Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 19.03.1921, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 19.03.1921, Blaðsíða 2
32 VERKAMAÐURINN aðar viðskiftaveltu árið 1920. Kaupfé- lag Eyfirðinga mun hafa haft hlutfalls- lega heldur meiri vörubirgðir. Nú er það vitanlegt hverjum manni, sem ein- hverja nasasjón hefir af verslun, að það allra minsta, sem komist verður af með í föstum vörubirgðum, er V® til helm- ingur af ársveltu verslunarinnar. Smærri verslanir þurfa mikið meira en það, ef nokkuð á að verða tekið eftir þeim. Sumar smærri verslanir hér á Akureyri hafa t. d. haft álíka mrklar vörubirgðir um nýár, eins og þær hafa selt mikið á árinu. Mér telst svo til, að á Akureyri séu 36 verslanir, fyrir utan kaupfélögin, sem aílar samanlagt eigi að greiða á þessu ári 36 þás. kr. f aukaútsvar til Akur- eyrarkaupstaðar, en á kaupfélögin tvö eru lagðar 18 þús. kr. Af þessu mætti draga þá ályktun, að kaupfélögin helðu Vs hluta allrar verslunar, sem fram fer á Akureyri. Þessi tvö kaupfélög ættu þá að hafa jafnmiklar vörubirgðir og 18 verslanir, smáar og stórar, hér á staðnum. Til þess að ganga hreinlega úr skugga um það, hvort þetta er rétt, væri beinasti veguripin að flytja vöru- birgðir kaupfélaganna í 18 þessar versl- anir, og sjá hvað mikið yrði úr þeim, þegar búið væri að deila þeim í svo marga staði. í annan stað væri rétt, að flytja það, sem fyrir væri í nefndum verslunum, í búðir kaupfélaganna, og sjá að því loknu, hvort það væri þarf- ari varningur, sem komið væri með í staðinn. Hefði B. L. tekið sig til um nýárið og gert þetta, þá hefði hann fengið meðal annars, 2 dósir af skó- svertu hjá K. V. A. og 14 kr. virði í barnaleikföngum, til að flytja í hverja af þessum 18 verslunum. Er bent á þetta til þess að gera B. L. skiljanlegra, hvað lítið getur orðið úrmiklum vöru- birgðum, þegar hin gullvæga frjálsa sam- kepni skiftir þeim niður á milli þjóna sinna. Erkngur Friðjónsson. Símskeyti. Rvík í gær. Samaþófið milli Bandamanna og Pjóðverja. Verslunarsamningar milli Breta og Rússa undirskrifaðir. Fregnir mjög ósamhljóða um óeyrðir í Rússlandi. Verkbannið stendur hér enn. Landstjórnin gerir ekkert. Sjó- menn samtaka. Verkamenn eru varaðir við að ráða sig hingað. Kauplækkun ómöguleg. Ástand- ið versnar Vantraustyfirlýsing á stjórnina hefir verið á ferðinni í þinginu. Lauk því máli í nótt eftir tveggja daga umræður. Bjarni frá Vogi bar fram vantraustyfirlýsinguna, en þegar sýnilegt var, að hún kæmist* ekki í gegnum (neðri deild) bar Gunnar á Selalæk fram traustyfirlýsingu, ^n hún var feld með 12 atkv., 15 greiddu ekki atkvæði og áttu að sæta sektum, en þeir samþyktu að láta þær falla niður. Stjórnin mun varla geta setið eftir þessa meðferð, ne.na að hún rjúfi þing, Fréttaritari Vm. i Rvík. Dáin. Jón Hinriksson, faðir Sigurðar skálds á Helluvaði f Mývatnssveit og þeirra syslkina, andaðist um síðustu mánaðamót, merkismaður á tíræðisaldri, alþektur fyrir hestavísur sínar og fleiri snilliljóð. Snorri Guðmundsson bóndi á Steðja á Relamörk er nýdáinn hér á sjúkra- húsinu. Banameinið krabbamein. Aðalheiður Jóhanncsdóttir, kona Páls Sigurðssonar símastjóra á HÚsavík, and- aðist að heimili sínu 12. þ. m. Hún var sæmdar- og gáfukona; ein af vor- um íslensku konum, sem eru Ijós- gjafar heimilisins, en vinna verk sitt í kyrþey. Spunanámsskeið hefir staðið yfir hér í bænum und- anfarna daga. »Spunakonur« Bárðar eru að verða fullgerðar og verða fluttar út í sveitir. Námsskeiðið sóttu 2 úr Skagafirði, 1 úr Húnavatnssýslu og einn utan úr Arnarneshreppi. Tvinningastóll er í sambandi við vélarnar og hesputré fylgir þeim, sem hespar 5 hespur í einu. Lopar frá »Gefjunni« hafa reynst betur en búist var við, en þykja helst til fitulitlir. Tilkynning. Með reglugerð útgefinni 16. þ. m., hefir Stjórnarráð íslands ákveðið, að frá 20. Mars þ. á — þangað til öðru vísi verður ákveðið — skuli hafa sérstakan tímareikrting þannig, að klukkan verði færð fram um eina klukkustund, frá svo nefndum íslensk- um meðaltíma. Sunnudagurinn 20. Mars byrjar 19. Marskl. 11 ad hvöldi, eftir íslenskum meðaltíma. Petta tilkynnist hér með til eftirbreytni. Skrifstofa Eyjafjarðarsýslu og Akureyrar 17. Mars 1921. Júl. Havsteen, settur. Takið eftir! í Deildarfundi Kaupfélags Verkamanna Akureyrar verður frestað, vegna sjúkleika framkvæmdarstjóra félagsins, þar til á Föstu- daginn langa, og hefst hann þá kl. 3 e. h. á sama stað og áður var auglýst. Akureyri 19. Mars 1921. Deildastjórarnir. Arsskemtun Verkamannafélagsins á Fimtudags- kvöldið var hin ánægjulegasta. Yfír 400 manns sóttu hana. Stóð skemtun- in til kl. 3 um nóttina. Verkamaðurinn flytur öllum, er hjálpuðu til við skemt- unina, hugheilar þakkir félagsins. ISLAND fer frá Kaupmannahöfn c. 8. Apríl, til Leith, Reykjavíkur, Isa- fjarðar, Akureyrar og Seyðisfjarðar. Tímatal. Klukkunni á að flýta um eina kl.st. í kvöld. Aðgætið auglýsingu í blaðinu f dag. Skíðamót verður haldið hér á morgnn. Verð- ur þar k«pt um tvenn verðlaun, bæði fyrir skíðagöngu og skíðahlaup. Flestir munu keppendur héðan úr bænum, en Svarfdælir og Ólafsfirðingar eru komnir til mótsins og von er á bát frá Siglu- firði I dag, og með honum mönnum til að keppa. Fyrirlestur um skíðaíþróttir verður haldinn í Bíó í kvöld og þar sýndar skuggamyndir af skíðafólki og skíðahlaupum. »Verkamaðurinn* kemur aftur út á Miðvikudaginn fyrir Skírdag, svo ekki fyr en eftir Páska. Kirkjan messað kl. 2 á sunnudaginn. Til sölu er fjórróinn Bátur, nýleg Byssa nr. 12 (Remington), Síldarnót og Silunganót, með sanngjörnu verði Hallgrwnur St«fánsson. Gránufélagsgötu 5. Prentsmiðja Björns Jónssonar. Afgreiðsla Hins sam.gufskipafél. áAkureyri. Nýkomið: Handsápa — Pvottasápa — Sápuspæn- ir — Taublámi — Makaroni — Hrís- grjón — Margarine (kr. 2,00 kg.) — Plöntufeiti — Fiskbollur — Síld í oliu - Sveskjur - Kústhausar - Teppabankarar — Axir — Blikkfötur — Tommustokkar — Skósverta — Ger- púlver — Citronudr. — Möndludr. — Vanilledr. - VaniIIestengur - Kanel, st. — Legghlifar — Fituáburður br. og sv. — Handklæði, — Svuntur, — — Flónel — Nankin — Cheviot, bl. og m. fl. Flestar vörurtegundir seld- ar með miklum afslætti til 1. Maí. Rúgmjöl og Kaffi ódýrast í verslun Finns Níelssonar. Saltað selspik fæst hjá Sveinbirni Sveinssyni Brekkugötu 19. Hangikjöt fæst hjá Lárusi Thorarensen. Finnur Níelsson Fyrirlestur Hafnarstræti 102. Rúsínur og Kúrenur komu með »Sterling« í Kaupfélag Verkamanna. um skíðaíþrótt verður haldinn í »Bíó,« í kvöld kl. 872. Skuggamyndir sýndar með. Fernisolía, ljós og hrein, fæst hjá Hallgr. Kristjánssyni.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.