Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 13.03.1919, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 13.03.1919, Blaðsíða 2
14 VFRKAMAÐUPINN. VERKAMAÐURINN kemur út á hverjum Fimtudegi 48—50 blðð til ársloka 1919. Árgangurinu kostar 4 kr. Gjalddagi 1. júlí. Útgefendur: Vcrkamenn á Akureyri. Ábyrgðarmaður: Hathiór Friðjónsson. Afgreiðsla fyrst um sinn hjá Finni fónssyni, Hafnarstrœti 37. —-—>4+— —*§*—• Prentsmiðja Björns Jónssonar. Auðvitað má lengi um það deila, hve vandræð- in og ólagið þurfi að komast á hátt stig, áður en því opinbera beri að taka í taumana, það fer mest eftir því, hverskonar menn fara með valdið. Sitji slóðar og Ietingjar í valdasætunum — vér skulum ekki tiltaka verra — kemur framkvæmda augnablikið ekki fyr en á seinni skipunum, eða þá fyrst, er vand- ræðin kreppa að valdhöfunum sjálfum. Sitji aftur þeir menn við stýrið, sem kyrkja vilja Ijónshvolpinn áður en klærnar vaxa, stendur sjaldan á Iiðveislu þeirra í tíma. Reyndar mætti ætla, að meiri hluti bæjarstjórnarinnar væri þannig skipaður, að hann ætti ekki að ganga þess dulinn, að hverju öngþveiti stefnir i húsaleigumálinu, vilji hann ekki viðurkenna að þegar sé svo komið, að ráðstafanir þurfi að gera, til að fyrrast meiri vandræði en nú kreppa að leiguliðum þessa bæjar. Það væri harla fróðiegt að fá skýringar hjá þeim sem drápu húsaleigumálið í bæjarstjórn, hverskonar ástands þeir óskuðu í því máli til þess að þeim findist tími til kominn að sýna vald sitt. Reir, sem hangaíæinstökum aukaatriðum húsaleigulaganna, verða að fyrirgefa þó óskað sé eftir að þurfa ekki að ræða málið við þá, því þeir virðast rista ofan við merg málsins. Pað tjáir ekki fyrir bæjarstjórnina að loka augun- um fyrir ástandinu hér í bænum, eins og það er þegar orðið. Meginhluti hennar veit það vel að fjöldi fólks á sér engan samastað eftir 14 Maí n. k. Einnig að húsaleiga hefir hækkað víða um 100 —200°/o á tveimur síðustu árum. Líka getur bæjarstj. ekki til dulist, að fjöldinn af smærri íbúð- um svara alls ekki til sjálfsögðustu heilbrigðiskrafa, og svanð sem leiguliðar fá víðast hvar, þegar þeir vilja fá aðgerðir á íbúðunum, er það, að þeír megi fara, það séu nógu margir, sem vilji fá leigt, og íbúðirnar níðast niður ár frá ári, jafnframt því sem leigan hækkar. Líka veit bæjarstjórnin það, að þegar einstöku mönnum er leyft að okra á húsaleigu, sigla allir húseigendur í sama kjölfarið von bráðar. Og eftir því sem meira skrið kemst á húsasöluna í bæn- um, því ótryggari verður aðstaða leiguliða. Petta veit bœjarstjórnin alt saman; henni tjáir ekki að neita því, og þess furðulegri er sá dómur hennar, að þetta ástand sé gott og blessað, ekki síst þegar hún hefír fylstu tryggingu fyrir því, að það muni versna að stórum mun með hverju missiri sem líð- ur, því ekki þarf að efa, að farið verði að hækka húsaleigu á miðju ári; þess eru þegar dæmi. Nefnd þeirri, er bæjarstj. kaus til að athuga húsa- leigumálið, var bent á það, að leiga húsa þeirra, er hæst munu leigð hér í bæ, myndi miðuð við áætlað söluverð húsanna. Allir sjá hversu réttmætt þetta er. Þetta vitlausa söluverð er auðvitað ekki til, annar- staðar en í höfði eigendanna. Húsin verða aldrei seld slíku verði, og eiga ekki að leigjast í tilliti til þess. Ætli vinnukaupendum þætti ekki .skörin færast upp í bekkinn, ef einhver verkamaður áætlaði starfs- þrek sitt hálfu meira en það f raun og veru væri, og heimtaði hálfu hærra kaup af þessum ástæðum. Sá maður yrði sjálfsagt ekki tekinn í vinnu, nema í • neyð. En sorglegast af öllu er það, að með því að hafna húsaleigulögunum og neita að rannsaka húsa- Ieigumálið til hlýtar, hefir bæjarstjórnin óbeinlinis gefið húseigendum leyfi til að þröngva kosti leigu- liða í framtrðinni, e!t>r því sem neyðin getur !eyC(. Það er svarfur biettur, sem bæjarstjórninni mun reynast erfitt að afmá. Það minsta sem hún hefði getað gert fyrir leiguliga var það, að aðvara hús- eigendur um að hún gripi inn í málið, ef þeir sýndu harðdrægni úr hófi fram. En það gerði bæjrrstjórnin ekki. Nei, henni hefir verið farið í þessu máli eins og Oröndal segir urn Dani: »Danir eru drengir góðir, Duga þeim sem betur má.« En hversu mikla þökk henni ber fyrir slíka fram- komu, mun almenningur hér í bænum ákveða. Útlendar fréttir. Englendingar búast við að nota rafur- magn í stórum stíl til járnbrautareksturs. Uppþot í Berlín vegna verkfallsins. Stjórn- arherinn hefur náð öllum opinberum bygg- ingum á sitt vald. Bandamenn hafa samþykt að taka kaup- skipastól Pjóðverja, en láta þá fá næg mat- væli fyrir fult verð til næstu uppskeru. Gyðingaland mun gert að þjóðarheim- kynni gyðinga. Wilson væntanlegur til Europu aftur. Mary Anderson verður fulltrúi amerískra verkakvenna á friðarfundinum. (Frá Fréttaritara V.manns i Rvik.) Inniendar fréttir. 60 símastaurar brotnuðu í Vestmanneyj- um í Laugardagsofveðrinn. Einnig skemdist rafleiðslan mjög. Útsvör í Rvík. 980 þús. kr. Stjórnin hef- ir gefið út bráðabyrgðarlög um 5 króna skatt af hverri innfluttri tómri síldartunnu. Brauð hafa hækkað í verði. Rúgbrauð um 14 aura, og önnur brauð eftir því. Fréttarit. Vm. i Rvík. Bæjarstjórinn. Eins og sjá má á síðasta í blaði verður bæjar- stjóraembættinu slegið upp bráðlega og munu margir bíða með eptirvæntingu eftir því, að fá að vita hverjir muni keppa um starfann, Á því stígi sem niálið er nú, er lftið hægt að segja um það. Það er víst ætlun bæjarrtjórnar, að semja um kaupið við hinn væntanlega bæjarstjóra, og má vera að það gefist vel, þó hitt hefði verið skeintilegra, að ákveða launin sæmi- leg í fyrstu og auglýsa þau með starfanum. Það virðist vera kominn tími til að bæjarstjórnin hristi af sér það kotungseðli, sem staðið hefir bæjar- félaginu fyrir þryfum frá öndverðu. Verður að vænta þess, að nefnd sú í bæjarstjórn, sem semja á við bæj- arstjórann, verði ekki jafn smásálarleg og oft hefir átt sér stað hér áður, svo fjárhagsatriðið verði ekki til að fæla vel hæfa menn frá að sækja um embætt- ið . Vér þurfum að fá ötulann og framsýnann mann í bæjarstjórasætið. Letingja og liðleskjur höfum við ekk- ert með að gjöra, né gamla karlfauska, sem ekki sitja í embætti til annars en hirða launin sín. Ungann mann, með lífið og vaxandi starfskrafta fyrir framan sig, þurfum vér að fá. Frá slíkum manni er helst að vænta ötulla framkvæmda og framsýnna ráðstafana. Einungis að vér berum gæfu til að fá slíkan mann til að sækja um bæjarstjórastarfann, .# Afengið og kýrnar. Þegar eg hafði lesið greinar H. Friðjónssonar í tveimur síðustu blöðum Verkamannsins um áfengis- málið, fanst mér að eg gæti varla orða bundist um eitt atriði þessa máls, sem greinarhöf. gengur alveg fram hjá, þó mér finnist það vel þess vert, að það sá tekið til athugunar. Þetta atriði er áfengisneytsla húsdýranna, sem virðist hafa vaxið að mun á síð- ustu árum, af hvaða ástæðum sem það er. Eg er nú orðinn svo gamall, sem á grönum má sjá, en eg minnist þess ekki að það þektist í ung- dæmi mínu, að dýrum væri gefið vín í nokkru til- felli. Góðar mjólkurkýr voru þá til, ekki síður en nú, og varð aldrei misdægurt sumum hvorum. Þá voru líka til brennivínsmenn með brennivtnstrú en eg varð aldrei var við að þeir hefðu trú á að brenni- vínið væri sérstaklega holt fyrir skepnur. En vera má að nýja menningin og dýralæknarnlr séu völd að þessum nýmóðins fóðurskiftum kúnna. Það má vel vera að spíritusinn af apotekinu hérna sé bæði hollur og hressandi fyrir skepnur. Menn sækjast mikið eftir honum, eftir því sem sagt er. En þó minnist eg þess ekki, að það sé neinstaðar tekið fram í hinum ágæta bæklingi um sjúkdóma alidýra, sem dýralæknirinn okkar birti neðanmáls í >■131.« fyrir tiokkru, að áfengi sé svo bráðnauðsyn- legt fyrir húsdýrin okkar. Og kynlegt er það, að almanna rómurinn segir, að bindisismenn og banu- vinir þurfi aldrei að fá áfengisseðil hjá dýralæknin- um »út á kýrnar sínar.« Ymsa grunar jafnvél að áfengisbrúkun húsdýranna fari töluvert eftir því hvort eigandinn er vínhneigður eða ekki, og ýmsar sögur hafa gengið manna á milli um það, að ein- stakir menn taki svo sem einn pott af spíritus út á hverja kú mánaðarlega, og jafnvel hafi fengist »rec- ept« út á kýr, sem ekki eru til. En allar slíkar sögur eru náttúrlega haugalýgi, sem ekki ber að leggja trúnað á. Mjög væri æskilegt að dýralæknirinn okkar vildi gera almenningi þá þægð, að skýra þetta atriði dá- lítið, — áhrif áfengis á húsdýrin meina eg. Væri hér um eitthvert undralyf að ræða, sem skepnueig- endur gætu fært sér í nyt, yrði það að teljast óum- ræðilegur gróði fyrir fjárræktarmenn okkar og kyn- bótamenn, sem eiga við ýmsa örðugleika að strfða við starf sitt. Get eg ekki álitið annað en að al- menningur tæki slíkri fræðslu með þökkum. En hvað sem þessu öllu líður, hlýt eg þó að á- líta, að ekki sé holt fyrir húsdýrin að neyta áfengis að miklum mun. — ekki eins mikið og mennirnir gera stundum. Eg held að það væri afaróþægilegt fyrir mennina, ef húsdýrin væru á sífeldu »fyl liríi« Eg minnist þess lengst, hve oft eg dáðist að því hér á árunum, að sjá hestana okkar blessaða ganga undir fullum mönnum. Hversu þeir sýndu mikla þolinmæði og fimi við að elta allar hinar reykandi hreifingar fylliraftsins, sem sat á baki þeirra. Fullur maður á ófullam hesti kemst le.ðar stnnar, en sé hesturinn fullur er voðinn vís. Og hugsum okkur blindfullar kýr á básunum! Það væri þokka ástand það, sem hverjum fyllirafti myndi bjóða við. Eða þá sauðféið í réttunum á haustin. Við höfum oft séð fulla menn slangra innan um fjárhópana, og má- ske hafa þeir brotið rifbein í einstaka skepnu, eða stigið svo illa ofan á fæturna á kindunum, að þeir hafa skekst í lið. En það hefir nú ekki borið svo mikið á þessu, því sauðkindurnar eru þöglar og meinlausar. En að hugsa sér ófulla menn bjá við blindfult fé, er hræðileg tilhugsun. Eg býst nú reyndar við, að fóik brosi að þess- um heilaspuna mínum, ogálíti að ekki þurfi að ótt- ast drykkjuskap meðal húsdýranna okkar, eitthvað af áfenginu kúnna fari máske ofan í mennina, sem eiga þær. En er nokkur ástæða til að ætla, að menn leggi sér það til munns, sem skepnum er ætlað ? Og eg er nú svona gerður, að eg get ekki horft kvíðalaust fram á komandi tíma, ef fara á að ala húsdýrin okkar á áfengi. Eg get ekki hrynt þeirri hugsun frá mér, að varhugavert sé að láta »nýju

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.