Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 16.01.1919, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 16.01.1919, Blaðsíða 2
20 VERKAMAÐURINN. VERKAMAÐURINN keniur út einu sinni í viku, fyrst um sinn. Fyrstu 10 blöðin kosta 1 krónu fyrir áskrif- endur, er borgist fyrirfram. í lausasölu kostar blaðið 10 aura eint. Afgreiðsla hjá Finni Jónssyni, Hafnarstrœti 37. Ábyrgðarmaður: Halldór Friðfónsson. —-»#«— —-ip:— Prentsmiðja Björns Jónssonar. hann að, og þá hefði R. Ó. ekki fengið 50 aura fyrir hverja fer alin, heldur 6 aura. Brunahanarnir. Rorkell Rorkelsson, sem var sam- verkamaður R. Ó. í vatnsveitunefndinni, sagði mér að Ragnar hefði óvægur viljað hafa þessa brunahana við húsið sitt. En þetta hefir hann vitkast síðan, að nú heldur hann að það sé verra fyrir sig að hafa brunahanana svona nærri húsinu. Hann á víst von á að verða nokkuð eldfimur ef í kviknar, ef hann heldur að að hvorugum brunahananum verði komist. Sjávargata. Vitanlegt er það hverjum manni, að Sjávargata var eingöngu lögð fyrir steinolíugeymsl- una á Tanganum. Nauðsynlegt var að byggja vegar- spotta yfir lægð austan við Ósinn en norðan við Gránuféiagsgötu, til þess að komist yrði að olíu- geymslunni, en annarstaðar á Tanganum, þar sem fara þurfti með kerrur, var jafn góður vegur af nátt- úrunnar hendi eins og er niður við verslunarhús Hinna sam. ísl. verslana, sem er með bestu vegum í bænum. Er því fénu, sem gekk í þennan veg, að mestu leyti kastað f algerðan óþarfa. Rað er hægt að leika sér þannig með végaféð, þegar ekkert er annað með það að gera. Pá er eftir brunastöðin, vatnsveitan og hin al- menna kurteisi. Raghar vill að sem minst sé talað um brunastöð- ina. Eg skal líka vera fáorður um hana, því um hana er afarlítið að segja annað en það, að af því að Ragnar Ólafsson vanrækti að láta byggja brunastöð- ina, meðan hann var í vatnsveitunefndinni, þá lenti það og á eftirmönnum hans að gjöra það, og þar eð alt efni til bygginga var þá orðið mikið dýrara en meðan R. O. var í nefndinni, þá varð hún tij muna dýrari en hún hefði orðið, ef R. O. hefði eigi vanrækt starf sitt þar jafn herfilega og raun ber vitni. Pó brunastöðin yrði dýr, þá gefur hún samt af sér fullar tekjur, það sem haft er til íbúðar af henni. Er það harla kynleg flónska, að halda því fratn, að bæn- um hafi verið óhagur að jafn vandaðri byggingu í þeirri húsnæðisekiu, sem nú er og sjálfsagt verður um óákveðinn tíma. Að nokkur sóun á fé bæjarins hafi átt sér stað í sambandi við byggingu á því húsi, eða að eg hafi >bruðlað með fé bæjarins í heimiid- arleysi*, er rétt og slétt lygi og ekkert annað. Vatnsveitan. Pegar Ragnar Olafsson hröklaðist út úr bæjarstjórn sællar minningar fyrir þrem árum síð- an, var talsvert mikið óbygt af vatnsveitunni. Eftir var að leggja vatnsæðar niður um allan Oddeyrar- tanga, fram á allar bryggjur í bænum nema Torfu- nefsbryggjuna, og í Gránufélagsgötu var ólagt að mestu leyti og mjög víða þurfti að bæta við leiðslur og leggja inn í hús, en ekkert efni var tilþessa, ekki svo mikið sem ein alin af 13 eða 19 m/m rörttm, sem afarmikið eru notuð til lagninga inn í hús og til viðgerðar í húsununt; og búið var að taka til láns vatnsleiðslurör, þar sem þau voru fáanlég. Ragnar hafði einnig algerlega vanrækt að panta nauðsynlegt efni til vatnsveitunnar. Með þessa dásamlegu frammi- stöðu gekk hann til moldar, sem formaður vatns- veitunefndar. Sjálfsagt er það skiljanlegt hverjum manni, sem slysalaust hefur náð fermingu, að til þess að Ijúka við það, sem eftir var óbygt af vatnsveit- unni, og sém eg hefi tilgreint, þurfti talsvert fé, og að það búskaparlag gat ekki gengið til Iengdar að taka til láns það sem vantaði»til vatnsleiðslurinar og skila engu aftur. Prátt fyrir dýr efniskaup uxn tekj- S-Y-K-U-R er fallinn í verði hja Kaupfélagi Verkamanna og reyktóbak er nýkomið tii félagsins. Erlingur Friðjónsson. Samkvæmt lögum 14. nóv. 1917 og nýstaðfestum lögum um breyting á þeim á að kjósa nýja bæjarstjórn, er skipuð verður 11 bæjarfulltrúum. Kjörstjórn kaupstaðarins hefir ákveðið að kosning á þessum 11 bæjarfulltrúum skuli fara fram í samkomuhúsi bæjar- ins Þriðjudaginn þ. 28. þ. m. og byrjar kjörfundurinn kl. 12 á há- degi. Listar yfir fullírúarefni sendist formanni kjörstjórnarinnar, bæjarfógeta, ekki síðar en Surinudaginn þ. 26. þ. m. kl. 12 á hádegi. Jafnframt bæjarstjórnarkosningunni fer fram kosning á 2 end- urskoðendum bæjarreikninganna, er endurskoði þá um þrjú ár frá og með árinu 1917 að telja. Listar yfir þá sendist innan sama tíma. Bæjarfógeti Akureyrar 15. Jan. 1919. Páll Einarsson. ur vatnsveitunnar um tvö þúsund krónur við lagn- ingu vatnsæða um Tangann og á bryggjurnar. Get eg þessa af því, að R. O. hafði hugsað sér, ef hann yrði áfram í bæjarstjórn, að vatnið til skipanna yrði selt einum manni, setn síðan flytti vatnið í vatnsbát til skipanna. Ætlaði Ragnar að gjöra sig ánægðan með fyrir bæjarins hönd að fá árlega 2500 kr. fyrir vatnssöluna á þennan hátt. Ef þessi leið hefði verið farin, hefði bærinn skaðast hátt á annað þúsund kr. árið 1916 og voru þó siglingar þá otðnar til muna minni það ár en árið áður, og þær að sjálfsögðu verða í framtíðinni. Er þarna enn eitt sýnishorn af fjármálahyggindum R. O. þegar hann er að *speku- lera« fyrir bæinn. Var því fleygt að Ragnar hefði æt/- að sér að sjá um vatnssöluna til skipanna, en eg festi aldrei trúnað á það. R. O. hafði á hendi reikningshald fyrir vatnsveit- una árið 1915. Pegar hann skilaði frá sér reikning- um 1916 vantað fylgiskjöl með tveimur álitlegum upphæðum. Mig minnir að þær væru samanlagt á þriðja þús. kr. Reikningarnir voru ekki samþyktir og og áttu að bíða eftir því að fylgiskjölin kæmu frá Ragnari. Pau eru enn ókomin og reikningarnir ó- samþyktir. Væri gott að Ragnar herti sig að Ieita að þessum fylgiskjölum og hefði þau með sér, ef hann skyldi verða svo heppinn að komast inn í bæjar- stjórnina núna, til þess áð geta sýnt bæjarbúum á ný dygðirnar og dugnaðinn. En vilji Ragnar heyra fleira af framkomu sinni í vatnsveitunefndinni og víðar er það meira ert velkomið í næstu grein. Kurteisi. R. O. vill að eg læri kurteisi. Pess lær- lærdóms mun meir þörf fyrir þá sem hafa lent í höndum á lögreglunni hér fyrir ósæmilegt framferði á götum bæjarins. Erlingur Friðjónsson. Verkamaðurinn kemur út fyrst um sinn fram fyrir kosningarnar. Verður blaðið þá selt í lausasölu. (Frd fréttaritara » Verkamannsins« Rvík.) Trotsky hefur látið varpa Lenen ídýflissu. Stöðugar óeirðir í Berlín. Stjórnin hefur yfir- hönd. Alsherjar hafnarverkfall í New York. Lagarfoss sloppinn. Gullfoss tafinn? Inflúnesan magnast aftur í Kaupmanna- höfn. Prentarar hér hafa fengið 35o/° kauphækk- Un. Næturvinna 100°/o hærri en dagkaup. Helgidagavinna 40% hærri og eftirvinna 30%. Fylkingaskipun. Kjósendur bæjarins eru nú sem óðast að fylkja liði og undirbúa kosningar í bæjarstjórn. Verkamanna- félagið reið á vaðið s. 1. Sunnudag og samþykti full- trúalista. Kaupmannaflokkurinn kom á eftir í fyrra- kvöld, Eru þá tveir aðalflokkar bæjarins búnir að taka afstöðu til kosninganna. Hvernig liðsöfnun geng- ur fyrir flokkunum skal engu spáð um hér. Kosning- in sker úr því. Ekki er heldur ennþá víst hvort fleiri listar koma á gang, þó eitthvað muni vera af sjálf- boðaliðum í bænutn, sem standa á báðum áttum ennþá. Kjósendur ættu að athuga kjörskrá bæjarins meðan tími er til. Fyrst öllum er innan handar að sjá um að nöfn þeirra standi á kjörskrá, sýnist svo sem þeir hafi iitla afsökun, þó svo færí að einhverjir yrðu aft- urreka frá kjörborðinu. Kjörstjórninni getur yfirsést eins og öðrum dauðlegutn mönnum.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.