Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 20.02.1919, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 20.02.1919, Blaðsíða 1
3. tbl. VERKAMAÐURINN. Ritstjóri: Halldór Friðjónsson. II. árgu Akureyri, Fimtudaginn 20. Febrúar. 1919. Samvinnufélög sjómanna. Eigi sjótnenn þessa lands að geta staðist barátt- una fyrir tilveru sinni, dylsí það engum framsýnum manni, að gerbreyting þarf að verða á kjörum þeirra. Sjálfsagt ber enginn flokkur þjóðarinnar jafn þröng- an skó og sjómennirnir, eins og nú standa sakir. Dýrtíðin og aflaleysið undanfarin ár hefir sjálfsagt sorfið svo að mörgum rnanni í þessum flokki, að bann á engrar viðieisnar von, ef alt á að ganga með gamla laginu áfram. Það er sorglegur sannleiki, sem ekki verður hrak- mn, að aðstaða háseta er engu beiri nú en fyrir 20 árum sfðan, þó að allar aðrar stéttir þjóðfélagsins hafi tekið sfórum framfcrum og trygt hag sinn á margan hátt. Því þó að töiuvert margir sjómenn hafi eignast og haldið út mótorbátum, síðustu 8—10 ár- in, hafa þeir lifíu meira borið frá borði, ett þeir, sem altaf bafa verið hásetar á skipum hinna stærri útgerfiarmanna. Sameiginlegt mein háseta og smærri útgerðarmanna það, að þeir hafa selt afla sinn til þeirra, éem stungið hafa aðalgróðanum í sinn vasa. Meðan svo gengur, þarf sjómannastéttin ekki að eiga von viðreisnar og eflingar. Stritið og lífshættan verður hlutskitti þeirra, en ágóðinn annara, hversu ranglátt setn þetta er og öfugt í alla sfaði. En hvernig á þá að koma viðunanlegu skipulagi á þessi mál? F*ví verður reynt að svara hér nokkr- um orðum. v Maður skal af manni læra. Bændurnir okkar voru engir burgeisar í framleiðslu- og verslunarmá'um hérna á árunum, Sú var tíðin að þeir stóðu með beygð höfuð og bogin kné fyrir framan búðarborðið hjá okurkörlunum og léfu þá skamta sér úr hnefa. En bændurnir vöknuðu — og vöknuðu til að slarfa. Þeir mynduðu samtök, með bestu menn sína í broddi fylkingar, og tóku að ann- ast sölu á afttrðum sínum sjálfir. Og jafnframt þvf, tóku þeir að bæta vörurnar og vanda sem best mátti. Og þó þetta gengi ekki alveg slysalaust fram- an af, er verslunarrrálum bænda komið svo nú, að þau eru ósvikin fyrirmynd. Arðurinn af iðju bættdt anna rennur til þéirra sjálfra — til þeirra sem mest hafa til matarins unnið. Og það sem hefir hjálpað bændunum »úr kútnum» er samvinna — samhjálp margra einstaklinga lil viðreisnar stéttinni. Sjómenn geta margt 'aert af bændunum og reynsltt þeirra. Fyrst og fremst það, að samtökin geta gert kraftaverk, og í öðru lagi, að þá fyrst rennur versl- unarbagnaðurinn í rétta vasa, þegar hann fellur í hlut þeirra, sem vinna að framleiðslunni. Og vellíð- an bænda á síðari árum ætti að gefa sjómönnunum góðar vonir, og gjöra þá ótrauðari og framsæknari að því verki ,sem nú liggnr fyrir þeim, eigi þeir að fylgjast með fímanum. Pað sem nú liggur fyrir hásetum og smærri út- gerðarmönnum, er að mynda félagsskap á samvinnu- grundvelli, verka afla sinn sjálfir og annast sölu á honum. Fessi framleiðslufélög geta líka verið kaup. élög. Félagsmenn pöntuðu f sameiningu það sem þeir þyrftu til útgerðarinnar og heimilisþarfa. Hásetar á skipum stærri útgerða?';aánna, fengju hlut sinn til forráða og nytu sannvirðis hans sjálfir. Eftir því sem þessi félög rísa upp á fleiri stöðum, yrði stofn- að til samvinnu milli þeirra, eða þau gengu beint >nn f Samband. ísl. samvinnufélaga. Sambandsskrif- stofan annaðist þá innkaup á vörum til útgerðar- innar og útvegaði markað fyrir afutðirnar. Hvernig fyrirkomulag þessara félaga yrði heppilegast, verður ekki drepið á í þetta sinn, það er í raun og veru sérstætt mál. Aðal atriðið er að fá sjómenn til að hugsa málið og efna til samtakanna. Húsvíkingar hafa þegar stofnað félagsskap, er mið- ar að þessu takmarki; verður nánar sagt frá honutn, þegar upplýsingar eru fengnar um það, hvernig hon- unt er háttað, og hvaða reynslu þeir þegar eru bún- ir að fá í þessu máli. Nú í vor munu flestir hásetar ráðast þannig á skip útgerðarmanna, að þeir verða að kosta útgerðina alt að helmingi á móti úgerðarmönnum, en salt verða þeir að kaupa og oltu af útgerðarmönnum. Og sjálfsagt mttnu útgerðarmenn halda þvf fram, að þeir kaupi matvæli hjá þeim líka. Fó að hásetar eigi hlut sinn í orði kveðnu, er ekki annars kostur en selja útgerðarmönnum hann fyrir það verð, sem þeim gott þykir. Áhætfan og skaðititi verður því háseta megin; ágóðinn af viðskiftunum útgerðarmanna megin. Ranglæti er þetta i alla staði, og það verður ékki afnumið, nema með samtökum sjómanna og sam- vinnufélagsskap, Mótorbátaeigendur eru lítið betur settir en hásefar á skipum útgerðarmanna. Þeir verða að sækja alt til útgerðarinnar til kaupmanna og selja þeim afl- ann. Ágóðinn af fiskisölunni verður kaupmanna megin, en áhættan og skaðinn hvílir á mótorbáta- eigendunum. Sfðast Iiðið ár fengu sjómenn óheyrilega lágt verð fyrir fisk sinn. Margir hásetar munu hafa selt hlut sinn ’/r lægra en kaupmenn fengu fyrir hann, án þess þó að kosta nokkru teljandi til. Og síðan hefir fengist há uppbót á fiskinum, sem öll rennur til kaupmanna. Og þegar svo er komið, að þeir, sem hætta lífi sínu og velferð sinna nánustu í þarfir útgerðarinn- ar, fá litlu meira en helming af því sem þeim ber fyrir vinnu sína, sýnist skörin færast nokkuð hátt upp í bekkinn. Og þegar sjómönnum liggur opin leið til að kippa þessu í viðunanlegt horf, verður að telja það lítt fyrirgefanlegt, ef þeir hefðust nú ekki banda í nánustu framtíð. Velferð sjómannastéttarinnar í framtíðinni er kom- in undir framgangi þessa máls, og allir þeir, sem unna þessari stétt viðreisnar og velgengis, ættu að leggjast á eitt með að hrynda því í framkvæmd við fyrsta tækifæri. Pessu máli mun verða haldið vakandi hér í blað- inu, og leitast við að skýra það á allar lundir; safnað skýrslum um starfsemi þeirra félaga, er þegar eru mynduð, og leitað álits ýmsra mætra manna í þessu máli. Hér er um svo stórt framfaramál að ræða, að aðgerðaleysi er lítt fyrirgefandi. Og sérstaklega ætti sjómönnunum að vera þetta áhugamál, og sætir það mestrar furðu, hve fáar raddir hafa heyrst úr þeirra hópi, jafn slæm og kjör þeirra eru. 19/a 1919. Samvinnufélagsmaður. Til verkafólks. Eg sá það í síðasta blaði »V.m.« að útgerðar- menn væru farnir að ráða fólk til síldarvinnu á kom- andi sumri, Mér hefir heyrst á mörgum, sem eg hefi talað við, að ekkert liggi á fyrir verkafólk að ráða sig, meðan ekkert sé hægt um það að segja hvort atvirma verði mikil eða lítil, hvort Norðmenu muni leita hirtgað til veiða o. s. frv. Það er mikið rétt, að verkafótk á aldrei að ráða sig að óhugsuðu máli, en það á heldur ekki að vera óráðið af sömu ástæðu. Engin hætla getur af þvf stafað, þó verkafólk ráði sig nokkru fyrirfram, ef það aðeins ræður sig fyrir það kaup, sem það er ánægt með og á með réttu lagi að hafa. Óg byrji útgerðarmenn svona snemma að ráða fólkið, af því að þeir óttist samkeppni utn vinnukraftinn þeg- ar lengra líður á veturinn, ættu þeir að sjá sinn hag í að ganga að þeim kjörum, sem sæmileg væru fyr- ir verkafólk, til að tryggja sér vinnukraftinn. Það verður einnig að líta á þá afstöðu útgerðarmanna til þessa máls, að margir þeirra verða að gera samn- inga um verkun og kaup á afla löngu fyrirfram, en eigi þeir ekki tryggan vinnúkraft, verður afstaða þeirra óhæg. En vilji útgerðarmenn ekki nú þegar borga gott kaup, til að tryggja hag sinn, geta þeir sjálfum sér um kent, eF þeim skyldi ganga fólksráðn- ingin stirðlega. Það sem mér finst réttast í þessu máli, er það að verkafólk neiti alls ekki ráðningu, þó svo snemma sé, en setji tipp það kaup, sem það þarfnast og útlit er fyrir að borgað verði.- Vilji útgerðarmenn eigi ganga að þessu, hefir verkafólk hreinar hendur gagnvart þeirn. Réttsýni og öfgalaust álit frá báð- um hliðum, ætti að geta gert samvinnuna greiðari, og trygt beggja hag í þessu máli. • Sá tími ætti að vera liðinn, að vinnukaupendur og verkafólk sæti á svikráðum hvað við annað. Vinnu- kaupendur seildust eftir að ráða fólk fyrir smánar- kaup, og verkafólk að neita ráðningu fyr en vinnu- kaupendur eru komnir i þá kreppu að hægt er að beita þá þrælatökum. Af þeim skollaleik eru báðir málspartar búnir að reyna nógan skaða. Athugið þetta verkafólk — og útgerðarmenn — og semjið svo í bróðerni og sætt. Verkamaður. Frá bæjarstjórn. Hin nýja bæjarstjórn settist á rökstóla í fyrradag. Var fundarsalurinn fullttr áheyrenda og komust þó ekki allir að. Hér fer á eftir það helsta, sem gerð- ist á fundinum. Kosið í fastar nefndir sem hér segir: Fjárhagsnefnd: Bæjarfóg. Ctto Tuliníus, Böðvar J. Bjarkan, Ragnar Ólafsson, Sig.E. Hlíðar. Veganefnd: Ingimar Eydal, Erlingur Friðjónsson, Þorsteinn Þorsteinsson. Fátœkranefnd: Bæjarfógeti, Sv. Sigurjónsson, Júl. Havsteen. Vatnsveitunefnd: Erl. Friðjónsson, Böðvar J. Bjark- an, Sig. Bjarnason. Jarðeignanefnd: Sig. E. Hlíðar, Sv. Sigurjónsson, Þorst. Þöfsteinsson.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.