Verkamaðurinn

Tölublað

Verkamaðurinn - 09.01.1923, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 09.01.1923, Blaðsíða 2
6 VERKAMAÐURINN 2. fbl. Kosningarnar. Þær fóru fram á Fimtudaginn, eins og til stóð. Kosningu var lokið kl. 7 um kveldið og upptalningu kl. 11. Kosningin féll svo, að A-Iistinn — til 6 ára — hlaut 195 atkv. B-listinn 167 atkv. C-listinn 68 atkv. D-Iistinn 298 atkv. E-listinn 72 atkv. Kosningu hlutu því: Steingrímur Jónsson 293 J/4 atkv. Óskar Sigurgeirsson 223 — Erlingur Friðjónsson 193 lli — Sveinn Sigurjónsson 166 — A-listinn — til 4 ára — hlaut 215 atkv. B-listinn 572 atkv. Kosningu hlutu þvf: Jakob Karlsson 569V2 atkv. Kristján Arnason 287 — Kaupmannaliðið og stillendur Sveins Sigurjónssonar höfðu bandalag við kosningarnar. Báðir smöluðu eins og þeir væru að flýja undan dauðanum. 6 fólkssleðar gengu látlaust frá þvf kosningin hófst og fluttu styðjendur beggja listanna jöfnum höndum. »Fylli- rfið« óx þvf meira sem á daginn leið og öll bar kosningin vott um ofur- kapp og bæxlagang uppvöðslumanna. Vegna rúmleysis f blaðinu f dag, verða kosningarnar ekki ræddar al- ment fyr en f næsta blaði. Fjöldi at- kvæða voru ónýt og kosningin ólög- leg að margra dómi. Kosningavísur. Dálftið hefir komið á fiot áf kosn- ingavísum þessa dagana. Hér fara á eftir nokkrar, sem blaðið hefir náð f, og vill Vm. gjarna fá méira af þvf tægi til birtingar, ef vfsurnar eru smellnar og ekki um of nærgöngular eða klúrar. Út á hálan óðarstig Ýti’ eg — sár að vonum. — Þvf enginn vildi eiga mig Á undan kosningunum. A. 1. Erfitt gékk þeim A-liðum, — Oft er smátt að meini. — Trausti gleymdi »tyglinum«* Og tók f skott á Sveini. A. 2. Steinþór ekki kjósa kann Kvenþjóð létt f spori. Engin girnist mcntamann Merktan sfldarstori.* B. 1. Sveini íylgja frfliðar, Sem frjálsum hæfir kappa. Sumir flytja »fréttirnar,« Á fundum aðrir stappa. B. 2. Sá flaut inn á samvinnu Sfst með löku hiski, »Einokunar«-olfu Og »samkepnis« fiski. C. Það var ei von að þessar tvær Þægju hylli af konum, Þvf allir karlmenn eltu þær Á undan kosningunum. Simfréttir. Rvík 3. Jan. Smdvegis uppþot voru víðs- vegar i Englandi jyrir jólin, af hdlfu atvinnulausra manna. Ekkert rekur í skaðabóta- máii Þjóðverja. Frakkar ger- ast œ kröfuharðari. Grikkir hamast gegn Tyrkj- um. Viðsjar með Bretum og Tyrkjum. Norskir atvinnurekendur hafa sagt upp samningi við 50 þús- und verkamenn. Algerð vinnuteppa í prent- smiðjunum hér. Prentsmiðju- eigendur krefjastalls 25°lo kaup- lœkkunar hjd prenturum. Kaup er hið sama og dður hjá verka- mönnum og sjómönnum, en engir samningar hafa tekist. Claessen hefir útvegað Islands- banka 4. millj. króna lán i Danmörku, Englandi og Ame- riku. Rvík í gcer. Samsœri hefir komið upp gegn Mussoline. Enn þjarkað um skaðabœtur Þjóðverja. Frakkar og Bretar ósammdia. Dagblöðin hér koma út vél- rituð. Prentvinnuteppa enn. D. Um D-listans afrek mi Eg það færa f letur. Hann hefir biðilsbuxum á Brölt f allan vetur. Öllum virtist þörf á þvf — Það fór eftir vonum. — Að setja mótor aftan f Efsta mann á honum. E Þorsteinn enga frægðarför Fór að þessu sinni. En nú skal lekan kjalarsknör Kljúfa á þagnargrynni. Z. Bæjarstjórnarkosning fór fram á Siglufirði á Föstudaginn var. Á A lista, kaupmannalista, voru séra Bjarni Þorsteinsson, Sophus Blöndal kaupmaður og Guðm. Skarp héðinsson skólastjóri. Á B-lista, verka- manna lista, voru Fióvent Jóhannesson verkstjóri, Helgi Hafliðason kaupmaður og Kjartan Jónsson smiður. A-listinn, fékk ioo atkvæði og kom að séra Bjarna. B íistinn fékk 123 atkvæði og kom að Flóvent og Helga. Klofningur f hafnarbryggjumálinu varð þess valdandi, að verkamenn tóku Helga á lista sinn. 20 atkvæði voru ógild. Um 400 á kjörskrá. * Sambr. að það var helst fundið að Steinþóri, að hann hafði gengið að sildar- vinnu s. I. sumar. ** Sambr. >~nema Trausti með tygilinn.c Fréttar. Vm. Prenttmiðja Odds Björnssonar Frá ísafirði. Þar voru kosnir 3. bæjarfulltrúar á Laugardaginn var. Fram *komu tveir listar. A-Iisti frá kaupmönnum og B- listi frá verkamönnum. A-listinn hlaut 327 atkv. og kom að Birni Magnús- syni símastjóra. B-Iistinn fékk 411 atkv. og kom að Finni Jónssyni póstmeistara og Haraldi Guðmundssyni. 37 miðar urðu ógildir. Á kjörskrá voru 914. »Fram« dauðurf Blaðinu er sagt af Siglufirði, að >Fram< muni vera úr sögunni. Ekkert heyrist frá útgefendunum sfðan fyrir áramót og altalað að blaðið muni úr sögunni. >Villemoes< kom á Sunnudaginn með olfu til Landsverslunar. Fór f dag út að Svai- barðseyri og tekur þar sfid tilútflutnings. KvöldsHemtanir , tvær voru haldnar um s. 1. helgi, sú fyrri að tilhlutun Hjúkrunarfél. Hlff og var þar til skemtunar erindi, flutt af Þorst. M. Jónssyni alþingism. smá- leikur »Ötl fimm< með skrautsýningu, Áraskiftin, skrautsýning, og dans á eftir. Sfðari skemtunina hélt U. M. F. A. Voru þar leiknir tveir smáleikir, »Nei-ið« og »Upp til selja« einnig skrautsýning, Áraskiftin. Báðar voru skemtanirnar ánægjulegar og vel sóttar. Um næstu helgi halda nemendur Gagnfræðaskólans kvöldskemtun, fjöl- breytta, og verður ágóðanum varið til kaupa á munum til heimavistarinnar f skólanum. Dánardægur. Valgerður Sigurðardóttir, kona Ólafs Þorsteinssonar ökumanns, andaðist að heimili sfnu hér á Oddeyri á Laugar- daginn, var eftir margra ára þunga vanheilsu, gæða og myndarkona. Sama dag andaðist, úr lungnabólgu, frú Ragnhildur Metúsalemsdóttir, ekbja eftir séra Stefán Pétursson, sfðast prest að Hjaltastað, að heimili tengda- sonar sfns, Davfðs Sigurðssonar timb- urmeistara, 78 ára að aldri. Sérstök myndar- og atgerviskona. I -0. G. T. Stúkurnar halda sameiginlegan fund annað kvöld kl. 8 { stóra sal Sam komuhússins. Ræðuhöld og skemtanir fara fram f tilefni af afmæli Reglunnar. Stúkufélagar eru alvarlega ámintir um að mæta kl. 8 stundvíslega. Lárus Rist kennari kom úr Amerfkuför, með Villemoes. Lætur hann hið besta yfir för sintíi. »lslendingur< stækkaði um áramótin — mest spássfurnar. Eldsvoði. Kembingarvélarnar á Halldórsstöðum f L’xárdal brunnu á Þriðjudaginn var. Hvassviðri var á og varð engu bjarg- að. Vélarnar voru vátrygðar lágt og bfður því eigandinn, Haligrfmur Þor- bergsson fjárræktarfræðingur, tilfinn- anlegt tjón. Og fyrir sýsluna er það hinn mesti bagi að missa vélarnar. T ó 1 g á kr. 2,40 kg í Kaupfélagi Verkamanna. Aðalfundur U. M. F. A. verður haldinn Sunnudaginn 21. þ. m. kl. 3 síðd. í samkomuhúsi bæjarins. — Dagskrá skv. félagslög- unum. — EST undirritaður tek að mér að binda bækur og hefta, í vinnu- stofu Sigurðar bóksala. Akureyri 8. Jan. 1923. Friðrik Hermannsson bókbindari. /tðalfundur verður haidinn í „ Hjúkrunarfélaginu Hllf", Mánudaginn 15. Jan. 1923, f Samkomuhúsi bæjarins og hefst kl. 5. e. h. Stjórnin. Mjólk, á 40 aura lfterinn, fæst daglega hjá Jðni Helgasyni á Eyralandi. Silfur-blýant fundinn á götunni. Oeymdur hjá Gisla R Magnússyni. | sambandi við hina almennu * bænaviku, verða samkomur f kvöld og alla vikuna kl. 8V4 í Hjálpræðishernum Æskulýðsstarfið á Laxamýri byrj- ar f þessari viku. Nýir þátttakendur i tungumálum og handavinnu geta komist að. /ólapotíar Hjálprœðishersins. Peningar f Jólapottana kr. 21300 Vörur _ 145 00 kr. 358 00 Jólatré fyrir 200 börn. Jólasamsæti fyrir 100 Gamalmenni. Jólatré f Sand- gerðisbót fyrir 70 börn og 40 full- orðna. Hátfð fyrir sjómenn á Ls xa- mýri. Samtals kr. 34000 Sjóðfé — 15 OO Samtals kr. 35500 J. Harylk. H. Halldðrsson. Athugið! Gjaldkeri Verkamannsélagsins biður blaðtð að flytja félágsmönnum þeim— er enn skulda ársgjöld sfn til fé- lagsins — áskorun um að greiða gjöld sfn nú þegar, þar sem reikn- ingsskil standa fyrir dyrum.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.