannafélag Akureyrar Iét safna skýrsl-
um yfir »brúttó« — tekjur verkamanna, hér, frá síð-
ustu áramótum fram að 1. Okt s. I. Tekjurnar námu
alls: 105,569, 00 Sé nú ráð fyrir gjört, að tekjur
þessa fólks frá 1. okí, - 31. des. nk. nemi rúm-
um 14 þús. krónum, verða tekjurnar alls 120 þús-
undir. 380 manns eiga að hafa framfærslueyri af
þessu árlangt, kostar þá framfærsla mannsins að með-
altali 88V« eyri á dag. Má af þessu ráða, að ekki
lifa allir kóngalífi um þessar mundir. Einnig verð-
ur ekki hjá því komist að álikta, áð einhversstaðar
hafi verið haldið spart á, þó jafníramt meigi full-
yrða að verkamenn hafi safnað talsverðu af skuldum
á þessu ári. Trauðla verður þessu fólki með sanni
brugðið um óhóf og eyðslusemi.
Öndvegis tíð yfir alt norðurland. Oeldfé hefir
enn ekki verið tekið í hús víða í Þingeyjarsýslum.
Sveinn Hjartarson bakari í Reykjavík hefir tek-
ið til fósturs 10 munaðarlaus börn, sem misi höfðu
foreldra og forsjármenn nú í veikindunum. Höfð-
ingleg hjálp, veitt í réttan tíma. Ýmsir efnamenn
Rvíkur hafa og lagt fram fé til líknar bágstöddu
fólki á undanförnum hörmungadögum, og stutt
hjúkrunar- og góðgerðafélögin með ráðum og dáð.
»Frón« frá 2. Nóv. s. 1. getur þess, að stjórn-
arráðið hafi skotið því til landlæknis, hvort gerlegt
myndi að hafa varnir gegn spönsku veikinni, en
landlæknir muni hafa ráðið frá því. »Færi betur að
veiki þessi yrði ekki of þungur skattur á þjóðina.
í Ameríku og víðar er hún talin mjög skæð,« seg-
ir blaðið. Mætur maður í Borgarfirði átti tal við
mann hér í bænum fyrir skömmu. Taldi hann veik-
ina hina verstu viðfangs, og hvatti Akureyringa til
að láta einskis ófreistað til að verjast henni.
Reykjavík hefir ákveðið að byggja rafmagnsstöð
við Elliðaár, til raflýsingar fyrir Reykjavíkurbæ, og
hefir bæjarstjórnin geiið borgarstjóra heimild til að
taka 2>/2 milj. króna lán, ef fáanlegt væri, til þessa
fyrirtækis. Aflstöðin með 750 nothæfum hestöflum
á, eftir áætlun verkfræðinga, að kosta 1 millj. 767
þús. krónur, miðað við núverandi verðlag. Eftir
áætlun færustu verkfræðinga landsins, á stöðin að geta
borið sig með því að selja rafmagnið til ljósa á 1
eyri um tímann fyrir 50 kerta raflampa, og verður
það að teljast ódýrara Ijósmeti en við höfum af að
segja. Reykvíkingar hafa oft sagt, að höíuðstaður
Iandsins myndi verða síðastur til að koma þessari
sjálfsögðu búbót á hjá sér. Nú þola þeir ekki lengri
bið. Hlutskifti okkar Akureyringa á víst að verða
það, að við veiðum seinastir af þeim seinustu.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8