Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Verkamašurinn

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Verkamašurinn

						VERKAMAÐURINN.
II. árg.
ræðisherinn
Fyrirlesírar yíir þessi efni:
Fimtud. 13. Marts: Wllliam Booth, hershöfðingi.
Föstud. 14. Marts:   Frú Catherine Booth.
Laugard, 15. Marts:   Hjálpræðisherlnn,
AUir þeir,  sera hafa áhuga fyrir starfsemi  Hjálp-
ræðishersins, eru hjartanlega velkomnir.
Samkomurnar byrja kl. 8'/2 s. d.
Frí aðgangur.
Verkalýðsfélögí n.
Starf og framtíð þeírra.
íslensku verkamannafélögin, eða þau elstu þeirra,
munu vera milli 15 og 20 ára gömul.
Félögin hafa einkum unnið að takmarki sínu með
því að hækka kaupið, og hafa þau alt frá stríðs-
byrjun átt fult í fangi með að halda kaupinu f kjölfari
dýrtíðarinnar, og þó enn séu fjölmörg þorp, sem
ekki hafa orðið þeirrar blessunar aðnjótandi að fá
verksmannafélöa: innan vébanda sinna, þá hefir kaup-
lágmark félaganna samt sem áður haft áhrif til góðs
f þá ált að hækka kaup yfirleiít í landinu.
Enginn vafi íetkur þannig á því, að útlitið hefði
orðið harla sorglegt í sjávarþorpum þessa lands,
hefði verklýðsfé'aganna ekki notið við. Félögin hafa
einuig unnið nokkurt gagn á öðrum sviðum. Það
er því óhætt að telja að verkalýðshreifingin hafi átt
öflugann þátt í því, að forða þjóðinni frá að sökkva
niður í  botnlaust  fen örbyrgðar og óláns.
Þrátt fyrir það góða sem verkamannafélögin hafa
fært í skauti ?ínu, getur þeim, er athuga málið, naum-
ast dulist að ýmsir gallar hafa verið og eru á fé-
lðgunum víðasthvar.
Þeint er þetta ritar er þetta Ijóst, og vil eg reyna
að færa rök fyrir máli mínu, ef vera kynni að um-
ræður yrðu um þetta efni, og samtökum verklýðsins
mætti verða að einhverjum notum.
Alþýðu manna er skylt að gjalda þeim, er upp-
haflega stofnuðu verkamannafélögin, þökk fyrir það,
þó stoínun sumra félaganna hafi frá fyrstu verið
gölluð, þá hafa félögin eins og áður er sagt, lát-
ið mikið gott af sér leiða, og forgöngumennirnir haft
við mikla örðugleika að stríða.
Eitthvert mesta mein verkalýðsfélaganna er sá skort-
ur á samvinnu og samvinnustarfi, Sem enn ríkir
meðal þeirra.
Allir munu sammála um þörfina fyrir hvern ein-
stakling að vera í félagsskap, en ekki er þó minni
nauðsyn á að félögin sjálf færi sig nær hvert öðiu
og standi saman sem einn maður. »Ber er hver
á bakinu, nema sér bróður eigi,« sagði Grettir. Ef
íslensku verklýðsfélðgin fara að dæmi Grettis og
Iliuga, snúa bökum saman og verjast, þá mun tor-
sótt að sækja þau, jafuvel þó við alla kyngi auðvalds
og kúgunar sé að etja.
Satt er það að vísu, að langt erá milli félaganna,
en þær fjarlægðir má brúa með attknum kynnum
og með því að upplýsa hvað félögin hafa starfað til
Ritstjóri:  Halldór  Friðjónsson
Akureyri, Fimtudaginn 13. Marts. 1919.
góðs; svo hver geti lært af öðrum. Alþýðuhreifing-
unni er þetta lífsnauðsyn.
Samstarfinu mætti koma á með því:
1.  Að félögin myndi samband sín á meðal.
2.  Fulltrúar frá öllum verkamannafélðgunum
hittist annaðhvort ár, eða svo oft sem þurfa
þykir, til að ráðgast um þau mál, sem til
heilla mættu verða.
3.  Félögin útbreiði hugsjónir sínar með útgáfu
blaða og bóka.
4.  Félögin hafi fastann starfsmann, sem stöðuijt
ferðist um landið, vekji sofandi félög og stofni
ný félög þar, sem engin eru fyrir, einskonar
Sigurð regluboða.
Ef til vill mætti segja um fyrsta, annað og þriðja
atriðið, að þau væru þep'ar komin í framkvæmd,
með stofnun Alþýðusambands íslands, op því að
verkamenn hafi ntl yfir tveimur blöðum að ráða.
En bæði er sambandið og blaðaútgáfan »hvorki
fugl né fiskur,« ennþá vegna féleysis, þó þau séu
góð það sem þau ná.
Sömu  söguna  mætti  segia  um  starf  félaganna
heima í héraði.  Þau hafa ekki helming  þess  afls,
sem þau myndu hafs, ef þau hefðu yfir nokkru fé að
ráða.
Það eru viðurkend sannindi að fjármunaleg vel-
megun er undurstaða andlegs þroska og valds, þeg-
ar um heil þjóðfélög er að ræða. Petta gildir einnig
um félög, hvort sem þau eru stór eða lítil. Þessa
má sjá hér sorgleg dæmi. Vegna fátæktar sinnar
ráða verkamannafélögin ekki við neitt, bregðist at-
vinna og sjáfarafli eitt ár, þá koma verkamenn og
sjómenn heim til sfn eftir hábjargræðistímann, félitl-
ir eða jafnvel með skuld á bakinu, þó atvinnurek-
endur hagnist drjúgum, og sumir jafnvel græði of
fjár. Svona var það síðastliðið ár, og svona verð-
ur það alt af, þegar eitthvað ber út p.f, meðan verka-
mannafélögin ekki auka afl sitt, með því að hækka
árstillögin.
Nokkur félög eiga sjúkra'jóði, sem þó eru víðast
hvar mjög litlir, og geta því lítinn styrk veitt, þó
þörfin sé oft mikil. Atvinnuleysis trygging þekkist
ekki hér, og engin félög eiga verkfallssjóði, eða sjá
um greftrun látinna félaga sinna, eins og altítt er er-
erlendis. A ðllum sviðum erum við eftirbátar bræðra
okkar í öðrum lðndum, og alt er þetta því að kenna
að árstillögin eru altof lág.
Sá sem á miklar eignir og ekki skeytir um að vá-
lryggja Þ^r, getur mist þær, ef eldsvoða, eða önn-
ur óhöpp ber að höndum, og hvað stoða mönnum
týndir fjármunir?
Vinnuafl verkamannsins er oftast aleiga hans, þess-
vegna verður hann að tryggja sér arð af þeírri eign
og besta tryggingin er að vera þátttakandi í öflugu
verkalýðsfélagi, sem rekur fjárhagslega og pólitíska
hjálparstarfsemi. Þetta er bjargföst reynsla, sem
staðfest er af erlendum verkalýðsfélögum. Sem dæmi
má nefna, að 100 stærstu verkamannafélögin í Eng-
landi veittu árið 1904 hérumbil 11,664,000 kr. styrk
til atvmnulausra meðlima. Sjóður, setn án þess að
verða þurausinn, þolir að styrkja svona stórkostlega
á einu ári, þá sem hafa enga atvinnu þó þeir
vilji vinna, myndast hvorki af tveggja eða fjögra
króna tillagi. Ekki er mér fullkunnugt hve hátt árs-
gjald Englendingar hafa í félögUm sínum, en sam-
band danskra verkalýðsfélaga tekur engin félög, seni
hafa undir 10 kr. ársgjald fyrir hvern félaga.
Sá er þetta ritar hefur verið  nærstaddur  stofnun
6. tbl.
Innlegt þakklæti til allra þeirra, sem
heiðruðu minningu Alfreðs sál. Sigtryggs-
sonar með kransa- og minningargjðfum og
sýndu okkur á annan hátt hluttekningu
og samúð við fráfall hans.
Foreldrar og systkini hins láina.
nokkurra félaga hérlendis. Þegar að því hefur kcmið
að ákveða skyldi árstillagið, hafa komiðfram raddir
um að hafa gjöldin svo lág, að sem flestir gengju í
félagið. Afleiðingarnar svo orðið þær, að þegar eittlivað
hefir þurft að gjöra, verða félögin annaðhvort að liggja
á bónbjörgum við meðlimi sína og aðra, eða þá að
slá af kröfum sínum, og framkvæma lítið eða ekk-
ert og menn þannig í rauninni lítil hlunnindi hlotið
af félagsins hendi. Ýmsir kunna að segja, að íslensk
verkam.félög þurfi ekki að hafa eins há árgjöld og
þau útlendu, vegna þess að hér sé ekki við eins-
mikla örðugleika að striða. En þetta er ekki rétt.
Ársgjöldin hér á íslandi þyrftu jafnvel að vera hærri
en í útlöndum, vegna þess að félögin hér eru marg-
falt fámennari. Ekkert vil eg fullyrða hve hált til-
lag verkamenn hér þyrftu að greiða, svo framtíð
þeirra sé borgið, en undir 10 kr. á ári má það
ekki vera. Ef til vill væri heppilegra að láta greiða
gjaldið viku- eða mánaðarlega.
En myndu menn nú ekki ganga úr félagi, með
svo^háu tillagi, og félagið deyja?
Pví svara eg neytandi. Hvaða óvitlaus maður
myndi ganga úr félagi, sem með 15 aura kauphækk-
un á tímann, veitti honum ekki einasta ársgjaldið
aftur, heldur 260 kr. viðbót, (miðað við 200 daga
vinnu,) auk þeirra hlunninda sem félagið gæti þá
veitt á annan hátt t. d. sjúkrastyrk og vinnuleysis
tryggingar.
Æskilegt væri að sem flest félög vildu taka þetta
mál til alvarlegrar íhugunar, annars getur svo fsrið,
að verkalýðurinn vakni einhvern góðann veðurdag,
reyrður af auðvaldinu í þá fjötra, sem efitt
mundi að leysa, og yrði þá neyddur til að höggva
á hnútana hér eins og annarsstaðar, ef þá annars
nokkur nógu bitur vopn væru fyrir hendi.
Félagsmadur.
Húsaleigumálið.
Eins og skýrt var frá í síðasta blaði, neitaði bæ-
jarstjórnin þeirri áskorun Verkamannafélagsins, að fá
húsaleigulög Reykjavíkur löggilt fyrir Akureyrarkaup-
stað. Bæjarfógetinn hefir ekki sýnt félaginu þá sjálf-
sögðu kurteysi, að senda því ályktunartillögu bæjar-
stjórnarinnar, svo ekki er hægt að byrta hana orð-
rétta hér, svo almenningi gefi á að líta þær ástæð-
ur, sem bæjarstjórnin, eða meiri hluti hennar, bar*
fyrir neyttminni. Auðvitað var meiri hlutanum
örðugt um rökfærsluna í málinu, en það er ekki
eins dæmi í sögunni, að rök séu eigi látin ráða
niðurlögum mála.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16