Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Verkamašurinn

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Verkamašurinn

						VERKAMAÐURINN.

œ
VERKAMAÐURINN
kemur út á hverjum Fimtudegi 48—50 blc
til ársloka 1919. Árgangurinu kostar 4  kr.
Gjalddagi 1. júlí.
Útgefendur:   Verkamenn d Akureyfi.
Ábyrgðarmaður: Hallclór Frið/ónsson.
Afgreiðsla fyrst um sinn hjá
Finni Jónssyni, Hafnarstrœti 37.
Prentsmiðja Björns Jónssonar.
Viðskiftaráðherra Bandaríkjanna hefir beð-
ið forsetann að skipa iðnaðarráð til að koma
skipulagi á iðnaðinn. Sé ráðið skipað full-
trúum verkamanna og auðmanna og starfs-
mönnum stjórnarinnar.
Wilson verður lík!ega forseti alþjóðabanda-
lagsins æfilangt.
(Frá Fréttaritara V.manns i Rvlk.)
Húsaleigumálið.
Síðasti fundur Verkamannafélags Akureyrar sam-
þykti að skora á bæjarstjórnina, að fá húsaleigulög
Reykjavíkur gildandi fyrir Akureyrarbæ, eins og 7.
gr. þeirra laga veitir heimild til. Og þar sem þetta
mál kemur fyrir næsta bæjarsijórnarfund, þykir við-
eigandi að taka husaleigumálið hér á Akureyri dálít-
ið til athugunar.
Það hefir töluvert bólað á því undanfarin ár, að
kjör leigutaka þætti eigi sem best hér í bæ, og með
hverju ári sem hefir Iiðið, hefir verið hert á klónni,
og nú má sjá það á öllum veðramerkjum, að fyrir
oss liggur sama öngþveitið og Rvík var komin í,
þegar lög þau voru samin, sem hér hafa verið nefnd
að ofan. Það er ekki einungis það, að húsaleiga
hefir stigið hröðum fetum síðustu ár, heldur verð-
ur aðstaða leigutaka ótryggari með hverjum degi,
og er nú svo komið, að fjöldi fólks á ekki vísan
samastað eftir 14. maí n. k., og þó hefir fólkinu
ekki fjölgað teljandi í bænum.
Það skal strax tekið fram, að framkoma húseig-
anda í þessu máli er afar misjöfn, og húsaleiga því
mjög mishá í bænum. En það er eínmitt vegna
þeirra manna, sem leitast við að okra á húsaleigu,
sem vér þuffum að fá húsaleigulög. Og svo er ann-
að atriði, sem kallar enn hærra eftir húsaleigulög-
um, og það er, að sú sýki virðist vera orðin al-
menn í bænum, að selja.
Það sem kom húsaleigumáli Reykvíkinga í óefni,
var einmitt þetta atriði. Þegar skrið komst á húsa-
söluna í Rvík, risu allskonar brallarar upp. Allir
þurftu að græða á húsabrallinu og húsin komust í
óeðlilega hátt verð. Afleiðing þeirra varð tvenns-
konar. Fyrst, að þeir, sem kéyptu húsin afarverði,
urðu að leigja þau dýrt, til að geta risið undir þeim,
og svo hitt, að enginn vildi Ieigja nema til skamms
tíma, þar sem setið var um fyrsta tækifæri til að selja.
Niðurstaðan varð sú, að fjðldi leigutaka var staddur
á götunni oft á ári.
Séu engar skorður reistar við þessu hér í tíma,
þarf eigi að efa að sama sagan endurtekst hér á
Akureyri á næstu árum. Það er hvort sem er talin
heiðarleg atvinna, að kaupa fasteignir með það eitt
fyrir augum, að selja þær aftur dýrara verði, og
það talinn atvinnurógur, að vara menn við þeim,
sein stunda þá atvinnu, svo fara verður sniðgötur
til að gera bröllurunum óhægra um vik. Húsaleigu-
lögin gera þetta óbeinlínis, því þegar hægt er að
halda húsaleigunni hæfilega niðri, er þar með feng-
in trygging fyrir því, að leigan verði ekki eingöngu
miðuð við kaupverð húsanna, þó það séofan við alla
sanngirni og vit,   Menn geta freistast^ til   að   kaupa
hús háu verði, út úr neyð, þegar engin takmörk eru
fyrir leigumáta á þeim, en þeir fara að hugsa sig
tvisvar um, þegar auðséð er, að ekki er hægt að láta
eignina renta sig.
Þeir sem ekki hafa kynt sér húsaleigulög Rvíkur,
munu sjáifsagt spyrja hvot þau nái tilgangi sínum
og hvað sé unnið með að fá þau. Hvort lög koma
að tilætluðu gagni er undir þeim komið, sem eiga
að sjá um að þeim sé fylgt og hafa framkvæmd
þeirra á hendi. Og til að svara hinni spurningunni,
skal hér getið helstu atriða laganna, og þau eru
þessi.
Skipuð skal 5 manna húsaleigunefnd, sem ákveð-
ur leigu fyrir íbúðir, þar sem þess er krafist. Verða
leigusali og Ieigutaki að hlýta úrskurði hennar í
öllum greinum. Leigu má ekki segja upp, ef leigu-
taki hefir staðið í skilum með borgun og eigi brot-
ið af sér við leigusala á annan hátt, nema leigusali
taki sjálfur íbúðina til notkunar. Verði ágreiningur
milli leigusala og leigutaka út af þessum málum,
eða öðrum áhrærandi leiguna, sker húsaleigunefndin
úr þeim málum. íbúðarherbergi má ekki taka til
annarar notkunar og eigi rífa íbúðarhús, nema heil-
brigðisnefnd banni að nota þau til íbúðar. Sá sem
leigir íbúðir hærra en húsaleigunefnd hefir ákveðið
eða tekur á móti hærri leigu, sætir sektum frá 10 —
2000 krónur.
Síðasta alþing samþ. þá viðbót við lögin, að
bæjarstjórn veitist réttur til að taka til notkunar í-
búðir, sem standa auðar, einnig hús sem ekki eru
notuð og breyta má í íbúðir.
Þetta eru aðalatriði laganna, sem almenning varða
mestu. Ymsum mun þykja lögin ganga nokkuð langt
á persónuréttinn, en það er með þau eins og svo
mörg önnur lög, að þeim þarf ekki að beita, nema
full ástæða sé til, og þá eru þau í alla staði réttlát.
Og þó þau gerðu ekkert annað, en stemma stigu
fyrir óeðlilegu húsabralli, eiga þau fult erindi
hingað.
Væri hér starfandi og framtakssöm heilbrigðisnefnd,
myndi mega ganga út frá því sem vísu, að íbúðir
þær, sem fátækara fólkið í bænum verður að búa
í, væri betur úr garði gerður en á sér stað. Ekki
munu þess svo fá dæmi, að leigutakar fái eigi fram-
kvæmdar nauðsynlegustu umbætur og viðhaíd á
íbúðunum. Svarið alt of oft það, ef kvartað er, að
ef eitthvað sé út á íbúðina að setja, gæti sá hinn
sami farið; það séu nógu margir, sem vilji fá leigt.
Svo langt hefir þetta gengið, að þess eru dæmi, að
leigutakar hafa orðið að láta gera við íbúðirnar upp
á sinn kostnað, svo lífvænt væri þeim.
Þetta er önnur hlið húsaleigumálsins hér í bæ, og
verður máske drepið á það síðar.
Bæjarstjórn Akureyrar er einu sinni búin að neita
að hlutast til um að bærinn fengi húsaleigulög. Von-
andi neitar hún ekki í annað sinn. Það hefir verið
haft á móti lögunum, að þau væru ekki tímabær
nú. Þau eiga að koma í veg fyrir yfirvofandi vand-
ræði. Séu þau ekki fengin fyr en í vandræði er kom-
ið, koma þau á eftir timanum.
Bæjarstjórnarkosningarnar.
vel getað verið stærri, ef ýmsir hefðu eigi setið heima
s< m áttu kost á að sækja kjörfund.
»ísl.« 31. f. m. er að leitast við að gera kosn-
ingu B-lista manna tortrygpjlega, af ]>ví að sjöundi
maður hafði verið færður upp á nokkrum seðlum.
Hefði blaðinu verið sæmilegast, fyrst það fór úi í
þessa sálma, að geta þess um leið, hvort það mundu
Ii ifa verið »samtök«, að sjötti maðurinn á C-listan-
um var víða færður upp fyrir fimta mann, og af
hvaða ástæðum. Otto Tulinius var svo víða strikað-
ur út.
Einnig virðist blaðið furða sig á kosningaúrslit-
irium. >B!indur er hver í sjálfs sins sök.« Mörgum
mun þó Ijóst, að hin glapsamlega framkoma blaðs-
ins fyrir kosningarnar hafi átt drjúgan þátt í því
hvernig Ieikar fóru.
Þeim lauk svo að B-listinn kom að 6 mönnnum,
fékk 416 atkv. C-listinn kom að 5 mönnum, fékk
326 atkv. A-listinn féll  -  með 28.
Á B-l. hlutukosningu:ErlingurFriðjónsson(404]0/n)
Böðvar J. Bjarkan (365) Ingimar Eydal (328) Sveinn
Sigurjónsson (288l0/n) Halldór Einarsson (2329/n)
og Þorsteinn Þorsteinsson (230s/n).
Á C-l.: Otto Tulinius (2933/n) Ragnar Ólafsson
(2774/n) Sig. Ein. Hlíðar (260»/u) Júlíus Havsleen
(2276/u) og Sig. Bjarnason (1978/n)-
Alls voru greidd 798 atkvæði og er það miklu
fleira en áður hefir átt sér stað, enda kosningin sótt
af miklu kappi á báðar hliðar. 28 seðlar dæmdust
ógildir.
B-listinn hafði 90 atkv. fram yfir C-l. ög verður
það að teljast álitlegur nieiri hluti,  þó  hann  hefði
Hvar er gróðinn?
Eihs og sjá má að öðrum stað hér í blaðinu, er
leigan á slægjulöndunum í Hólmunum komin upp
úr öllu viti. Það er gott og blessað fyrir bæjarsjóð-
inn að fá háa leigu eftir slægjulöndin, því verður
ekki neitað, en sjálfsagt hlýtur þetta að hafa alvar-
legar afleiðingar fyrir bæjarbúa.
Það liggur í augum uppi, að þeir sem neyðast til
að leigja slægjurnar slíku verði, sem hér er um að
ræða, verða að vinna það upp á öðrum sviðum.
Ökumaðurinn, sem verður að ala hestana sína á
hálfu dýrara fóðri en áður hefir verið, verður að
hækka aksturslaunin að sama skapi, og þeir sem
nota heyið handa kúnum, sem þeir selja bæjarbúum
mjólkina úr, verða að færa mjólkurverðið upp úr
öllu veldi, eigi mjólkursalan að borga sig. Það má
og gjöra ráð fyrir, að þeir sem selja hey til bæjar-
ins, renni hornauga til þessa alriðis og hækki sölu-
verð heysins. Og er þá svo óeðlilegt, þó spurt sé,
hver gróði sé að því, að hléypa Hólmaleigunni upp
úr öllu veldi.
Alvarlegasta atriðið í þessu máli verður sjálfsagt
mjólkurvandræðin, sem hljóta að verða bein afleið-
ing þessa. Mörgum mun virðast mjólkurverðið þeg-
ar hafa náð hámarki, og ekki þarf að efa það, að
stigi mjólkin úr þessu, treystist efnalítið fófk ekki
til að kaupa þessa nauðsynlegustu fæðutegund, sem
við megum síst vera án.
Og þó að ýmsir muni máske segja, að ástæðu-
laust sé fyrir sveitabóndann að hækka mjólkina, þó
að hún hækki hjá framleiðendum hér í bænum, mun
verða sú reyndm á, að þeir, bændurnir, muni »lalla
eftir á«, og okkur tjái ekki að mögla.
Hér er athugunarefni fyrir heilbrigðisnefnd og
bæjarstjórn. Verði ekki komið í veg fyrir hækkun á
mjólkurverði, mun tíminn sýna og sanna, að börn-
um fátæklinganna hérna er bænum er réttur bikar
bölvunarinnar í stað mjólkurpelans.
Og skyldu tekjur bæjarsjóðs af uppskrúfaðri slægju-
landaleigu, þá ekki rírna til muna, og margur freist-
ast til að spyrja: Hver og hvar er gróðinn?
Mjólkurbarn.
Samtíningur.
Verkamannafélag Akureyrar hélt aðalfund 26.
f. m. Eignir félagsins höfðu vaxið um rúmar 400
kr. s. I. ár. 10 menn höfðu noiið styrks dr sjúkra-
sjóði á árinu. Atvinnufyrirtæki hafði félagið haft með
höndum upp á 20 þús. krónur.
Stjórn endurkosin í einu hljóði.
Félagið telur nú yfir 300 meðlimi:
Mælt er að blaðið »ísafold« sé selt stórgróða-
mönnum í Reykjavík. Sjálfsagt hefir engan dreymt
fyrir því í tíð Björns heitins Jónssonar, að það blað
rnyndi bíða þeirra hörmulegu forlaga.
»Fram« á Siglufirði skiftir um ritstjórn 1. maí
n. k. Friðb. Níelsson og Hannes Jónasson hætta, en
við tekur Sophus Blöndal kaupmaður.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6